Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Davíð Oddson og Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavördur, skoða hér nokkrar mynda Jóns Helgasonar. + Arbæjarsafn: Verk Jóns Helga- sonar gefin út FYRSTA askjan af þremur, sem hafa að geyma listaverk Jóns Helgasonar biskups, kom út i gær. Myndir Jóns hafa ekki verið gefn- ar út áður í heild sinni, en Reykjavíkurborg eignaðist myndir hans árið 1945. Jón málaði margar myndir af Reykjavík og eru þær nú meðal mestu dýrgripa Árbæjar- safns. Askja þessi er gefin út í 500 tölusettum eintökum og er frágang- ur mjög vandaður. Auk bókarinnar fylgir litprentun af hverri mynd. Guðjón Friðriksson ritar skýringar- texta við hveija mynd ásamt inn- gangi um ævi og störf Jóns. Borgar- stjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, ritar formála að verkinu. Landspitahnn 60 ára: Hátíðardagskrá fyrir starfsfólk I TILEFNI af 60 ára afmæli Landspítalans stendur nú yfir listaverkasýning í anddyri K- byggingar og í dag verður stutt hátíðardagskrá fyrir starfsfólk Ríkisspítala í anddyri K-bygging- ar. Listaverkasýningin er einkum ætluð starfsfólki og sjúklingum. Þar sýnir Guðmundur Bjarnason yfir- læknir vatnslitamyndir og olíumál- verk, Guðrún Indriðadóttir lyfja- fræðingur sýnir leirmuni, Margrét Þorvarðardóttir textíllistakona sýnir málverk unnin á silki og Sigurður Sigurjónsson læknir sýnir teikning- ar. Einnig eru sýndar ljósmyndir teknar á Ársfundi Ríkisspítala og Opnu húsi. Hátíðardagskráin í dag hefst klukkan 15.30, en í dag eru einmitt 60 ár liðin frá því fyrsti sjúklingur- inn var lagður inn á Landspítalann. Davíð Gunnarsson forstjóri Ríkisspítala býður gesti velkomna, séra Bragi Skúlason flytur stutta hugvekju og síðan sjá Matthías Jo- hannessen og Pétur Jónasson um upplestur og tónlist. Loks syngur Kvennakór Islensku óperunnar jóla- lög. í tilefni afmælisins kynnti Land- spítalinn starfsemi sína á opnu húsi þann 25. nóvember. Föstudaginn 14. desember var sjðan stutt dagskrá þar sem Páll Ásmundsson læknir flutti frumsamin ljóð og karlakór, skipaður nokkrum læknum og tæknimönnum spítalans, söng fyrir viðstadda. Listaverkasýning í tilefni 60 ára afmælis Landspítalans er nú í anddyri K-byggingar. Morgunblaðið/Sverrir Fulltrúar í Evrópustefnunefnd Alþingis kynna bókina ísland og Evrópa: Sólveig K. Jónsdóttir ritari nefndarinnar er lengst til vinstri, þá Páll Pétursson, Eyjólfur Konráð Jónsson formaður nefndarinnar, Hjörleifur Guttormsson og Kristín Einarsdóttir. Evrópustefnunefnd Alþingis: Vestmannaeyjar: Papar a ferð Vestmannaeyjum. HLJÓMSVEITIN Papar, sem nýverið gaf út plötu sem hefur að geyma meðal annars mikið af írskri þjóðlagatónlist, var á ferð í Eyjum fyrir skömmu til að kynna plötuna. Spiluðu strák- arnir víða og árituðu um leið plötuna fyrir kaupendur. Paparnir héldu uppi fjöri í verslun Tangans og Adam og Evu sína dagstundina í hvorri. Auk þess fóru þeir á dvalarheimili aldraðra og spiluðu þar fyrir vistmenn. Þeir létu ekki þar við sitja heldur heimsóttu þeir félaga Hrekkjalómafélagsins og sungu fyrir þá og einnig bönk- uðu þeir upp á hjá Guðjóni Weihe, sem samdi marga texta sem á plöt- unni eru, og tóku nokkur lög fyrir xhann heima í stofu. Paparnir sögðust ánægðir með þær viðtökur sem plata þeirra hefði fengið og sögðust vona að fleiri ættu eftir að gefa henni gaum eftir að farið var að sýna myndbandið sem á báðum sjónvarpsrásum. Grímur Bók um Island o g Evrópu EVRÓPUSTEFNUNEFND AI- land og Evrópa. í bókinni er þingis hefur gefið út bókina Is- steypt saman þeim sjö ritum sem GILBERT ÚRSMIÐUR LAUGAVEGI 62, S. 14 100 JÓN OG ÓSKAR LAUGAVEGI 70, S. 2 49 30 nefndin hefur gefið út á starfs- tíma sínum um samskipti Islands við aðrar Evrópuþjóðir. Eyjólfur Konráð Jónsson, for- maður Evrópustefnunefndarinnar, sagði á blaðamannafundi þar sem bókin var kynnt að í henni væri mikinn fróðleik að finna. Þar ætti fólk að geta fundið girnilega lesn- ingu, ekki síst ungt fólk, en hingað til hefði vantað aðgengilegar upp- lýsingar um samskipti Islands við aðrar Evrópuþjóðir eins og ráða mætti af skoðanakönnunum. Papar að spila í versluninni Adam og Eva. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Bíll ársins í Evrópu: XM Citroen í Islands- mynd um allan heim Citroen bílaverksmiðjurnar frönsku settu á markað í fyrsta sinn á þessu ári nýtt model, XM Citroen, sem er flaggskip verksmiðjanna, en kynningarmynd um þennan nýja bíl lét Citroen taka á Islandi í sum- ar og byggðist myndin á fléttu af íslensku landslagi í ótal tilbrigðum og XM bílnum. 15 manna kvik- myndatökulið frá Frakklandi vann að gerð myndarinnar í þijár vikur, tveir bílar voru fluttir til landsins með flugvélum og þyrla vár notuð dögum saman við kvikmyndunina, íslenskir hestar og hópur aðstoðar- manna, en gerð myndarinnar kost- XM Citroen. aði um 30 milljónir króna. Davíð Davíðsson sölustjóri hjá Gló- bus sagði í samtali við Morgunblað- ið að myndbandið, sem er 3 mínút- ur að lengd væri nú komið í kynn- ingu um allan heim, á bílasýning- um, hjá bílaumboðum og í sjón- varpsþáttum, en myndbandið var m.a. sýnt á 50 m2 sjónvarpsskjá á bílasýningu í París sem hundruð þúsund gesta skoðuðu. Davíð sagði að það væri skemmti- legt að Island skyldi valið til þess að kynna þetta nýja franska flagg- skip bílaiðnaðarins, því XM bíllinn hefði verið valinn bíll ársins í Evr- ópu 1990 af 37 sérfræðingum úr hópi blaðamanna frá 17 löndum, enda væri bíllinn búinn að fá nær 20 eftirsóttustu verðlaun sem um er að ræða varðandi bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.