Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ rispur BUNNUDAGUR 6. JANUAR 1991 MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 6. JANUAR 1991 FAGUR FAGUR Steinbíturinn hringar sig á sérstæðan hátt í kring um hrognin sín og býr til eins konar hreiður. Sækónguló úr Eyjadýpi. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson Fagur fagur fiskur í sjó segir í þulunni gömlu og víst eru fagrir fiskarnir í sínu rétta umhverfi. í Fiskasafninu í Vestmannaeyjum er litskrúð- ugt líf úr heimi sjávarflór- unnar, enda nýtur safnið að- dáunarfólks hvaðanæva úr heiminum. Sigurgeir Jónasson Ijósmyndari Morgunblaðsins í Vestmannaeyjum hefur um árabil tekið reglulega myndir f safninu, enda hefur margt forvitnilegt komið þar upp í búskap undirdjúpanna á grunnsævinu í safninu. Á hinn bóginn er það í sjálfu sér ótrú- legt að mannskepnan viti í raun meira um himingeiminn helduren hafdjúpin. Hingað til hafa menn komist nær óra- víddum sólkerfanna helduren lífinu sem hrærist í djúpum úthafanna og þó eru dýpstu höf aðeins um 5.000 metra djúp. I Fiskasafninu í Eyjum eru allir helstu nytjafiskar íslend- inga, auk margskonarsjávar- gróðurs og dýrategunda. Hversdagsbaráttan í sjónum er heimur út af fyrir sig og margt forvitnilegt hefur komið í Ijós í lifandi fiskasafninu í Vestmannaeyjum, ástirog ævintýr, eins og gengur og gerist í lífkeðjunni. Ftauðmag- inn eldroðnar þegar hann sér grásleppuna, risakrabbinn á jaað til að halda kvendýrinu föstu í allt að þrjá mánuði, eða þangað til jáið kemur, félags- lyndi steinbítanna kemurá óvart og þannig mætti lengi telja. Það þarf ekki að fara djúpt undiryfirborð sjávartil þess að nálgast undrin sem þar búa. í leynum hyldýpisins býr margt sem enginn veit, en í þessu efni sem ýmsu öðru sannast hiðfornkveðna að ekki er ástæða til þess að leita of langt yfir skammt. - á.j. Loðna í Fiskasafninu í Eyjum, glitfagur fiskur. Augnsvipur skötunnar og munnur setja serkennilegan svip á þessa sérstæðu fisktegund. Grásleppan vakir yfir hrognum sínum, sem aðrir fiskar sækja í til átu og jafnvel grásleppan sjálf. Ýmis sæblóm og lindýr setja svip á fiskasafnið í Vestmannaeyjum. Steinbíturinn hefur orðið. Þorskar. Tröllakrabbinn hefur sinn stíl í ástamálunum. Hann heldur kvendýrinu eins og sjá má í allt að 3 mánuði, eða þangað til hún játast honum. Hins vegar gefur hann henni að éta allan tímann með sér, en takinu sleppir hann ekki. Grásleppuseiði komin á legg í safninu í Eyjum. FISKUR ÍSJÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.