Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Erlendur Arnason Akureyri - Minning Fæddur 26. maí 1972 Dáinn 22. desember 1990 Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna iíka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Erlettdur Árnason várð aðeins rúmra 18 ára. Það virðast okkur mönnum hörð örlög að vera hrifinn skyndilega burtu, án alls fyrirvara, að hætta að vera ljós og lýsa, að hætta að bera öðrum birtu, að vera ekki lengur í lifenda tölu. Rétt, er sól var að byija að hækka á lofti á ný og aðeins tveir dagar voru til jólanna, fæðingarhátíðar frelsar- ans, féll dauðans dómur yfir ungum manni. Þetta er staðreynd, sem okkur er erfitt að skilja. Erlendur Árnason var elsta barn hjónanna Lovísu Erlendsdóttur meinatæknis og Árna Magnússonar viðskiptafræðings á Akureyri. Erlendur hóf nám í Verkmennta- skólanum á Akureyri haustið 1988 og hafði nú fyrir fáeinum dögum lokið fimm önnum af átta til stúd- entsprófs í viðskiptafræði. Flest okkar kynntumst Erlendi eða Ella eins og við kölluðum hann gjarnan í fyrsta bekk VMA. Hann var metnaðarfullur bæði í námi og starfi og þótt ungur væri þá var hann með það á hreinu hvað hann ætlaði að gera í framtíðinni. Svifflugið átti hug hans allan á sumrin, en þegar snjór settist í fjöll þá eyddi hann öllum stundum á skíðum með vinum sínum. EIli hafði boðið mörgum okkar í flugferð með sér næsta sumar en þá ætlaði hann að vera kominn með næga reynslu til að fá að fljúga með farþega. Það er ekki langt síðan hann var með okkur í skólaferðalagi á Benid- orm þar sem hann lék á alls oddi og það eru ófáar minningarnar sem Minning: Pétur Gíslason múrarameistari við eigum um Ella frá þeirri ferð. Nú er hann Elli okkar farinn en við trúum því að hann sé ekki langt frá okkur. Minningin lifir um lífsglaðan og áreiðanlegan dreng og það er sárt að hugsa til þess að þegar við setjumst á skólabekk að loknu jólafríi þá verður auður stóll í stofunni okkar. Foreldrum, bræðrum, ættingjum og öðrum vinum Ella sendum við okkar hjartanlegustu samúðar- kveðjur og megi Guð ætíð fylgja ykkur í komandi framtíð. Fyrir hönd skólasystkina, Auðjón, Gunni, Pétur, Katý, Helgi, Þórarinn, Daði og Dóri. Fæddur 3. aprí 1911 Dáinn 20. desember 1990 Kallið er komið, komin er juí- stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Tengdafaðir okkar er nú allur. Okkur langar að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum, því þó minningarnar streymi fram, verða þær ekki allar festar á blað. Pétur fæddist á Meðalnesi, Fella- hreppi í N-Múlasýslu, sonur hjón- anna Bergljótar Jónsdóttur og Gísla Sigfússonar. Eftir andlát föður síns fluttist hann ungur að árum með móður sinni og systkinum til Isa- fjarðar. Aðeins 17 ára gamall fór Pétur til Reykjavíkur og fór þar að læra múrverk hjá 'Sveini Óskari Guðmundssyni múrarameistara, tók hann sveinspróf árið 1933 og vann hann óslitið við iðn sína til 73 ára aldurs. I Reykjavík kynntist hann tengdamóður okkar, Oddrúnu Elís- dóttur (Doddu) frá Húsavík, Borg- arfirði eystra og gengu þau í hjóna- band 18. september 1937 en Dodda lést þann 31. október 1981. Þau hófu búskap sinn á Njálsgötu 110 í Reykjavík, en árið 1950 festu þau kaup á Nökkvavogi 14 þar sem heimili þeirra var síðan, en eftir andlát Dottu bjó Pétur einn þar, eða þar til heilsa hans fór að biia og árið 1985 seldi hann í Nökkva- voginum og flutti þá til dóttur sinnar og tengdasonar. Pétur og Dodda eignuðust 3 börn, en þau eru Hörður Gísli kvæntur Gyðu Gunnlaugsdóttur, Sigurður Þór kvæntur Árnínu Dúa- dóttur og Bella Hrönn gift Brynj- ólfi Sigurðssyni en öll eru þau bú- sett í Reykjavík. Barnabörnin eru 8 og barnabarnabörnin 3. Margs er að minnast og ekki síst úr Nökkvavoginum þegar við öll vorum þar saman komin og tengda- móðir okkar lifði, en þau voru sér- t Ástkær faðir minn, sonur og bróðir, SIGURÐUR J. BERGMANN, Sólvallagötu 6, Keflavík, lést af slysförum 27. þ.m. Helga Sigurðardóttir, Sigriður Gísladóttir, Þorsteinn Bergmann og bræður. t Móðir mín og amma okkar, HELGA JENSEN, Víðimel 23, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þann 27. desember sl. Cecil Viðar Jensen, Helga Jensen, Gunnar Þór Jensen, Ingi Steinar Jensen. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför GUÐVEIGAR MAGNÚSDÓTTUR, Hringbraut 99, Reykjavík. Hulda Sergent, Artines Sergent, Hrafnhildur Jakobsdóttir, Magnús Ólafsson, Bragi Jakobsson, Sigurbjörg Nielsen. t Þökkum innilega fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug vegna andláts BJÖRNS JÓHANNESSONAR verkfræðings. Una Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Ólafur Bjarnason, Hólmfriður Jóhannesdóttir, Gísli Ólafsson, Sigurður Jóhannesson, Þórhalla Gunnarsdóttir, Einar Jóhannesson, Marianne Jóhannesson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN MAGNÚS INGIBERGSSON, andaðist á Landspítalanum 19. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Ólöf P. Sigurðardóttir, Ingibergur Sigurjónsson, Margrét P. Magnúsdóttir, Særún Sigurjónsdóttir, Ólafur Sigmundsson, Sigurður V. Magnússon, Erla H. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sveinn Jónasson, Akranesi - Minning Fæddur 8. ágúst 1914 Dáinn'21. desember 1990 Hann Svenni frændi er dáinn. Við viljum með örfáum orðum minnast hans ogþakka honum sam- fylgdina og alla væntumþykjuna, sem hann sýndi okkur alla tíð. Svenni frændi eða Svenni á Fögruvöllum, eins og hann var jafn- an kallaður, fæddist 8. ágúst árið 1914, á Fögruvölium á Akranesi. Foreldrar hans voru hjónin Ingirið- ur Sigurðardóttir og Jónas Guð- múndsson sjómaður. Svenni ólst upp í föðurhúsum, við þau kjör sem þá tíðkuðust við sjávarsíðuna, þ.e. við vinnu frá blautu barnsbeini. Strax um fermingu fór hann til sjós, og sjómennskan varð hans ævistarf, þar með talin stríðsárin, en þá var hann í millilandasigling- um. Föður sinn missti hann árið 1925, er Halaveðrið svonefnda, hreif hann ásamt mörgum öðrum mönnum, í hina votu gröf Ægis. Eftir það bjó Svenni ásamt móður sinni uns hún lést þann 13. september árið 1972. Eftir það hefur hann búið einn í húsinu við Suðurgötu 70. Þessi orð eru engin lýsing á Sveini Jónassyni, enda ekki ætlun- in. Eftirlifandi ástvinir og félagar eiga sér sínar minningar um hann, sem gat virst hrjúfur á yfirborðinu en að baki bjó hlýtt hjartaþel. í byrjun þessa árs, fór hann að finna alvarlega fyrir þeim sjúkdómi sem að lokum dró hann til dauða nú á jólaföstu. Hann lést í Sjúkra- húsi Ákraness 21. desember sl. Við systkinin og fjölskyldur okk- ar biðum elsku frænda góðrar ferð- ar yfir móðuna miklu og góðrar heimkomu til pabba og mömmu og annarra ástvina sem á undan eru gengnir. Far þú í friði friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Við viljum að lokum færa starfs- fólki lyflækningadeildar á Sjúkra- húsi Akraness, þakkir fyrir góða umönnun í erfiðum veikindum Svenna. Einnig þökkum við öllum þeim sem heimsóttu hann á sjúkrahúsið. Guð blessi ykkur öll. Lóa, Inga, Gaui og fjölskyldur. ÁgústH. Kristjáns son - Kveðjuorð Kveðja frá Glímusambandi íslands Ágúst H. Kristjánsson glímu- kappi var tíl moldar borinn í fyrra- dag, 27. desember. Hann var fædd- ur 2. ágúst 1911 í Grísatungu í Stafholtstungum og var því á áttug- asta aldursári. Ágúst var einn þeirra manna er kjörnir hafa verið heiðursfélagar Glímusambands Islands en sá heið- ur er fáum veittur. Ekki mun hér reynt að rekja ævi- og starfsferil Ágústs í þessum línum. Það munu aðrir gera og bet- ur. Hinsvegar vill stjórn Glímusam- bands íslands votta honum virðingu sína að leiðarlokum með nokkrum kveðjuorðum. Ágúst var í hópi bestu glímu- manna landsins á fjórða áratugnum og varð m.a. sigurvegari tvívegis í Skjaldarglímu Ármanns en slíkt er aðeins á færi afburðamanna. Hann þótti einnig skara fram úr í fagurri glímu og drengilegri og hlaut marg- oft fegurðarglímuverðlaun. Hann vann til eignat' Stefnuhornið er fyrst var gefið sem verðlaun fyrir fagra og góða glímu á Íslandsglímu. Eftir að Ágúst hætti sjálfur keppni starfaði hann ötullega að málefnum glímunnar og lét einkum þjálfun og dómgæslu til sín taka. Hann var til dæmis helsti þjálfari glímudeildar KR á miklurn grósku- tímum fljótlega eftir stofnun GLÍ. Hann var mjög farsæll í starfi og meðal nemenda hans voru bæði glímukóngar Islands og skjaldar- hafar Ármanns. Nú er horfinn af sjónarsviðinu einn frumheijanna er hófu merki glímunnar hátt á loft á fyrra helm- ingi aldarinnar og hélt tryggð við hina göfugu íþrót,t alla tíð. Fyrir það vill Glímusamband ís- lands færa þakkir. Fjölskyldu hins látna færum við samúðarkveðjur. Sljórn Glímusambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.