Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 4
4 G MGRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 SÆDREKINN Upptökur piýða Geirþrúði, þegar uppgötvað- ist að leikstjórann vantaði. Þegar menn fóru að skima í kringum sig kom Dreyer í ljós við tjörn eina þar sem hann stóð hugsi og horfði í vatnsflötinn. Tíminn leið og ekkert gerðist, en enginn vildi verða til að trufla íhugun meistarans, þar til tökumaðurinn mannaði sig upp í að ganga til hans og benda honum á að allt væri til reiðu og nauðsyn- legt að hafa hraðann á til þess að ljúka atriðinu í tæka tíð. Þá benti Dreyer á ljósbrot í vatninu og sagð- ist vilja ná þessu inn í atriðið, það þyrfti að breyta skotinu. Engum datt í hug að gagnrýna þessa af- stöðu meistarans og næstu tveir tímar fóru í að stilla upp í nýja skotið. Þá byijaði að rigna. Meðan beðið var eftir uppstyttu gekk Baard ti Dreyers og spurði hvað hann hefði í hyggju að gera ef ekki næðist að taka upp atriðið fyrir myrkur. „Þá tökum við það bara næsta sumar,“ var svarið. Enn víðtækari rullupróf fóru fram í Lundúnum og síðan lagði ég leikaralistann fyrir Alan, sem samþykkti hann óbreyttan. Þetta gerðist allt milli ótalinna ferða til Wales, þar sem ég vann með leik- myndahönnuði og búningahönnuði og lagðist í enn frekari ferðalög í leit að þeim tökustöðum sem enn voru ófundnir. Þreyttir víkingar fá Graham MacGrath, sem fer með eitt aðalhlutvertkið, glímukappinn og leikarinn Pat Roach og danski piltur- inn Janek Lesniak. ástæðu til að þakka tónskáldinu fyrir fyrstu sinfóníu mína. írskt langskip Erfiðust var önnur vikan. Þá fengum við víkingaskipið frá Ir- landi, sem sigldi yfir írlandshaf til móts við okkur á vesturströnd Wales, við hafnarbæinn Fishguard. Þetta skip létu borgaryfirvöld í Dublin smíða til minningar um það að borgin var á sínum tíma aðsetur víkinga. Áhöfnin er einstakt safn áhugamanna um siglingar þar sem hver einstaklingurinn er öðrum for- vitnilegri, en að írskum sið var mik- ið um söng' og drykk á kvöldin, jafnvel dans. Eftir skrautlega viku með þessum írsku sægörpum er ég sannfærður um skyldleika okkar íslendinga við þessa létttrufluðu þjóð. Skipið er 70 fet á lengd, smíðað eftir Gökstad-skipinu í Noregi. Það lætur undravel í sjó, einkum þegar seglið er uppi. Því miður var góð- viðrið okkur tii vandræða og lá við að ekki tækist að ná tveimur illvið- risatriðum sem í myndinni eru. Kallaðir voru til brunaliðsmenn frá nærliggjandi borg til að búa til rign- ingu. Þeir voru settir á stóran hrað- bát með slöngur sínar og dælur, en kvikmyndaliðið var á öðrum báti með sín tæki og tól. í heila tvo daga hringsnerumst við í kringum víkingaskipið til að reyna að fá rign- inguna réttu megin við tökuvélina miðað við ljós og langskip - og satt best að segja hefur ekkert á ferli mínum reynt eins á þolinmæði mína og þær tilfæringar allar. Leik- ararnir ásamt sægörpunum írsku máttu þola endalausa vosbúð, þind- arlaust var ísköldum sjó dælt yfir þá úr stórum brunadælum frá morgni til kvölds. I öðru sjávarháskaatriðinu hafði ég ráðgert að einn skipveija hrykki fyrir borð. Ég hafði leitað eftir sjálf- boðaliða úr hópi statistanna, og ekki stóð á framboði til slíkra fremdarverka. Sá sem fyrir valinu varð fór síðan í blautbúning undir leikbúninginn, en eins og fyrr er frá sagt var alltof gott í sjóinn og því engin hætta á stórslysum, að því er ég taldi. En aðstoðarhljóð- maðurinn var ekki á sama máli og lýsti því yfir að ég væri að leika mér að dauðanum. Ekki vildi ég valda honum né öðrum óróa og breytti atriðinu, sagðist sjáifur sér lúr. mundu detta í sjóinn. Þessu mót- mælti fyrsti aðstoðarleikstjóri, en að breskri hefð er hann ábyrgur fyrir almennu öryggi á vinnustað, fremur en leikstjórinn. Hann vildi sjálfur taka að sér hlutverkið. Ég stakk upp á því að við færum báðir í sjóinn. Hann samþykkti það. í snatri vorum við drifnir í bún- inga og komum okkur síðan fyrir um borð í langskipinu. Brunaliðs- menn beindu að okkur dælum sínum og tökuvélar fóru í gang. Síðan fleygðum við okkur í sjóinn, hann miðskips, en ég af stefninu rétt við drekahausinn og sveif dágóða stund áður en ég hvarf í grænan sjó. Við svömluðum nokkra hríð í sjónum, öllum viðstöddum, nema kannski aðstoðarhljóðmanninum, til mikillar skemmtunar, en mest þó okkur sjálfum. Langþráður stormur Eitt atriði sýnir langskipið sigla upp árós að heimabyggð víking- anna. Ósinn fannst hjá Aberdovey, en þangað var nokkurra tíma sigl- ing fyrir langskipið. Fiskibátur fygldi þeim eftir, en allt gekk óhappalaust. Það gaf góðan byr, seglið var uppi alla leiðjna, en svo tók að hvessa um of þannig að við árósinn urðu írarnir að híma við akkeri í fjóra klukkutíma í rigningu og roki, áður en fært var upp ána. Þá varð manni hugsað til þess að heldur hafa ferðir víkingaskipa ver- ið hijúfar og þægindasnauðar. Þarna náðust loksins sannfærandi myndir af skipinu í sjávarháska, auk þess sem róðurinn upp árósinn tókst með ágætum. Við vorum náttúrulega stöðugt í talstöðvarsambandi við skipið með- an filmað var. Sem við vorum að taka bestu langskotin í hvítfyssandi stórsjó bárust þær fregnir frá skip- inu að eldur væri kominn upp í því, ennfremur að einn skipveija væri slasaður! Þess ber að geta að mótor er í langskipinu, þótt ekki sjáist, og hafði komið upp eldur við rafmagnsleiðslur. Örskömmu síðar sáum við reykinn stíga upp af skip- inu. Við vissum ekki betur en stór- háski væri á ferðum, meðal annars fyrir þá sök að talstöðvaraddir erfiðleikum háð, einkum í ljósi þess stutta tíma sem við höfðum til stefnu. Þá mundi ég eftir því að á skóladögum mínum hafði ég ætlað mér að kvikmynda bút úr Njálu, nánar tiltekið kaflann um Högna Gunnarsson. Þar sest Gunnar upp í haugnum og kveður: Mælti dögla deilir/dáðum rakkr o.s.frv. Ég hafði sjálfur búið til svolítinn lagstúf við þetta, sem merkti náttúrlega í raun að ég átti lag í fórum mínum við hvaða dróttkvæða vísu sem var. Ég valdi vísu úr Sneglu-Halla þætti: Grís þá greppr að ræsi/gruntrau- stuðum dauðan, fékk danska þýð- ingu og kenndi þeim tveimur skand- inövum sem með okkur voru að syngja lagið. Allir aðrir leikarar voru breskir og gátu því ekki farið með textann. Til þess að styrkja sönginn fór ég sjálfur í búning og tók undir. Tónskáldið sem síðar kom til sögu færði sér þetta stef mitt í nyt, svo að það kemur hvað eftir annað fram sem annað af tveimur meginstefjum myndarinnar. Þar hljómar það oftast í kraftmikilli útfærslu með tvö mögnuð frönsk horn í broddi fylkingar. Þegar ég heyrði það í fyrsta sinn sá ég Nú fór í hönd strangt vinnutíma- bil: við filmuðum sex daga vikunnar í fimm vikur, aldr- ei undir tíu tíma á dag og stundum meira. Þar með er starfi kvikmyndastjórans • ekki lokið: kvöldin þarf að nota í undirbúning fyrir næsta dag, svo og vinnu með klipparanum sem byijaði strax á fyrsta tökudegi að setja verkið saman. Kvöldfundina átti ég eink- um með tökumanni mínum, sem ævinlega var fullur áhuga og gæddur óþijótandi orku til að ræða málin fram á rauða nótt eins þótt farið yrði af stað í bítið morguninn eftir. Af þessu leiddi að fátt kom okkur á óvart þegar á staðinn kom - nema veðrið eða annað smálegt sem ekki verður leyst með slíku kvöld- spjalli. Við hófum tökur á því að setja aðalleikarana tvo upp á velska fjallahesta, og reyndi þar með á reiðfimi leikaranna. Strax í fyrstu viðtölum hafði ég tekið skýrt fram að ég gæti einungis notað vana hestamenn- í þessi hlutverk, og sögðust þeir báðir alvanir. í ljós kom að Daninn hafði farið með nokkrar ýkjur í þeim efnum - væntanlega til þess að fá hlutverkið. Ég fyrir- gaf honum þó fljótt, vegna þess að hann náði brátt reiðlaginu og var á endanum kominn í hóp bestu hestamanna sem ég hef urtnið með. Þegar Baard birtist fannst okkur hann helst til stutthærður, hárið hafði ekki náð að vaxa eins mikið og ég hafði gert mér vonir um. Ég lagði til að við krúnurökuðum hann, og hann sló til eftir að hafa hringt í konuna sína í Kaupmannahöfn og beðið hana leyfis. Bárður átti eftir að kunna vel við skallann. Ég vil ganga svo langt að segja að hár- leysið hafi orðið mikilvægur þátturí túlkun hans á oddvita víkinganna. Fornmannasöngur I handritinu stóð á einum stað að víkingarnir tækju lagið. Það fannst mér út af fyrir sig ágætt, svo ég spurði: Og hvað syngja þeir? Bara einhvern glaðan víkingasöng, var svarið. I fyrstu vildi ég kveðja til tón- skáld, því að víkingasöngvar eru ' ekki á hveiju strái. Það reyndist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.