Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B II STOFNAÐ 1913 297. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovéska sjónvarpið: Hætt við þátt um af- sögn Shevardnadze Moskvu. Reuter. SOVÉSKA sjónvarpið hætti í gær við að senda út þátt um afsögn Edúards Shevardnadze utanríkisráðherra og sagði Alexander Ljúb- ímov, umsjónarmaður þáttarins, að ákvörðunin kæmi sér illa og yki á grun um að Sovétríkin væru á leið inn í nýja harðstjórnartíma. Senda átti út þáttinn um afsögn Shevardnadze í vinsælli vikulegri dagskrá, Vzgljad eða Sjónarhorn, í gærkvöldi, en yfirstjóm sjónvarps- ins ákvað í gær að þátturinn skyldi ekki sýndur. Talsmaður framleið- enda þáttarins sagði að ágreiningur hefði risið milli sjónvarpsstjórnar- innar og þáttargerðarmanna en vildi ekki skýra frá því í hveiju sá ágreiningur fælist. Grískir her- foringjar náðaðir AJienu. Reuter. GRÍSKA stjórnin tilkynnti í gær að hún hygðist náða og láta lausa þrjá herforingja sem stóðu að valdaráninu 1967 en þá hrifsaði herforingjaklika til sín völdin og stjórnaði af mikilli hörku i sjö ár. Konstantín Mitsotakis forsætis- ráðherra sagði að stjórnin myndi gera ráðstafanir til þess að herfor- ingjarnir fyrrverandi gætu losnað úr haldi fyrir áramót. Sagðist hann hafa tryggt stuðning Konstantíns Karamanlis forseta við ákvörðun stjórnarinnar en hann hefur loka- orðið í þessu máli. Herforingjarnir þrír eru George Papadopoulos sem stjórnaði valda- ráninu 1967 og útnefndi sjálfan sig til forseta, Stylianos Pattakos, fyrr- um varaforseti, og Nikolaos Mak- arezos. Þeir voru allir dæmdir til dauða fyrir landráð eftir að lýðræði hafði verið endurreist 1974. Kara- manlis var forsætisráðherra þegar dómarnir voru upp kveðnir en hann fékk því framgengt að þeim var breytt í lífstíðarfangelsi. Ný prentfrelsislög komu til fram- kvæmda í Sovétríkjunum 1. ágúst sl. og í þeim fólst að opinber ritskoð- un var aflögð. Fjöldi óháðra blaða og tímarita spratt upp og efnistök fjölmiðla urðu opnari og fijálslegri en fyrr. Að undanförnu hefur þró- unin hins vegar snúist við og ríkis- reknir fjölmiðlar tekið mun íhalds- samari afstöðu. Kazimiera Prunskiene, forsætis- ráðherra Litháens, sem nú er á ferðalagi um Ástralíu, sagði að Míkhafl Gorbatsjov Sovétforseti kynni að hafa þörf fyrir hið aukna framkvæmdavald sem sovéska þingið fól honum í vikunni. Hún varaði hins vegar Gorbatsjov við því að nota aukin völd gegn lýðveld- um sem leituðu eftir úrsögn úr so- véska ríkjasambandinu. Sjá ennfremur „Mun aldrei hvika____“ á bls. 20. Reuter Breskir hermenn úr 1. herfylki svonefndra Grænstakka stökkva út úr Puma-herþyrlu í eyðimörk Saudi-Arabíu í gær. Mennirnir tóku þátt í æfingu með liðsmönnum flughersins. Sljórnir Bretlands og Bandaríkjanna sögðust í gær myndu afhenda tugþúsundum óbreyttra borgara ríkja sinna í Saudi- Arabíu gasgrímur til að veijast mögulegri efnavopnaárás Iraka. Stríðsbumbur barðar við Persaflóa: Deiluaðilar vísa á bug miila- miðlunum í Kúvæt-málinu Bagdad, Madrid, Washington, Nicosiu. Reuter. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að herliðið við Persa- flóa leggi til atlögu gegn írökum fljótlega eftir að frestur Samein- uðu þjóðanna til 15. janúar nk. rennur út, að sögn bandaríska dag- blaðsins Los Angeles Times í gær. Eftir þann tíma er ríkjum SÞ heimilt að beita hervaldi gegn Irökum verði þeir ekki búnir að draga her sinn frá Kúvæt. 17 bandarísk herskip, þ. á m. flugvélamóður- skipin America og Theodore Roosevelt, lögðu í gær af stað til Persa- flóa. Tareq Aziz, utanríkisráðherra Iraks, sagði í gær í viðtali við spænskt dagblað að blóðbað væri óuinflýjanlegt ef stjórn Bush sýndi írökum áfram „hroka“ og neitaði að ræða sjónarmið þeirra. Los Angeles Times hafði eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum í Hvíta húsinu að Bush for- seti myndi ekki láta almenningsálit eða ummæli þingmanna breyta ákvörðun sinni. Hann teldi að frek- Vegfarendur láta þakk- læti íljós Sombat Buaperm lögreglu- þjónn hrúgar upp gjöfum á gangstétt þar sem hann stjórnar umferð á gatna- mótum í Bangkok í Tæ- landi í gær. Tælendingar leggja í vana sinn að gefa lögregluþjónum, sem hafa þann vandasama starfa með höndum að stjórna umferðinni á götum borga landsins, gjafír um áramót til að láta í ljós þakklæti sitt fyrir vel unnin störf mannanna yfir árið. Reuter ari töf á aðgerðum eftir 15. janúar myndi valda auknu mannfalli í liði Bandaríkjamanna. Vaxandi fylgi er meðal bandarískra þingmanna við þá skoðun að fresta beri hernaðar- árás, jafnvel um nokkra mánuði, en forsetinn hyggst ekki láta hnika sér, að sögn Los Angeles Times. „Hann er búinn að þaulhugsa málið og er sáttur við ákvörðun sína. Hann segist reiðubúinn að taka afleiðingunum, hveijar sem þær verði, einnig því að stríðið verði óvinsælt og kosti hann endurkjör til forsetaembættisins," sagði einn af heimildarmönnum blaðsins. Bush sagðist í fýrrakvöld fullviss um að bandaríska liðið í Saudi-Arabíu yrði reiðubúið til átaka um miðbik jan- úar en ýmsir aðrir ráðamenn hafa gefið í skyn að undanförnu að lengri tíma þyrfti til undirbúnings. Latif al-Jassem, upplýsingamálaráðherra Iraks, sagði í viðtali við breska út- varpið BBC að stefnan í málefnum Kúvæts væri óhagganleg; landið yrði íraskt um aldur og ævi. Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna skýrði frá því í gær að á næstunni yrðu bandarískir hermenn við Persaflóa bólusettir gegn sýkla- hernaði en talið er-að Irakar ráði yfir sýklavopnum auk efnavppna sem þeir beittu í stríðinu við íran. Breska stjórnin kallaði í gær út 400 menn í varaliði hersins og er um að ræða fólk með sérmenntun í sjúkrahjálp; sjálfboðaliðar reyndust ekki nógu margir. Þess má geta að séu varaliðar kallaðir út er vinnu- veitendum þeirra skylt að bjóða þeim starf að nýju eftir herþjón- ustuna, hið sama á ekki við um sjálfboðaliða. Stjórn Júgóslavíu: Framtíð ríkisins ræðst 1991 Belgrad. Reuter. SAMBANDSSTJÓRN Júgó- slavíu sagði í yfirlýsingu í gær að á næsta ári réðist hvort ríkið leystist upp eða lifði af sem sambandslýðveldi. „Árið í vændum er örlagaárið, ekki aðeins hvað varðar umbæt- ur heldur einnig hvað varðar afdrif ríkisins í heild,“ sagði ríkisstjórn Júgóslavíu í yfirlýs- ingu sem hún birti þingi lands- ins. „Erlendis er Júgóslavía talin eitt hættulegasta átakasvæðið í Evrópu og sumir telja jafnvel að landsmenn séu á barmi upp- lausnar og borgarastyijaldar." Þessa tilvitnun tók júgóslavn- eska fréttastofan Tnnjug úr yfir- lýsingunni. Sjá „Yfirvöld vara við .. á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.