Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.01.1991, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÁNÖAR 1991 x x r~“M nncu '&Jf —t ^ UTSALAN co c: < ^ ER HAFIN m 70 GO r—“ Q ^ - z 0 VERSLUNARHÚSINU MIÐBÆR HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105 RVK. úrs IUV HEFST Á MOttGm lllhlL VEttDLÆtíKm Eddufdli 2 'Sími 71730 VETRARÚTSALA RODIER HEFST ÞRIÐJUDAGINN 8. JAN. OG BÝÐUR KVEN- FATNAÐ MEÐ 30 - 50 % AFSLÆTTI. KJÖRIÐ TÆKI- FÆRI FYRIR NÚTÍMA- KONUR SEM GERA KRÖF- UR. VERIÐ VELKOMIN OG GLEÐILEGT ÁR. ■ RODIER KRINGLUNNI 4 SÍMI 678055 ÚTSALAN hefst á morgun kl. 12.00 BAKÞANKAR Nú áriö er liðið Þaö tíökast um áramót að lita til baka og minnast liðins árs. Hvað reis hæst, hvað er minnis- stæðast og hvað kemst á blöð sög- unnar. Ég þykist vita um leið og ég skrifa þessi orð „blöð sögunnar“ að það verða að mestu karlar sem skrifa um karla, ein og ein kona flýtur með á af- rekaskránni. Varla verða miklu ileiri konur nefndar til sög- unnar en „járnfrúin Thatcher". En hvað segir hin venjulega kona um áramótin? Hver er henn- ar afrekaskrá? Hvenær verða hennar afrek talin með mönnum? Hvað ætli t.d. meðalfóstra sé búin að snýta mörgu nefinu eða skipta um á mörgum bleiubossum á ár- inu? Og hvað ætli tárin séu mörg sem hún hefur þerrað? Það fer bara engin táraþerringatalning fram um áramót. Viðkomandi fær sína umbun i hreinu nefi, fallegu brosi eða umfaðmi frá litlum hnokka eða hnátu. Hvað ætli með- alkennslukona sé oft búin að biðja hið ærslafulla æskufólk um hljóð í bekknum á árinu? Hvað ætli hún sé búin að leiðrétta oft á margút- strokuðu blöðunum reiknisdæmi þar sem stendur að 3+4 = 6 og hversu oft er hún búin að leiðrétta öfugsnúin S-in hjá únga náms- fólkinu sem erfa mun landið? Hennar umbun mælist í að færa inn í námsárangurinn í örlitlum áföngum eins og frá 3,0 í 3,5. Hvað með þau störf kvenna sem flestar stunda en æ færri i fullu starfi, húsmóðurstörfin? Ég efast um að búið sé að útrýma starfs- heitinu margfræga „bara húsmóð- ir“, sem í lauslegri þýðingu þýddi: „Ég geri akkúrat ekki neitt.“ Ef við skoðum aðeins nánar þetta „ekki neitt" þá er meðal heimavinnandi húsmóðir búin að framreiða 365 máltíðir á árinu, fyrir utan þessar í hádeginu sem hún snaraði fram eins og ekkert væri bara af þvi hún var heima! Hvert ætli húsmóðirin sem skúrar 100 m2 hæð á árinu væri komin ef við notuðum Keflavíkurveginn sem mælistiku? Ef hún tekur veggi og loft í gegn tvisvar á ári er hún væntanlega komin góða leið hringinn! Ef við viljum getum við séð handtök kvenþjóðarinnar á herrunum sem birtast á skjánum. Þar er hin ósýnilega vinna eiginkvennanna í hreinum og straujuðum skyrtum, pressuðum jakkafötum, fyrir utan að þær passa fyrir þá börnin svo þeir geti setið fyrir svörum í ró og næði. Þá er ótalið allt sem lýtur að mannlega þættinum við upp- eldi og umönnun, hjúkrunarstörf- in, biðin á læknastofunum með ungbörnin og allt annað sem aldr- ei verður talið eða verðlaunað. Forsætisráðherrann okkar var kjörinn maður ársins 1990 á einni rásanna og sjálfsagt er hann vel að þessum titli kominn. En í huga sonar mins var hann „einmana maður ársins". Eftir eitt upphlaupið á dögun- um var forsætisráðherra á skerm- inum dögum saman og í lok þeirr- ar syrpu mátti ég eyða löngum tíma i að fullvissa son minn um að sú mynd sem fjölmiðlar gefa af ráðmönnum væri röng. Sú mynd sem hann fékk af forsætis- ráðherranum var maður sem stendur úti í hvaða veðri sem er á einhverjum tröppum eða í ein- hverjum garði og alltaf einn. Hann sá hann ekki með konu sinni, ekki með börnum sínum og ekki éinu sinni hundinum. Fjölmiðlar mata ungviði okkar á mynd af ein- mana mönnum sem sjást aldrei i samhengi við ástfólk sitt og fjöl- skyldu. Það er orðið meira um að ungar velmenntaðar konur pakki niður frábærum námsárangri, háskólamenntun, góðri stöðu og væntanlegum frama i einkafyrir- tæki, loki hurðinni á eftir sér og ákveði að vera heima hjá ungum börnum. Minna heyrist um að yngri feður hægi á framabrautinni enda stendur þeim það tæpast til boða. Þeir verða að hendast áfram á vinnumarkaðnum og nota alla kraftana til að hlaupa hraðar en hinir. Á meðan svo er hljóta þeir titilinn „einmana maður ársins".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.