Morgunblaðið - 03.01.1991, Side 30

Morgunblaðið - 03.01.1991, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991 Leikfélag Akureyrar: Samningur um 18 millj óna króna greiðslu frá ríki og bæ árlega UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli ríkissjóðs, Akur- eyrarbæjar og Leikfélags Akur- eyrar, en í kjölfar samningsins Arnaldur Arnarson leikur á g'ítar FYRSTU • tónleikar Tónlistarfé- lags Akureyrar á nýju ári verða haldnir laugardaginn 5. janúar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 17. Á tónleikunum leikur Arnaldur Arnarson gítarleikari, sem búsettur er á Spáni en er staddur hér í jóla- leyfi. Árnaldur er fæddur árið 1959, ^ en hann hóf gítarnám tíu ára gam- all. er tryggður áframhaldandi rekst- ur leikhúss á Akureyri. Sam- kvæmt samningnum mun ríkis- sjóður árlega greiða 18 milljónir króna til LA og Akureyrarbær sömu upphæð, en upphæðin mun hækka í samræmi við breytingar sem kunna að koma upp á launav- ísitölu á gildistíma samningsins. Samningurinn er gerður til þriggja ára og mun Leikfélag Akur- eyrar sviðsetja þijú til fímm leikverk árlega og tryggja hallalausan rekst- ur leikfélagsins á tímabilinu. I fjáraukalögum í iok ársins voru samþykktar 6 milljónir króna til Leikfélags Akureyrar, en það var gert til að koma rekstri félagins á réttan kjöl og til að koma í veg fyr- ir lokun vegna skulda. Með þessum samningi og fjáraukalögunum hefur tekist að tryggja að áfram verður rekið atvinnuleikhús á Akureyri. Útköllum slökkvi- liðs fjölgaði 1990 Á LIÐNU ári var Slökkvilið Akur- eyrar kallað út 76 sinnum vegna bruna, en það er þremur útköll- um meira en í fyrra þegar þau voru 73. Sjúkraútköll voru einnig fleiri á síðasta ári en á árinu þar á undan og bráðaútköll voru líka nokkru fleiri. Stærstu eldsvoðarnir á síðasta ári voru voru allir í íbúðarhúsum, í Smárahlíð 1 í janúar, í Lundargötu 10 í febrúar og í Hafnarstræti 86a í nóvember, en samtals voru 14 út- köll vegna elds í íbúðarhúsum á árinu 1990. Slökkviliðið var kallað út 6 sinnum vegna elds í ökutækjum og 4 sinnum vegna elds í rusli eða sinu. Eldur varð þrisvar sinnum laus í iðnaðarhúsnæði og einu sinni í skipi. Oftast voru upptök eldsins rakin til rafmagns eða rafmagnstækja, óvarlega var farið með eld í fjórum tilfellum og þrisvar var um íkveikju að ræða. Tjón var í 15 skipti lítið sem ekkert, í 13 skipti minna en ein milljón króna, en í þrjú skipti var tjónið meira en tvær milljónir. Sjúkraútköll voru á liðnu ári alls 1.145, þar af 165 utanbæjar, en á árinu 1989 voru útköllin alls 1.028 þar af 130 utanbæjar. Af þessum 1.145 sjúkraútköllum var 231 bráð- atilfelli á móti 175 árið á undan. Báðir sjúkrabílarnir voru úti samtímis 40 sinnum á síðasta ári. Morgunblaðið/Rúnar Þór Nýársbarnið á FSA Fyrsta barnið sem fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri á nýju ári var drengur sem vóg 17 merkur og var 55 senti- metra langur. Drengurinn er sonur Guðnýjar Höllu Gunnlaugs- dóttur og Guðmundar Ólafssonar en þau eru búsett á Árskóg- strönd. Móður og syni heilsaðist vel, en pilturinn kom í heiminn um kl. 7 í gærmorgun, 2. janúar. Miklar annir voru á fæðingar- deild FSA á liðnu ári og hafa fæðingar aldrei verið jafnmargar þar, en þær voru alls 461. Að jafnaði eru í kringum 400 fæðing- ar á deildinni, þannig að aukningin er umtalsverð. Magni á Grenivík 75 ára: FÉLAGAR í Iþróttafélaginu Magna á Grenivík minntust 75 ára afmælis félagins með tveggja daga veislu á dögunum. Fyrri daginn fór fram verðlaunaaf- hending þar sem afhentir voru alls 16 bikarar fyrir ýmis afrek Atvinna ■ Atvinna ■ Alv'ma Norðlendingar! Opnið augun! Okkur vantar sölufólk og kannskí ert það einmitt þú sem við leitum að Hefur þú: ★ Jákvæðni og drift? ★ Bíl og síma? ★ Aldur 20-45 ára? ★ Hreint sakavottorð? ★ Áhuga á góðum launum? ★ Metnað fyrir velgengni? ★ Góðan stuðning heiman frá? ★ Vilja til að vinna á kvöldin og um helgar? ★ Getu til að vera skipulagður í starfi? ★ Vilja og getu til að vinna í hópvinnu? Við bjóðum: ★ Frítt sölunámskeið. ★ Góða framtíðarmöguleika. Vekur þetta áhuga þinn? Hringdu þá í síma 96-11116 og fáðu viðtalstíma hjá Antoni Magnússyni kl. 9.00- 16.00 og föstudag kl. 9.00-16.00. sem unnin hafa verið á árinu. Einnig var þarna snædd ein stærsta afmælisterta sem borin hefur verið á borð í byggðarlag- inu. Seinni daginn var svo aðal- hátíðin, sem hófst með borðhaldi kl. 20.30. Ýmislegt var til skemmtunar og ræður fluttar. Veislustjóri var Jón Þorsteins- son, en formaður Magna, Björn Ingólfsson sagði í stórum drátt- um frá sögu félagsins. Björn rakti söguna frá stofnun þess og sagði frá þeim íþróttagrein- um sem stundaðar hafa verið innan íþróttafélagsins. Félagið var í fyrstu kallað „Fótboltafélagið" eða „Knattspyrnufélag Grýtubakka- „ hrepps“, en upphaf félagsins má rekja til þess er nokkrir ungir menn í Laufássókn keyptu fótboltá og komu saman í frístundum til að æfa sig í kanttsparki. Lengi vel snerist allt um fót- bolta, en.næst honum gekk skíða- íþróttin, voru fengnir kunnir skíða- garpar til að leiðbeina. Þó svo sund hafi aldrei verið stundað sem keppnisgrein hjá félaginu átti Magni um tíma innan sinna raða íslandsmeistara í sundi sem var Valgarður Egilsson. Ástundun frjálsra íþrótta hafa gengið í bylgj- um, þar til á síðasta ári er farið var að æfa markvisst. Þá má nefna að fyrir átta árum var byijað að æfa hér borðtennis með ágætum árangri, en félagið á fimm íslands- meistara og tíu manns úr félaginu hafa verið í unglingalandsliði. Olafsfjörður: Ný bókhalds- skrifstofa Ólafsfjörður. OPNUÐ hefur verið ný bókhalds- skrifstofa á Olafsfirði. Það eru þeir Þorsteinn Ásgeirsson, sem um árabil var framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Olafsfjarðar, og Guðmundur Þór Guðjónsson, sem var skrifstofustjóri hjá sama fyrir- tæki, sem eiga og reka bókhalds- skrifstofuna. Þeir veita alla almenna bókhalds- þjónustu og segja þeir félagar að byijunin lofi góðu og viðskipti séu fram úr björtustu vonum. í undir- búningi er að þeir Þorsteinn og Guðmundur yfirtaki útgáfu viku- blaðsins Múla og rekstur prentstofu Stuðlaprents á Ólafsfirði. SB Eyjafjarðarsveit: Atta umsókn- ir um stöðu sveitarstjóra ÁTTA umsóknir hafa borist um stöðu sveitastjóra í Eyjafjarðar- sveit, en umsóknarfrestur rann út á gamlársdag. Birgir Þórðarson á Öngulsstöðum sem sæti á í sveitarstjóm sagði að verið gæti að fleiri umsóknir væru á leið í pósti, en enn hefur ekki verið fjallað um umsóknirnar á fundi sveit- arstjórnar. Birgir taldi líklegt að boðað yrði til fundar eftir helgi þar sem fjallað yrði um málið. Mikilvægast að ge ra heil- brigt fólk úr börnunum - segir Björn Ingólfsson formaður félagsins í ræðu sinni kom Björn einnig inn á fjármálahliðina og sagði að boginn væri þegar of hátt spenntur í þeim efnum. Hann sagðist oft hafa spurt sig þeirrar spurningar hvort það svaraði kostnaði að halda úti þessari starfsemi. „Hvort það sé veijandi að eyða milljón krónum til þess að nokkrir krakkar geti leik- ið sér í borðtennis,“ eins og Björn komst að orði. „Svarið er já. Það er veijandi." Þarna væri verið að byggja upp fólk, þeim gefið tæki- færi á að glíma við holl viðfangs- efni og í þeim efnum mætti ekki til spara. „Ætli það sé ekki eftir allt saman mikilvægasta hlutverk Morgunblaðið/Haukur Ingólfsson Frjálsíþróttamaður Magna 1990, Vala Dröfn Björnsdóttir, keppti á 13 mótum á árinu og tók alls þátt í 26 greinum. í 1. sæti varð hún 19 sinnum, fjórum sinnum í 2. sæti, þrisvar í 3. sæti og einu sinni í því 4, en aldrei neðar. Með henni á myndinni er Rakel Gylfadóttir þjálfari hennar. okkar í lífinu að gera heilbrigt fólk úr börnunum okkar. Ef við yfirleitt höfum þá nokkurt annað hiutverk," sagði Björn. Iþróttamemi Ólafs- fjarðar valdir Ólafsfjöröiir. SIGURGEIR Svavarsson var valinn íþróttamaður Ólafsfjarðar í flokki fullorðinna á samkomu hjá íþróttafélaginu Leiftri á föstudag. Krislj- án Hauksson var kjörinn íþróttamaður Ólafsfjarðar í flokki 13-16 ára og Albert Arason I flokki 12 ára og yngri. Sigurgeir hefur keppt í göngu og þríþraut fyrir Leiftur og sýnt góðan árangur á síðasta ári, en hann vann auk þess Esjugönguna sem fram fór síðasta sumar. Bæði Kristján og Albert stunda skíða- íþróttina af kappi auk þess að leika knattspyrnu og tennis. Þá urðu þeir báðir sigurvegarar í þríþraut sem efnt var til í Ólafsfirði á síðasta ári. Iþróttamönnunum voru afhentir bikarar, bæði farandbikar og til eignar og einnig fengu þeir blóm- vendi. SB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.