Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 66 Slökkviliðið er einfært um að rekast í eigin málum ... Með morgimkaffmu n HÖGNI HREKKVISI Stöðvum fáránleika kaup- sýslukeppnisíþróttanna Til Velvakanda. í hita prófkjörsbaráttu Sjálf- stæðisflokksins fluttu tveir próf- kjörsframbjóðendur flokksins, þeir Ingi Björn Albertsson og Hregg- viður Jónsson, tillögu á Alþingi um frumvarp til laga um afreks- mannasjóð í íþróttum. En ég held að þeim hafi í ofanálag verið al- vara með tillögunni. Að hossa eigi einhverri fyrirframgefinni ímynd stjörnuíþróttamanna á opinberum hnjám með reglulegum launa- greiðslum úr ríkissjóði og öðrum peningagreiðslum, er að sjálfsögðu móðgun við allar alvöru almenn- ingsíþróttir. í broslegum rökstuðningi sínum á Alþingi sagði Ingi Björn að menn hefðu oft fögur orð um íþróttir á tyllidögum en minna yrði um efndir þegar til fjárveit- inganna kæmi. Sagði þingmaður- inn að íþróttir væru sívaxandi hluti daglegs lífs almennings og aflvak- inn í því væru keppnisíþróttirnar, þar sem „dugmiklir og fórnfúsir einstaklingar legðu á sig ómælt erfiði“ og svo frv. og svo frv. Það er algjör fírra hjá þing- manninum að keppnisíþróttirnar séu einhver aflvaki almennings- íþróttanna. Öðru nær. Nánast allt Barna- og unglinga- bækur Til Velvakanda. Fyrir nokkru hlustaði ég á há: degisfréttir í Ríkisútvarpinu. í fréttatímanum voru íslensk bókatíðindi kynnt. Þar var getið margra góðra bóka eftir þekkta höfunda og er það vel. En það olli mér miklum vonbrigðum að ekki heyrði ég nefnda eina einustu barna- og unglingabók, sem þó eru mjög áhugaverðar. Má þar nefna Undan illgrésinu eftir Guð- rúnu Helgadóttur og Gegnum fj'al- lið eftir Ármann Kr. Einarsson, og margar fleiri góðar bækur eru nýútkomnar, sem ætlaðar eru ungu kynslóðinni. Eg vænti þess að útvarpið sjái sér fært að kynna barna- og unglingabækur ekki síður en bæk- ur fyrir fullorðna. Nú er ár gegn ólæsi og ekki veitir af að vekja áhuga barna á bóklestri. Hlustandi opinbert og ópinbert fé til íþrótta- mála hér á landi sem og í flestum öðrum löndum fer í örfáa og fégr- áðuga kaupsýsluíþróttamenn og ferðalög þeirra og önnur flottheit sem skattborgararnir og almenn- ingsíþróttafólkið fær að borga nauðugt viljugt. Fyrir bragðið er síðan endalaus fjárskortur og framtaksleysi til handa íþróttum íjöldans sem er margfalt meira þjóðþrifamál en þessi stjörnudýrk- un heimtufreks íþróttakaupsýslu- skrílsins í dag, sem í ofanálag aldr- ei mun fá nóg. Efist einhver um þetta þá er þeim hinum sama bent á að kynna sér hve vel meira að segja íslensk- ir íþróttakaupsýslukeppendur hafa komið ár sinni fyrir borð í vasa fjáraflakerfis hérlendra íþróttafé- laga, sem auðvitað eru ekkert annað en hálfopinberir launasjóðir fyrir „afreksmennina". Fleiri en eitt dæmi eru um íslenska íþróttamenn sem keyptir hafa verið á milli keppnisliða hér- ’ lendis fyrir fé er telst orðið í millj- ónum króna nú á síðustu misser- um, en ekki lengur hundruðum þúsunda eins og áður var og talið. Þykir þessi blettur á íþróttahlið þjóðfélagsins óopinber skandall sem enginn þorir þó að fordæma innan greinarinnar. Langtum lengra er þessi geð- veiki vestrænnar auðmenningar, stjörnudýrkunar og íþróttagræðg- isreksturs komin erlendis þar sem landinn er sífellt að gera það gott eins og endalausir langhundar íþróttasíðna dagblaðanna sífellt klifa á. Þessi auðhyggja keppnisíþrótt- anna stendur öllum almennings- íþróttum fyrir þrifum í allri merk- ingu hugsjónarinnar og á ekkert lengur skylt við fagurt mannlíf og því síður kjörorðið fagra: „Heil- brigð sál í hraustum líkama“. Einn hluti og óhjákvæmilegur fylgifiskur alls þess peningaflóðs í kringum keppnisíþróttaiðnaðinn hefur gert það að verkum að öllum brögðum er beitt til að sölsa sigur- launin og gervifrægðina undir sig. Mannleg náttúra er söm við sig þegar fé er annars vegar. Skiptir pilluát og lyijanotkun þar því litlu máli því peningaflóðið er orðið slíkt að fáir standast það sem á annað borð hafa getað klifrað of- arlega í þennan ljáraflastiga íþróttaiðnaðarins. Nei, tillagan um afreksmanna- sjóð er ekki bara tímaskekkja held- ur hraklegar kveðjur til veikrar viðleitni almennings til að iðka heilsusamlegra líf við sem fjöl- breyttastar aðstæður. Að ógleymdu því hve líkamlegt ástand keppnisíþróttamannanna er oftast slæmt vegna ofnotkunar holdsins og blóðsins á vígvelli frægðarinnar og peninganna. Mannlegum bök- um og hnjám eru líka takmörk sett hjá „stjörnunum á toppnum" þrátt fyrir allt. Kveðjur, Magnús H. Skarphéðinsson Leiðrétting Sú villa varð í lesendabréfi, er bar fyrirsögnina „Hvað er til úr- bóta?“ og birtist í Velvakanda þriðjudaginn 18. desember, að núll féll aftan af tölu þar sem fjallað var um áskrifendaijölda Æskunnar. Átti viðkomandi málsgrein að vera þannig: „Áskrífendaíjöldinn mun hafa komist upp í 14.000 þegar best lét, en þeim hefur fækkað veru- lega vegna fyrrgreindra áhrifa og er það miður.“ Er beðist velvirðing- ar á þessum mistökum. Týndur köttur Hefur einhver séð Jolly nýlega? Hann er alsvartur, með gráar yrjur í vöngum, grannur og háfættur. Auk þess að hafa eyrnamark hafa honum áskotnast tvö skörð í vinstra eyrað. Hann er afar gælinn og malar-óspart þegar látið er vel að honum. Jolly hvarf fyrir um það bil mánuði frá Laugavegi. Hver sem getur geflð upplýsingar um hann vinsamlegast hringi í síma 620014. Víkveiji skrifar óðminjasafnið hefur sannar- lega náð að vekja athygli á starfsemi sinni með kynningu á gömlu íslenzku jólasveinunum. Á hveijum einasta morgni þessa dag- ana kemur fjöldi barna í safnið og tekur á móti þessum skrýtnu köllum úr fjöllunum og skyldmennum þeirra. Reyndar er það ekki bara gleði sem kemur í huga barnanna, líka forvitni og jafnvel hræðsla og grátur þegar Giýla gamla gengur í salinn með tilheyrandi hávaða og sveiflum. Að heimsókn jólasvein- anna lokinni fara börnin gjarnan um safnið og skoða það sem þar er sýnt tengt jólum, en einnig gamla muni og myndir í safninu. XXX Handknattleiksmenn hafa staðið sig vel að undanförnu og vonandi verður framhald á í þeim verkefnum sem eru framundan. Það er hins vegar varla tímabært fyrir handknattleiksforystuna að búa til goðsögn í kringum Þorberg Aðal- steinsson nú strax í upphafi ferils hans sem landsliðsþjálfara. Ekkert liggur á að auglýsa Þorberg með orðunum „Tobbi taplausi“. Landsliðið hefur verið að þreifa sig áfram og það sama er að ‘segja um andstæðinga íslenzka liðsins að undanförnu. Síðar kemur að stóru verkefnunum og þá fá Tobbi og strákarnir hans tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þorbergur var af- burðamaður sem leikmaður og hann á líka eftir að verða heimsfrægur sem landsliðsþjálfari, en gefum honum aðeins meiri tíma. xxx Skrifara hefur verið bent á þá fátækt sem virðist ríkja í götu- heitum í Reykjavík og nágranna- sveitarfélögum. Sem dæmi var nefnt hversu margar götur eru kenndar við álfa á þessu svæði. Samkvæmt símaskrá eru göturnar að minnsta kosti 9: Álfabakki, Álfa- berg, Álfabrekka, Álfaheiði, Álfa- land, Álfaskeið, Álfatún, Álfheimar, Álfhólsvegur. Sagðist sá er benti Víkveija á allar þessar álfagötur búa við eina slíka og hefði hann haft talsverðan ama af þessu, fólk ætti erfitt með að rata og póstsend- ingar skiluðu sér ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.