Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 35 EFTA-EB: Viðræðum miðar í samkomulagsátt Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TALSMENN Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) voru sammála um það eftir sameiginlegan ráðherra- fund bandalaganna að vel hefði miðað í samkomulagsátt á fundinum. Ljóst er að flest erfiðustu ágrein- ingsmálin eru enn óleyst en ótvíræður vilji til að finna sameigin- legar lausnir kom fram á fundinum sem lauk í Brussel í gær. Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, kvaðst telja viðræðurnar komnar á það stig að ekki yrði aft- ur snúið. Hann kvaðst vera bjart- sýnn á að viðunandi lausn fyndist á deilunum um fisk. Gianni de Michelis, utanríkisráð- herra Ítalíu og forseti ráðherraráðs EB, sagði að lokayfirlýsing fundar- ins væri mikilvægt framlag á loka- stigi samninganna sem ætlunin er að ljúka fyrir næsta vor. Dg Michel- is sagði að sú svartsýni sem ein- kennt hefði viðræðurnar væri úr sögunni, á þessum fundi hefði gagnkvæmri tortryggni verið eytt. I hönd færu góðir tímar fyrir Evr- ópu og ástæða væri til bjartsýni á framtíðina. Jean-Pascal Delamuraz, efnahags- og viðskiptaráðherra Sviss og talsmaður EFTA, sagði að fundurinn héfði verið mjög gagn- legur, lagt hefði verið pólitískt mat á stöðu samninganna og í rauninni hefði fundurinn verið forsenda þess að hægt væri að halda samninga- viðræðunum áfram. Delamuraz taldi að fundurinn hefði staðfest að evrópska efnahagssvæðið (EES) yrði að raunveruleika í framtíðinni. í lokayfirlýsingu fundarins kem- ur fram að ráðherrarnir hafa orðið sammála um að yfirstjórn EES verði innan sameiginlegs ráðherr.a- ráðs EFTA og EB auk fulltr'úa framkvæmdastjórnar EB. Hlutverk ráðsins yrði að leggja pólitískar meginlínur í samstarfinu og móta þróun þess. Að öðru leyti er ósamið Mótmælendur leiddir fyrir rétt í Albaníu Vínarborg. Reuter. ÚTVARPIÐ í Tirana, höfuðborg Albaníu, skýrði frá því í gær að 157 manns hefðu verið leiddir fyrir rétt sakaðir um þátttöku í óeirðum í landinu í síðustu viku. Mótmælin eru hin mestu sem vit- að er um í landinu í stjórnartíð kommúnista. Stjórnarherinn bældi þær niður en mótmæli halda þó áfram og var t.a.m. fjöl- mennur en friðsamlegur mót- mælafundur haldinn í háskólan- um í Tirana í þessari viku. Rétt- arhöldin sem hófust í gær eru haldin í borgunum Durres, El- basan og Shkoder. Lýðræðisflokkurinn í Albaníu, fyrsti flokkur stjórnarandstæðinga sem leyfður er þar í landi, mun leggja fram formlega ósk um það í dag eða á morgun að þingkosning- um sem ráðgerðar eru í febrúar nk. verði frestað, að því er Genc Polo, talsmaður flokksins, sagði í gær. Polo sagði að óskað yrði eftir því að kosningunum yrði seinkað um a.m.k. þijá mánuði en ráð er fyrir gert að þær fari fram 10. febrúar. Bera leiðtogar flokksins því við að þeir geti ekki keppt um sæti við kommúnistaflokkinn á jafnréttis- grundvelli m.a. þar sem þeim hefur verið- meinaður aðgangur að fjöl- miðlum landsins sem allir lúta stjórn kommúnista. Ennfremur mun Lýðræðisbanda- lagið hefja baráttu fyrir því að allir pólitískir fangar verði látnir-lausir. Simon Stefani, þáverandi innanrík- ísráðherra, skýrði frá því í janúar sl. að 3.850 menn væru í haldi í „endurmenntunarstofnunum" víðs vegar um landið. Er það í fyrsta sinn sem viðurkennt er opinberlega að fangelsanir vegna skoðana eigi og hafi átt sér stað í Albaníu. um fyrirkomulag sameiginlegrar stjórnunar EES og ákvarðanir sem varða það. Allmörg fleiri atriði eru óútkljáð en góðar líkur eru taldar á að lausn finnist á flestum þeirra fyrir vorið. Það eru helst þijú atriði sem sennilegt er talið að pólitískar - lausnir þurfi til. Af þeim er skil- greining stjórnunar EES og mótun ákvarðana sem varða það erfiðasta málið. í yfirlýsingu ráðherranna er lagt til að deilur um landbúnað verði leystar í tvíhliða viðræðum EB við einstök aðildarríki EFTA, eftir sem áður verður að finna sameiginlega lausn á þætti landbúnaðar í jöfnun lífskjara ríkjanna í Suður-Evrópu. Þriðja ágreiningsefnið er kröfur EFTA um tollfijálsan aðgang fyrir sjávarafurðir inn á markaði EB. Jón Baldvin lagði áherslu á það í ræðu sinni að íslendingar fengju að sama skapi og aðrir fullt viðskiptafrelsi með helstu útflutningsafurðir sínar. Hann sagði í samtali vð Morgun- blaðið að hér væri um smámál á mælikvarða EB að ræða, verið væri að tala um að bandalagið felldi niður tollatekjur sem næmu 30 milljónum ECU (2,2 milljarðar ÍSK). Af hálfu EFTA hefur verið lögð áhersla á að viðunandi lausn á deilunum um fisk sé forsenda þess að samkomulag verði gert um EES. ■ TIMISOARA - Tugir þús- unda verkamanna og námsmanna stöðvuðu alla umferð í Timisoara í vesturhluta Rúmeníu í gærmorgun þegar þeir gengu fylktu liði um borgina og kröfðust þess að ríkis- stjórn landsins segði af sér. Upp- lausnarástand hefur verið í borginni undanfarna daga vegna mótmæla út af efnahagsástandinu í landinu og hægaganginum á umbótastarf- inu. „Við höfum verið sviknir,“ sagði einn göngumannanna, „þetta var allt saman lygi og það hefur ekkert breyst." Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moegans! Gæði kosta mikið en hér eru nokkrar undantekningar U 5096 HOOVBR ryksuga 22.240r SR8900FUNAI ferðatœki (m.geislaspilara) 21.725,- NECCHI saumavél 26.804,- Alpha I GRUNDIG rakvél 3.740,- ¥ MO 6T FUNAI örbylgjuofn 22.610, RE5515 EMERSON klukkuútvarp 2.490.- VCR 7500FUNAI video 29.999,- CD 4904 FUNAI geislaspilari 15.105, HOOVER ryksuga 1 1.990,- Öll verð miðast við staðgreiðslu £ HEIMILISKAU P H F • HEIMIILISTÆKJADEILD FÁLKANS • Suðurlondsbraut 8 - sími 84670 Á & i a. & 4, GOTT FÓLK/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.