Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 27 Maður, líttu þér nær eftirKarl Ormsson Mer var hugsað til þess á dögun- um þvílíka takmarkalausa hræsni sumir framagosar og stjórnmála- menn sýna kjósendum sínum. Eins og marga kannski rekur minni til var Steingrími Hermannssyni ásamt nokkrum erlendum stjórnmálamönn- um fengið það hlutverk að fara í austurveg, nánar tiltekið til Búlgaríu og fylgjast með því að kosningasvik væru ekki höfð í frammi er flest Austur-Evrópuríkin voru á þeim tíma að brjóta af sér hlekki kommún- ismans sem heft hafði þau í áratuga fjötra með ólýsanlegum kúgunum og þrældómum. Sum þessi ríki máttu þola þessar hörmungar í allt að 70 ár, (heilan mannsaldur). Flest þessi ríki römbuðu á barmi borgarastyij- aldar og þótti. því mikið við liggja að send yrði nefnd hlutlausra stjórn- málamanna á stúfana. Nú skyldi maður halda að þessi nefnd hefði unnið verk sitt af samviskusemi, sem ekki er dregið hér í efa, en hver er samviska Steingríms Hermannsson- ar? Nuna undanfarnar vikur hafa stjórnmálaflokkarnir verið að halda prófkjör sín eða forval, uppröðun, og hvað þetta heitir nú allt saman hver eftir sínum reglum, siðum eða siðleysi. í Reykjavík átti að vera prófkjör hjá framsóknarmönnum, (lýðræðislegt að sjálfsögðu) og átti að einskorðast við fulltrúaráðsmeð- limi flokksins. Tveir aðilar gáfu kost á sér í fyrsta sæti listans. Annar var sitjandi þingmaður flokksins í Reykjavík en hinn var formaður full- trúaráðsins, framagosi sem hefur farið hamförum um nokkurt skeið og aðallega andskotast út í heilbrigð- isstéttirnar þar sem hann telst vera aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt með felldu við þetta svokallaða lýð- ræðislega prófkjör. Maðkur var í _ mysunni, þingmaðurinn kærði þenn- an skripaleik og krafðist þess að alvöruprófkjör færi fram að hætti siðaðra manna en ekki að hætti bófa í vestrinu. En það var nú öðru nær að hann fengi leiðréttingu mála sinna þótt sannað væri að svik hefðu verið í tafli. T.d. hafði maður búsett- ur í Svíþjóð verið látinn kjósa þótt hann hafi alls ekki verið á landinu þennan tíma. Þótti því augljóst að kosið hefði verið fyrir hann og eins og áður sagði krafðist þingmaðurinn að farið yrði að lögum. Kemur þá ekki sjálfur Steingrímur Hermanns- son þessi hlutlausi kosningaeftirlits- maður og krefst þess að allri þjóð- inni ásjáandi að þingmaðurinn Guð- mundur G. Þórarinsson taki annað sæti á listanum og innsigli þannig kosningasvik sem höfð hefðu verið frammi. Þar með gerði hann Guð- mund meðsekan til þess að hjálpa framagosa þeim sem hann virðist hafa haft meiri mætur á. En hvers vegna skyldi ég vera að rekagáttast í innanhússmálum Framsóknar- flokksins? Ég er sjálfstæðismaður og er stoltur af því, en tvennt kem- ur til, þar sem ég er meðlimur flokks sem hefur að leiðarljósi: Gjör rétt, þol ei órétt. Finnst því sárt að einn valdamesti maður þjóðarinnar sem valist hafði með alþjóðlegri þing- mannanefnd til að koma í veg fyrir kosningasvik og getur svo ekki kom- ið í veg fyrir kosningasvik í sínum eigin flokki (góð landkynning það). Ekki svo ég hafi áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn sé svo þekkt- ur utan landsteinanna að þetta frétt- ist út um víða veröld en gjörðin er sú sama. Ekki dettur mér í hug að vera að blekkja fólk með því að ég sé ekki ánægður að framagosinn Finnur Ingólfsson skyldi koma sér í efsta sæti lista Framsóknarflokksins hér í Reykjavík. Það er þá næsta víst að framsókn fær engan mann kjörinn hér í Reykjavík. Guðmundur G. Þórarins- son fer í sérframboð og atkvæðin öll af báðum listunum detta því dauð niður. Það er því svo óralangt frá því að framsóknarmenn fái uppbótar- þingmann og geta þeir gleymt því. Ég sem hef unnið í aldarfjórðung í Karl Ormsson „Það virðist vera náttúru- lögmál að starfsfólk Borg- arspítalans þurfi að verja lunganum úr aðventunni til að berjast fyrir sjálf- stæði stofnunarinnar." heilbrigðisgeiranum (Borgarspítal- anum), ekki ríkisspítölunum, þykist vita svona nokkurn veginn hvaða hug fólk í heilbrigðisstéttunum ber til þessara herra. Það virðist vera náttúrulögmál að starfsfólk Borg- arspítalans þurfi að veija lunganum úr aðventunni til að beijast fyrir sjálfstæði stofnunarinnar. Sjaldan hefur það þó verið verra en núna enda valist til forystu í heilbrigðis- ráðuneytinu sumir aðilar sem ekkert skynbragð bera á heilbrigðismál. Þótt þessi grein hafi eingöngu átt að fjalla um kosningasvik og hneykslun á stjómmálamönnum tengist hún einnig öðru máli, þar •sem alltaf hefur verið óljóst frá komu þessarar ríkisstjórnar hvort hún hafi nokkum tímann haft meirihluta til setu, og hvert málið á eftir öðru hefur skroppið í gegnum þingið vægast sagt á lotteríi. En í stjórnar- skrá íslands, fyrstu línu, segir ein- mitt svo: „Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn." Höfundur er raftækjavörður. Sanwaxt Raðgreiöslur Póstsendum samdægurs ASKIÐI SKELLI.... SKATABUÐIN hefur nu verið stœkkuð til muna og býður upp ó meira úrval gf sl<:íðaú,tbúnaði og atnaði en nokkru sinni fyrr. I SKATABUÐINNI fœrð dú vlðurkennd merki ó góðu verði, fyrir byrjendur afnt sem keppendur. Skeiltu þér á skíði í vetur og njóttu tignar fjallanna með fjölskyldunnl. SKATABUÐIN fMMMK SNORRABRAUT 60 SÍM112045 Byrjaðu skíöaferðina í SKATABUÐINNI - þú getur treyst á okkur alla leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.