Morgunblaðið - 06.01.1991, Page 10

Morgunblaðið - 06.01.1991, Page 10
10 c MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANUAR 1991 KRINGLAN 4 -103 REYKJAVlK ■ SlMI 680920 ÚTSALAN hefst mánudag 7. janúar kl. 10.00 40-60% afsláttur 00 HAFNARFJORDUR 0G NÁ6RÍNNI Námskeið um hrífandi spádóma Biblí- unnar hefst sunnudaginn 13. janúar kl. 20.00 íÁlfafelli, íþróttahúsinu við Strand- götu. Sérstök áhersla er lögð á opinber- unarbókina. Þátttaka ókeypis. Fjölbreytt námsgögn ókeypis. Leiðbeinandi verður dr. Steinþór Þórðarson. Ótrúlegir at- burðir gerast í heiminum í dag. Spádóm- ar Biblíunnar hafa mikið að segja um þá. Stórkostlegir atburðir eiga enn eftir að gerast. Nánari upplýsingar og innritun í símum 651357, 40324 og 46071. EM UNGLINGA: OTRULEGT OLAN KOST AÐIHANNES TITILINN Skák Margeir Pétursson EFTIR glæsilega byrjun á Evr- ópumeistaramóti unglinga 20 ára og yngri í Arnhem í Holiandi gat aðeins röð óhappa komið í veg fyrir að við Islendingar eignuð- umst okkar fyrsta Evrópumeist- ara í þessum aldursflokki. Hann- es Hlífar Stefánsson vann sex fyrstu skákir sínar á mótinu og hafði hvorki meira né minna en einn og hálCan vinning í forskot á næstu menn. Þegar þrjár um- ferðir voru eftir þurfti Hannes aðeins einn vinning til viðbótar til að tryggja sér titilinn. En þá sneru gæfudísirnar alfarið við honum bakinu. Fyrst tapaði hann fyrir Rússanum Kramnik á tíma í jafnteflisstöðu og í lokaumferð- inni var Hannes heillum horfinn og missti titilinn til norska al- þjóðameistarans Rune Djurhuus, sem stendur honum þó langt að baki, bæði hvað varðar skákstig, reynslu og frumlega hugsun. Það var greinilegt að óhappið gegn Rússanum hafði slæm áhrif á baráttuþrek Hannesar. Hann lét sér nægja -rólegt jafntefli við Rúmen- ann Moldovan í næstsíðustu umferð og það munaði reyndar litlu að það tryggði honum titilinn, því ef skák þeirra Djurhuus og Kramnik hefði endað jafntefli, gátu þeir aðeins náð honum að vinningum. En Norðmað- urinn var orðinn óstöðvandi, hann vann Rússann og síðan Hannes í síðustu umferðinni. DANS OG LÍKAMSRÆKT JAZZBALLETT FUNK KLASSÍK ERÓBIKK FYRIR ALLA 00 c D tn * tn cc 3 0c Ul Bl tc < cc 5 * UJ 00 < tn O □ tc < tn Z < o o o a cc < 'sC o O 55 HEYRÐU“ I DAG O m z ui > * Q ca Q X Birgitta, Inga, Dagný Björk, Ingibjörg, Adda, Ester SUNNUDAG 6. JANÚAR OPNAR NÝTT STÚDÍÓ f KÓPAVOGIÁ SMIÐJUVEGI1, 2. HÆÐ Velkomin(n) í heimsókn á milli kl. 13-17. Afhending skírteina er í dag fyrir Kópavog1 Garðabæ - Seltjarnarnes - Gullsport - Tónabæ Ath.: Nemendur fyrir áramót endurnýji skírteini í dag. • Kennsla hefst mánudag 7. janúar. Sími 64-25-35 p wanmsu Við kynnum: Hi{ Dansandi kveðja X jö ui -5 > Mjodd Stúdíóbíóm Dagný Björk danskennari \ ♦ * p 2 > 50 30 O 35 * 00 > 30 Z > o > z tn > 30 O O matinbteu. BAKARÍ g KONDITORI Zjj SAMKVÆMIS- OG GÖMLU DANSARNIR OPIN TÍMI MEÐ ÖLLUM DÖNSUM Djurhuus byrjaði mjög illa á mótinu, hafði aðeins hlotið tvo vinn- inga úr fyrstu fimm skákunum, en fékk þá Monrad meðvind og varð Evrópumeistari á.því að vinna sex síðustu skákirnar. Andstæðingar hans voru því mun lakari en þeir sem Hannes mætti, því hann vann fyrstu sex og fékk því ætíð þann mótheija sem var næstefstur hveiju sinni. Lokastaðan: 1. Djurhuus, Noregi 8 v. af 11 mögulegum. 2. Hannes Hlífar Stef- ánsson 7'A v. 3.-7. Comas, Spáni (úrskurðaður í þriðja sætið á stig- um), Kramnik, Sovétríkjunum, Somlai, Ungveijalandi, Reinder- mann, Hollandi og Delchev, Búlg- aríu 7 v. 8-12. Van Wely, Hollandi, Moldov- an, Rúmeníu, Mitkov, Júgóslavíu, Martens, Hollandi og Hall, Svíþjóð. 6'/-, v. '13-16. Miiller, V-Þýzkalandi, Zoler, ísrael, Mastrokoukos, Grikklandi og Tozer, Englandi 6 v. Þátttakendur voru alls 34 frá 32 löndum. Undir öðrum kringumstæðum hefði annað sætið auðvitað þótt frá- bær árangur og hann er sá bezti sem íslendingur hefur náð á mót- inu. Hannes Hlífar náði að sýna að hann er í fremstu röð í heiminum í sínum aldursflokki og þar sem hann er aðeins 18 ára getur hann verið með í bæði Evrópu- og heims- meistaramótum unglinga á nýhöfnu ári. Góður árangur hans þurfti ekki að koma neinum á óvart, hann var þriðji stigahæsti þátttakandinn og náði stórmeistaraáfanga á opnu móti í Gausdal í ágúst. Hann er hins vegar mjög mistækur eins og sýndi sig í lok Evrópumótsins. ‘ Byijun Hannesar gegn Rússan- um Kramnik var ekki vel heppnuð og Hannes varð mjög snemma að veikja peðastöðu sína. Rússinn tefldi hins vegar framhaldið linku- lega og hafði einungis uppskipti upp úr krafsinu. En Hannesi höfðu orð- ið á dýrkeypt mistök þegar hann skrifaði niður skákina, hann gleymdi að skrifa í reitinn fyrir 20. leikinn, en skrifaði í þann 21. í stað- inn. Eftir 39. leik hélt hann að leikn- ir hefðu verið 40 leikir og tíma- mörkum náð. Hann gaf sér því góðan tíma í þessari stöðu, eftir 40. leik Rússans, 40. Hcl-bl: Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Hvítt: Kramnik, Sovétríkjunum Hannes átti tvær mínútur til að ljúka 40. leiknum en var alveg grandalaus og lét sig því falla. Það var því eins og köld vatnsgusa þeg- ar skákstjórinn tilkynnti honum að hann hefði aðeins leikið 39 leikjum og hefði tapað á tíma. Staðan er einfalt jafntefli, þótt hvíta peðastaðan sé nokkru betri, því hvítur má aldrei leyfa sér að leika Hhl og bjóða uppskipti á hrók- um. Svartur gæti t.d. leikið 40. — Hh6 og 41. Hhl? gengur ekki vegna 41. - Hxhl 42. Kxhl - a5! 43. bxa5 — Kb8 og svartur vinnur peðs- endataflið. Sama er uppi á teningn- um eftir 41. a5 — Hh8 42. Hhl? — Hxhl 43. Kxhl - b6 44. Kg2 - bxa5 45. bxa5 — c5! Veganesti ungu keppinautanna tveggja í úrslitaskákina var býsna ólíkt. Eftir að hafa átt titilinn nokk- uð öruggan var nú skyndilega allt undir einni skák komið hjá Hann- esi, en Norðmaðurinn hafði hins vegar unnið fimm skákir í röð, var nýkominn upp í toppinn og átti allt að vinna en engu að tapa. Eins og Hannes sagði sjálfur eft- ir þessa skák þá er oft eins og auðveldara sé að þurfa að vinna, heldur en að tefla til jafnteflis. Skemmst er að minnast þess að undirritaður missti af efsta sæti á tveimur mótum í röð sl. vor með tapi í síðustu umferð þegar jafn- tefli hefði nægt í bæði skiptin. Fyrr í vetur dugði hins vegar ekkert annað en sigur í síðustu umferð á öðrum tveimur og hann hafðist í bæði skiptin. Það er a.m.k. greini- legt að það er ekki öllum jafnlagið að stýra knerri sínum í jafnteflis- höfn. Hvítt: Rune Djurhuus Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Drottningarpeðsbyijun I. Rf3 - Rf6 2. d4 - g6 3. Bf4 - Bg7 4. h3 - 0-0 5. e3 - c5 6. c3 - b6 7. Rbd2 - d6 8. Bh2 - Bb7 9. Be2 - Rbd7 10. 0-0 - Re4 II. Rxe4 — Bxe4 12. Rd2 — Bb7 13. Db3 - Dc7 14. a4 - a6 15. Hfdl - Hab8 16. Hacl - Rf6 17. Da3 - Hfc8 18. b4 - Ha8 Hvítur hefur fengið heldur rýmra tafl eftir rólega byrjun og Hannes er greinilega í vand- ræðum með að finna áætlun. Nú tekur Norðmaðurinn af skarið, líklega fullsnemma. 19. bxc5 — bxc5 20. a5 — Bd5 21. Rc4 - Rd7 22. Bg3 - Da7 23. Rd2 - Bc6 24. Hbl - Bf8?! 25. Da2 - d5? Það er stór galli við þessa áætlun svarts að hann getur ekki lengur andæft á b-línunni og hvftur fær óskoruð yfirráð yfir henni. Einfald- asta leiðin til að ná jöfnu tafli virð- ist vera 25. — cxd4 26. cxd4 — Hab8. 26. Hb2 - e6 27. Hdbl - Rf6 28. Hb6 - c4 29. Bdl - Dd7 30. Bh4?! Eftir slaka taflmennsku svarts var líklega nákvæmara að undirbúa tilfærsluna Rf3-e5 með 30. Bc2. 30. - Re8 31. Rf3 - f6 Talið var að þetta væri orsökin fyrir tapi svarts og hann hefði átt að leika 31. — Bb5. En gegn þeim leik tryggir hvítur sér töglin og haldirnar með 32. Re5 — Da7 33. Ba4 — Rc7 34. Rc6 — Bxa4. HRESSANDIMORGUNLEIKFIMIFYRIR KARLA í VALSHEIMILINU Styrkjandi og alhliða leikfimi er í boði fyrir morgunhressa karla í sex vikur frá 8/1-14/2 og 19/2 -28/3. Leikfimin fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 7.40-8.30. Innritun í síma 50575 eða í Valsheimilinu í síma 11134. Þáttttökugjald kr. 4.500,- pr. námskeið. Kennari verður Logi Olafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.