Morgunblaðið - 03.01.1991, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANUAR 1991
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn blandar farsællega
saman leik og starfi núna. í dag
nýtur hann yndis af að fást við
hugðarefni sin.
Naut
(20. apríl - 20. maí) Iffö
Ferðalög og rómantík fara vel
saman hjá nautinu í dag. Það
kann að lenda upp á kant við
ættingja sinn, en ætti að láta
rökhyggjuna ráða ferðinni
fremur en reiðina.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 4»
Persónutöfrar tvíburans eru
óvenjumiklir í dag, en þó er
ýmislegt sem getur farið í taug-
amar á honum. Hvernig væri
að hann ræddi af hreinskilni við
ástvini sína?
* Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn er ákaflega vel vinnu-
fær núna. Hann kann að upplifa
rómantík í dag, en honum
sinnast við einhvern í kvöld út
af peningamálum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið ætti að varast að láta
sömu gömlu lummuna einlægt
valda sundurlyndi miili sín og
ættingjanna. Því gengur vel í
viðskiptum í dag.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <T.J
Rómantíkin ætti að vera efst á
blaði hjá meyjunni núna. Ein-
hver þeirra sem hún á skipti við
er þverúðarfullur. Hún ræðir
einslega við einhvem í fjölskyld-
unni.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Vogin býður tii sín gestum og
kemst að samkomulagi við vin
sinn í dag. Hún ætti að fara
varlega með krítarkortið sitt
núna.
- Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember) ^jjj0
Sporðdrekinn er á sömu bylgju-
lengd og félagi hans. Hann ætti
að leyfa rómantíkinni að komast
að núna. Viljastyrkur hans er í
veikara lagi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember)
Þetta verður góður fjárafladag-
ur hjá bogmanninum: Hann
sækir menningarviðburð seinni
hluta dagsins, en ákveður einum
of fljótt að hætta við verkefni
sem hann hefur með höndum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er rómantískt og skemmti-
legt í kringum steingeitina
núna. Hún ætti ekki að láta einn
vina sinna koma sér úr jafn-
vægi.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vatnsberinn á indælan tíma
með ástvinum sínum núna.
Hann ætti að hafa taumhald á
skapsmunum sínum þegar hann
tekur þátt í hópstarfi i kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Fiskurinn tekur mikinn þátt í
félagslífi núna. Hann ætti að
láta skynsemina ráða ferðinni
þegar hann stendur í viðskipt-
um.
Stj'órnusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vt'sindalegra stadreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJÓSKA
FERDINAND
SMÁFÓLK
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Eftir opnun vesturs á einum
tígli er borin von að svíningam-
ar í tígli og spaða heppnist. En
þá er að leita annarra úrræða.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ 9643
V K985
♦ 63
+ ÁDG
Suður
♦ ÁD82
V ÁD107642
♦ ÁD
+ -
Vestur Norður Austur Suður
1 tígull Pass Pass Dobl
Pass 2 tíglar Pass 6 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: Hjartagosi.
Hvernig er best að spila?
Auðvitað kemur til greina að
reyna að fella spaðakónginn
annan í vestur. En hugsanlega
er hægt að fría spaðann á annan
hátt.
Sagnhafi tekur fyrsta slaginn
á hjartakóng blinds, hendir
spaða niður í laufás og aftur
spaða í laufdrottningu:
Vestur Norður ♦ 9643 ♦ K985 ♦ 63 ♦ ÁDG Austur
♦ KG5 ♦ 107
y g ¥3
♦ KG10872 ♦ 954
♦ K108 ♦ 9765432
Suður
♦ ÁD82
♦ ÁD107642
♦ ÁD
*-
Vestur tekur slaginn á lauf-
kóng og gerir ekki betra en spila
laufí. Spaðadrottningin fer þá
niður og síðan er hægt að nota
innkomumar á tromp til að fría
spaðaslag. Tígulsvíningin verður
þá óþörf.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á ólympíumótinu í Novi Sad
um daginn kom þessi staða upp
í skák finnska stórmeistarans
Yijö Rantanen (2.420) og
kínverska alþjóðameistarans
Wang Zili (2.520), sem hafði
svart og átti leik.
30. - Rg4+!, 31. Dxg4 (Hvítur
varð að sleppa valdi á hróknum á
d2, því 31. hxg4 - Dh4+, 32. Kgl
- Hel+ var vonlaust með öllu)
31. — Dxd2 Með skiptamun yfir
þvingaði svartur fram vinning í
nokkrum leikjum: 32. Rxd5 -
Dg5, 33. Df3 - Dd8, 34. f6 -
Dd6+, 35. Kgl - Hd8, 36. Re7+
- Kh7 og hvítur gafst upp.
Kínveijar tefldu við Finna í
næstsíðustu umferðinni og unnu
þá 3-1 og í síðustu umferð settu
þeir stórt strik í reikninginn í topp-
baráttunni, unnu Júgóslava
2'A-l'A og náðu þeim þar með
að vinningum, heimamönnum til
sárrar skapraunar.
V