Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 21 Kína: Öryggismálaráðherra vik- ið frá vegna vanhæfni PaLmir Pmilni* Peking. Reuter. LI Peng, forsætisráðherra Kína, vék í gær Wang nokkrum Fang úr starfi ráðherra öryggismála. Fréttastofan Nýja Kína greindi frá þessu en ástæðunnar var ekki getið. Erlendir sendimenn í Kína sögðu að svo virtist sem Wang hefði verið gerður ábyrgur fyrir mótmælum námsmanna á Torgi hins himneska friðar í apríl í fyrra sem öryggis- sveitir stjórnvalda brutu á bak aftur af hamslausri grimmd. í tilkynningu kínversku frétta- stofunnar sem birt var í gær sagði að Tao Siju, 55 ára gamall aðstoðar- maður Wangs, hefði tekið við starfi hans. Fylgdi fréttinni að Tao hefði verið félagi í kínverska kommúni- staflokknum frá 14 ára aldri. Sagt var að Wang hefði afhent fasta- nefnd kínverska þingsins afsagnar- beiðni sína og hefði hún verið sam- þykkt. Li Peng hefði síðan lagt til að Tao yrði skipaður eftirmaður hans. Sakaður um vanhæfni Erlendir stjórnarerindrekar í Peking sögðu að Wang Fang hefði í raun verið valdalaus að mestu frá því í marsmánuði. Hefði þar bæði komið til heilsuleysi hans og pólit- ískar ástæður. Svo virtist sem for- ystusveit kommúnistaflokksins hefði gert hann ábyrgan fyrir mót- mælum námsmanna á síðasta ári. Hefði hann verið sakaður um van- hæfni er öryggissveitum tókst ekki að koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli ungra lýðræðissinna á Torgi hins himneska friðar vorið 1989. Andóf námsmanna var brotið á bak aftur með hervaldi í júnímán- uði og vöktu voðaverk öryggissveit- anna hrylling víða um heim. Viðmælendur Reuters-fréttastof- unnar í Peking nefndu einnig að yfirvöldum hefði ekki tekist að hafa hendur í hári íjölmargra leiðtoga námsmanna er flúðu land eftir blóð- Wang Fang, fyrrum málaráðherra Kína. Reuter öryggis- baðið á Torgi hins himneska friðar og hefði Wang að líkindum einnig sætt gagnrýni af þeim sökum. Loks nefndu heimildarmenn að glæpir hefðu færst stórlega í vöxt í tíð Wangs. í skýrslu sem mannrétt- indasamtökin Amnesty Internatio- nal birtu í septembermánuði sagði að vitað væri að 1.100 manns hefðu verið dæmdir til dauða í Kína á síðustu 12 mánuðum. Höfundar skýrslunnar sögðu að flest benti til þess að mun fleiri, hugsanlega þús- undir manna, hefðu hlotið lífláts- dóma á þessu tímabili. Wang, sem er sjötugur, tók við embætti öryggismálaráðherra árið 1987. Hann var almennt talinn til harðlínumanna en mun þó hafa verið náinn samstarfsmaður Zhao Ziyangs, umbótasinnans sem vikið var úr embætti flokksleiðtoga vegna mótmælanna. Forvera Wangs í þessu starfí, Ruan Chong- wu, var einnig komið frá völdum vegna andófs lýðræðissinna. ímyndin bætt heima og erlendis Ráðamenn í Kína kölluðu yfir sig fordæmingu heimsbyggðarinnar er öryggissveitir létu til skarar skríða gegn námsmönnum. Nú þykir sýnt að kínverskir kommúnistar hafi hleypt af stað mikilli áróðursherferð til að bæta ímynd sína bæði á heimavelli og erlendis. í sjónvarpi er sýnt frá því er leiðtogarnir sækja alþýðu manna heim, þeir halda brosandi á bömum á milli þess sem þ'eir bretta upp ermamar og að- stoða verkamenn við skurðgröft. Nýverið ráku kínverskir sjónvarpsá- horfendur upp stór augu er Li Peng forsætisráðherra og flokksleiðtog- inn, Jiang Zeming, stigu dans með skemmtikröftum frá Xingjiang-hér- aði þar sem einkum búa múhameðs- trúarmenn. Erlendir stjórnarerind- rekar og fréttamenn sem starfa í Kína segja að frá þv'í í byrjun nóv- ember hafi kínverskir ráðamenn freistað þess með skipulegum hætti að bæta samskiptin við erlend ríki og nefna þessu til sannindamerkis að þeir séu nú reiðubúnir að ræða ástand mannréttindamála, sem fram til þessa hefur verið flokkað undir óeðlileg afskipti af innanríkis- málum Kínverja. Hoxha úthýst Tveir félagar úr nýja Lýðræðisflokknum, flokki stjórnarandstæðinga í Albaníu, fjarlægja bijóstmynd af Enver Hoxha, fyrrverandi einræð- isherra, úr ráðstefnusal menningarhallarinnar í Tirana, áður en þing flokksins var haldið þar en það hófst 27. þessa mánaðar. Rushdie segist hafa tekið múhameðstrú London. Reuter. SALMAN Rushdie, höfundur hinnar umdeildu bókar Söngvar Satans, sagði í grein sem birtist í blaðinu The Times í gær, að hann hefði tekið múhameðstrú. Hvatti hann múslima til þátttöku í sáttaumleitun- um sem hann sagðist vona að myndu auðvelda sér að koma úr felum. Rushdie hefur farið huldu höfði frá í febrúar 1988 en þá lýsti Aya- tollah Ruhollah Khomeini erkiklerk- ur í íran yfir því að í Söngvum Sat- ans fælist guðlast gegn múhameðs- trú og væri bókarhöfundur því rétt- ræpur. Um jólaleytið náði Rushdie sam- komulagi við leiðtoga breskra múha- meðstrúarmanna og beinlínis dró til baka allt sem persögur Söngva Sat- ans höfðu verið látnar segja. Sagðist hann ekki myndu heimila frekari þýðingar á bókinni og lagði bann við að hún yrði gefin út sem kilja. Þrátt fyrir þetta ítrekaði klerkaveld- ið í íran sl. miðvikudag að dauða- dómurinn yfir Rushdie stæði óhagg- aður. Rushdie kvaðst vera fæddur mú- slimi en aldrei hafa lifað í samræmi' við kenningar spámannsins fyrr en nú. Merrild setur brag á sérhvern dag Merrild kaffið er afar vinsælt og það á scr góðar og gildar ásæður: Hin frábæra fylling og mýkt í bragðinu helst lengur í munni en þú átt að venjast. Kaffið er drjúgt og milt en aldrei rammt eða súrt. Það leynir sér ekki að það er blandað og brennt úr heimsins bragðbestu kaffitegundum frá Kólombíu, Brasilíu og Mið-Ameríku. Góð kaffiráð Gott hráefni er aðalsmerki Merrild kaffisins og mjúki pokinn tryggir að gæðin haldist svo að þú færð alltaf sama ilmandi kaffið og frábæra kaffibragðið. Tæmdu aldrei pokann í dós. Settu kaffipokann ofan í Merrild kaffi- dósina. Þannig kemst hvorki súrefni né birta að kaffinu og ilmurinn, bragðið og ferskleikinn haldast til síöasta dropa. i t t // - CjBAM mu 103 VrnmM ff // ff // * Jtew'M Langar þig í fallega kaffídós ? Klipptu strikamerkið af rauða Merrild pakkanum og fáðu kaffi-dós eins og þá sem þú sérð hér til hliðar. Allt sem þarf að gera er að geyma strikamerkin af 6 pökkum af rauðum Merrild 500 gr. og senda til okkar. Þá sendum við þér Merrild kaffidós þér að kostnaðarlausu. Einnig getur þú skipt strikamerkjunum í peninga ef þú vilt ekki kaffidósina. 2 strikamerki = 40 kr. 4 strikamerki = 80 kr. 6 strikamerki = 120 kr. Já, takk. Í~1 (krossið við) ég vil gjarnan fá eina Merrild kaffi- dós og sendi hér með 6 strikamerki af rauðum Merrild 500 gr. □ (krossið við) ég vil gjaman fá greitt fyrir meðfylgjandi ________________stk. strikamerki samtals________________kr. Hámark 1 umslag og 6 strikamerki á heimili. Nafn________ Heimilisfang Póstnr./bær _ Umslagið sendist til Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík. Síðasti innsendingar dagur er 28. febrúar 1991. 5 701037 28 90 013234 Svona lítur strikamerkið út. Þú finnur það aftaná rauðum Merrild pakka. Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykiavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.