Morgunblaðið - 06.01.1991, Page 28

Morgunblaðið - 06.01.1991, Page 28
ÖO 28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI sunnudagiÍr g. janúar 199! Á FÖRNUM VEGI /,Nú, Öku-P-eréisv #5/winnstcx klosti d encta.” Með morgunkaffinu í okkar dapra heimi er fátt nauðsynlegra en ærlegur hlátur, segi ég ... HÖGNI HREKKVtSI Þrír fram- halds- skólar brautskrá stúdenta NOKKRIR framhaldsskólar brautskráðu stúdenta fyrir jól. Meðal þeirra voru Menntaskólinn við Hamrahlíð, þar sem braut- skráðir voru 82 stúdentar, Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum þar sem brautskráðir voru 12 stúdentar og Framhaldsskólinn á Húsavík þar sem útskrifaðir voru sex stúdentar. Þjóðarsátt um vinnufrið í skólum Menntaskólanum við Hamrahlíð var slitið 20. desember sl. Braut- skráðir voru 82 stúdentar, 22 karl- ar og 60 konur. 4 stúdentar voru útskrifaðir af eðlisfræðibraut, 38 af félagsmájabraut, 26 af náttúru- fræðibraut, 14 af nýmálabraut og 1 af náttúrufræða- og nýmálabraut. Rektor skólans, Sverrir Einars- son, sem gegnir embætti í fjarveru Ornólfs Thorlaciusar, gerði deilur um kaup og kjör kennara að um- ræðuefni í útskriftarræðu sinni. Hann hvatti til þjóðarsáttar um vinnufrið í skólum ella væri allt starf framhaldsskólanna í hættu. Einnig ræddi Sverrir um kosti áfangakerfis í skólanum og hvernig þeir yrðu best nýttir í framtíðinni. Við útskriftina ávarpaði Baldur Ragnarsson, kennari við skólann, nýstúdenta og aðra gesti. Einnig fluttu tveir nýstúdentar ávörp. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, und- ir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur, söng auk þess sem nokkrir kórfé- lagar léku á hljóðfæri. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ragnhildur Geirsdóttir sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut með 158 einingar. Árangur hennar var sérlega glæsilegur, einn besti frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Morgunblaðið/Silli Erna Björnsdóttir, stúdent frá framhaldsskólanum á Húsavík, ásamt Guðmundi Birki Þorkelssyni, skólameistara. Glæsilegur árangur Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ragnhildur Geirsdóttir sem út- skrifaðist af eðlisfræðibraut með 158 einingar. Árangur hennar var sérlega glæsilegur, einn besti frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Morgunblaðið/Sigurgeir Tólf stúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum. Víkverji skrifar „HÁNW hx'AÐt þBI/l/l Ekkl.EN HAMW TÖK MIOUR SKILTID þEI&SA ■" Sá hluti árs þegar sólargangur er stytztur hér á ströndum hins yzta hafs — vetrarsólhvörf — er liðinn. Sól hækkar smám saman á lofti, birtan hrekur dimmuna hægt en sígandi úr umhverfi okk- ar, leysir landið úr klakaböndum vetrar og vekur um síðir gróðurrík- ið til nýs lífs — unz langþráðu marki er náð: náttlausri voraldar- veröld! Víkveiji dagsins spyr: er hægt annað en vera bjartsýnismaður haf- andi þetta árvlssa kraftaverk um- hverfisins og lífríkisins í huga. Eng- an þarf að minnsta kosti að undra þótt heiðnir forfeður okkar hafí haldið sólaijól í svartasta skamm- deginu — um vetrarsólstöður — þar eð lífsvonin í bijósti þeirra — búset- an í landinu — var nánast í einu og öllu háð þessari sóltengdu upp- risu gróðurríkisins, sem sólhvörfin boðuðu. xxx Kristinn siður féll vel að þessu innihaldsríka táknmáli veru- leikans í umhverfi okkar, þegar ljós- ið sigrar myrkrið og lífríkið rís upp af vetrardauða. Víkveiji hefur ekki í huga að leggja nánar, hér og nú, út af kristinni kenningu, sem er, eða á að vera, grundvöllur nútíma jólahalds. Hann getur þó ekki stillt sig um að vekja athygli á góðri bók, sem hann las um jólin, Tákn og undur, eftir séra Halldór Grön- dal. Sú bók er ekki aðeins holl leið- beining hveijum og einum, sem vill auðga og styrkja eigið trúarlíf, held- ur fagur vitnisburður um það, hvern veg hvít sól trúarinnar nær að leysa huga einstaklingsins úr klakabönd- um ótta og vonléysis og vekja til nýs og fyllra lífs. Það er vel að „bókaþjóðin“ leysti bókaútgáfu sina úr viðjum virðis- aukans, sem ríkisstjórnin hafði reyrt hana í, með þeim afleiðingum, að bækur bættu hlut sinn á sölu- markaði jólanna. Víkveija er til efs að margar bækur hafi átt brýnna eða ríkara erindi á þennan jóla- markað en bók séra Halldórs Gröndal. Hún á trúlega eftir að verða mörgum landsmönnum ljós í skammdegismyrkri samtímans. að eru bæði stórar vonir og sár ótti í farteski hins nýja árs, sem gengið er í garð. Enginn getur sagt fyrir um, hvem veg mannkyn- ið skráir eigin sögu á tölvu- eða tilveruskjá ársins 1991. Víkveiji dagsins er að vísu bjartsýnismaður en getur samt sem áður ekki lokað augum fyrir hættuteiknum sem blasa við augum víða í veröldinni. Ekki er heldur hægt að fullyrða neitt um það, hvern veg landsmenn skrá íslandssögu hins nýja árs á eigin tilvemskjá. Það gera þeir meðal annars í alþingiskosningum snemma vors, þegar sól hækkar enn á lofti og lífríki umhverfisins er að vakna af vetrardauða. Vonandi dregur sú saga dám af hækkandi sól og vaknandi gróðri. Víkveiji dagsins er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að vorhreingerning þjóð- arinnar í Stjórnarráðinu þurfi að leysa þjóðarbúskapinn úr klaka- böndum ríkisstjórnar vaxandi ríkis- sjóðshalla, ofsköttunar og miðstýr- ingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.