Morgunblaðið - 06.01.1991, Side 12

Morgunblaðið - 06.01.1991, Side 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 Björgvin Gíslason erí hópi þeirra tónlistarmanna sem tekið hafa þótt í hinni miklu vakningu sem orðió hefur í blústónlist hér ó landi að undanförnu. Hér segir hann fró spibmennsku í Ameríku og kynnum sínum af bandaríska blústónlistar- manninum Cbrence „Gatemouth" Brown. MIKIL gróska hefur verið í blústónlist- arlífinu í Reykjavík að undanförnu og hefur talsvert verið fjallað um fyrir- brigðið í ræðu og riti. Árni Þórarins- son gerði meðal annars ágæta sjón- varpsþætti um blámann yfir borginni og í þeim þætti fullyrti Bubbi Mort- hens að Björgvin Gíslæ son væri „þroskaðasti blústónlistarmaður landsins". Sjálfur lét Arni svo um mælt að líklega væri Björgvin sá íslendingur sem lengst hefði náð á erlendri grund í blústónlistinni og vitnaði þar meðal annars í samvinnu Björgvins og bandaríska blústónlistarmannsins Clarence „Gatemouth" Brown. Björgvin lék með hljómsveit Gatemo- uth á hljómleikaferð um Bandaríkin og „sá gamli“ bauð honum að vera með á hljóm- plötu, en Björg- af- þakkaði. Þessi plata hlaut síðar Grammy-verðlaunin eftirsóttu í Bandaríkjunum sem besta blús- platan það árið. Björgvin kveðst auðvitað naga sig dálítið í handar- bökin fyrir að hafa ekki Iát- ið slag standa, en atvikin höguðu því þannig að hann fór heim til íslands skömmu áður en Gatemouth fór í hljóðverið. í eft- irfarandi spjalli segir Björgvin undan og ofan af dvöl sinni í Bandaríkj- unum á árunum 1980 og 1981 og sam- vinnunni við þenn- an þeldökka bandaríska blús- Bandaríkjaferðin átti sér langan aðdraganda, allar götur aftur til þess tíma sem ég var í Náttúru. Þá gerðist það að rannsókn- arskip frá NASA kom hingað að landi og einhveijir af því skipi lentu á balli hjá okkur í Nátt- úru inni í Klúbb. Þar kynntist ég Jay Egloff og við urðum góðir vinir. Hann kom síðan hingað til lands öðru hvoru og við héldum kunnings- skapnum. Jay hreifst mjög af landinu og meðal annars þeirri músík sem við í Náttúru vorum að spila og þá strax kom til tals að hann kæmi okkur á framfæri í Bandaríkjunum. En það gerðist ekkert í þessum mál- um fyrr en 1977, þegar ég var byrj- aður að spila með hljómsveitinni Póker, en í millitíðinni hafði Pelican- ævintýrið runnið sitt skeið á enda. Jay kom hingað og heyrði í Póker og varð mjög hrifmn, enda var þetta dúndurband með góða lagasmiði. Hann var þá með ágæt sambönd við lögfræðinga og umboðsmenn í New Orleans, og var meðal annars með á sínum snærum James Gang, sem vm búllur og alls staðar virtist hann vera dálítið númer, þótt hann væri þá ekki nærri eins þekktur og síðar varð. Síðan fórum við Pétur heim og þá hófust samningaviðræður milli okkar lögfraéðings og þeirra sem enduðu með því að allt í einu var kominn undirritaður samningur af þeirra hálfu, sem virtist mjög hag- stæður fyrir okkur og mig minnir að það hafi verið talað um einhveijar milljónir ef vel tækist til hjá okkur. En þá gerðist það að við rákum Jóa G... — Hvers vegna? „Æ, það er svo margt í kringum þetta sem erfitt er að útskýra. En Jói G. fékk þá Jóa Helga til að hætta líka og þar með var þetta búið, því Jói Helga var aðaltrompið okkar sem lagasmiður. Ég var helvíti svekktur yfir þessum málalokum og ákvað að lokum að fara sjálfur út til New Orleans og sjá til hvað út úr því kæmi, en Jay hafði hvatt mig til að koma út og reyna fyrir mér upp á eigin spýtur. Hann hafði tekið á leigu stórt hús rétt fyrir utan New Orle- ans, í bæ sem heitir Bay Saint Louis í Mississippi, svo að við Didda drifum okkur bara út með strákana. Við komum út í júní og í fyrstu tók ég því rólega og var bara í hálf- gerðri afslöppun þarna var þekkt hljómsveit á þessum tíma. Það varð úr að við Pétur Kristj- áns fórum út til að kanna aðstæður og þar hittum við um- boðsmann og fram- leiðanda sem heitir Jim Bateman, en hann var einn þeirra sem höfðu sýnt Póker áhuga. Gatemouth var á samn- ingi hjá honum og strax þarna kynntist ég honum lí- tillega því karlinn fór með okkur um alla borgina um miðja nótt til að sýna okkur skemmtanalíf- ið. Hann dró okkur inn á alls konar Hljómsveitarstjórinn og Grammy-verðlaunahaf- inn Clarence „Gatemouth" Brown. í sólinni. Ég sat tímunum saman í ruggustól úti á veröndinni með kassagítar og reyndi að semja lög, en það kom lít- ið út úr því til að byija með, en svo fór það að koma. Það var allt gert fyrir mig þama, ég var með mjög gott píanó í húsinu og píanóstillari kom einu sinni í viku. Svq fór ég að spila með rokkbandi um haustið sem hét Trax og við ferð- uðumst á milli klúbba og herstöðva og spiluðum. Þetta minnti mig dá- lítið á þegar maður var að spila á Vellinum hérna áður fyrr. Það var ágætt upp úr þessu að hafa og við höfðum nóg að gera. Við æfðum og spiluðum meðal annars „Sprengi- sand“ og það vakti feikna athygli. Mig minnir að þeir hafí kall- að það „Barbarian rock“. — Var þetta góð hljómsveit að þínu mati? árt*ív,f Ílítnwl Aibnv»irin '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.