Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 5 I (íuqavC’qi 1 70 1/4 Simi $96900 Hilmir SU búinn að fylla sig af loðnu: Fullfermi var landað úr Helgu II. á Seyðisfirði í fyrrakvöld. Nefnd skipuð til að skoða flugfrakt RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að skipa nefnd til að skoða með hvaða hætti fraktflugi til og frá landinu verði best fyrir komið. Flugfax hf., sem hefur m.a. séð ufn flutning á vörum til Japans í samvinnu við flugfélögin Flying Tigers og PanAm, hefur óskað eft- ir ríkissjórnin beiti sér fyrir fjár- hagsstuðningi til fyrirtækisins. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði enga heimild til að leggja fé í slíkt enda hefði erindi Flugfax verið til meðferðar hjá Byggða- stofnun og Framkvæmdasjóði. „Bréf Flugfax varð hins vegar tilefni til umræðna um fraktflugið almennt, og í kjölfar þess var ákveð- ið að skoða það nánar. Við höfum áhyggjur af fraktfluginu og það er æði margt, sem hangir þar á spýt- unni,“ sagði Steingrímur. Þegar hann var spurður hvort í þessu endurspegluðust efasemdir um að Flugleiðir sinntu þeim málum ekki nægilega vel, svaraði hann að Flugleiðir væru ! farþegaflugi, vélar þeirra væru ekki hentugar til frakt- flugs og flutningsgjöld þeirra há. „Það er ekki útilokað að Flugleiðir geti séð um fraktflug með góðu móti, en allir segja sem þurfa að sinna þessu, að það fraktflug hafi ekki verið nógu traust,“ sagði Stein- grímur Hermannsson. GALANT hlaðbakur Sjálfskiptur/handskiptur - Eindrif/sítengt aldrif (4WD) - 5 manna fólksbíll, breytanlegur í 2 manna bfl með gríðarstórt farangursrými. - Sannkallað augnayndi hvar sem á hann er litið. Verð frá kr. 1.286.400. GALANT stallbakur 5 manna lúxusbfll - Sjálfskiptur/handskiptur - Endrif/sftengt aldrif (4WD). Verð frá kr. 1.264.320 Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! „Flotaforingi“ leit- arinnar er þög- ull um horfurnar HILMIR SU kom með rúmlega 1.000 tonn af loðnu inn til Nes- kaupstaðar í gær. „Við fengum um 1.000 í fyrrinótt suður undir 64. gráðu,“ sagði Eggert Þor- finnsson skipstjóri þegar Morg- unblaðið talaði við hann í fyrra- kvöld. Þá var báturinn út af Langanesi vegna brælu á syðra svæðinu. Eggert vildi ekkert tjá sig um horfur á þvj að loðnuveið- ar gætu farið að hefjast. „Talaðu við flotaforingjann um það,“ sagði hann og átti við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing og leiðangursstjóra loðnuleitarleið- angurs sex loðnuskipa og beggja rannsóknarskipa Hafrannsókn- arstofnunar. Hjálmar vildi heldur ekkert láta uppi um horfurnar fyrr en að afloknum mælingum. Hann kvaðst vonast til að leiðangurinn gæti lok- ið störfum um helgina. Hann sagði að engin tíðindi hefðu borist frá Vikingi AK og Júpíter RE sem leit- uðu loðnunnar undan Norðurlandi. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Myndin var tekin á þriðjudag þegar Hólmaborg SU lét reka um 50 sjómílur aust-norðaustur frá Langa- nesi. Börkur NK var skammt undan. GLÆSILEGT ÚTLIT OG VANDAÐUR BÚNAÐUR ERU ÁSTÆÐURNAR FYRIR VINSÆLDUM MITSUBISHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.