Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1999 29 þar sem hún hefur hæla. Verður Astrid líklega að teljast annar best- ur rithöfundur í heiminum á þess- ari öld, næst á eftir William Heine- sen, en hann vill ekki Nóbelsverð- launin og hefur þegar afþakkað þau í laumi. Þvílíka snilld, sem Astrid Lindgren hefur sýnt í persónusköp- un, held ég, að fáir leiki eftir og hræddur er ég um, að Ólafur sjálf- ur Kárason verði heldur ósexí við hliðina á Línu Langsokk (sérstak- lega eftir að þeir sýndu á honum tippið í Borgarleikhúsinu og héldu, að sýningin bjargaðist ekki annars). Nú hefur Astrid Lindgren tvennt á mót sér: Hún er sænsk og hætt er við, að Akademíunni finnist það ekki nógu spennandi. Þeir vilja held- ur draga að sér Spanjóla sunnan úr löndunm, marga góða, en gleyma að líta sér nær. Hitt er það, að Astrid hefur skrifað barnabækur, sem til þessa hafa verið haldnar annars flokks, aftan við allt það torf sem fullorðnum er sífellt ætlað að lesa og fer vaxandi. Á komandi árum mun barnabókum þó verða hampað æ meira og er tímabært að verðlauna drottningu þeirra hið fyrsta. Mér hefur dottið í hug, ásamt einum rithöfundi á Skaga og frú hans, að fara af stað með undir- skriftarlista; skora á sænsku akade- míuna að veita Astrid Lindgren verðlaunin sem fyrst, því að ekki er hún ódauðleg, býst ég við, frekar en aðrir, þótt vonandi eigi hún góða daga eftir. Þeim mörgu sem styðja þetta mál og ekki munu komast á listann okkar, ræð ég, að skrifa akademíunni bréfa sama efnis strax. Sænska sendiráðið á margt í pússi sínu og býr þ. á m. yfir póst- fangi akademíunnar. Eg bytjaði á Matthíasi Viðari og enda á sænska sendiráðinu og verð- ur því ekki annað sagt, en ég hafi haldið ansi góðu samhengi. Komi pistillinn ekki fram í blaðinu fyrr en árið 1991, þá læt ég þess getið, að ég rita þetta í byrjun desember 1990, ef það kann að skýra eitt- hvað af innihaldinu. Þakka gott hljóð. Höfundur er læknir í Dölum og Austur-Bardastrandarsýslu. Ný stjóm Norræna hússíns RÁÐHERRANEFND mennta- málaráðherra Norðurlanda hefur skipað í nokkrar stjórnir og ráð á sviði norrænnar menn- ingarsamvinnu, þar á meðal í stjórn Norræna hússins í Reykjavík. Fulltrúar íslands þar verða Eggert Briem, próf- essor, Gylfi Þ. Gíslason, próf- essor, og Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamáía- ráðherra. Stjórn Norræna hússins í Reykjavík er skipuð einum full- trúa frá hverju Norðurlandanna, skipuðum af viðkomandi ríkis- stjórn, nema þremur frá íslandi og er einn þeirra tilnefndur af Háskóla íslands, einn af Norræna félaginu á íslandi og einn af menntamálaráðuneytinu. Nú ganga úr stjórn Norræna hússins þeir Þórir Kr. Þórðars'on, prófessor og Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari. Guðlaugur var tilnefndur af menntamála- ráðuneytinu og var hann formað- ur stjórnarinnar. ATVINNUA UGL YSINGAR Vesturbær Morgunblaðið óskar eftir blaðbera í eftirtalin hverfi: Oddagötu og Aragötu. Ennfremur vantar blaðbera í Skerjafjörð, norðan flugvallar. Austurbær Austurgerði og Byggðarenda. Breiðholt Stekki. Kópavogur Kársnesbraut. Hressandi morguntrimm sem borgar sig. Upplýsingar eru gefnar í síma 691253. fltagpuiiljljifrifr Óskum eftir að ráða matreiðslunema, að- stoðarfólk í eldhús og starfsstúlkur í sal. Upplýsingar gefur Jóhannes Stefánsson á staðnum. Múlakaffi v/Hallarmúla. Vélfræðingur 29 ára, óskar eftir vinnu á sjó. Hefur góða reynslu sem yfirvélstjóri. Upplýsingar í síma 91-41503. Beitingamenn Útgerðarfélagið Barðinn hf., Sandgerði, óskar eftir beitingamönnum á Barðann GK, sem rær frá Sandgerði. Upplýsingar í síma 92-37864 eða 92-15102. Sendill óskast nú þegar á skrifstofu Morgunblaðsins. Vinnutími frá kl. 9.00 og 17.00. Upplýsingar veittar á staðnum. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast til framtíðarstarfa hjá ríkisstofnun í miðbænum. Starfið felst einkum í afgreiðslu og upplýs- ingagjöf. Leitað er eftir áreiðanlegum og liprum starfs- manni með framhaldsskólamenntun, sem reykir ekki. Æskilegur aldur er 20-40 ár. Umsóknir, er tilgreini menntun, fyrri störf og almennar persónuupplýsingar, þ.á m. kennitölu, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 4. janúar 1991 merktar: „Þ - 12582“. RABA/ If^l Y^llKlf^AP TILKYNNINGAR FUNDIR ~ MANNFAGNAÐUR FÉLAGSLÍF Vinningsnúmer íhappdrætti Styrktarfélags vangefinna 1. vinningur: Toyota Corolla 1600 GLi nr. 17341. 2. vinningur: Mitsubishi Lancer 1500 GLx nr. 39674 3. -12. vinningur: Bifreið að eigin vali, að upphæð kr. 620.000 nr. 7025, 11213, 17059, 17574, 37178, 47573, 70048, 72321, 80827, 98420. Þökkum veittan stuðning. Gleðilegt ár. Styrktarfélag vangefinna. ATVINNUHÚSNÆÐI Ártúnshöfði Til leigu 150 fm verslunar- og iðnaðarhús- næði á 1. hæð. Lofthæð 3.40 m. Stórar inn- keyrsludyr. Bjart húsnæði og stórir gluggar. Lóð malbikuð. Er laust. Leigist ekki undir bílaverkstæði. Upplýsingar í síma 671288. Skipstjórafélag Islands Aðalfundur félagsins verður haldinn laugar- daginn 5. janúar 1991 kl. 14.00 í Borgartúni 18. SJÁLFSTJEÐISFLOKKURINN F É L A G S S T A R F Hafnfirðingar - jólatrésskemmtun Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur jólatrésskemmtun fyrir börn í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu 30. desember kl. 15.00. Jólasvein- ar koma i heimsókn. Veitingar. Pabbar, mömmur, afar og ömmur, mætum öll með börnunum og eigum ánægjulegan eftirmiðdag í Sjálfstæðishúsinu. Allir velkomnir. Stjórnin. Stofnfundur sjálfstæðisfélags á Djúpavogi verður hald- inn á Hótel Framtíð sunnudaginn 30. des- ember kl. 15.00. Á fundinn mætir Egill Jónsson, alþingis- maður. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. Undirbúningsnefnd. Góðan daginn! KFUK KFUM KFUMog KFUK heldur jólahátíð fyrir alla fjöl- skylduna i dag, laugardaginn 29. desember, kl. 15.00 á Háaleitis- braut 58. Gengið verður í kring um jólatréð. Fjölbreytt dagskrá. Verð kr. 200,- Fólk á öllum aldri er velkomið. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá um áramót Sunnudagur 30. des.: Safnaðar- samkoma kl. 11.00. Ræðumað- ur: Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Vitnisburðir. Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18.00. Nýársdagur: Hátiðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Hafliði Kristinsson. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 S11798 19533 Sunnudagur 30. des. Blysför um Elliðaárdalinn Brottför kl. 16.30 frá Sprengisandi Stutt og skemmtileg fjölskyldu- ganga til að kveðja gott ferðaár. Það vantar rétt innan við 100 upp á að fjöldi þátttakenda í dagsferðum ársins nái 4000. Mætið því vel í gönguna svo því takmarki verði náð. Ekkert þátt- tökugjald, en blys seld á kr. 150. Mæting við veitingastað- j inn Sprengisand, Bústaðavegi 153, og genginn hringur um dalinn. Áætlaður göngutími 1,5 til 2 klst. Ath. breytta tímasetn- ingu frá því sem auglýst er i nýútkomnu fréttabréfi Ferðafé- lagsins. í fréttabréfinu eru kynnt- ar fyrstu ferðir ársins. Það hefur verið sent öllum félagsmönnum, en þeir, sem ekki eru félags- bundnir, geta fengið það pósts- ent. Fyrsta ferð nýja ársins er þrettándaganga á álfa- og huldu- fólksslóðum sunnudaginn 6. jan- úar. Ferðafélag íslands óskar félagsmönnum, þátttakendum í Ferðafélagsferðum og öðrum vetunnurum farsæls komandi árs og þakkar gott starf á árinu sem er að líða. Takið þátt f starfi Ferðafélags- ins á nýju ári. Velkomin í hópinn! Ferðafélag íslands. ESútivist 'Am\ 1 • *EY1UAVÍK • SUUAÍMSVARI UUk Miðbæjargleði Sunnud. 30. des. Lagt verður af stað frá Árbæjar- safni kl. 13.00 og gengið eftir Elliðaárdal, Fossvogsdal, um Öskjuhlíð og niður í Grófina. Frá Víkurgarði verður gengið með blys á lofti eins og venja hefur verið í síðustu göngu ársins. Á Grófartorgi verður efnt til mið- bæjargleði (um kl. 17.00) fyrir utan skrifstofu Útivistar. Þar verður meðal annars dansað í kringum jólatréð við dynjandi harmónikumúsik og boðið upp á léttar veitingar. Allir veHromnir. Ekkert þátttökugjald. (Boöið upp á rútuferð frá BSÍ-bensín að Árbæjarsafni kl. 12.30). Útivist óskar öllu útivistarfólki svo og öðrum veiunnurum sínum farsældar á komandi ári. Þökkum samfylgdina á árinu, sem er að líða. Sjáumst! Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.