Morgunblaðið - 06.01.1991, Side 13

Morgunblaðið - 06.01.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 C 13 Björgvin við píanóið „heima“ í Bay Saint Louis. Rokksveitin Trax, skömmu áður en Björgvin gekk til liðs við hana. Myron Dove, herbergisfélagi Björgvins í túrnum með Gatemouth. Myndin var tekin þegar Myron kom hing- að heim til að leika á plötu Björgvins „Glettum". 0> > g *© 'O bc c o 55 a I :o 03 góður, en pabbi hans spil- aði með Elvis á sínum tíma. Ég hafði sent þeim spólu með músík eftir mig og þeir urðu mjög hrifnir og vildu taka eitt- hvað af þessu inn á efnis- skrána, en annars spil- uðu þeir bara venjulegt rokk. Þetta voru ágætir strákar, en brokkgengir eins og gengur. Einn þeirra er nú látinn, lík- lega af of stórum skammti af dópi. Það var að sumu leyti mér að kenna að þetta samstarf leystist upp. Ég vildi vinna meira með gítarleikaranum, en bas- saleikarinn vildi fá mig með sér út í eitthvað annað. Það var því komið upp flókið samstarfsmynstur sem endaði með því að hljómsveitin leyst- ist upp. Þá fór ég að spila með ekta kántrý-bandi, með kúrekahatt og öllu tilheyrandi ..." — Og ég sem hélt að þú hefðir alltaf haft mikla fyrirlitningu á dreif- býlistónlist. „Nei, ekki svo. Hún er kannski ekki uppáhalds tónlistin mín, en það má alveg þola hana í skömmtum. Og ég hafði bara svolítið gaman af þessu því við spiluðum á alvöru kú- rekastöðum, þar sem voru vélnaut og menn gátu skellt sér í „ródeó“ á milli laga. Það er líka dálítið öðru- visi að spila kántrýmúsík í Ameríku, þar sem hún er upprunnin. Það var mjög góður munnhörpuleikari í þess- ari hljómsveit, af ítölskum ættum, sem ég hafði kynnst lítillega áður. Við vorum mikið saman á þessum tíma. Bróðir hans spilaði á conga- trommur og þeir voru svo geggjaðir að það var unaðslegt að fylgjast með þeim. Þeir voru grænmetisætur og seldu grænmeti og svo gerðu þeir sig út sem skemmtikrafta í partíum. Þá fóru þeir með munnhörpuna og conga-trommumar, og ég fór stund- um líka með gítarinn. Þetta voru oft mjög skrautleg samkvæmi og þama skemmtu bræðumir með látbragði, söng og dansi og þeir töluðu alltaf saman á ítölsku, en kunnu þó ekki orð í málinu. Þetta hljómaði eins og ítalska, en var bara tómt mgl og fólkið öskraði af hlátri. Þeir vom skemmtilega klikkaðir þessir bræð- ur.“ Alltaf með hattínn „Hljómsveitarstjórinn í kántrý- bandinu var einnig sérstakur karakt- er og tók kúrekahlutverkið mjög al- varlega. Honum lá mjög hátt rómur og keyrði um á litlum pallbíl og allt- af með hattinn. Ég er viss um að hann hefur sofið með hann. Hann var lamaður á vinstri hendi og gat bara spilað bassann með einum putta með því að lyfta handleggnum með fætinum. Hann var hins vegar ágæt- ur með þeirri hægri en það var dál- ítið sérstakt að fylgjast með honum spila. Konan hans var á bassa og gat ekkert. Hún var nýbyrjuð að spila og var með bókstafahljóma skrifaða lóðrétt eftir nótnablaðinu, en ekki lárétt eins og venjan er. Trommarinn var gyðingur, örvfættur og sneri settinu öllu öfugt. Svo var söngkona, sem var eins og fjall í laginu, með rosalega mikið hár og síðan var ítalinn á munnhörpuna og ég. Þú getur rétt ímyndað þér hvem- ig þessi samsetning hefur litið út á sviði. En við höfðum nóg að gera og spiluðum mikið í svona útipart- íum, brúðkaupsveislum og þess hátt- ar. Éinu sinni spilaði ég með þeim á bílasölu, uppi á vörubílspalli á laugar- dagseftirmiðdegi, en þá átti að nota okkur til að trekkja að viðskiptavini. Þessi hljómsveit er enn við lýði að því er ég best veit. Svo fór ég að spila í dúett með David nokkrum Craig, en hann hafði meðal annars samið fyrir Gate- mouth. Þetta var eins konar trúbad- or-músík og hann söng og spilaði á gítar, en ég var á píanó og gitar. Eitt sinn hituðum við upp fyrir Gat- emouth í háskóla í borginni' Hamm- ond í Louisiana og þar var umboðs- maður einn frá San Fransisco, sem varð mjög hrifinn af minni frammi- stöðu. Þegar við vorum búnir kemur Gatemouth og spyr hvort ég geti ekki spilað með sér á gítar, þar sem píanóleikarinn mætti ekki. Ég var alveg til í það og spilaði með þeim þarna um kvöldið. Það var mjög skemmtileg upplifun nema að ég varð var við að allir í bandinu gutu til mín hornauga og komu fram við mig eins og ég væri einhver eskimói sem skildi ekki ensku. Fyrir hvert lag kom saxófónleikarinn og kallaði tón- tegundirnar til mín hátt og rólega með miklum varatilburðum, og marg endurtók. Seinna spurði ég hann hvaða stælar þetta hefðu eiginlega verið og þá sagði hann mér að hann hefði viljað vera viss um að þessi blábjáni af hjara veraldar spilaði í réttri tóntegund. Svo liðu nokkrar vikur og í millitíð- inni var ég farinn að vinna í verk- smiðju sem steypti brúarstólpa. Ég var þar í draumastarfí á lagemum og slapp því við að puða úti í hitan- um eins og svertingjarnir. Ég lenti einu sinni út að hjálpa til við að slá frá steypumótum og hélt ég myndi deyja. Ég skreið því fljótlega inn á lagerinn aftur og sagði þeim að það væri ekki fyrir hvíta menn að vinna úti í svona hita.“ Dansaði um gólfið „Svo hringdi Gatemouth. Hann var að fara í hljómleikaferð og vant- aði gítarleikara. Ég gleymi ekki þeim degi. Ég var að sópa inni á verk- stæði og dansaði um gólfið þegar ég hafði lagt símtólið á. Og ég man hvað verkstjórinn samgladdist mér innilega. Ég átti að mæta daginn eftir niður í New Orleans og Jay keyrði mig heim til karlsins, þar sem hann bjó með hvítri konu sinni og litlu bami í stórri villu þarna í borg- inni. Og um hádegi flugum við til Dallas, þar sem fyrstu tónleikamir voru þá um kvöldið. Það halda margir að Gatemouth- bandið hafi verið blúsband eingöngu en það er ekki rétt. Við spiluðum einnig jass og í rauninni alls konar músík, en sjálfur sagði Gatemotuh alltaf að hann spilaði „ameríska" músík. Sjálfur var hann mikill þjóð- emissinni á ameríska visu, eins og hvítur repúblikani. Honum var í nöp við gyðinga og hann hataði svert- ingja, indíána og allt þetta „litaða pakk“ eins og hann orðaði það, þótt sjálfur væri hann kolsvartur. Að minnsta kosti lét hann þannig og hann átti það til að kalla til svert- ingja sem voru að slæpast á götun- um: „Fáið ykkur vinnu ræflarnir ykkar.“ Við vorum kannski að keyra í gegnum svertingjahverfi og karlinn hékk hálfur út um gluggann garg- andi á liðið. Það var alveg svakalegt að fylgjast með honum stundum. Nokkm áður en ég byijaði í hljóm- sveitinni hafði bassaleikarinn Myron Dove komið til liðs við hana á ný, en hann hafði spilað áður með Gat- emouth. Karlinn setti okkur saman í herbergi og við urðum miklir mát- ar. Hann kom síðar hingað heim og spilaði á plötunni minni „Glettur". Myron hafði farið með Gatemouth í hljómleikaferð til Japans og sagði mér margt furðulegt um hann, sem ekki var talað hátt um í bandinu. Til dæmis þegar þeir komu til Jap- ans þá var karlinn tekinn á flugvell- inum fyrir að vera með hass í poka. Sú saga var aldrei rétt í meðförum karlsins, en'Myron vissi betur. Gat- emouth smakkaði aldrei dropa af áfengi svo ég vissi og kannski hefur það verið vegna þess að bróðir hans drakk sig í hel. Hins vegar var hann dálítið að fikta við kannabisefni og kannski eitthvað fleira, — ég veit það ekki.“ Stattu kyrr! — Hvemig leið þér svo á þessum fyrstu hljómleikum í Dallas? „Mjög vel. Ég hef sjaldan upplifað annað eins, þetta var rosalega skemmtilegt. Við Myron náðum vel saman og ég spilaði og spilaði og fílaði mig alveg í botn, en karlinn varð alveg bijálaður. „Stattu kyrr! Stattu kyrr!“ kallaði hann alltaf og ég í þessum rosafíling. Staðreyndin var að maður mátti ekki gera neitt sem dró athyglina frá honum sjálf- um. Svo eftir tónleikana hélt hann fund og hakkaði alla í hljómsveitinni í sig. Hann vissi alveg hvernig hann vildi hafa þetta og mundi nákvæm- lega hvar hver og einn hafði gert mistök og svo tók hann mig síðast fyrir: „Þetta er ekki rokkmúsík sem við erum að sþila, en þú lætur eins og þú sért í rokkbandi," sagði hann meðal annars og það lá við að ég færi heim þegar hann hafði lokið sér af. Seinna sagði umboðsmaðurinn mér að þetta væri bara meðfædd afbrýðisemi í karlinum þar sem hon- um hefði líklega fundist ég skyggja eitthvað á sig. Ég man líka eftir að Myron sagði eitt sinn við mig þegar við vorum komnir upp á herbergi eftir tónleika: „Hefurðu tekið eftir að við fáum alltaf meira klapp eftir okkar sóló en karlinn?“ — Kannski hefur Gatemouth fundið þetta og átt dálítið erfitt með að kyngja því fyrst í stað. En helvítis lætin í karlinum end- urtóku sig eftir nærri því hverja ein- ustu tónleika til að byija með, enda lagaðist bandið með hveiju skrefinu sem við þokuðumst norður á bóginn. En þegar við vorum komnir norður til Chicago var ég búinn að fá nóg og ætlaði að hætta.“ Vissi að hún var hlaðin „Skömmu áður höfðum við verið að spila í Minneapolis, á stórum skemmtistað sem minnti dálítið á Broadway. Þetta var á fimmtudegi og á mánudegi þar á eftir stóð til að taka upp sjónvarpsþátt þama. Sjónvarpsfólkið kom því á fímmtu- deginum að hlusta og á eftir var farið niður í búningsherbergi undir sviðinu til að ræða eitthvað undirbún- inginn. Talið barst meðal annars að aldri karlsins, og hann kvaðst vera nógu gamall til að vera faðir okkar allra. Svo var ég spurður um aldur og svaraði einhvern veginn út í hött, var eflaust að reyna að vera fynd- inn, en karlinn hafði engan húmor fyrir því. Hann varð ofboðslega reið- ur og dró upp 38 calibera skamm- byssu og miðaði á mig. Ég hafði skoðað þessa byssu áður og vissi að hún var hlaðin og ég get svarið það að eg hélt að ég yrði ekki eldri. Ég vissi ekki þá, en uppgötvaði það seinna, að karlinn var bara með þessu að gera sig breiðan fyrir fram- an sjónvarpsfólkið. Það gekk allt út á það, hvar sem við komum. Til dæmis ef við borðuðum á veitinga- húsum þá þurfti hann helst að sitja þar sem hann sá yfir alla, talaði hátt og skipaði fyrir. Hann varð allt- af að finna að hann væri foringinn, enda var hann það vissulega. En eftir skambyssuupphlaupið var mér öllum lokið. Ég fékk í magann, hef líklega verið orðinn svona hrædd- ur við karlinn, og þegar við komum til Chicago sagði ég upp í hljómsveit- inni. Umboðsmaðurinn fékk mig hins vegar til að halda áfram, að minnsta kosti fram yfír sjónvarpsþáttinn og ég féllst á það. Það átti að taka hann upp í beinni útsendingu, en vegna skotárásar á Reagan forseta varð ekkert úr því svo að æfíngin, sem hafði verið tekin upp, var send út í staðinn. Ég var þar í rifnum gallabuxum, rosalega blúsaður, illa spilandi og í slæmu skapi. Og þetta er víst allt til á myndbandi.“ í fínum fíling „Eftir þetta fór ég að pakka og ætlaði að taka Greyhound heim en þá kom karlinn sjálfur til mín og bað mig að vera áfram. Ég fann það á honum að hann sá eftir þessu og ákvað að vera áfram. Um svipað leyti veiktist hann eitt kvöldið skömmu fyrir tónleika, hafði víst reykt ýfir sig, og ég hjálpaði honum að kásta upp. Eftir það gjörbreyttist fram- koma hans í minn garð og við urðum góðir vinir. Og í síðasta „gigginu" í Athen í Georgíu var karlinn farinn að dilla sér í takt við okkur Myron, alveg í svakalega fínum filing. Þá var hann farinn að tala um að ég spilaði með honum á plötu sem var í bígerð og í framhaldi af því á túr, þar sem hann átti að hita upp fyrir Paul Simon. Við vorum þá orðn- ir fínir vinir og ég man að hanfl’ spurði mig í góðu hvort ég væri ekki til í að láta klippa mig ef af þessu yrði. Svo setti hann nýja reglu fyrir hljómsveitina og sagði að eftir ákveð- inn dag yrði bannað að spila í striga- skóm, en ég hafði alltaf verið í strigaskóm í ferðinni. Hann var svona að búa liðið undir Paul Simon- túrinn með góðum fyrirvara. í millitíðinni fór hann í Evróputúr, sem ég átti ekki tök á að fara í. Ég hefði þá orðið að skilja fjölskylduna eina eftir í Ameríku og það gekk ekki upp. Ég var líka búinn að fá nóg af Ameríku í bili og langaði heim. Ég hugsaði með mér að ég væri búinn að gera það sem ég ætl- aði mér, að spila í Ameríku og tími til kominn að prófa eitthvað nýtt. Nema að þessi umrædda plata hlaut Grammy-verðlaunin og það hefði vissulega verið gaman að hafa nafn- ið sitt á henni, fyrir utan hvað það hefði opnað margar dyr fyrir mig erlendis. Það er ekki ónýtt geta veif- aðslíkum grip framan í umboðsmenn og útgefendur. En það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á því. Þetta hefur bara átt að fara svona. Ef af þessu hefði orðið hefði ég líklega aldrei komið heim aftur og sú hugs- un er mér ekkert sérstaklega geð- felld." B.B. King ofmetinn „En svo einkennilega vildi til, að þegar við vorum að fara frá New Orleans til Néw York á leið heim þá lentum við, fyrir algera tilviljun, í sömu vél og Gatemouth-bandið, sem var á leið í Evróputúrinn. Það urðu því fagnaðarfundir og þeir túlkuðu þetta þannig að örlögin hefðu ætlað mér að halda áfram með þeim.“ — Að lokum Björgvin. Er Gate- mouth góður tónlistarmaður? „Alveg meiriháttar. Hann er góður á munnhörpu, hljómborð, fiðlu, og ýmis fleiri hljóðfæri, og alveg frábær gítarleikari. Gatemouth er miklu betri en margir blúsleikarar sem hlotið hafa meiri frægð, eins og til dæmis B.B. King. Ég man að Gat- emouth var alltaf að tala um að B.B. King væri ofmetinn og að hann gæti ekkert. Ég hélt að þetta væri bara einhver öfund í karlinum en svo sá ég sjónvarpsupptöku með B.B. King og heyrði þá að Gatemouth hafði rétt fyrir sér. B.B. King var handónýtur í þessum þætti að mínum dómi og hreinlega spilaði vitlaust á löngum köflum. Hann var kannski að djöflast í moll þegar allt bandið var í dúr og þessar sólóir hans voi-u hvorki fugl né fiskur. Það er kannski guðlast að segja þetta í eyru margra blúsaðdáenda, en þetta er bara stað- reynd að mínum dómi. Það sem B.B. King hefur hins vegar fram yfir marga aðra er að hann kom á sínum tíma fram með stíl sem hann getur kallað sinn eiginn, og það getur oft skilað mönnum býsna langt á frama- brautinni ...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.