Morgunblaðið - 03.01.1991, Page 39

Morgunblaðið - 03.01.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 1991 39 Steingrímur háskólanemi, Gunnur Sif myndlistarnemi, Sölveig Ýr menntaskólanemi og Embla. Yngri dóttir Sigríðar og Gunnars er Birna Eybjörg verslunarmaður, fædd 2. febrúar 1948,, gift Jóhann- esi Reykdal tæknistjóra og blaða- manni á DV; börn þeirra eru einnig fjögur: Helga Margrét stúdent, Sigríður María nemi, Jóhannes menntaskólanemi og Gunnar Þór — dóttir Sigríðar Maríu Reykdal er Iðunn Arna Björgvinsdóttir. Gunnar, maður Sigríðar, lést langt fyrir aldur fram 23. nóvember 1966 aðeins 48 ára'að aldri. A tímamótum eins og þessum er erfitt að ákveða hvað ,sótt skuli í sjóð minninganna og fest á blað í stuttri grein eins og þessari. Flest sem þar er geymt er svo persónu- legt að það á erindi til fárra ann- arra en hinna nánustu. Allar minn- ingar mínar um tengdamóður mína eru góðar. Hún var hreinskiptin, sanngjörn og góð manneskja, ætíð reiðubúin til þess að leysa hvern þann vanda sem við leituðum með til hennar. Hjálp hennar varð meiri en ég fékk nokkurn tíma endurgold- ið henni; hún var veitandinn en ég þiggjandinn í öllum okkar samskipt- um. Blessuð sé minning hennar; megi hún hvíla í friði. Sigurgeir Steingrímsson Það grunaði ekkert okkar, þegar amma Sigríður kom til okkar á Brekkustíginn síðla sumars og sagði okkur frá niðurstöðum rann- sóknanna sem hún hafði farið í gegnum á Landspítalanum, að hún myndi ekki vera með okkur um þessi jól. Hún amma var í okkar huga óijúfanlegur hluti jólanna. Fyrstu jólin okkar voru öll haldin hjá henni á Laugateignum og jóladagsboð- anna þar, þar sem við komum sam- an öll barnabörnin hennar, ásamt foreldrum og hundum, var ávallt beðið með óþreyju. Þó að amma Sigríður hafi oftast á seinni árum verið hjá okkur á aðfangadagskvöld var jóiadagurinn alltaf hennar dag- ur í okkar hugum. Það brást heldur aldrei að ef við vorum ekki mætt á slaginu fimm hringdi síminn og hún spurði hvort við værum ekk'i að fara að leggja af stað. En það var líka nokkurn veginn sama hversu tímanlega við mættum, alltaf stóð hún amma og beið óþreyjufull á útidyratröppunum þegar við rennd- um í hlaðið og var öllum undirbún- ingi þá venjulega lokið fyrir mörg- um klukkustundum — hlaðborðið tiibúið inni í borðstofu og ananas- frómasinn inni í ísskáp. Ekkert okkar er ennþá búið að átta sig á þeirri staðreynd að hún amma sé ekki hjá okkur lengur. Þetta gerðist allt svo hratt. Stund- um þegar dyrnar opnast á maður von á því að heyra röddina tilkynria að hún sé komin í heimsókn eins og hún átti til að gera reglulega. Þá var hellt upp á te og sest niður í eldhúsinu og spjallað stundum tímunum saman. Og það er líka undarlegt að geta ekki heldur kom- ið óboðað í heimsókn á Laugateig- inn og átt eina síðdegisstund með ömmu Sigríði. Þessara stunda minnurnst við nú með söknuði enda amma einhver besti vinur okkar barnannar Þegar við vorum yngri var það sjaldan vandamál ef mamma og pabbi þurftu að bregða sér út í boð eða leikhús því að þá kom amma oft til að passa okkur. Að maður tali nú ekki um hvað það var alltaf spennandi að gista hjá ömmu. Amma hafði alltaf gaman af sömu hlutunum og við og sérstakt dálæti hafði hún á bíóferðum. Áður fyrr voru það teiknimyndir í Gamla bíói sem við fórum að sjá með ömmu og þurfti þá sú minnsta að sitja á handtösku ömmu til að geta fylgst með myndinni. Þessum sið reyndum við að halda við þó að við yrðum eldri og ávallt var amma til í að fara í bió eða horfa á vídeó. Nú sér maður eftir því að hafa ekki farið með ömmu miklu miklu oftar á bíó enda skemmti hún sér sjaldan betur nema þá kannski þegar hún ferðað- ist um heiminn. Ámma hafði unun af ferðalögum og það var ekkert óvenjulegt að fá póstkort frá henni póstlagt í Miami eða París. Þótt hún amma hafi þrátt fyrir allt verið töluvert mörgum árum eldri en við krakkarnir urðum við sjaldan vör við neitt „kynslóðabil" á milli okkar. Það gætu flestir ungl- ingar verið stoltir af því að vera eins ungir í anda og amma var. Það hætti aldrei að koma okkur á óvart hversu mikill prakkari hún gat stundum verið. Hún tók líka af lífi og sál þátt í öllu sem barnabörnin gerðu og var ávallt innan handar. Hvort sem það var að senda okkur páskaegg á páskunum þegar við vorum búsett í Uppsölum eða þá að aðstoða Gunni og vinkonu henn- ar við að fá sumarvinnu úti í Þýska- landi að loknu stúdentsprófi. Þær verða ekki fleiri stundirnar sem við eigum með ömmu Sigríði en hún mun ávallt eiga sinn vísa stað í hjörtum okkar systkinanna. Guð blessi minningu hennar. Steingrímur, Gunnur Sif, Solveig Ýr, Embla. Fyrir um þremur áratugum hóf Sigríður Einarsdóttir, er í dag er kvödd, störf hjá Ferðaskrifstofu ríkisins og vann eftir það ávallt í tengslum við ferðamál. Fyrsti starfsvettvangurinn var Baðstofan, minjagripaverslun ferðaskrifstofunnar, þar sem hún auk afgreiðslustarfa hafði með höndum innkaup á minjagripum og umsjón með verzluninni á Keflavík- urflugvelli. Þegar þeim rekstri var hætt, tók Sigríður að sér almenn skrifstofustörf hjá ferðasknfstof- unni, en er Ferðamálaráð íslands tók til starfa varð Sigríður meðal fyrstu starfsmanna þess. Hjá Ferðamálaráði vann hún síðan allt fram á síðasta ár. Sigríður Einarsdót'tir naut ætíð fyllsta trausts yfirboðara sinna sak- ir mannkosta, ástundunar og sam- viskusemi í starfi. En við sem lengst störfuðum með Sigríði kveðjum fyrst og fremst góðan og einlægan vin, vin sem ávallt var reiðubúinn að deila með okkur sorgum jafnt sem gleði. Bjartsýni hennal’ og já- kvætt viðhorf til manna og málefna var óbilandi. Hjálpaði það henni, jafnt sem hún okkur, að takast á við margan vanda. Við sendum dætrum hennar, Helgu og Birnu, og íjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Samstarfsfólk Sérskólanem atliugið! Stjóro BÍSN vill minna á jólaballið, sem hald- ið verður laugardaginn 05.01.1991 kl. 15.00 í Hreyfilshúsinu, 3. hæð, Grensásvegi. Ókeypis aðgangur fyrir alla BÍSN félaga og börn þeirra. Jólasveinar mæta á staðinn og allir fá óvænt- an glaðning. ÁW-3/IA/ Með jóla- og nýárskveðju, ▲▼▲▼▲▼ BANDALAG ÍSŒNSKRA SÉRSKÖLAN EMA NÚTÍÐ - Faxafeni 14 -108 Reykjavík Símar 687480 og 687580 Okkardansar eru spennandi Það sem við kennum ívetur: ★ JAZZLEIKSKÓUNN Spennandi leikdansarfyriryngstu börn- in. ★ JAZZDANS- DISCOJAZZ - FREESTYLE Fyrir alla krakka við öll nýjustu lögin. ★ STEP Fyrir stelpurog stráka, unga jafnt sem gamla. Ægilega gaman. ★ SAMKVÆMISDANSAR Fyriralla, börn, unglinga, ungtfólkog fullorðna. Merkjapróf, BRONS - SILFUR - GULL. Þjálfun fyrir danskeppnir vetrarins. Hagnýta heimskerfið fyrir fullorðna. Smáhópar og starfsmannahópar. ★ BARNADANSAR Undirstaða fyrir allan samkvæmisdans. Hringdansarog sungið með. Gamlirog splunkunýirdansar. ★ NÝTT, NÝTT Suður-amerískir dansar eins og SALSA - MAMBÓ - SOCA - BOGGIE - ROCK. Tímarsem enginn, erfylgist með, má missa af ★ GÖMLU DANSARNIR Sér flokkar, Ræll, polki, vínikrus, skottish, masúrka, skoski dansinn o.fl. o.fl. ★ ROCK’N ROLL Sérflokkar. DANSINN ER ÓDÝRASTA TÓMSTUNDA- GAMANIÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Endurnýjun skírteina hefst í dag fyrir þá nemendur sem voru fyrir jól. Innritun nýrra nemenda stendur yfir og eru flokkar fyrir byrjendur og framhald (lengra komna) á öllum aldri, börn, unglinga og fullorðna. Innritun daglega frá kl. 13.00-19.00 í símum 68-74-80 og 68-75-80. Kennsla hefst þriðjudaginn 8. janúar 1991. Hittumst hress ogkát á nýju ári Þad geta allirlcert ad dansa - dansinn lengirlífiö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.