Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 31
31’
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
Minning:
Sveinn Sveinsson
Fæddur 16. apríl 1917
Dáinn 19. desember 1990
Ég var ekki óviðbúin fregnum
þeim, er frænka mín færði mér
símleiðis 19. þ.m. Sveinn hafði
verið rúmliggjandi síðustu vikur á'
Landspítalanum, þar háði hann
harða baráttu við þann óvæga
sjúkdóm, sem enn fæst ekki lækn-
ing á. Hann hélt ró sinni og æðru-
leysi til síðustu stundar, og gerði
lítið úr veikindum sínum, þó þjáður
væri, og mætti Ijölskyldu sinni og
vinum með glettni og hlýleika, sem
hann bjó svo ríkulega yfir.
Sveinn var af skaftfellskum
ættum, fæddur 16. apríl 1917 í
Eystri-Ásum í Skaftártungu. For-
eldrar hans voru Jóhanna Margrét
Sigurðardóttir frá Breiðabólstað á
Síðu og Sveinn Sveinsson frá
Hörgsdal. Hann var ellefti í röð-
inni af fimmtán börnum þeirra
hjóna, og eru átta á lífi. Sex ára
gamall fluttist Sveinn með foreld-
rum sínum og systkinum að
Norður-Fossi í Mýrdal, og átti þar
sín uppvaxtarár. Börn þessara
tíma urðu snemma að. taka til
hendinni við lífsbjörg fjölskyldunn-
ar, og var Sveinn þar ekki eftirbát-
ur. En hugur hans stefndi til
menntunar, og með dugnaði og
sparsemi gat hann kostað sig til
náms, og tvítugur lauk hann námi
frá Laugarvatni og átta árum síðar
frá Samvinnuskólanum. Að loknu
námi, hélt hann aftur á heimaslóð-
ir, og gerðist kaupfélagsstjóri á
Kirkjubæjarklaustri. Þar varð
hann þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast móðursystur minni Pál-
hönnu Magnúsdóttur frá Orustu-
stöðum á Brunasandi, sem var
reiðubúin að feta með honum
lífsbrautina. Þau giftu sig 29. júlí
1950, og stofnuðu^. heimili í
Barmahlíð 35 í Reykjavík. Þar
fæddust þeim þrjú börn, elst er
Jóhanna Margrét, f. 1957, gift
Böðvari Hermannssyni og búa þau
í Hafnarfirði, næstur er Sveinn,
f. 1953, kvæntur Súsönnu Ollý
Skaftadóttur og búa þau í
Reykjavík, og yngst er Katrín Sig-
urlaug, f. 1957, gift Rafael Bruna
og búa þau á Spáni. Barnabörnin
eru sex og eitt barnabarnabarn.
Eftir að Sveinn fluttist til
Reykjavíkur starfaði hann lengi
hjá Sambandinu, en síðustu staiís-
ár sín var hann hjá Húsasmiðj-
unni, þar til hann hætti störfum
fyrir fimm árum vegna heilsu-
brests.
Sveinn bjó við einstaka heimilis-
hamingju, hann átti elskulega og
örláta eiginkonu, sem stóð við hlið
hans í blíðu og stríðu, og annaðist
hann af ástúð í veikindum hans,
uns yfir lauk. Börnum sínum var
hann ástríkur faðir, og barnabörn-
unum gaf hann dýrmætar sam-
verustundir.
Á heimili þeirra var oft gest-
kvæmt, bæði áttu þau mörg systk-
ini og vinahópurinn var stór, öllum
þiggja, þótt efni væru ekki mikil.
Þetta lífsviðhorf var leiðarljós
Birnu alla tíð og nutu margir góðs
af hennar umhyggju.
Vorið 1935 gerist Bima kaupa-
kona hjá Hilmari Arngn'mi
Frímannssyni, bónda á Fremstagili,
sem áður segir. Hilmar var þá bú-
inn að búa þar nokkur ár, harðfrísk-
ur bóndi, bráðmyndarlegur og mað-
ur hinn gjörvilegasti.
Svo er að sjá að Birnu hafi líkað
vistin vel því hún fór ekki aftur frá
Fremstagili og árið eftir gifta þau
sig, Birna og Hilmar.
Birna gerist húsmóðir og skapar
með manni sínum myndarlegt og
hlýlegt heimili og lagði allt sitt
fram, svo það gæti orðið þeim sem
hjá þeim dvöldu sem best.
Búskaparsögu þeirra hjóna á
Fremstagili í rúma fjóra áratugi
ætla ég ekki að rekja nema að litlu
leyti. Þau bættu jörð sína, byggðu
útihús, endurbyggðu og stækkuðu
íbúðarhús. Túnið var sléttað og
aukið og búið stækkað. Allt var
þetta gert með hagsýni og dugn-
aði. Hilmari bónda voru og falin
ýmis störf fyrir félög og félagasam-
tök hér í sýslu, sem tóku tíma hans
frá bustörfum, það kom ekki að sök
því husmóðirin Birna vakti yfir vel-
ferð búsins og vann jafnt sem þörf
krafði úti sem inni.
Þau Hilmar og Birna bjuggu á
Fremstagili í fulla fjóra áratugi,
síðustu árin í samvinnu við son
þeirra, Valgarð, og Vilborgu eigin-
konu hans. Mann sinn missti Birna
13. júní 1980, en var svo lánsöm
að geta dvalist eftir það, allt til
dauðadags á Fremstagili í skjóli
ástríks sonar og tengdadóttur.
Þau hjón, Hilmar og Birna, eign-
uðust fimm börn sem eru, talin í
aldursröð: Halldóra húsmóðir, bú-
sett ( Reykjavík, maki Ólafur Jóns-
son; Guðmundur Frímann lög-
gæslumaður, búsettur á Blönduósi,
maki Gerður Hallgrímsdóttir; Anna
Helga fóstra, búsett í Reykjavík;
Valgarður bóndi og oddviti
Fremstagildi, maki Vilborg Péturs-
dóttir; Hallur hópferðabílstjóri, bú-
settur á Blönduósi, sambýliskona
Elín Jónsdóttir.
Birna á Fremstagili var mikilhæf
kona, hún var vel gefin, víðlesin og
því frð um marga hluti, ljóðelsk og
hafði mjög gaman af söng, skap-
festi hennar var einstætt. Alltaf
sama hýra glaðværa viðmótið, lét
aldrei erfiði líðandi stundar hamla
glaðværð og góðum hug til þeirra
sem hún umgekkst.
Ég var svo lánsamur að eiga
þess kost að kynnast Birnu og
Fremstagilsfólkinu vel, bæði var að
ekki er langt á milli bæjanna,
Blanda reyndar farartálmi hluta úr
árinu, en heimsóknir milli heimilis-
fólksins á Fremstagili og í Köldu-
kinn var fastur þáttur hvern vetur
eftir að ísa lagði.
Það var gaman að koma að
Fremstagili, glaðværð og góðvild
umvafði mann strax og inn var
komið og tíminn fljótur að líða við
spil og góðar veitingar. Þarna lagði
húsfreyjan Birna ekki hvað minnst-
an hlut að borði. Margvísleg önnur
samskipti hafa verið gegnum árin
miili þessara heimila, sem eru mér
minnisstæð og ég þakka af alhug.
Við fráfall þessarar mikiihæfu
konu er ljóst að miklu og giftu-
drjúgu dagsverki er lokið. Dags-
verki sem miðaðist fyrst og fremst
við að auðga og bæta það samfélag
sem næst henni var og sannarlega
tókst Birnu á Fremstagili það.
Ég færi systkinunum frá
Fremstagiii og öðrum aðstandend-
um innilegar samúðarkveðjur..
Ég minnist látinnar sæmdar-
konu, Birnu Helgadóttur, með virð-
ingu og þökk. #
Kristófer Kristjánsson
var tekið opnum örmum og veitt
af höfðingsskap og örlæti. Ég
undirrituð fór ekki varhluta af
velgjörðum þeirra, það var til-
hlökkun í bernsku að heimsækja
þau, seinna var ég svo heppin að
fá að búa hjá þeim þegar ég stund-
aði nám í Reykjavík, og njóta at-
lætis hans. Ég minnist margra
stunda með Sveini, hvort heldur
þar var grín og gamansemi, eða
aivörumálin rædd. Samræðurnar
voru oft hressilegar og hlegið hátt.
Hann var hreinskiptinn, fastur í
skoðunum, víðlesinn og fylgdist
vel með málefnum líðandi stundar.
Margar myndir.( minningunum
laða fram bros, og orna manni á
ókomnum árum.
Nú á kveðjustund vil ég þakka
honum af alhug, fyrir allt sem
hann gerði fyrir mig, og alit sem
hann var mér. Samfylgd hans var
dýrmæt.
Elsku frænka min, Jóhanna,
Sveinn og Katrín, ég bið Guð að
styrkja ykkur á sorgarstund. Öll-
um öðrum ástvinum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Br.)
Esther Jakobsdóttir
Pálína K. Guðjóns-
dóttir - Minning
Fædd 29. desember 1925
Dáin 3. júlí 1990
Elskuleg vinkona okkar, Pálína
Kristjana, lést á miðju sumri, langt
um aldur fram, en í dag, 29. desem-
ber, hefði hún orðið 65 ára. Hægt
og hljótt kvaddi hún þennan heim,
en í fjölmörg ár höfðu langvarandi
veikindi dregið smátt og smátt úr
þreki hennar uns yfir lauk. En aldrei
minntist hún á, að hún gengi ekki
heil til skógar.
Hún var borin og barnfædd í
Reykjavík, 29. desember 1925, dóttir
hjónanna Magnúsínu Jóhannsdóttur
og Guðjóns Helga Kristjánssonar
vélstjóra. Ung að árum fluttist hún
til ömmusystur sinnar, Jóhönnu
Hallgrímsdóttur, og manns hennar,
Júlíusar Þorsteinssonar á Bergstaða-
stræti 41, en þau tóku hana sér í
dóttur stað, var sem augasteinn
þeirra og ólst hún upp í skjóli þeirra
til fullorðinsára.
Pálínu verður lengi minnst fyrir
störf í þágu þeirra sem hjálpar þörfn-
uðust og sannaðist það best í störfum
hennar fyrir Sjálfsbjörgu, félag fatl-
aðra. Voru ófáar þær vinnustundir
sem hún varði til eflingar starfsem-
inni. Kom þar glögglega í ljós mann-
leg reisn hennar. Samúð í garð þeirra
sem vegna fötlunar gátu ekki staðið
jafnuppréttir sem aðrir var ekki í
orði heldur á borði og taldi hún þá
ekki eftir sér að dvelja langtímum
saman í óupphituðum bílum við opinn
gluggann í nepjunni á jólaföstunni
og selja happdrættismiða til eflingar
líknarstarfs þessara merku samtaka.
Var hvergi slegið af þótt heilsan
væri ekki alltaf upp á það besta.
Pálína fylgdi Sjálfstæðisflokknum
að málum og fór hvergi dult með.
En jafnframt því var Pálína í hjarta
sínu mikill jafnaðarmaður í þess orðs
bestu merkingu og þá voru það verk-
in sem töluðu, ekki bara orðin tóm,
„res, non verba“, eins og störf henn-
ar að líknarmálum sönnuðu. Það fór
því ekki hjá því að Pálína eignaðist
ijölda vina, ekki síst meðal þeirra,
sem hjálpar voru þurfi, og kom það
enda berlega í ljós við útför Pálínu
frá Dómkirkjunni, því hver bekkur
var þéttsetinn þakklátum vinum.
Málshátturinn „vinur er sá er til
vamms segir“ kemur fljótt upp í
hugann þegar nafn Pálínu ber á
góma. Hún kom jafnan til dyranna
eins og hún var klædd, var hrein og
bein og laus við allt fals og ætlaðist
til þess af öðrum, að sá hin sami
klæddi ekki orð sín dulargervi eða
segði hálfan sannleikann. Það gefur
augaleið að slík persóna var ekki
allra og er okkur ekki grunlaust um
að sumir hveijir hafi allt að því ótt-
ast hana á stundum, því hún talaði
hreint út og dró hvergi undan ef við-
mælandi hennar hafði eitthvað
óhreint í pokahorninu. Að geta kom-
ið svona hreint fram er engum öðrum
kleift en miklum mannþekkjara, en
það var hún svo sannarlega.
Sjaldan var Pálínu svo getið að
ekki væri um leið minnst á eigin-
mann hennar, Runólf J. Elínusson
frá Heydal, því svo^samhent voru
þau í einu og öllu alla þeirra hjúska-
partíð. Hún giftist honum 28. júnL
1953. Bjuggu þau fyrstu hjúskapar-
árin á Bergstaðastrætinu, en allt frá
1970 var heimili þeirra í Skipasundi
6. Við bjuggum um hríð steinsnar
þaðan og eignuðumst þá vináttu
hennar, sem var gagnkvæm og án
fölskva. Fyrir það erum við afar
þakklát.
Pálína stendur okkur ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum og svo mun
verða um langan aldur.
Blessuð sé minning hennar.
Ólafía og Friðrik
VINNINGSNUMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
--------Dreglö 24. desember 1990 -
VOLVO 460 GLE: 8739 165878 185171
DAIHATSU CHARADE SEDAN SGi: 30301 70090 157044
VINNINGAR ÁKR. 120.000:
Vörur eöa þjónusta frá BYKO, Hagkaupum, Húsgagnahöllinni,
Radíóbúöinni, Úrvali-Útsýn eöa Útilífi.
7411 33065 50767 87274 109142 123073 142126 152232 186133
13629 35412 63670 99802 110065 123152 142564 161911 186905
13907 39910 70776 100370 110259 124224 142594 162524
20427 41343 72061 101720 115646 129091 142912 165670
24809 44506 72732 102517 119099 133933 143476 177151
32227 47713 77457 108606 122958 138792 146666 181745
VINNINGAR Á KR. 60.000:
Vörur eöa þjónusta frá sömu aöilum.
3496 17881 30594 55895 82203 104231 136545 157663 179596
4915 18377 30979 73847 85548 107953 137348 162314 186251
5286 24636 33078 76363 86215 111272 138772 170507
10753 25112 33553 77541 93992 113106 141747 177090
12364 27980 36136 79588 95602 122314 146010 177260
13159 30126 53878 80110 98863 132591 151802 179455
Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
aö Skógarhllö 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagiö
þakkar landsmönnum
veittan stuöning.
4
f
Krabbameinsfélagið