Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Það verður einhver.misskilningur í kringum þig í dag. Það er ekki heppilegt að semja um stöðu- hækkanir núna. Sinntu hugðar- efnum þinum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þeir sem eru á ferðalagi mega búast við óvæntum kostnaði núna. Láttu meta það sem þú ætlar að láta framkvæma heima fyrir. Þú fínnur eitthvað sem þú hefur verið að leita að. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 9» Þú ert í góðu skapi núna og átt auðvelt með að komast í samband við fólk. Þér er um og ó að taka lán eins og þú telur þig þurfa. Krabbi (21. júní - 22. júlf) Hjón eru ekki hreinskilin hvort við annað um þessar mundir. Það varðar svo sem ekkert sem skipt- ir máli, en er aldrei til góðs. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú þarft ekki að láta vinnu og heimsóknir til vina rekast á núna. Ljúktu því af sem gera þarf og eigðu síðan skemmtilegar stundir í góðra vina hópi. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Það sem gerist á bak við tjöldin er þér í hag núna, en það er ekki heppílegt að blanda saman leik og starfi um þessar mundir. Þú verður að taka á þig aukna ábyrgð vegna barnsins þins. Vog (23. sept. - 22. október) Þú þarft að sinna of mörgu heima fyrir núna tiF að komast frá. Ferðaáætlanir þínar þurfa breyt- ingar við. Þú heyrir góðar fréttir af viní þínum og nýtur þín vel í félagsstarfi. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Samníngaviðræður um fjármál kunna að fara út um þúfur í dag, en það er ýmislegt sem bendir til þess að þú fáir stöðuhækkun. Haltu vöku þínni. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ^) Þú hugsar um lítið annað en ljár- mál þessa stundina. Gættu þess að útiloka ekki óafvitandi nána ættingja eða vini. Láttu samband ykkar hjónanna ganga fyrir öðru sem kaliar á athygli þína. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þó að þú sért með ýmsar hug- myndir um að færa út kvíamar i viðskiptum, þá ættir þú ekki að leggja ofurkapp á að fylgja þeim eftir núna. Peningahorfumar era góðar, en gættu þess að ofþreyta þig ekkí. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Láttu ekki undan þeirri tilhneig- ingu þinni að draga þig inn í skelina. Varpaðu frá þér öllum áhyggjunum og njóttu þess af öllum lífs- og sálarkröftum að vera til. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) fSfL Sinntu ýmsu heima fyrir í dag. Vinur þinn kann að draga þig svolitið niður með því að rekja raunir sínar fyrir þér. Sumir eru uppteknir við verkefni sem tengj- ast starfinu. AFMÆUSBARNIÐ er gætt ágætu innsæi, en hefur ríka þörf fyrir fjárhagslegt öryggi. Það ætti að gæta sín á tilhneigingu sinni til tækifærismennsku, en leggja áherslu á að rækta hæfi- leika sina. Þvi gengur best þegar það er innblásið og það er ekki hrætt við að fara sínar eigin leið- ir. Það er bæði hagsýnt og hug- sjðnaríkt og á stundum í erfiðleik- um með að sætta þessar eigindir sinar. Stjórnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staöreynda. GRETTIR LJÓSKA SMÁFÓLK Það er alltaf góð tilfinning að gefa þessum jólasvein- um sem standa á hornunum, eitthvað. IT ALUJAV5 FEEL5 6009 TO 6IVE 50METMIN6 TO TH05E 5ANTA5 U)HO 5TANP ON THE CORNER BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það kostar sagnhafa blóð, svita og tár að leiðrétta mistökin í fyrsta slag. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ KD107 V G97 ♦ K3 ♦ ÁK52 Vestur Austur ♦ 9865 ♦ ÁG42 ¥ÁD2 li ♦ 4 ♦ D98 ♦ G652 ♦ G98 Suður ♦ 3 ♦ D643 ♦ K108653 ♦ Á1074 ♦ 107 Vestur Norður Austur Suður — _ _ 2 hjörtu Pass Pass 4 hjörtu Pass Pass 4 .Veikir tveir. Utspil: spaðanía. Traustur samningur, fljótt á litið, og sagnhafi bjóst ekki við miklu streði þegar hann lagði kóng blinds á spaðaníuna. En þegar austur drap á ás og spil- aði trompi um hæl, dökknaði útlitið heldur betur. Vestur spil- aði hjarta þrisvar og sagnhafi bölvaði sér í sand og ösku fyrir að dúkka ekki spaðaníuna. Nú var ekki lengur hægt að trompa tígul. Sér lesandinn einhveija leið á opnu borði til að fá 10 slagi eftir þessa byijun? Kastþröng var það heillin. Tígli er hent niður í spaðadrottn- ingu og TÍUNNI spilað næst, gosi og trompað. Miðað við hjartaleguna er heldur líklegra að vestur sé með 98x í spaða en fimmlit. Og ef spaðinn er 4-4 eykur það þvingunarmöguleik- ana að láta vestur valda spað- ann. Þegar spaðaáttan dettur ekki tekur sagnhafí AK í laufi og trompar lauf. Spilar síðan trompunum til enda: Norður ♦ 7 V- Vestur ♦ 8 ♦ K3 ♦ 5 Austur ♦ - V- il ¥- ♦ D98 Suður ♦ G95 ♦ - ♦ D ♦ - VK ♦ Á107 ♦ - Hjartakóngurinn' skapar 10. slaginn með tvöfaldri kastþröng. P.S. Skemmtilegra afbrigði kemur upp ef vestur valdar lauf- ið líka. Hann þarf þá að fara niður á tíguldrottninguna blanka, og þá er hægt að svína fyrir gosa austurs. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á Ólympíumótinu í Novi Sad í Júgóslaviu um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Alons Greenfelds (2.510), ísrael, og Yes Rongguangs (2.525), Kína, sem hafði svart og átti leik. 33. — Be2! 34. Dc3 (Hvítur má auðvitað ekki þiggja drottningar- fórnina. Eftir 34. Dxb6 - Bxf3 er hann mát.) 34. — Dxc5! og hvítur gafst upp. Velgengni Kínveija á ólympíu- mótum er með ólíkindum. I Dubai 1986 urðu þeir í sjöunda sæti, i Saloniki 1988 í því áttunda og í Novi Sad hrepptu þeir sjötta sæt- ið, sem mun vera bezti árangur Asíuþjóðar fyrr og síðár/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.