Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 - Mun aldrei hvika frá kommúnisma - segir Gennadí Janajev, hinn nýi varaforseti Sovétríkjanna Gennadí Janajev Moskvu. Reuter. GENNADÍ Janajev, sem sovéska fulltrúaþingið kaus á fimmtudag til að gegna hinu nýja embætti varaforseta Sovétríkjanna, vann sig upp eftir metorðastiga kommúnistaflokksins í stjórn- artíð Leoníds Brezhnevs — á „stöðnunartímabilinu" eins og það er nú kallað í Moskvu. jev hafði árum saman gegnt leiðtogaembætti Komsomol, ung- liðahreyfingar flokksins, og verið í forystu- sveit hinnar op- inberu verka- lýðshreyfmgar áður en hann var í stjórnmálaráðið á 28. flokksþing- inu í sumar. Janajev reyndi að sannfæra sov- éska þingfulltrúa um að hann væri stjórnmálamaður „hins nýja tíma“. Það hreif ekki nema á hluta þing- manna. Míkhaíl Gorbatsjov forseti varð að stinga upp á honum öðru sinni fyrir síðari umferð atkvæða- Norskt skip sekkur við England Lundúnum. Reuter. NORSKT flutningaskip sökk undan suðurströnd Englands í gær. Skipstjóri skipsins lést og þrír skipverjar voru fluttir í sjúkrahús eftir að þeim var bjargað úr sjónum. Tveir skipverjanna komust í björgunarbát þegar skipið Jarita, sem er 644 tonh, sökk eftir að hafa fengið á sig brotsjó. Skipstjór- anum og eiginkonu fyrsta stýri- manns var bjargað um borð í þyrlu um fjórum klukkustundum síðar, að sögn starfsmanna landhelgis- gæslu á Englandi. Skipstjórinn lést skömmu síðar. Talsmaður sjúkrahúss í Thanet sagði að tveir þeirra sem bjargað var biðu eftir að fá að fara af sjúkrahúsinu og sá þriðji væri á batavegi eftir að hafa legið á gjör- gæsludeild. Taismenn skipadeildar Lloyds- tryggingafélagsins sögðu að um borð í Jaritu hefðu verið um 1.000 tonn af pappír og að skipið hefði sokkið um 20 mílur undan strönd Kent. greiðslunnar þar sem hann skorti 31 atkvæði til að hljóta kosningu í fyrri umferðinni. Mörgum þingmanna óaði við að velja enn einn foringjann úr röðum skriffinna og þess vegna sameinuð- ust róttækir umbótamenn og þing- menn hinna ýmsu lýðvelda í fyrri umferðinni og höfnuðu Janajev. „Ég styð umbótastefnuna,“ sagði Janajev í þinginu eftir seinni tiln- efninguna. „Eg hef barist fyrir henni, berst fyrir henni og mun beijast fyrir henni.“ Hann sagði að ef hann hlyti kosn- ingu mundi hann beita sér fyrir því „með löglegum og lýðræðislegum aðferðum að endurvekja virðingu landsmanna fyrir lögum og rétti og gegn þeirri stjórnmálaupplausn sem virðist vofa yfír landinu". „Ég er maður athafnanna og mig langar til að vinna langþjáðri þjóð minni gagn,“ sagði Janajev. „Mig vantar mann, sem ég get treyst, mér við hlið,“ sagði Gor- batsjov alvarlegur í bragði áður en síðari umferðin hófst. Janajev er þéttur á velli og vin- gjarnlegur í framkomu og þykir skemmtilegt að leika ísknattleik. Hann er fæddur í Rússlandi árið 1937, útskrifaðist úr landbúnaðar- skóla í Gorky 1959. Seinna nam hann lög og tók doktorsgráðu í sögu. „Ég mun aldrei hvika frá komm- únískri sannfæringu minni,“ sagði hann við þingheim, „þar verður mér ekki þokað um hársbreidd." Júgóslavía; Reuter Þyrla sveimar yfir prammanum sem marar í kafi fyrir utan höfnina í Hanko. Á innfelldu myndinni eru mennirnir tveir sem bjargað var, Jouko Kosonen t.v. og Olli Lommi. Óveður á Finnska flóa: A Atta manna saknað af pramma er hvolfdi fyrir utan Hanko Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. STORMUR á norðurhluta Eystrasalts við suðvesturströnd Finn- lands olli stórtjóni á miðvikudaginn. Vöruflutningapramma og togbát hvolfdi fyrir utan höfnina í Hanko og er átta manns af 10 manna áhöfn prammans saknað. Tveimur mönnum tókst að an úr prammanum, sem er 160 m bjarga úr loftrými í prammanum á fimmtudag þar sem þeir höfðu verið lokaðir inni í níu klukku- stundir. Kafarar heyrðu bank inn- á lengd, boruðu gat á hlið hans og hleyptu mönnunum út. Leit að hinum átta var haldið áfram til myrkurs í gær en þá varð að hætta henni vegna vonskuveðurs. Óljóst var hvort mennirnir væru enn inni í prammanum en auk þess að takmarka leitina við prammann var leitað úr lofti í nágrenni slysstaðarins. Halda átti leit áfram í dag og senda björgun- armenn inn í prammann ef veður leyfði. Yfírvöld vara við afíeiðingfum upplausnar og stjórnleysis Slóvenar samþykkja sjálfstæðisyfirlýsingn og hóta úrsögn úr ríkjasambandinu Belgrad. Reuter. STJORNVÖLD í Júgóslavíu lýstu yfir því á miðvikudag að allsheij- ar uppiausnarástand blasti við í landinu ef ekki tækist að setja niður deilur milli einstakra lýð- velda, sem mjög greinir á um framtíð júgóslavneska ríkjasam- bandsins. Á sunnudag veittu íbú- ar Slóveníu yfirvöldum í lýðveld- inu umboð tii að lýsa yfir sjálf- stæði landsins verði ekki gengið að kröfum þeirra um róttækar breytingar á júgóslavneska sam- bandssáttmálanum. Alríkis- stjórnvöld í Belgrad höfðu áður lýst yfir því að þjóðaratkvæða- greiðsla um sjálfstæðisyfirlýs- inguna bryti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og hótað refsiaðgerðum færi hún fram. í yfirlýsingu sem sambands- stjórnin í Belgrad birti á miðviku- dag sagði að íbúar Júgóslavíu yrðu Stjórnlaus sovésk geim- stöð hrapar í átt til jarðar Moskvu. Reuter. STJÓRNLAUS sovésk geimstöð lækkar nú ört flugið á braut um jörðu og má búast við að hún hrapi inn í andrúmsloft jarðar eftir nokkrar vikur. Ætti hún þá að brenna meira og minna upp og skapa jarðarbúum litla hættu, að sögn fulltrúa í sovésku geimferðastofnun- inni Glavkosmos. Sérfræðingar Glavkosmos reikna með því að stöðin, Saljút sjöundi, komi inn í andrúmsioftið í lok jan- úar eða byrjun febrúar. Utilokað væri þó að segja með nokkurri vissu hvar hún kæmi inn og hvar leifar hennar kynnu að hrapa niður. „Við fylgjumst mjög náið með stöðinni en það verður ekki hægt að segja fyrir um hrap hennar til jarðar fyrr en um tveimur til þrem- ur dögum áður en hún kemur inn í andrúmsloftið," sagði fulltrúinn. Hann sagði hverfandi líkur á því að stórir hlutar geimfarsins næðu alla leið til jarðar. Saljút-7 er forveri MÍR-geim- stöðvar Sovétmanna. Var geimfar- inu skotið á loft árið 1982 og upp- haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að það yrði í notkun til ársins 1998. Misstu Sovétmenn stjórn á því 1986 og er MIR-stöðin leysti það af hólmi tókst þeim að mjaka Saljút-7 á mun fjær jörðu en áður. Þar var stöðinni ætlað að vera til langframa en að sögn fulltrúa Glavkosmos hafa óvenju öflug sólgos á þessu ári vald- ið því að dregið hefur úr hraða geimfarsins á braut og það því lækkað í átt til jarðar. Nokkrum sinnum áður hafa so- vésk geimfÖr hrapað óvænt til jarð- ar en flest hafa brunnið upp að mestu er þau hafa komið inn í and- rúmsloftið. Árið 1978 hrapaði þó kjarnorkurafall Cosmos-954 farsins alla leið til jarðar og kom niður í nyrstu héruðum Kanada. Höfðu Kanadamenn mikinn kostnað af því við að ná honum og stemma stigu við meiriháttar umhverfisspjöllum. nú að sameinast um að skapa raun- hæfar forsendur fyrir viðræðum um framtíð landsins. Að öðrum kosti blasti við áframhaldandi stjórnleysi, upplausn og óvissa. Mikilvægt væri að komið yrði í veg fyrir frekari brot gegn löggjöf þeirri sem stjórn- völd hefðu sett á sviði efnahags- mála. Tilkynning þessi var birt eft- ir að Ante Markovic, forsætisráð- herra Júgóslavíu, hafði átt fund með leiðtogum lýðveldanna sex í Belgrad. Niðurstaða þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Slóveníu þykir hafa aukið líkurnar á því að Júgóslavía leysist upp í frumeindir sínar. Um 90 prósent þeirra sem þátt tóku kváðust hlynnt yfírlýsingu um sjálf- stæði landsins. Stjórnin í Belgrad hafði sagt að þjóðaratkvæðagreiðsl- an jafngilti úrsögn úrjúgóslavneska ríkjasambandinu og lýst hana ólög- lega en leiðtogar Slóvena lögðu hins vegar áherslu á að með þessu væru landsmenn ekki að segja skilið við önnur lýðveldi Júgóslavíu. Sjálf- stæðisyfirlýsingin myndi á hinn bóginn öðlast gildi neituðu yfirvöld að verða við kröfum Slóvena í við- ' ræðum um framtíð ríkjasambands- ins. Slóvenar vilja að ríkjasáttmál- inn verði numinn úr gildi og að myndað verði lauslegt bandalag sex fullvalda lýðvelda. Hafa þeir sagt að Slóvenar muni segja sig úr lögum við Júgóslavíu verði ekki fundin lausn á deilum lýðveldanna á næstu sex mánuðum. Milan Kucan, forseti Slóveníu, sagði er niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar lá fyrir að með henni hefði yfirvöldum verið veitt umboð til að ganga til viðræðna við önnur lýðveldi Júgóslavíu og ríki Evrópu á jafnréttisgrundvelli og að með þessu móti yrði þátttaka Sló- vena í lýðræðisþróuninni í Evrópu tryggð. Forsætisráðherra lýðveldis- ins, Lojze Peterle, sagði að vald alríkisstjórnarinnar yrði í áföngum fært í hendur yfirvalda í lýðveldinu og ætti þetta einkum við um efna- hagsmál. Slóvenar hafa boðað að þeir muni taka upp eigin gjaldmiðil senmma á næsta ári og jafnframt gefa út eigin vegabréf. Yfirvöld í lýðveldinu Króatíu, næstfjölmennasta ríkinu, hafa einn- ig stigið fyrstu skrefin í átt til sjálf- stæðis og samþykkt nýja stjórnar- skrá þar sem tryggður er rétturinn til að segja landsmenn úr lögum við önnur lýðveldi Júgóslavíu. í Króatíu búa um 600.000 Serbar og hafa leiðtogar þeirra þegar lýst yfir því að þeir muni hafa samþykkt þessa að engu. í bænum Knin í Króatíu hafa leiðtogar Serba geng- ið enn lengra og samþykkt ályktun sem tryggir þeim rétt til að lýsa yfir fullveldi gangi Króatar úr júgó- slavneska ríkjasambandinu. Serbía er stærst og langfjöl- mennust lýðvelda Júgóslavíu og þar vilja yfírvöld að miðstýringunni frá Belgrad verði viðhaldið en kommún- istar, sem nú segjast vera sósíalist- ar, eru enn allsráðandi á þingi Serba og unnu raunar stórsigur í seinni umferð þingkosninga sem fram fór á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.