Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LÁÖGÁRDAGUR 29. DESEMBER 1990
43
HANDKNATTLEIKUR / FLUGLEIÐAMOTIÐ
MorgunblaðiS/Július
Patrekur Jóhannesson var sem klettur í vörninni sem fyrr og Guðmundur Hrafnkelsson var öryggið uppmálað í
markinu. Vamarleikurinn hefur samt oft verið betri.
„Neistann
vantaði“
- sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðs-
þjálfari, eftir nauman sigurgegn Norðmönnum
Íslendingar áttu í mestu erfiðleik-
um með Norðmenn í gærkvöldi.
Eins og reyndar í síðustu fjórum
viðureignum þjóðanna, en síðast
^■■■■i vannst sigur á sama
Steinþór degi fyrir ári. Sókn-
Guðbjartsson arleikurinn var oft á
skrífar tíðum ráðleysisleg-
ur, sérstaklega þeg-
ar Sigurður Bjarnason var tekinn
úr umferð, en engu að síður nær
óaðfínnanlegur síðustu mínútumar,
og vamarleikurinn hefur verið betri,
þó góður væri á köflum. Mark-
varsla Guðmundar Hrafnkelssonar
var hins vegar mjög góð, Sigurður
var nær óstöðvandi í sókninni,
Konráð Olavson öruggur í vítaköst-
unum og liðið samstillt síðustu
mínútumar — þegar mest á reið.
Island vann 23:21 „og sigurinn
skiptir öllu máli, ekki síst vegna
þess að við erum með Norðmönnum
í riðli í B-keppninni,“ sagðiÞorberg-
ur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari,
við Morgunblaðið.
Leikurinn var í járnum lengst af.
Norðmenn byijuðu betur, en Islend-
ingar réttu úr kútnum eftir klaufa-
leg sóknarmistök. Þeir virtust vera
á góðri leið með að hrissta mólherj-
ana af sér fyrir hlé, en gestirnir
gáfu hvergi eftir — fyrr en í lok
seinni hálfieiks. Vendipunkturinn
var, þegar sex mínútur voru til
leiksloka og Norðmenn marki yfir,
19:18. Þá var Lundeberg vikið af
velli í tvær mínútur, Sigurður gerði
tvö mörk í röð og ekki var aftur
snúið.
„Miðað við aðstæður er ég mjög
ánægður með leikinn. Við höfum
leikið sex leiki á níu dögum og því
eðlilegt að þreytumerki væm á lið-
inu,“ sagði Þorbergur. „Við vomm
enn með nýja menn saman í sókn-
inni og þeir þurfa meiri tíma sam-
an. Viljinn var fyrir hendi í vörn-
inni, en það er annað að fram-
kvæma — neistann vantaði.“
Ísland-Noregur 23:21
Laugardalshöll, Flugleiðamótið í handknattleik, fostudaginn 28. desember 1990.
Gangur leiksins: 0:1, k3, 2:6, 4:6, 8:8, 9:9, 11:9, 12:10, 12:12, 13:13, 13:15,
15:15, 19:19, 20:20, 23:20, 23:21.
ísland: Sigurður Bjamason 8, Konráð Olavson 6/4, Gunnar Gunnarsson 3, Stefán
Kristjánsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Jakob Sigurðsson 1, Birgir Sigurðsson, Valdi-
mar Grimsson, Geir Sveinsson, Patrekur Jóhannesson, Einar Sigurðsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 12/1 (þar af 3/1, er boltinn fór aftur til
mótheija), Hrafn Margeirsson.
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Noregs: Rune Erland 6/3, Ole Gustav Gjehstad 5, Öystein Havang 3, Roger
Kjenndalen 2, Morten Sehönfeldt 1, John Petter Sando 1, Karl Erik Böhn 1, Kjetil
Lundeberg 1, Olav Henning Vatne 1.
Varin skot: Finn Ove Smith 3/1 (þar af 0/1, er boltinn fór aftur til mótheija),
Gunnar Fosseng 2 (þar af annað, er boltinn fór aftur til mótheija).
Utan vallar: 6 mínútur.
Áhorfendur: Um 1.000.
Dómarar: Horst og Petersen frá Danmörku.
Svíþjóð-Japan 35:24
Laugardalshöliin, Flugleiðamótið í handknattleik, föstudaginn 28. desember 1990.
Mörk Svíþjóðar: Erik Hajas 7, Daniel Rooth 6, Mágnus Wislander 5,Jonas Persson
4, Ola Lindgren 3, Mikael Schjölin 3, Per Carlén 2, Robert Anderson 2, Axel Sjöblad
1, Anders Eliasson 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Japans: Shinichi Shudo 8, Toshhiyuki Yamamura 6, Kenji Tamamura 5, Tsuy-
oshi Nakayama 3, Takashi Taguchi 1.
Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli Ólsen.
FOLK
KORFUKNATTLEIKUR
„Nú þekki ég mína menn“
- sagðiTorfi Magnússon eftir sigur á Dönum ÍNjarðvík
■ MARADONA er óvinsælasti
maðurinn á Ítalíu ef marka má
skoðanakönnun sem ítalska blaðið
La Repubblica gekkst fyrir. Hann
skaut ýmsum frægum mönnum ref
fyrir rass, þ.á.m. Saddam Hussein
og George Bush. Rúmlega 34%
sögðu Maradona algjörlega óþol-
andi en Saddam fékk sama vitnis-
burð hjá flórðungi aðspurðra. Bush
var nætur og svo kom söngkonan
Madonna sem gekk fram af Itölum
með djarfri sviðsframkomu.
■ SKOTAR hafa ákveðið að leika
gegn Sovétmönnum í vináttu-
landsleik í knattspyrnu 6. febrúar.
Það verður fyrsti leikurinn á Ibrox,
heimavelli Glasgow Rangers, í
rúm 50 ár. Landsliðið hefur leikið
á Hampden Park, heimavelli
Celtic, en völlurinn uppfyllir ekki
öryggisreglur FIFA.
ÚRSLIT
Fimmtudagur:
Portland Trail Blazers—Charlotte ...105: 96
Seattle SuperSonics—Washington ..125:120
Chicago Bulls—Golden State.128:113
Miami Heat—Denver Nuggets..124:114
Utah Jazz—Dallas Mavericks.110:102
„NÚ þekki ég mína menn. Það
var allt annar bragur á liðinu
en í Stykkishólmi á fimmtu-
dagskvöldið og uppskeran var
líka eftir því,“ sagði Torfi
Magnússon landsliðsþjálfari
eftir glæsilegan sigur gegn
Dönum í Njarðvík f gærkvöldi.
ÆT
Islesnka liðið fór á kostum í
síðari hálfleik og áttu Danir,
sem tefldu fram sjö tveggja metra
mönnum, ekkert svar við góðum
leik okkar manna.
Björn Jafnræði var með
Blöndal liðunum í fyrri hálf-
skrifarfrá leik. íslenska liðið
Ke,lavlk náði í nokkur skipti
nokkra stiga forskoti, en tókst
ekki að halda fengnum hlut og
danska liðið náði ávallt að jafna
aftur.
í síðari hálfleik réðu Danir hins
vegar ekkert við íslenska liðið sem
náði að sýna stórskemmtilegan leik
og þegar nokkra mínútur voru til
leiksloka var munurinn orðinn 23
stig - og sigurinn í höfn.
Islenska liðið var ákaflega jafnt
og fáa veika hlekki að finna, Pétur
Guðmundsson, Magnús Matthías-
son, Teitur Öriygsson, Guðjón
Skúlason, Pálmar Sigurðsson, Sig-
urður Ingimundarson, Guðmundur
Bragson, Jón Arnar Ingvarsson og
Jón Kr. Gíslason voru burðarásar
íslenska liðsins.
Hjá Dönunum voru þeir Henrik
Norre Nielsen og Steffen Reinholt
bestir.
Teitur Örlygsson átti góðan léíc
gegn Dönum í gær.
Ísland-Danmörk 102:88
íþróttahúsið i Njarðvík, landsleikur í körfuknattleik, fostudaginn 28. desember
1990. Gangur leiksins: 2:0, 4:5, 12:11, 18:17, 24:17, 32:24, 32:31, 36:36,
40:42, 45:42, 48:47, 56:54, 65:54, 70:63, 78:63, 80:69, 85:69, 91:72, 100:76,
102:88.
Stig íslands: Teitur Örlygsson 19, Magnús Matthíasson 16, Jón Arnar Ingvars-
son' 15, Pétur Guðmundsson 10, Guðjón Skúlason 10, Sigurður Ingimundarson
10, Guðmundur Bragason 8, Jón Kr. Gíslason 6, Pálmar Sigurðsson 6, Jóhann-
es Sveinsson 2.
Stig Danmerkur: Henrik Norre Nielsen 26, Steffen Reinholt 19,-Sten Sörens-
en 8, Flemming Danielsen 8, Peter Damm 6, Ole Stampé 6, Lars Bekke Jensen
6, Joakim Jerchow 5, Larse Meisöe 2, Trœls Schönemann 2.
Dómarar:Bergur Steingrímsson og Leifur Garðarsson. Þeir dæmdu vel, en
hefðu mátt láta landsleikinn hefjast á réttum tíma, en hann hófst 10 mínútum
of seint. Einnig var það Ijóður á leiknum að þjóðfána íslands og Danmerkur
vantaði í húsið.
Áhorfendur:Um 250.