Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 GENGISSKRÁNING Nr. 248 28. desember 1990 Kr. Kr. Toll- Eln. Kl. 0Ö.15 Kaup Sala Gangi Dollan 55.72000 55.88000 54,32000 Sierlp. 105,70100 106.00400 107.61100 Kan. dollari 47.96600 48,10400 •46.61300 Dönsk kr. 9.49640 9,52360 9.58020 -Norsk kr. 9,34900 9,37580 9.40690 Sænsk kr. 9.77120 9,79920 9.80330 Fi. mark 15.18460 15,22820 15.32950 Fr. franki 10,78230 10.81320 10.87980 Belg. franki 1.77400 1,77910 1.77780 Sv. franki 42,95240 43.07570 43.08380 Holl. gyllim 32.49930 32,59260 32.55520 Þýskt mark 36.67000 36.77530 36.71510 il. líra 0,04860 0.04874 0.04893 Austurr. sch 5,21160 5,22660 5.22030 Port. escudo 0,41110 0.41220 0.41810 Sp. peseti 0,57340 0,57500 0.57850 Jap. yen 0.41031 0.41149 0.42141 írskt pund 97,46800 97.74800 98.02900 SDR (Sérst.) 78,65160 78.87740 78.68420 ECU. evr.m. 75,16630 75.38210 75.77910 Tollgengi fyrir desember er sólugengi 28. nóvember. Sjálh/irkur simsvari gengisskránmgar er 62 32 70. Ok af slysstað Slysarannsókn vantar vitni Fullorðinn maður varð fyrir bíl og fótbrotnaði á mótum Bar- ónstígs og Hverfisgötu, föstudag- inn 7. desember milli klukkan 18 og 19. Bíllinn sem ók á manninn var dökkur að lit, en ökumaður hans fór tafarlaust af slysstað. Slysarann- sóknardeild Lögreglunnar í Reykjavík biður þá sem kynnu að hafa orðið vitni að slysinu, og öku- manninn sem því olli, að hafa sam- band. ALMANNATRYGGINGAR, helstu bótaflokkar 1.desember1990 Mánaðargreiðslur Elli / örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) .................. 11.497 '/2 hjónalífeyrir .................................... 10.347 Full tekjutrygging ..................................... 25.269 Heimilisuppbót ......................................... 8.590 Sérstök heimilisuppbót .................................. 5.908 Barnalífeyrirv/1 barns .................................. 7.042 Meðlag v/ 1 barns ....................................... 7.042 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns ............................4.412 Mæðralaun/feðralaunv/2jabarna .......................... 11.562 Mæðralaun/feðralaunv/3jabarnaeðafleiri ................. 20.507 Ekkjubætur/ekkilsbætur6 mánaða ......................... 14.406 Ekkjubætur / ekkilsbætur 12 mánaða .................... 10.802 Fullurekkjulífeyrir .................................... 11.497 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) ............................ 14.406 Fæðingarstyrkur ........................................ 23.398 Vasapeningarvistmanna ................................... 7.089 Vasapeningar v/sjúkratrygginga ..............»........... 5.957 Daggreiðslur Fullirfæðingardagpeningar .............................. 981,00 Sjúkradagpeningareinstaklings .......................... 490,70 Sjúkradagpeningarfyrir hvert barn á framfæri ........... 133,15 Slysadagpeningareinstaklings .......................... 620,80 Slysadagpeningarfyrirhvert barn áframfæri .-............ 133,15 20% tekjutryggingarauki, sem greiðist aðeins í desember, er inni í upphæðum tekjutrygg- ingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 29. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 89,00 87,00 88,35 0,895 79.073 Þorskur(ósl) 83,00 83,00 83,00 2,096 173.968 Smáþorskur(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,318 9.540 Ýsa 96,00 96,00 96,00 0,898 86.302 Ýsa (ósl.) 78,00 78,00 78,00 . 0,139 10.842 Keila 26,00 26,00 26,00 0,056 1.456 Keila(ósl.) 26,00 26,00 26,00 0,063 1.638 Lúða 595,00 595,00 595,00 0,016 9.818 Langa 40,00 40,00 40,00 0,010 400 Steinbítur (ósl.) 30,00 30,00 30,00 0,007 210 Samtals 82,95 4,499 373.247 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavik Þorskur 89,00 79,00 85,80 11,645 999.227 Þorskur(ósl.) 75,00 75,00 7-5,00 0,117 8.775 Ýsa 128,00 72,00 96,83 10.264 993.942 Ýsa (ósl.) 90,00 82,00 87,40 1,582 138.259 Karfi 50,00 50,00 50,00 1,580 79.040 Utsi 20,00 20,00 20,00 0,092 1.840 Steinbítur 59,00 59,00 59,00 0,486 28.674 Langa 20,00 20,00 20,00 0,051 1.020 Lúða 340,00 340,00 340,00 0,077 26.180 Skarkoli 20,00 20,00 20,00 0,910 18.200 Samtals 85,54 26,836 2.295.457 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA HF. Þorskur (ósl.) 120,00 85,00 105,56 7,200 760.000 Ýsa (ósl.j 145,00 131,00 142,00 2,100 298.200 Samtals 113,78 9,300 1.058.200 Selt var úr dagróðrabátum. Á morgun verður selt úr dagróðrabátum. Olíuverð á Rotterdam-markaöi, síðustu tíu vikur, 18. okt. - 27. des., dollarar hvert tonn 425” 400- GASOLIA 375 275 250 225- 200- 175- 150“ -H—I—I—I--1—I—I—I—I—I—H 19.0 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14. 21. ÞOTUELDSNEYTI 250- 225- ---1--1—I-----1--1---1---1-1---h-+- 19.0 26. 2.N 9. 16. 23. 30. 7.D 14. 21. AF INNLENDUM VETTVANGI ÓMAR FRIÐRIKSSON Sala ríkisins á Þormóði ramma: Framfaramál Siglfirð- inga eða siðlaus pólitík? MÓTMÆLI og ásakanir um pólitíska loftfimleika, brask og misnotkun trúnaðarupplýsinga hafa gengið á víxl í deilunni um sölu ríkissjóðs á Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Vart hafa heyrst harðari skeytasend- ingar á milli ráðherra og einstakra þingmanna um árabil en vegna þessa máls. Páll Pétursson, alþingismaður, svarar Ólafi Ragnari Grímssyni, fjármálaráðherra, fullum hálsi í Morgunblaðinu sl. sunnu- dag — segir ráðherra fara með lygi og hafa hyglað vinum sínum og stuðningsmönnum á kostnað ríkissjóðs með ósiðlegum hætti við söluna á hlutabréfum ríkisins. Fjármálaráðherra hefur hins vegar sakað Pál um að leka upplýsingum til samstarfshóps Siglfirðinga og hvatt þá til að senda inn tilboð gegn tilboði Drafnars hf. og Egilssíldar hf. sem keyptu hlut ríkisins. Væntanlega mun Ríkisendurskoðun varpa skýr- ara ljósi á þessa umdeildu sölu en fjórir þingmenn Norðurlandskjör- dæmis vestra hafa krafist þess að stofnunin rannsaki söluna. A móti hefur Ólafur Ragnar lýst yfir að hann vilji láta fram fara rannsókn á hlut þingmannanna í meintum „upplýsingaleka". * Utgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækið Þormóður rammi var stofnað árið 1970 og voru hluthafar ríkið, Siglufjarðarbær og hópur ein- staklinga á Siglufirði. Ríkið hefur alla tíð verið ráðandi eigandi, með um 98% hlut þrátt fyrir hugmyndir um að heimamenn tækju smám saman yfir fyrirtækið. Af því varð þó ekki fyrr en 19. desember sl. þegar ijármálaráðherra undirritaði fyrir hönd ríkisins samning um sölu um 57% hlutafjárins. Þá var og gerður samningur um að kaupend- umir, Drafnar hf. og Egilssíld hf., sameinuðust Þormóði ramma í nýju fyrirtæki. Undirstaða atvinnulífsins Þormóður rammi er uppistöðu- fyrirtæki í siglfirsku atvinnulífí. Um 180 starfsmenn starfa í frystihúsi fyrirtækisins og á togurunum Stálvík og Sigluvík. Má segja að um 60% Siglfirðinga eigi afkomu sína að einu eða öðru leyti undir fyrirtækinu. Við söluna var gengið út frá milliuppgjöri á stöðu Þormóðs ramma fyrir fyrstu fimm mánuði ársins. Þá var hagnaður fyrirtækis- ins í kringum 50 milljónir króna. Heildarskuldir á bilinu 8-900 millj- ónir kr. Ársvelta fyrirtækisins á þessu ári er um 800 milljónir kr. Ráðherra fékk Ólaf Nílsson, hjá Endurskoðun hf., til að meta stöðu fyrirtækisins og skila greinargerð um virði hlutabréfanna áður en gengið var frá sölunni.-Einnig voru óháðir endurskoðendur fengnir til að meta kaupendurna Drafnar og Egilssíld. Þeir sem gagnrýna söluna si gja að söluverðmæti 6.000 tonna afla- kvóta togaranna nemi nálægt 900 milljónum kr. en útkoma skipanna var slæm á síðasta ári og var heild- arafli þeirra 2.150 tonn hjá Stálvík- inni en 2.440 tonn hjá Sigluvík. Að sögn Róberts Guðfinnssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, eru skipin á sóknarmarki og hefur afli verið tregur á þessu hausti. Auk þessa á fyrirtækið skip- ið Stapavík sem liggur bundið við bryggju fyrir úreldingu en er með úthlutaðan aflakvóta. Róbert segir að hann verði færður yfir á hina tvo togarana og eigendur líti björt- um augum á næsta ár. Tilboðin Upphafið að atburðarásinni sem leiddi til hinnar umdeildu sölu má rekja til fundar sem fjármálaráð: herra átti með bæjarstjórn Siglu- fjarðar í september sl. Þar lýsti ráðherra áhuga á að selja heima- mönnum fyrirtækið með ákveðnum skilyrðum sem miðuðust við að styrkja atvinnulíf bæjarins, draga úr óþörfum ríkisrekstri í atvinnulíf- inu og að tryggt verði að aflakvóti útgerðarinnar fari ekki úr bænum. 17. nóvember átti ráðherra aftur fund með fulltrúum bæjaryfirvalda um málið og í kjölfarið var Svanfríði Jónasdóttur, aðstoðarmanni ráð- herra, og Óttari Proppé, stjórnar- formanni Þormóðs ramma og full- trúa ráðherra í stjóm, falið að ann- ast viðræður við hugsanlega kaup- endur. Fimm einstaklingar á Siglufirði höfðu þá um skeið viðrað með sér hugmyndir um útgerð og fisk- vinnslu. Runólfur Birgisson, skrif- stofustjóri Þormóðs ramma, hefur verið í forsvari fyrir þennan hóp og þegar fréttist af áformum ráð- herra höfðu þeir samband við ráðu- neytið og lýstu áhuga á kaupum. Fengu þeir upplýsingar um rekstr- arstöðu fyrirtækisins í byrjun des- embermánaðar. Þeir telja að þá þegar hafi legið fullmótaður samn- ingur í ráðuneytinu við eigendur Drafnars og Egilssíldar og aldrei hafi staðið til að selja öðrum. Þessu hafa ráðherra og nýju eigendumir vísað á bug. Tilboð Drafnar og Egilssíldar hafi komið fram í fyrri hluta desember og verið tekið til óháðrar athugunar Ólafs Nílssonar endurskoðanda. 13. desember héldu forsvars- menn samstarfshópsins til Reykjavíkur til viðræðna við við- skiptamenn og hagsmunaaðila vegna málsins. 14. desember hélt svo ráðherra fund með þingmönn- um kjördæmisins og kynnti þeim niðurstöður úr úttekt endurskoð- enda á fyrirtækjunum og að til stæði að ganga til samninga við Drafnar og Egilssíld. Þegar hér var komið sögu upp- hófst mikið kapphlaup og söfnuðu fulltrúar samstarfshópsins saman- nöfnum rúmlega 40 einstaklinga á nokkrum klukkustundum sem skráðu sig fyrir þátttöku í kaupun- um, þar með taldir flestir skipveijar Stálvíkur og Sigluvíkur. Var í snatri samið tilboð ásamt greinargerð sem lögð var fram ásamt nafnalistanum Þorsteinn Nikulás son - Kveðjuorð Fæddur 3. október 1909 Dáinn 22. desember 1990 Glaðr og reifr skyli gumna hver uns sinn bíður bana. Þorsteinn Nikulásson er látinn. Það er skammt stórrá högga á milli hjá gömlu góðu vinnufélögunum mínum hjá Isl. aðalverktökum. Þrír hafa kvatt þetta jarðlíf á þremur og hálfum mánuði. Það er ekki langt síðan Þorsteinn missti konu sína. Réttir tveir mánuðir. Nú hafa þau sameinast á ný á bláu eyjunni, tilbúin að halda upp á jólin. Þorsteinn var hress og skemmti- legur félagi, sem vildi hvers manns vanda leysa með sinni kunnu greið- vikni. Lífið sem er það dýrlegasta sem við þekkjum, dýrasta eignin sem okkur er fengin í hendur og við reynum að varðveita eins lengi og unnt er, en jafnframt er það dularfyllsta fyrirbærið er við skynj- um. Skynjun okkar er takmörkuð og þar sem þekkingu okkar og líkam- lega skynjun þrýtur, taka vonin og trúin við. Þær reyna að brúa djúpið mikla þegar vinir hverfa. Þær segja að andinn sé neisti er dauðinn fái ekki slökkt, að andinn sé líkamlegu lífi æðri. Að hið líkamlega líf sé tæki hans á vissu þroskastigi. Það var bjart yfir lífi Þorsteins vinar míns og það mun vera bjart yfir minningu hans. Birtan mun fylgja honum inn í landið sem Krist- ur hét þeim sem hógværir reyndust. Ættingjum votta ég samúð mína. Blessuð verði minningin um Þor- stein vin minn. Jakob V. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.