Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson Hluti fundargesta um framtíð Reykholtsskóla. grunnskóla og fjölbrautaskólar hafa tekið við nokkuð af nemendum. Einnig er kostnaður við að stunda nám í heimavistarskóla meiri. „Reykholtsskóli er ekkert eins- dæmi, til að snúa þessari þróun við þá verða heimamenn að sækja fast á við menntamálaráðuneytið, þing- menn vesturlands og stjórn Félags- málaskóla alþýðu að taka nú af skarið og hætta að setja málin í nefndir og ráð og fara að taka ákvarðanir." Hann sagðist meðal annars vera hingað komin til að heyra tillögur heimamanna. Margir tóku til máls á fundinum og lýstu skoðunum sínum flestir voru sammála umað þessi ákvörð- um um að flytja félagsmálaskóla alþýðu í Reykholt væri skynsamleg ákvörðun þegar tillit væri tekið til þess að Snorrastofa með hugsan- legan minjavörð og menningar- málafulltrúa vesturland hefðu að- setur þar. til að Félagsmálaskóli alþýðu geti fullnægt námsstefnu sinni sem var samþykkt 1972 og endurbætt 1989 þarf skólinn að vera ferlifær fötluðum og helst þarf að byggja sundlaug og íþróttasal. Séra Geir Waage sóknarprestur benti á þann möguleika að á Klepp- járnsreykjum væri ný sundlaug og íþróttahús sem í flestum tilfellum væri ekki notuð eftir kl. tvö á dag- inn og væri hægt að notast við þau á meðan á uppbygingu íþrótta- mannvirkja stæði í Reykholti. Að lokum sagði Svavar Gestsson að fleiri fengju vinnu við hinn nýja skóla og umsvifin yrðu miklu meiri. Á hinum norðulöndunum væri full- orðinsfræðsla og endurmenntun orðin snar þáttur í menntamálum og þannig yrði það einnig hér. - Bernhard Risa-jóla- rokk á Hót- el Islandi ÚTVARPSSTÖÐ framhalds- skólanna, Útrás, gengst fyrir stórtónleikum í kvöld á Hótel íslandi í samvinnu við útgáfu- fyrirtækið Steinar og Skífuna. Tónleikarnir eru undir nafninu Risa-jólarokk, en alls koma fram 24 hljómsveitir á tveimur sviðum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er ætlunin að þeir standi til 2 e. miðnætti, en hljómsveitirnar sem fram koma eru þessar: Á stóra sviðinu: Síðan skein sól. Todmo- bile, Nýdönsk, Possibillies, Sverrir Stormsker, -Langi Seli og Skug- gamir, Rikshaw, Gildran, Boot- legs, Bless og Tvöfalda beat-ið. Á litla sviðinu: Blautir dropar, Boneyard, Formaika, INRI, Sex- menn, Edrú, Sérsveitin, Elsku Unnur, Dýrið gengur laust, Orgill, Berir að ofan og Afródíta. Kynnir verður á hvoru sviði fyrir sig. Hluta tónleikanna verður útvarpað á Útrás. Endurgerð Sauðárkrókskirkju lokið Sauðárkróki. AÐ undanförnu hafa farið fram gagngerar endurbætur á Sauðár- krókskirkju. Fyrir nokkru var kirkjan iagfærð að utan og þak endurnýjað, en nú síðla sumars var hafist handa við að endur- gera kirkjuna að innan, en í tengslum við þær lagfæringar var tekin ákvörðun um að stækka kirkjuna verulega til vesturs. Sauðárkrókskirkja var byggð skömmu fyrir síðustu aidamót og vígð 18. desember 1892. Þótti hún þá með veglegri guðshúsum iandsins, en í tímans rás, og með örri fólksfjölgun á Sauðárkróki var nú svo komið að þörf var á, annað tveggja að byggja nýja kirkju eða stækka hina gömlu verulega. Á safnaðarfundi snemma á þessu ári var svo ákveðið að leita tilskilinna leyfa til stækkunar kirkjunnar og þegar ljóst var að þau lágu fyrir var tekin um það ákvörðun á aðalsafnaðarfundi, að ráðast í þessar framkvæmdir. Með endurgerðinni óg stækkun var talið að kirkjan gæti ágætlega þjónað áfram söfnuði Sauðár- krókssóknar. Eins og áður er getið var haf- ist handa síðastliðið sumar, og nú í desemberbyrjun var endurbótum að fullu lokið. Hefur kirkjan verið endurgerð að öllu leyti og færð mjög til upp- runalegs útlits, auk þess að vera lengd um 3,6 metra og tekur nú rúmlega 300 manns í sæti. Þá var kirkjan öll einangruð og endurnýjaðar allar lagnir. Fór öll vinna við endurgerðina fram undir eftirliti Þorsteins Gunnarssonar arkitekts og Leifs Blumenstein byggingarfræðings, en hönnunarvinna var unnin hjá Verkfræðiskrifstofunni Stoð sf. á Sauðárkróki. Yfírsmiður var Bragi Skúlason byggingarmeist- ari hjá Trésmiðjunni Borg hf. Raflagnir annaðist Rafsjá hf. og pípulagnir Jón Geirmundsson pípulagningarmeistari, múrverk annaðist Aðalsteinn Maríusson múrarameistari og Vélsmiðja Sauðárkróks annaðist hita- og loftræsikerfi. Málarameistaramir Kristján Hansen og Jón Svav- arsson sáu um málningarvinnu. Tveir nýir gluggar bætast við á kirkjuskipinu, og eru þeir steind- ir svo sem þeir gluggar sem fyrir eru, en vegna ófyrirséðra atvika reyndist ekki unnt að koma þeim fyrir áður en endui’vígslan færi fram, og verða þeir því settir upp eftir áramót. Eru gluggarnir gerð- ir af Guðrúnu og Jens Urup. Þá var við athöfnina vígt nýtt og mjög vandað hljóðfæri sem keypt var af orgelsjóði kirkjunn- ar, en hann var stofnaður með minningargjöf um Ragnar Páls- son útibússtjóra Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Vígsluathöfnin hófst kl. 14.00 á sunnudag með skrúðgöngu safnaðarstjómar, biskups íslands, presta héraðsins auk nokkurra fyrrum þjónandi presta á Sauðár- króki, frá safnaðarheimilinu og til kirkju. Bar safnaðarstjórn gripi kirkjunnar. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði síðan kirkjuna, en fyrir altari þjónuðu sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup og sr. Hjálmar Jónsson prófastur. Við athöfnina söng kirkjukór Sauðár- krókskirkju undir stjórn Röng- valds Valbergssonar, en Svana Berglind Karlsdóttir söng ein- söng. Þá var ljósamessa í kirkjunni kl. 17.00, en þar fór fram fyrsta skírnin í hinni nýendurvígðu kirkju, en herra Ólafur Skúlason biskup og sr. Tómas Sveinsson sóknarprestur í Háteigskirkju og fyrrverandi sóknarprestur á Sauð- árkróki töluðu við börnin. Barna- kór Sauðárkrókskirkju söng undir stjórn Pálínu Skúladóttur. Um kvöldið var svo aðventu- kvöld, en þar flutti hugvekju herra Ólafur Skúlason, en einnig flutti ávarp sóknarpresturinn, sr. Hjálmar Jónsson prófastur. Þá voru flutt ýmis tónlistarat- riði, meðal annars lék Richard Simm forleik á orgel, bræðurnir Sigfús og Pétur Péturssynir sungu tvísöng, Guðbrandur Jón Guðbrandsson lék einleik á tromp- et, kór söngdeildar tónlistarskól- ans söng undir stjórn Helgu Bald- ursdóttur. Einsöng sungu Helga Rós Indriðadóttir og Jóhann Már Jóhannsson við undirleik Sólveig- ar S. Einarsdóttur og einnig söng Sigurdríf Jónatansdóttir við und- irleik Rögnvalds Valbergssonar. Þá söng kirkjukórinn undir stjórn Rögnvalds ValbergssQnar. Að sögn sóknarprestsins, sr. Hjálmars Jónssonar, hefur hin gamla kirkja nú hlotið mjög verð- uga endurgerð og lagfæringar og er nú, eins og þegar hún var ný- byggð, eitt af fegurstu guðshús- um landsins. Taldi sr. Hjálmar að mjög vel hefði til tekist, og.hefðu allir þeir sem hönd lögðu að verk- inu skilað því eins og best verður á kosið. Hér væri nú eins og ný, fýrsta og eina kirkjan sem byggð hefði verið á Sauðárkróki, kirkja sem væri órjúfanlegur hluti þeirrar bæjarmyndar sem hér væri og einn traustasti homsteinninn í lífi þeirra sem hér búa. - BB. Skrúðganga sóknarnefndar, biskups og presta til Sauðárkróks- kirkju. Sóknarnefnd ber gripi kirkjunnar. Jón Karlsson form. sóknarnefndar til vinstri og sr. Hjálmar Jóns- son til hægri lásu ritningargreinar. Herra Ólafur Skúlason biskup í altari. Fundur um framtíð Reykholtsskóla: Ahugi á að flytja Félagsmálaskóla alþýðu í Reykholt Jólablús VinaDóra HLJÓMSVEITIN Vinir Dóra hefur undarfarin ár haldið tón- leika fyrir jólin undir yfirskrift- inni jólablús. Svo verður einnig að þessu sinni og verður jólabl- úsinn á tveimur stöðum. Hljómsveitina Vini Dóra skipa Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Andrea Gylfadóttir söngkona, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Hjörtur Howser hljómborðsleikari og Jens Hansson saxófónleikari. Fyrri blústónleik- arnir verða í veitingastaðnum Tveir vinir fimmtudaginn 20. des- ember og koma þar fram með hljómsveitinni fjölmgrgir gestir: Birgir Baldursson trommuleikari, Sigurður Sigurðsson munnhörpu- leikari og söngvari, Sigurður Sig- urðsson söngvari, Þorsteinn Magnússon gítarleikari og leyni- gestur sem leika mun á trompet. Síðari jólablústónleikar Vina Dóra verða svo á Púlsinum tónlist- arbar sunnudaginn 23. desember. Þar koma einnig fram með sveit- inni ýmsir gestir: Magnús Eiríks- son söngvari og gítarleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari, Pétur Tyrfingsson gítarleikari og leynigestur verður einnig á Púlsin- um. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30 fimmtudagskvöld, en 22.00 á sunnudag. Forsala aðgöngumiða er í Plötubúðinni Laugavegi 20, en við síðasta jólablús þurftu fjöl- margir frá að hverfa. Á tónleikun- um verður einnig seld nýútkomin snælda með tónlist sveitarinnar, Lifandi blús. Þetta kunni fólk hér að meta og fjölmenntu heilu fjölskyldurnar. Enn fremur buðu forsvarsmenn Dalakjörs og Mjólkursamlag Búðardals út að borða. Þessi nýbreytni vakti verð- skuldaða athygli og um 100 manns voru saman komnir og áttu ánægju- lega samverustund. Salarkynnin í Dalabúð voru fallega skreytt og stórt Kleppjárnsreykjum: VIÐ setningu M-hátíðar í Reyk- holti 31. maí í vor tilkynnti menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, væntanlegar breyting- ar við Héraðsskólann í Reyk- holti. Sagði hann frá áhuga Fé- jólatré prýddi salinn. Anna Olafsdóttir sem' rekið hefur veitingasölu síðan í vor hefur verið með ýmsar uppákomur og laðað að viðskiptavini og á hún sérstakar þakkir skilið fyrir dugnað sinn og framtakssemi við rekstur veitinga- sölunnar hér. - Kristjana lagsmálaskóla alþýðu að flytja starfsemi sína í Reykholt. „Þetta er kjörið tækifæri til að tryggja framtíð Reykholtsskóla," sagði menntamálaráðherra. Á almennum fundi um framtíð Reykholtsskóla sem haldinn var í Logalandi 12. desember sl. mætti Svavar ásamt fúlltrúum úr mennta- málaráðuneytinu og Snorra Konr- áðssyni frá Félagsmálaskóla ai- þýðu. Skólanefnd Reykholtsskóla, hreppsnefnd og fjöldi úbúa hrepps- ins mætti á fundinn. Nokkur kvíði hefur verið hjá íbúum Reykholts- dals að undanförnu um framtíð Reykholtsskóla. 1905 var Hvítár- bakkaskóli stofnaður og var hann fluttur 1931 að Reykholti. Síðan hefur verið þar framhaldsskóli. Árið 1982 sóttu um 170 nemendur um skólavist en skólinn gat aðeins tek- ið á móti 145 nemendum. Síðan hefur hallað undan fæti í aðsókn að skólanum, Margar skýringar eru á af hveiju svo er komið, menn hallast einna helst að því að 10. bekkur er nú í grunnskólunum og framhaldsdeildir eru við nokkra Búðardalur: Ibúar dvalarheimilisins heiðursgestir í Dalabúð Búðardal. JOLABOÐ var haldið í Dalabúð laugardaginn 15. desember sl. þar sem fólki var gefinn kostur á að koma saman og boróa góðan mat þar sem borð svignuðu undan jólaréttum og ýmsu góðgæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.