Morgunblaðið - 03.01.1991, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
JÓLAÓRATORÍAN
________Tónlist___________
Jón Ásgeirsson
Kór Langholtskirkju, kamm-
ersveit, einsöngvararnir Olöf
Kolbrún Harðardóttir, Sólveig
M. Björling, Michael Goldthorpe
og Bergþór Pálsson fluttu þrjá
þætti úr Jólaóratoríunni eftir J.S.
Bach sl. laugardag i Langholts-
kirkju, undir stjórn Jóns Stefáns-
sonar.
Það er að bera í bakkafullan
lækinn að ræða um gerð þessa
meistaraverks, þó hver kafli sé
ærin freisting til umfjöllunar um
formgerð, raddfærslutækni að
ekki sé talað um innviðu þess
skáldskapar meistarans, sem enn
heillar tónelska menn svo að
þeir fjölmenna á slíka tónleika
sem þessa, þrátt fyrir ofgnótt
menningarefnis í fjölmiðlum nút-
ímans. Líklega er það bæði góð
tónlist og góður flutningur sem
hlustendur sækjast eftir og sú
spenna sem fylgir því að sjá og
heyra verkið verða til, í stað
þess að hlusta á það í gegnum
fjölmiðlamaskínur, sem magna
allt upp og brengla.
Kór Langholtskirkju söng
mjög vel upphafskórinn (Jauc-
hzet, frohlocketj óg kóralana í
1. þættinum. Michael Goldthorpe
söng Tónles guðspjallamannsins
(nr. 2 og 6) mjög vel. Tónles og
altarían fræga, Bereite dich, var
mjög vel sungin af Sólveigu
Björling. Sjöunda atriðið er sálm-
ur, sem Bach leikur skemmtilega
með og er efni hans þrískipt.
Fyrst er forspil hljómsveitarinn-
ar, þá sálmur sem er fluttur í
hlutum af sópranröddum kórs-
ins, ein tónhending í einu og á
milli er skotið tónlesi sungið af
einsöngvara og forspilinu, sem
síðar er fléttast fagurlega við
sálminn. Tónlesið söng Bergþór
Pálsson svo og eftirfylgjandi aríu
(Grosser Herr) sem hann flutti
mjög vel og með sérlega skýrum
framburði. Fyrsta kafla lauk með
sálmi, sem sunginn er á íslensku
undir lagboðanum „Ofan af
himnum hér kom ég“.
Annar kaflinn hefst á „sin-
fóníu“, hjarðljóðinu fræga og
lýkur þessum kafla á því að stef
úr hjarðljóðinu er ofið saman við
breytta gerð á niðurlagssálmi 1..
þáttar. Hjarðljóðið var einum of
hratt leikið og án hrynrænnar
slökunar við hendingaskil. Gold-
thopre söng aríuna „Frohe Hirt-
en“ af glæsibrag en þessi aría
er mjög erfið og ekki leikfang
nema fyrir allra bestu óratoríu-
söngvara. Sólveig Björling söng
„vögguvísuna11,, Schlafe, mein li-
ebster, mjög fallega. Ehre sei
Gott, var annað stórnúmer kórs-
ins.
Þriðji þáttur hefst á glæsileg-
um kór, sem 'er svo endurtekinn
sem niðurlag þáttarins.
Tvísöngsarían „Herr, dein Mit-
leid“ var ágætlega sungin af
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og
Bergþóri Pálssyni. Þriðja alt ar-
ían „Schlisse, mein Herze“ var
fallega flutt af Sólveigu Björling
og konsertmeistaranum Júlíönu
Elínu Kjartansdóttur. Til viðbót-
ar tilgreinda þijá fyrstu þætti
verksins var „bergmálsarían"
flutt af Ólöfu Kolbrúnu Harðar-
dóttur og var söngur hennar
glæsilega útfærður á móti falleg-
um óbóeinleiknum hjá Kristjáni
Þ. Stephensen. Goldthorpe söng
aríuna „Ich will nur dir zu Ehren
leben“ og fór þar á kostum,
bæði hvað snertir tækni og mús-
ikalska mótun á þessu erfiða
tónefni meistarans. Þessum
glæsilegu tónleikum lauk svo
með upphafskór íjórða þáttar
(Ehre sei dir) og var söngur kórs-
ins stórglæsilegur.
Hljómsveitin var mjög góð.
Trompettarnir léku frábærlega
vel og sérstaklega Ásgeir H.
Steingrímsson, sem lék á
„Bach“-trompett. Þetta tón-
bjarta hljóðfæri gegnir alveg
sérstöku hlutverki í kórköflun-
um. Óbóið (þijár gerðir) eru mik-
ið notuð en sérstaklega þó í
„hjarðljóðinu" og nokkrum
aríum og var samleikur Kristj-
áns, Daða Kolbeinssonar, Peter
Thomkins og Hólmfríðar Þór-
oddsdóttur mjög góður og hljóm-
fagur. Flautuleikararnir voru
Bernhard S. Wilkinson og Ás-
hildur Haraldsdóttir. Bernhard
átti frábæran einleik í tenor-
aríunni „Frohe Hirten“. Nora
Kornblueh og Gustaf Jóhannes-
son sáu um „Continue“-undir-
leikinn og fórst vel úr hendi.
Jón Stefánsson orgelleikari er
vaxandi stjórnandi og voru þess-
ir tónleikar einkar jafnir að gæð-
um, hljómsveitin mjög vel sam-
stillt og lék á köflum glæsilega,
kórinn frábær og einsöngvararn-
ir einnig og óhætt að segja, að
Langholtskirkja hafi gefið hjörð
sinni fallega jólagjöf með þessum
frábæni tónleikum.
MÝRARENGL-
ARNIR FALLA
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Sigfús Bjartmarsson: Mýrar-
englarnir falla. (168 bls.) MM
1990.
Á titilsíðu, fyrir neðan heiti bók-
arinnar, stendur „Sögur“. Ekki
smásögur, lygisögur, þjóðsögur —
bara sögur. Deila má um hvort
sagnaþátturinn sé nógu gildur í
þessari bók til að réttlætanlegt sé
að telja textann fremur epískan
en lýrískan. Einhvers konar mæl-
ing á slíkum eiginleikum texta er
vísast hæpin. Þó er þess virði að
tæpa á því að grannur söguþráður-
inn í þessu verki hleypur yfirleitt
afar þokkalega út undan sér,
þannig að reglum eins og kynn-
ingu aðstæðna, flækju og lausn
er gefið býsna langt nef.
Sögumar gerast allar í sveit
fyrir norðan. Mælandinn í flestum
sögunum virðist vera strákurinn
Vigfús, ekki einhamur á köflum.
Athafnir hans er margs konar,
allt frá því að keyra dráttarvélina
til þess að murka lífið úr fuglum.
Jafnólíkir hlutir, sem að vísu mis-
heppnast oft, eru gerðir af yfírveg-
un og einhvers konar alúð,
óhuggulegri alúð.
Yfír sögunum er værðarleg du-
lúð sem er þó ekki langt frá því
að vera geðveikisleg. Það er eitt-
hvað svart í sálinni sem dafnar í
fásinninu, endurtekningunni og
ósáttfúsri náttúrunni.
Sjónarhom sagnanna er bundið
fyrstu persónu, alls staðar talar
þessi „ég“. Rökrétt væri að álykta
að sálfræðilegar pælingar væru
því í fyrirrúmi. Svo er þó ekki.
Milli „mín“ og lesandans er sér-
kennileg fjarlægð vegna þess að
við kynnumst honum fyrst og
fremst gegnum reynslu hans. Það
Sigfús Bjartmarsson
sem hann sér, heyrir og finnur
verður uppspretta þankans. Um-
hverfi og gerðir skilyrða hugsun
hans en ekki öfugt. Dæmi: „En
það er ekki gott að vera gamall.
Mér datt það fyrst í hug í vetur,
þegar ég var að lesa aftur fyrir
kallinn um eilífðina og styttumar.
Og ég hef stundum hugsað um
það síðan /.../“ Annars staðar er
það náttúran sem leiðir mæaland-
ann til að rökræða við sjálfan sig:
„Ég er bara hér, nákvæmlega í
miðri kvínni milli Q'allanna og
snýst þetta við að snúa. Yfirleitt
hefur hafgolan betur en sólin, en
hvorugt sér við úlpunni minni.
Auðvitað hef ég ekki yfír neinu
að kvarta.“
En þó hann kvarti .ekki em
dimmir tónar ráðandi í frásögn-
inni. Mýrardrullan, vargurinn og
jafnvel landfastur hafís undir-
byggja auðnartilfinningu sagn-
anna. Á einum stað er imprað á
mannshöfðinu þunga sem á öðrum
stað hefur náð áfangastað sínum,
sjálfri jörðinni. Allt sígur til jarðar.
Eitt það allra laglegasta við
þessa bók er það vald sem höfund-
ur hefur á tungumálinu. Hann nær
að magna vissar kenndir með
markvissri mælsku. Einhæfni í
orðavali er víðs fjarri. T.a.m. er
umsögn eða frumlagi sleppt þegar
hæfa þykir, líklegast til að forðast
stagl, („Enginn á ferðinni /.../“,
„Fljótur líka að fínna aftur /.../“).
Stundum birtist frumleikinn í
því að ákveðnu nafnorði fylgir
nýstárlegt lýsingarorð, eða þá að
setningar eru tvinnaðar saman úr
orðum sem alla jafna standa ekki
saman. Um er að ræða sérkenni-
lega blöndu orða hlutlægrar og
huglægrar merkingar. Sögumanni
verður hugsað til kaláranna svo-
kölluðu á þann hátt að eiginlegur
kuldadoði læsir sig um sjálfa
minninguna og færir að lokum
sjálfum lesandanum hroll: „/.../
var dauflegt yfir þeim man ég,
þegar við röltum saman upp í
hlíðina að horfa út á hafísinn. //
Mér þótti ég hafa setið þarna und-
arlega lengi, og átti að vanda til
háðuleg orð, því ekki var nú
beinlínis lautahlýjan. En í minn-
ingunni er þó yfír þessari stundu
einhver kynlega bláglær svali sam-
heldninnar, og slaki í ætt við æðru-
lausa ró.“
Fáfengileikanum er stundum
lýst gegnum það sem ekki er, með
orðum sem lýsa skorti einhvers.
Forskeytið „ó-“ er þá mikilvægt.
Þetta sést á ýmsum lýsingar- og
atviksorðum, s.s. „ólánlega",
„ógæfulega", „ótrúlega“.
Svona í lokin verður þá að nefna
það sem kann að þykja aðfinnslu-
vert. Eitt vil ég nefna öðru frem-
ur. Fyrir kemur að mælskan, þótt
hún hljómi vel, fari fram úr hugs-
uninni. Dæmi: „Fyrir utan var
sjórinn eins og blátær drullupollur
og himinninn eftir því.“ Getur blát-
ært verið drullugt?
Þú svalar lestrarþörf dagsins
Vestfirðir
Annríki hjá Landhelgis-
gæslunni yfir hátíðamar
VARÐSKIPIÐ Ægir flutti tvo sjúklinga frá Þingeyri og Súganda-
firði til ísafjarðar aðfararnótt miðvikudagsins í miklu fárviðri sem
þá geysaði á þessum slóðum. Þetta var í annað sinn sem varðskip-
ið flutti sjúklinga frá Þingeyri á fáeinum dögum en aðfararnótt
sunnudagsins 30. desember voru tveir sjúklingar fluttir frá Þing-
eyri til Isafjarðar.
Norðaustanrok var á þessum
slóðum þegar sjúkraflutningarnir
fóru fram en ferðin gekk að ósk-
um. Þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, fór sl. laugardag til að
sækja sjúklingana á Þingeyri. Þar
bilaði þyrlan en komst aftur i lag
sl. sunnudag. Þyrlan fór síðan í
sjúkraflug á gamlaárskvöld vestur
í Reykjafjörð og flutti sjúkling
þaðan á Borgarspítalann í
Reykjavík.
911Cn 91 Q7H LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri
k I I vv"L I 0 / V KRISTINNSIGURJÓNSSON,HRL.löggiltubfasteignasali
í sölu er að koma meðal annarra eigna:
Ný einstaklingsíbúð
Suðuríb. á 4. hæð um 40 fm í Selási. Laus strax. Óvenju hagstæðir
greiðsluskilmálar.
Á frábæru verði í Fellahverfi
6 herb. séríb. í lyftuh. á tveimur hæðum. 4 rúmg. svefnherb., tvöf.
stofa, tvennar svalir. Sérinng. af gangsvölum. Sérþvottah. Bað- og
gestasnyrting. Góður bílsk. Mikið útsýni. Frábær greiðslukjör.
Skammt frá Háskólanum
Nýendurbyggð 2ja herb. íb. á jarðh./kj. í Skerjafirði 54 fm nt. Tvíb.
Allt sér (-inng., -hiti, -þvottah.). Laus strax. Stór eignarlóð.
Nýtt steinhús - eignaskipti æskileg
Einbhús í Garðabæ m/4ra-5 herb. íb. á hæð og rishæð ekki fullg.
Góður, fullg. bílsk. Ræktuð lóð. Hitapottur. Sólskáli. Húsnlán kr. 4,5
millj. Skipti æskil. á góðri 3ja herb. íb. Ýmsir staðir koma til greina.
Fyrir smið eða laghentan
m.a. 5 herb. séríb. ÍTúnunum. Tilboð óskast. Laus strax. Vinsæll staður.
Grafarvogur - Hraunbær - Breiðholt
Þurfum að útvega traustum kaupanda góða 3ja-4ra herb. íb.
Raðhús eða einbýlishús
óskast í borginni eða nágr. Æskil. stærð 150-200 fm. Miklar og góðar
greiðslur þar af 4,0-5,0 millj. v/undirritun kaupsamn. Losun í maí.
• • •
Góð sérhæð óskast i mið-
eða vesturborginni. Rétt _______________________
eign verður borguð út. FASTEIGNtSAUH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
AIMENNA