Morgunblaðið - 06.01.1991, Side 9

Morgunblaðið - 06.01.1991, Side 9
MQRGIINBLAÐ)Ð. MANIMU^BWWAtLr J r.i.í .'i / „*■ iHlfl6,jANýAR,U)9,l UMHVERFISMÁL////‘i;<?r///^ vœri sýna náttúru landsins í glerhúsinu á Öskjuhlíb? Sagafrá Jótlandi Á ÞESSUM vettvangi norræna urahverfisársins var í grein eftir sama höfund fyrir hálfum mánuði fjallað um mengun sjávar og náttúruvernd. Einstaka leiðinlegar prentvillur voru í þeirri grein eins og ártalið á kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl sem skal rétt vera 1987 en ekki 1981. Eins hafði tölvuforskriftin breytt ‘/100 — einn hundraðasti — í óskiljanleg tákn eða skipanir. Þar var verið að bera saman áhrif geislavirkra úrgangsefna á Islandsmiðum og í Norðursjó. Lesendur hafa margir væntanlega áttað sig á þessum villum en eigi að síður er rétt að leiðrétta þær hér. Verður nú haldið áfram hugleiðingum um náttúruvernd. I Höfundur sat sl. sumar fund norrænna haffræðinga í Hirtshals á Jotlandi. Sjórinn þar í kring var til umræðu. Á fundinum lagði höfundur fram hugmynd um friðuð hafsvæði á Norðurlöndum og þá m.a. við Skagen á Jótlandi. Frið- lönd eru alþekkt bæði á landi og að sjó en lítið ber á þeim úti á sjó. Friðun svæða hef- ur almennt gildi eftir Svend-Aage Malmberg fyrir náttúruvernd og útivist, og einnig hefur hún vísindalegt gildi fyrir samanburð á snortinni og ósnortinni náttúru. Þessum hug- myndum hefur áður verið beint til þeirra sem standa að norrænu um- hverfisári á íslandi. Þetta er stórt mál sem þarfnast mikils og vandaðs undirbúnings. Undirtektir í Hirts- hals voru samkvæmt því mismun- andi og m.a. var bent á hugsaniega mótstöðu fiskimanna í Hirtshals. Nóg væri af boðum og bönnum fyrir. Tillagan varð þó til þess að danskur fiskifræðingur bauð höf- undi heim ásamt garðyrkjustjóra héraðsins og tveimur listamönnum, listmálara og myndhöggvara. Eig- inkona fiskifræðingsins er einnig listamaður. Allir eru þessir vísu menn af eldri kynslóðinni. Náttúru- vernd og önnur hugleikin mál voru þar til umræðu. Listamennirnir búa reyndar í Kaupmannahöfn en eiga sumarbústað og land á Jótlandi. Þessu landi reyna þeir að halda ósnortnu eða rækta í takt við nátt- úru svæðisins. Garðyrkjustjórinn sagði einkar skemmtilega og áhugaverða sögu. Einu sinni voru jósku heiðarnar vaxnar eikarskóg- um. Á dögum Kristjáns konungs fjórða (1588-1648) voru skógamir höggnir í herskipasmíð. Síðan tóku við uppblástur og sandar eins og frægt er á íslandi m.a. úr bókunum um Sandhóla-Pétur. Heiðafélagið hóf svo störf og ræktaði landið m.a. með barrtrjám að góðu kunn sem jólatré á Islandi. Þessi ræktun hefur svo nú leitt til þess að eikin LÆKNISFRÆDI/ Hvab erab okkur? Holtaþoka nískunmr Á HAUSTDÖGUM þessa nýbyijaða árs verða liðnir fimm aldar- fjórðungar fráþví fyrsti spítali landsins lauk upp dyrum sínum og bauð sjúkum athvarf og aðhlynningu. Þá var einn læknir búsettur í Reykjavík og níu læknislærðir menn á landinu öllu. eftir Þórarin Guðnason Svo leið og beið. Sjúkrahúsum og læknum fjölgaði hægt á næstu áratugum, en um það bil sem fyrsta þriðjungi okkar aldar var lokið þótti ýmsum nóg um sívaxandi fram- leiðslu í lækna- deild. Þegar örfáir nýstúdent- ar komu í fyrstu kennslustund í líffærafræði haustið 1934 tók i prófessorinn á móti þeim með föðurlegri aðvörun: „Það er skemmtilegt að lesa læknisfræði og ekki nema von að ykkur btngi til þess, en þið megið ekki búasi við að fá nokkurn tíma nokkurn skapaðan hlut að geralem lælu,- ar, því að af þeira; ir mi þegar meira en nóg.“ Þá voru íslendihg- ar tæplega 115 þúsund, íbúar Reykjavíkur 33 þúsund og þar voru 62 læknar en 76 úti á iandi. — í glannaskap æskunnar létu stúdentamir þessi varnaðarorð eins og vind um eyru þjóta; þeir luku námi á skikkanlegum tíma og urðu ekki atvinnulausir einn einasta dag. I október 1940 komu nokkrir læknar heim með Esju frá Pets- amó og höfðu flestir dvalist á Norðurlöndum við framhaldsnám. Þá mun 81 læknir hafa búið í Reykjavík en álíka margir utan hennar eins og sex árum áður. Þegar fregnir bárust um væntan- lega heimkomu þessara kollega þótti sumum Reykjavíkurlæknum óvænlega horfa og báru þeir sam- an ráð sín um hvernig bregðast mætti við „innrásinni". Ekki fara sögur af fundarályktun eða eftir- málum, en kvíði vegna fjölgunar1 lækna í bænum mun fljótlega hafa_ gufað upp í ljósi reynslunn- ar. Á næstu tveimur árum fjölg- aði þjóðinni um nærri hálft þriðja þúsund en læknum um einn eða upp í 82 í Reykjavík og á öllu landinu varð engin breyting, sam- tals 156. Engu að síður var ennþá grunnt á hræðslunni við ofljölgun og árið 1942 skrifaði þáverandi landlæknir af miklum alvöru- þunga: „I.a'knafjöidinn er nú orð- inn hér óþarflega og jafnvel , ískyggiiega mikili." ’F "' Enn iiöu stundir fram og nú fyrir nokkrum árum lét lækna- deild HáskÓians til skarav skríða og takmarkaði aðgang stúdenta að deildinni við 36 á ári en þá höfðu um árabil útskrífast það stórir liópar læknakandídata að til vandræða þótti horfa. Þessara takmarkana er nú heldur betur farið að gæta. Ógerlegt reynist að manna allar spítalastöður sem ætlaðar eru nýútskrifuðum lækn- um til hagsbóta fyrir báða aðila; unga fólkið fær nauðsynlega þjálfun undir handleiðslu þeirra sem eldri eru og reynslunni ríkari, og sérfræðingar deildanna geta varið hluta af dýrmætum tíma sínum til annars en hversdags- legustu spítalavinnu, svo sem frumgerð sjúkraskrár þegar sjúkl- ingur leggst inn, ákvörðun um fyrstu rannsóknir og er þá flest ótalið, því að margt er handarvik- ið á stóru heimili. Ungu læknarn- ir skipta líka með sér bundnum vöktum, en með því er átt við að þeir dvelji á spítalanum meðan þeir gegna vaktskyldu og svari þegar í stað kalli frá deildum þeg- ar læknisráða er óskað, en hafi síðan ef með þarf símasamband við sérfræðing sem er í kallfæri á svonefndri bakvakt heima hjá sér. Það ófremdarástand sem að undanförnu hefur verið að heltaka stærstu og þýðingarmestu sjúkra- húsin stafar meðal annars af tvennu: Skorti unglækna vegna ótímabærrar hræðslu þeirra sem málum ráða við offjöigun og í öðru lagi af því að augu ungra lækna hafa loksins opnast fyrir nauðsyn þess að spyrna gegn óhóflegum vinnutíma. Hann hefur lengi viðgengist í mörgum ríkjum heims og brýtur vitaskuld í bága við mannréttindi sem þessi sömu ríki virða í orði kveðnu. En bak við og fyrir ofan og allt um kring þetta spítalaöng- þyeifi okkar grúfir holtaþoka nískunnar. Þessi vellríka þjóð — er hún ekki ein af tíu ríkustu? — hún tímir ekki að ljúka upp dyrum auðra og tómra sjúkraherbergja sem hún á í fórum sínum og bjóða þar langþreyttum biðsjúklingum athvarf og aðhlynningu. Það kost- ar svo agalega mikið að hafa marga lækna og reka stóra spítala! Við höfum bara alls ekki efni á því! Katrín Thoroddsen, læknir og kvenskörungur, sem vissi lengra en nef flestra annarra náðu og ná enn, sagði einu sinni: „Sjúkrahús er stofnun sem ekki á og ekki má bera sig. Ef hún gerir það er eitthvað að.“ Það er ekki svo ýkja margt sem við get- um státað af við annarra þjóða bræður og systur nema auðvitað Njála og Laxness og svo heilbrigð- isþjónusta sem á_ að veita öllum landsins börnurh nauðsynlega sjúkrahjálp á nóttu sem degi árið um kring án þess að rýja þau inn að skyrtunni og við höfum meira að segja bundið þetta fastmælum með lagabókstaf. En þau lög bijótum við daglega. Hvað er eiginlega að okkur? Skyldi meinið vera það, að þeir sem stýra landi og lýð eru allir á besta aldri og við hestaheilsu? er aftur farin að skjóta rótum í sínu forna landi með tilstyrk og atorku vinda og fugla. Landkostir þarna eru sem sagt hliðhollir eikinni frá náttúrunnar hendi. Nú er staðinn vörður um þessi börn landsins sem sneru heim. Jafnframt lagði garð- yrkjustjórinn áherslu á að nú væri kominn tími til að leggja rækt við eikina fremur en framandi tijágróð- ur. Ferðamenn m.a. sæktu í nátt- úrulegt umhverfi landsins en ekki í einhveija framandi eða tilbúna' náttúru sem er fengin að láni ann- ars staðar. Leifsstöð og Perlan Kom þá upp í huga íslendingsins hvernig staðið er að málum hér heima, oft í góðri trú og af því að menn vita ekki betur. Stöndum við vörð um börn landins? Nóg er að benda á tvö dæmi þótt fieiri séu, bæði úr náttúrunnar ríki og í t.d. byggingarlist. í glæsilegri Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli hefur verið komið fyrir suðrænum gróðri innanhúss og sama er í bígerð í Perlunni á Öskjuhlíð í Reykjavík. Perluna mætti einnig nefna t.d. Öskjubarm eða aðeins Barm, sem er í anda íslenskrar nafngiftar á fjöllum með ákveðnu lagi og þarf það ekki skýr- ingar við. Gárungar brygðu sér þannig á BAR-M-INN en það er önnur saga sem er e.t.v. ekki til fyrirmyndar. Einnig hefði mátt óska sér einhvers konar jarðsögu- safns í glerhúsinu á hitaveitu- geymunum fremur en veitingasal með suðrænum lundum. Það stæði Hitaveitu Reykjavíkur væntanlega nær að bera vitni um einstaka þekk- ingu til fróðleiks og þroska um sögu veraldar og lands, jarðhitans og heitá vatnsins. Svo vitnað sé í Sig- urð Þórarinsson, jarðfræðing, hefði þannig mátt læra að lesa í landið og lifa í sátt við landið. Hvernig væri úr því sem komið er að reyna að bera niður í náttúru landsins — jarðsöguna og flóruna — í glerhús- inu á Öskjuhlíð? Ferðamenn kunna að meta slíkt og við sjálf mörg vonandi einnig. Þetta má vera nokk- ur vandi en eigi að síður er þessu sjónarmiði komið á framfæri til umhugsunar. Ráðhús í Reykjavík Að lokum enn eitt sem e.t.v. sam- rýmist ekki því sem á undan er sagt um náttúruvernd. Ráðhúsið-í Reykjavík er byggt út í Tjörnina. Væri e.t.v. athugandi að auka við uppfyilinguna í Tjörninni til suðurs og austurs og gera þar hellu-, blóma-, fugla-, og vatnagarð, íslenskrar náttúru að sjálfsögðu, þar sem gott skjól fengist fyrir norðanáttinni undir suður- og aust- urhliðum Ráðhússins eins og nú er við Iðnó. Eins og komið er þyldi Tjörnin þetta vel ef vandað væri til verksins. Börn og fullorðnir kynnu að meta’það að koma þarna til að gefa fuglunum brauð. Byggingarn- ar í kringum Tjörnina, við Fríkirkju- veg, Vonarstræti og Tjarnargötu og þar með Ráðhúsið, setja mikinn svip á umhv§rfið og nytu sín vel frá nefndum vatnagarði við Ráð- húsið. Sá sem þetta skrifar er uppalinn á miðjum Lauf^sveginum í Reykjavík milli Öskjuhlíðar og Tjarnar, þar sem staðirnir tveir voru leikvangur barnanna. Því geta menn væntanlega fyrirgefið honum væntumþykjuna til þess svæðis þótt löngu sé fluttur þaðan. Vistvernd Náttúruvernd er hljómmikið orð og skilst vel en aftur á móti hefur umhverfisvernd vafist fyrir höf- undi. Umhverfi er einhvern veginn fátæklegt orð miðað við t.d. „miljö" á Norðurlandamálum og „environ- ment“ á ensku, umhverfi stendur einfaldlega fyrir „omgivelser“ og „surroundings" á þeim tungum. E.t.v. væri nær að kalla þetta „um- hverfi“ vist (sbr. vistfræði) og þá hugtakið sem er til umræðu vist- vernd. Orðið vist er þjált í samsetning- um t.d. vistfar sbr. náttúrufar og veðurfar eða vistlag sbr. landslag og sjólag. Umhverfisráðuneytið breyttist þá í t.d. Vistfarsráðuneyt- ið og norrænt umhverfisár yrði að norrænu vistverndarári, eða jafnvel enn betra, norrænu átaki í vistvernd 1990-1991. „Stöndum vörð um vist og börn landsins og þá minnug þess að „föð- urland vort hálft er hafið“. ERUMFLUn GEORG ÁMUNDASON & CO, BÍLDSHÖFÐA 18, SÍMI: 687820-1, FAX: 681180 GLAMOX LJÓS, KATHREIN LOFTNETSEFNI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.