Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Dalvíkingar henda 3,2 tonnum af pappír á viku Dalvík. DALVÍKINGAR henda um 3,2 tonnum af pappír í viku hverri. Þetta er niðurstaða úr könnun sem nemendur 10. bekkjar Dalvíkurskóla stóðu fyrir í tengslum við umhverfisviku sem haldin var fyrir nokkru. í umhverfísvikunni var sjónum nemenda beint að ýmsum atriðum varðandi umhverfismál, einkum hlutum er tengjast mengun og endumýtingu úrgangsefna. I tengslum við vikuna var sýning Landvemdar á umhverfísvernd sett upp í skólanum og unnu nem- endur ýmis verkefni henni tengd. í tilefni þessa var ákveðið að kanna hversu miklu magni Dalvík- ingar hentu af pappír en nemend- ur höfðu kynnst því að hægt var að endurvinna pappírinn í stað þess að brenna hann og auka þannig á mengun andrúmsloftsins. Ibúar og fyrirtæki voru fengin til þátttöku í þessari könnun og í stað þess að henda pappírsrusli voru þeir beðnir að flokka það frá öðru rusli og halda til haga. Nemendur gengu síðan í hús og söfnuðu pappírnum saman. Sorpið var síðan vegið og vó það um 1.800 kíló sem gerir að meðaltali um 2,16 kíló á hvern íbúa Dalvíkur. Alls tóku liðlega 60% íbúanna þátt í þessari athyglisverðu könnun. Til gamans efndu nemendur til samkeppni meðal bæjarbúa og buðu þeim að giska á hve miklu Dalvíkingar hentu af pappír. Margir tóku þátt í þessum leik en enginn var jafn getspakur og Vil- hjálmur Björnsson, en hann gat upp á 3.080 kg og var aðeins 59 kg frá réttri tölu. Niðurstöðurnar voru kynntar bæjarstjóra, en sú hugmynd var rædd í skólanum meðal nemenda hvort ekki væri ærin ástæða til að hefja flokkun sorps. Afrakstur vinnu nemenda í umhverfísvikunni hefur verið til sýnis í ráðhúsi bæj- arins en með því hafa nemendur og kennarar viljað minna sam- borgara sína á mikilvægi umhverf- isverndar og góðrar umgengni um móður náttúru. Fréttaritari Morgunblaðið/Rúnar Þór Tvær áramótabrennur Tvær áramótabrennur verða á Akureyri og verður kveikt í þeim um kl. 20 á gamlárskvöld. Önnur er ofan við Glerá sunnan Skíðahótels- ‘vegar, gegnt Möl og sandi, en hin er á Bárufellsklöppum neðan Krossanesbrautar. Um miðnætti á gamlárskvöld hafa skátar einnig tendrað kyndla sem mynda ártöl þau sem við eiga í hvert sinn og félagar í KFUM og K hafa hafa einnig um nokkurra ára skeið tendr- að ljós á kyndlum nokkru sunnar en skátarnir, undir klettabelti ofan við Vaðlafell, en þeir mynda orðin Jesús lifir. Þessir glaðbeittu piltar á myndinni eru þeir Steindór, Grétar og Sigurbjörn sem voru að störfum við brennuna á Bárufellsklöppum í gær. Minningarsjóður Jón- asar Sigurbjörnssonar: Atta skíðamenn hlutu styrk við fyrstu úthlutun úr sjóðnum ÁTTA akureyrskir skíðamenn fengu styrk við fyrstu úthlutun úr Minningarsjóði Jónasar Sigur- björnssonar í fyrrakvöld. Sjóður- inn var stofnaður síðasta vor til að styrkja unga skíðamenn og gera þeim kleift að ná betri árangri m.a. með æfingaferðum utanlands. Við fyrstu úthlutun fengu styrk úr sjóðnum eru Valdimar Valdimars- son, Jón Yngvi Árnason, Vilhelm Þorsteinsson, Rögnvaldur Ingþórs- son, María Magnúsdóttir, Harpa Hauksdóttir, Gunnlaugur Magnús- son og Kári Jóhannesson. Hafa þau öll verið við æfíngar í útlöndum eða eru það nú ýmist með landsliðinu eða á eigin vegum og hafa sum þeirra farið allt að þijár ferðir utan til æf- inga á haustdögum. Magrét Baldvinsdóttir í Skíðaráði Akureyrar sagði að úthlutað hefði verið 295 þúsund krónum nú og hefðu fyrirtækin Samheiji á Akur- eyri og ísberg í Hull í Bretlandi lagt fram það fé. Sömu fyrirtækið lögðu einnig fram stofnfé í sjóðinn, 350 þúsund krónur er til hans var stofn- að í vor. Þá hafa einstaklingar og fyrirtæki einnig lagt fé í sjóðinn. Tilgangur. með stofnun sjóðsins er að heiðra minningu Jónasar Sigur- bjömssonar, sem lést á síðasta ári, en að sögn Margrétar vann hann ötullega að því að efía skíðaíþróttina á Akureyri og vildi veg hennar sem mestan. Uthlutað verður úr sjóðnum tvisvar á ári, um áramót og að vori. Tæplega 1300 manns hafa fengið atvinnuleysisbætur á árinu: Atvinnuleysisbætur til Einingar- félaga hafa aukist um rúm 85% Olafsfjörður er eini staðurinn við Eyjafjörð þar sem minni bætur eru greiddar á þessu ári miðað við það síðasta Morgunblaðið/Sigurður Bjömsson Ný sólbaðsstofa Þær Sigríður Stefánsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir hafa opnað nýja sólbaðstofu á Aðal- götu 37 í Ólafsfirði. Þær keyptu tæki sólbaðstofunnar Hlíðarsól af Sigríði Hannesdóttur í Ólafs- firði og hafa nú byijað rekstur á nýjum stað með tvo ljósa- bekki. Góð aðsókn hefur verið síðan opnað var í síðasta mán- uði enda veitir ekki af að fá yl í kroppinn og örlítinn lit í svartasta skammdeginu. SB Höfðing- leg gjöf ERFINGJAR Svövu Sigurgeirs- dóttur, sem lést á Akureyri 8. júlí sl. hafa fært Félagsstarfi aldraðra á Hlíð að gjöf íbúð Svövu og verður söluandvirði hennar notað til eflingar starf- inu. Svava bar mikinn hlýhug til Fé- lagsstarfs aldraðra við Dvalarheim- ilið Hlíð og hafði hugsað sér 'að íbúð hennar í Norðurgötu 16 gengi til þessa starfs, en auðnaðist ekki að ganga frá því á formlegan hátt, áður en hún lést. Nú hafa erfingar Svövu sýnt þann höfðingsskap að afhenda íbúðina í þessum tilgangi Félags- starfí aldraðra við Hlíð og mun andvirði hennar varið til að bæta aðstöðuna þar. í fréttatilkynningu eru færðar þakkir fyrir gjöf þessa og þess vænst að andvirði hennar komi að góðum notum. HEILDARGREIÐSLUR atvinnu- leysisbóta sem greiddar eru út á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Einingar hafa aukist um tæp 66% á milli áranna 1989 og 1990. Á þessu ári hefur verið greidd út rúm 81 milljón króna til 1.263 félagsmanna í sjö verkalýðsfé- lögum, en Eining sér um greiðslu bóta til sinna félagsmanna auk félaga í Sjómannafélagi Eyja- fjarðar, Félags málmiðnaðar- manna, Skipstjórafélags Norð- lendinga, Vélsljórafélags Is- lands, Sjómannafélags Olafs- fjarðar og Verkstjórafélags Ak- ureyrar og nágrennis. Á siðasta ári voru greiddar tæpar 49 millj- ónir til 960 félagsmanna í sömu félögum. Björn Snæbjörnsson, varaform- aður Einingar, sagði að áberandi væri nú, að fólk væri lengur á bót- um en áður hefði tíðkast og sumir væru jafnvel stóran hluta ársins á atvinnuleysisbótum. Hann sagði það einnig algengt að eldra fólk, í kringum sextugt, hefði misst at- vinnuna í kjölfar samdráttar hjá fyrirtækjum og það fengi ekki vinnu á öðrum stöðum. „Þetta hefur auk- ist mikið og er mjög alvarlegt, mér hefur sýnst sem þessi hópur fólks hafi farið stækkandi síðustu miss- eri og það virðist nær útilokað fyr- ir fólk á þessum aldri að fá atvinnu á nýjan leik,“ sagði Björn. Um 900 manns í Einingu hafa einhvern tímann á árinu verið á atvinnuleysisskrá, en heildar- greiðslur bóta nema á þessu ári 60,6 miiljónum króna á móti 39 milljónum króna á síðasta ári, sem er aukningin upp á 85,4%. Það er einungis í Ólafsfirði sem ekki hefur orðið aukning, en þar voru greiddar á þessu ári 3,4 milljónir í bætur á móti 8,3 á síðasta ári. „Ástandið hefur batnað mikið í Ólafsfírði og þar hafa menn virkilega tekið sig á í atvinnumálunum," sagði Bjöm. Hvað Sjómannafélag Eyjafjarðar varðar er aukningin afar mikil, en á árinu 1989 voru greiddar út bæt- ur að upphæð 5,1 milljón króna á móti 10,9 milljónum á þessu ári. Þá voru einnig um helmingi meiri bætur greiddar út til félagsmanna í Félagi málmiðnaðarmanna eða 2,3 milljónir í fyrra og 4,6 í ár, en á þessu ári komu 85 aðilar einhvern tíma inn á atvinnuleysisskrá sem er stór hluti félagsmanna. Félags- menn í Skiþstjórafélagi Norðlend- inga fengu tæpa eina milljón króna greiddar í atvinnuleysisbætur á ár- inu, en í fyrra voru greiddar út um 447 þúsund krónur. Þá má nefna að félagsmenn í Verkstjórafélagi Akureyrar og nágrennis fengu greiddar'á síðasta ári 386 þúsund krónur í bætur, en nú í ár 910 þúsund krónur. Atvinnuleysisbætur voru greidd- ar út á skrifstofu Einingar í gær og fengu þá 218 einstaklingar greiddar 3,4 milljónir króna, en Björn sagði að heildarupphæð þess- arar síðustu greiðslu atvinnuleysis- bóta á árinu væru hærri þar sem ekki er inni í þessari upphæð bætur til félagsmanna Einingar sem starfa við fiskvinnslu í Ólafsfirði sem sagt var upp störfum fyrir jólin. Upp- hæðin næði um 5 milljónum króna þegar bætur þess hóps væru teknar með. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Fæddist á miðjum fengitíma Ytri-Tjörnum. Veturgömul ær á bænum Brúnum í Öngulsstaðahreppi gerði sér lítið fyrir og bar mórauðri gimbur rétt fyrir jólin. Brynja Þorsteinsdóttir bóndi á Brúnum kvaðst ekki vita til að lamb hefði komið í heiminn á miðjum fengitíma, en þessi ær virðist óvenju fijósöm, því hún bar sínu fyrsta lambi í vor, nánar tiltekið 8. maí síðastliðinn. Lambið var hið sprækasta er fréttaritari kom við á Brúnum í fyrradag og ekki annað að sjá en það ætli að spjara sig vel. Á myndinni er Brynja Þorsteinsdóttir með lambið nýfædda fanginu og dætur henn- ar þær Fanney og Margrét fylgjast hugfangnar með. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.