Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 31
c 31 MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991 SÍMTALID... ER VIÐ HANS HENTTINENFORSTÖÐUMANN RAUÐAKROSSHÚSSINS Nýársnóttin, síðasti þáttur: Dómþingið við Alfhamar. Álfakóngur- inn (Indriði Waage) í há- sæti og Jón bóndasonur lengst til hægri (Bald- vin Halldórs- son). Þrír kunnir leikhúsmenn við vígsluna, Guðlaugur Ros- inkranz þjóð- leikhússtjóri, Haraldur Á. Sigurðsson leikari og Ind- riði Waage leik- sljóri. Ýmsir góðir gestir komu til landsins til að vera við vígslu Þjóðleikhússins. Þessi mynd var tekin er nokkrir þeirra stigu út úr Gullfaxa á Reykjavíkurflug- velli, frá vinstri: Einar Skavlaii, fyrrum Þjóðleikhússtjóri ogþá- verandi aðalritstjóri Dagblaðsins í Ósló, Ernest Blythe, forstjóri Abbey-leikhússins í Dublin, frú Anna Borg, Poul Reumert, frök- en Áslaug Borg og Djurhuus rit- höfundur, formaður leikfélags- ins í Þórshöfn. Aldrei hafa fldri leitað til okkar 622266 Rauðakrosshúsið, góðan dag. - Góðan daginn. Er það for- stöðumaðurinn sem talar? Já. Hans Henttinen heiti ég. - Blessaður. Þetta er á Morg- unblaðinu. Ég heiti Jóhanna Ing- varsdóttir. Okkur langar að for- vitnast ofurlítið um hátíðahaldið hjá ykkur í Rauðakrosshúsinu. Fór það vel fram? Jólahaldið gekk ágætlega fyrir sig. Það voru hér þrír krakkar á aldrinum 15 til 19 ára bæði á jól- um og yfir nýárið - í bæði skipt- in sömu krakkarnir og sá fjórði bættist við á nýársdag. - Hvers vegna geta unglingar ekki verið heima hjá sér á jólum? Það eru mjög fjölbreytilegar ástæður fyrir því. í flestum tilvik- um er um að ræða erfiðar heimilis- aðstæður og samskiptaörðug- leika. Þetta eni mjög flókin mál, sem erfitt er að útskýra svona í síma. Jafnframt er erfitt að vinna í málum þessara barna þegar dauður tími er á flestum sviðum þjóðfélagsins eins og er í kringum jól og áramót. - Hvemig fór þetta annars fram hjá ykkur? Við reynum að halda upp á jól og áramót með mjög svo heimilislegu sniði. Við skreytt- umjólatré, fengum pakka og borðuð- um góðan mat, hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld og hangikjöt á jóladag. Það er reynt að hafa þetta allt sem þægileg- ast. - Hversu margir leituðu til ykkar á síðasta ári? Ljóst er að það er met hjá okk- ur á öllum sviðum miðað við árin á undan. Símhringingar jukust yfir 100% frá árinu 1989. Þær fóru í 3.140 á árinu. Það var líka sett met í fjölda gistinátta og daggestakomum. Daggestakomur voru yfir þrettán hundruð á ný- liðnu ári og fjöldi gistinátta fór í tæplega ellefu hundruð. Ætla.má að hátt á fjórða þúsund einstakl- ingar hafi leitað hingað á árinu 1990. - Það virðist því vera brýn þörf fyrir slíkt neyðarathvarf hér í borg? Já, því miður kannski. Það er engin spurnihg í hugum þeirra sem til starfseminnar þekkja. Neyðarathvarfið varð fimm ára 14. desember sl. og hefur þeim farið sífjölgandi sem hingað leita. Það sem við erum að reyna að gera með okkar starfsemi er að koma til móts við fólk áður en vandinn er orðinn mjög mikill. Ég myndi því vilja hvetja fólk til að vera ófeimið við að hafa sam- band við okkur ef það er eitthvað sem það er að v.elta fyrir sér. Því fyrr, því betra. Það er eitt af okkar aðal- markmiðum að veita fyrstu hjálp - áður en vandinn verður of stór. - Égþakkaþér kærlega fyrir upp- lýsingarnar. Vertu blessaður og megi ykkur farnast vel á nýja árinu. Já takk fyrir. Blessuð. , Hans Henttinen Dl FYRIR 30 árum voru þrír Bretar náðaðir og sleppt af Litla Hrauni, svo þeir gætu komist heim til fjölskyldna sinna fyrir jólin. Höfðu þeir átt að sitja þar inni í tvo mánuði, dæmdir fyrir óspektir á ísafirði og árás á lögregluþjón. Einn þeirra, skipstjórinn Richard Taylor, hafði þó fyrr komið við sögu á íslandi og var ekki hátt skrifaður af almenningi. Hann hafði fyrr á árinu verið með togarann Othello frá Hull, sem var fyrsti breski togarinn sem tekinn var að ólöglegum veiðum eftir að Bretar viðurkenndu 12 mílna landhelgismörkin og þá verið dæmdur í sekt. Það var mikið hasarmál og íslendingum lá ekki gott orð til slíkra kóna rétt í lokin á heiftúðlegum átök- um. Við erum mjög þakklátir for- seta íslands fyrir að hafa náðað okkur, þannig að við getum verið heima um jólin“, sagði Ric- hard Taylor er fréttamaður Morg- unblaðsins hitti bresku sjómenn- ina þijá að máli á City Hótel 18. desember 1961. Þeir höfðu hlotið dóm og verið sendir austur 3. desember og áttu von á að þurfa að sitja þar í tvo mánuði. Þeir sögðu fréttina um náðun því hafa komið þeim þægilega á óvart. Richard Taylor kvaðst vera kvæntur og eiga 3 börn. Manning háseti líka kvæntur og faðir eins barns, en Celey háseti var ein- hleypur. Bretarnir þrír snæddu máltíð í Nausti og skoðuðu bæinn og jólaösina í verslununum áður en þeir flugu heim til Bretlands. Þessir ensku sjómenn voru á breska togaranum Loch Melford H-249, sem komið hafði inn til ísafjarðar 29. nóvember. Um kvöldið settust þeir að drykkju og voru með drykkjulæti í bænum, segir í fréttum. Nokkru fyrir kl. 11 um kvöldið veittust nokkrir skipvetjanna að íslendingum sem voru á gangi í Hafnarstræti. Gerðu þeir lögreglunni viðvart og ætlaði Arnar Jónsson lögreglu- maður að færa versta óeirðasegg- inn í fangahús staðarins, en á leiðinni réðust skipsfélagar hans að Arnari og börðu hann m.a. í andlitið og tóku félaga sinn með sér. Arnari tókst að komast á lög- regluvarðstofuna og gera fulltrúa bæjarfógeta aðvart, en hann fór um borð í togarann og fékk skips- skjölin afhent eftir nokkurt þvarg við drukkinn mannskapinn. Uófst rannsókn í málinu daginn eftir og endaði með því að þessir þrír menn fengu þriggja mánaða fang- elsisdóm og var gert að greiða málskostnað og 5.000 krónur í skaðabætur til Arnars Jónssonar. Voru þeir sendir suður með flug- vél, en togarinn beið eftir nýjum skipstjóra á ísafirði. Ekki áfrýjuðu þeir dóminum, enda sagði Geir Zoega, umboðsmaðui' bresku tog- aranna hér, er hann var spurður um það: „Hver átti að borga þá út? Ef þeir hefðu áfrýjað, hefði þeim ekki verið sleppt fyrr en þeir hefðu borgað tryggingu, og það er enginn til að leggja hana út fyrir þá.“ Það kom sem sagt í ljós við réttarhöldin á ísafirði að þarna var kominp hinn illa þokkaði breski skipstjóri, Richard Taylor, sem verið hafði með togarann Othello er varðskipið Þór stóð hann að ólöglegum veiðum innan 12 mílna markanna 19. mars 1961. Þá voru Bretar og íslend- ingar eftir mikil átök rétt búnir að gera með sér landhelgissamn- ing, þar sem Bretar viðurkenndu 12 mílna landhelgina og breyting- ar á grunnlínum, en breskum tog- urum skyldi veitt leyfi til að veiða í 3 ár á takmörkuðum svæðum og takmarkaðan tíma á ári í 3 ár. Og þarna var kominn skip- stjórinn sem fyrstur hafði brotið samkomulagið. Var skip hans með trollið úti í 6-9 vindstigum þegar Þór kom að honum. Þórarinn Björnsson skipherra setti út dufl og sendi 3 menn í gúmmíbáti yfir í togarann, hafði orð á því á eftir hvílíkt þarfaþing þessir gúmm- íbátar væru, annars hefðu menn- irnir ekki getað komist um borð. Togaramenn tóku bátinn upp og kölluðu upp herskipið Puma. Vildu bresku herskipsmennirnir fá að mæla sjálfir staðsetninguna, en endaði með að þeir sögðu togaran- um að sigla inn með varðskipinu. „Það var geysilegur munur fyrir okkur sem réttargæslumenn að geta tekið togarann hiklaust,“ sagði Þórarinn Björnsson. „Áður en samkomulag náðist keyrðu bresku togararnir bara út og köll- uðu á herskipin. Næðist ekki til þeirra komu hinir bara á vettvang og ætluðu að keyra á okkur. Þeir hafa víst séð stærri byssur." Ekki vildi Richard Taylor viðurkenna að hafa verið fyrir innan, en var samt í Reykjavík dæmdur í 230 þúsund kr. sekt. í desember var hann sem sagt aftur lentur á klandri á íslandi. En var fyrirgefið og sendur heim til sín fyrir jól. <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.