Morgunblaðið - 03.01.1991, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991
25
Bandaríkin:
Gestgjafar og barþjónar
ábyrgir fyrir ijóni er ölv-
aðir gestir þeirra valda
Florida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara
í FLESTUM ríkjum Banda-
ríkjanna gildir sú regla varð-
andi áfengisveitingar að það er
ekki gestanna einna að ákveða
hvenær þeir hafa drukkið
„nóg“ heldur verða gestgjaf-
arnir, hvort sem er í heimahús-
um eða þjónar á veitingastað,
að hafa vit fyrir gestum sínum
í þessum efnum.
Gestgjafar eða veitendur áfeng-
is verða að gera sér ljóst, að það
er hugsanlega hægt að gera þá
ábyrga ef gestir þeirra valda tjóni,
t.d. á heimleið úr veislunni.
í flestum ríkjum Bandaríkjanna
er það lögbrot að veita nokkrum
manni undir áhrifum áfengis
meira vín. Dómur sem féll í New
Jersey árið 1988 gerði gestgjafa
ábyrgan fyrir tjóni sem gestur
hans olli í umferðarslysi á leið
heim úr veislunni. í flestum ríkjum
Bandaríkjanna er þessi möguleiki
á bótaskyldu fyrir hendi en í örf-
áum ríkjum hafa dómstólar með
dómum sínum fírrt gestgjafa
ábyrgð á gjörðum gesta þeirra.
Stjórn Umferðaröryggisráðs
með akstri á bandarískum þjóð-
vegum gefur út þá þumalfingurs-
reglu að sama áfengismagn sé í
23 únsum, af bjór, 4 únsum af
léttvíni og blönduðum drykk sem
í er 1,5 únsa af vínanda með 50%
alkóhól miðað við rúmmál. Ráðið
segir að 0,05% alkóhólmagn í blóði
leiði til þess að flestir finni til
áfengisáhrifa; dómgreind slævist
og viðbrögð séu hægari. Kaffí
dregur ekkert úr áfengisáhrifum.
Líkaminn þarf 90 mínútur til að
„afgreiða" hvern drykk.
Morgunblaðsins.
Gífurlegt átak er nú í gangi
víðast hvar í Bandaríkjunum gegn
akstri undir áhrifum áfengis eða
annarra fíkniefna. Lögreglan í
Florida stöðvar oft alla bíla á fjöl-
förnum götum til að stemma stigu
við.áfengisneyslu ökumanna. Leið-
ir þetta oft til mikilla umferðart-
afa. Arangurinn lét ekki á sér
standa nú um áramótin. Um sl.
helgi fórust „aðeins“ 22 í umferð-
arslysum í Florida en samkvæmt
tölum frá fyrri árum var óttast
að umferðin gæti hugsanlega
krafist 42 mannslífa.
♦O
Hætt við náðun
herforingja
Gríska stjórnin ákvað á gamlársdag
að falla frá áformum sínum um að
náða fyrrverandi herforingja og
ofursta í gríska hernum. Ráðgerði
hún að náða 13 menn sem stjórn-
uðu valdaráni hersins 1967 en her-
foringjastjórn réð ríkjum í Grikk-
landi til ársins 1974. Var þessum
áformum stjórnar Konstantíns Mit-
sotakis harðlega mótmælt af hálfu
stuðningsmanna stjórnarinnar sem
og andstæðingum hennar og til
þess að náðunin sundraði ekki þjóð-
inni var frá áformunum fallið. A
myndinni eru þrír forsprakkar bylt-
ingarinnar (f.v.), George Papa-
dopoulos, Nikolaos Makarezos og
Stylianos Patakos.
Ómar
Eva Mjöll Ingólfsdóttir
Glæsilegur
nýársfagnaður
Yeraldar
á Hótel Islandi
4. janúar
Hemmi
■ LUNDÚNUM. Um 8.000 unga-
böm deyja á hveiju ári í Bretlandi
vegna tóbaksreykinga foreldra
þeirra. Þetta kemur fram í skýrslu
þrýstihóps gegn reykingum, „Sam-
taka um réttindi þeirra sem ekki
reykja,“ sem birt var í gær. Samtök-
in segja að af þessum 8.000 dauðs-
föllum séu meira en 7.500 fóstur-
lát. Rúmlega 450 börn déyja rétt
fýrir, í eða rétt eftir fæðingu.
■ ISLAMABAD. Um 280 afgan-
skra uppreisnarmanna er saknað
eftir að þeir lentu í snjóbyl nálægt
landamærum Afganistan og Pak-
istan á sunnudag. Shabbir Ahmad
aðstoðarfylkisstjóri S landmærafylk-
inu Chitral í Pakistan sagði að 318
Afganir sem hefðu verið í samfloti
frá Chitral til Badahkshan-héraðs
í Afganistan hefðu lent í snjóbyl á
leiðinni. Um 40 Afganir sneru aftur
til Chitral og tilkynntu um hvarf
félaga sinna. Stærstu skæruliða-
hreyfingarnar í Afganistan hafa
bækistöðvar sínar í Badahkshan-
héraði. Þar eru einnig búðir flótta-
manna úr stríðihu í Afganistan.
Mikil snjókoma og miklir kuldar
hafa verið í fjallahéruðunum á
landamærum landanna síðustu
daga og hafa a.m.k. 80 Afganir
frosið í hel, flestir þeirra í bílum
eða rútum sem hafði þurft að stöðva
vegna ófærðar.
Matseðill
kvöldsins
FordrykkurEl Cordobes.
Rjómalögub
sjávarréttaveisla Zarzuela
Teinagrillub lambapipar-
steik ab hcetti andalúsískra
abalsmanna.
Verð aðeins kr.
2.800
Aðgangseyrirog
kvöldverður
Borðapantanir og
miðasala
á Hótel Islandi
kl. 9.00-17.00 alla
dagaí síma 687111.
Húsið opnað öðrum
en matargestum
kl. 23.30
Kr. 1.000,-
Reuter
Pétur Jónasson
Veröld þakkar viðskiptavinum sínum og
velunnurum frábærar móttökur á
afstöðnu ferðaári og býður ferðaþyrstum
listunnendum á glæsilegan nýársfagnað
á Hótel íslandi þann. 4. janúar, fylltan
dansi, söng, gleði, gríni og glensi,
ásamt glæsilegri veislumáltíð
að suðrænum hætti.
ÚR DAGSKRÁ NYÁRSFAGNAÐAR
Húsið opnað kl. 19.00
Veislutríóið gefur rétta
hátíðarstemmningu.
Ómar Ragnars, Hemmi Gunn og Haukur
Heiðar rifja upp sumarstemmningu frá
síðasta sumri á Spáni.
Glæsilegt ferðahappdrætti.
MYNDASÝNING
- Ferðalög um víða Veröld.
FLAMINGO - Dansarar frá Madrid með
glæsilegan, spænskan dans.
GÍTARLEIKUR
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
-Pétur Jónasson.
HEILLANDI KLASSÍK
- Eva Mjöll Ingólfsdóttir.
Hljómsveitin Stjórnin
leikur fyrir dansi.
iiýtt símanúnaer
AUGLÝSINGADEIIDAR^
onn