Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
fc>IK í
fréttum
KGB
Fegurðardrottning
valin eftir áfloga- og
hraðaksturshæfni
Færeysku fimmmenningarnir, f.v.: James, Búi, Rógvi, Eiríkur og Arnold, sem liggur á hnjám félaga sinna.
ss
Færeyskir strákar í íslenska
tónlistarskóla
Það er kannski ofsögum sagt að
um innrás sé að ræða, en óhætt
að segja að talsverður straumur
færeyskra hljómlistarmanna hafi
legið í Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Þetta þykir frændum okkar og ná-
grönnum hið merkilegasta mál og
fyrir skömmu birti dagblaðið Dimm-
aletting stóra mynd og viðtal við
fimm færeyska sveina sem sestir
ei-u á skólabekk í Reykjavík.
Fimmmenningarnir heita James
Olsen, Búi Petersen, Rógvi á Rógvi,
Eiríkur Skála og Arnold Ludvig.
Þeir segjast hafa það fyrir satt, að
tónlistarskólar á íslandi séu að
minnsta kosti jafn góðir og í Dan-
mörku og trúlega meira að segja
mun betri og þegar að er gáð hversu
erfitt það reynist Færeyingum að
komast t.d. í „Konservatoríið"
danska þá sé með ólíkindum hversu
lítið Færeyingar hafa nýtt sér mögu-
leikana á íslandi. Tungumálavandi
sé ekki fyrir hendi og nemar fái
gráðu frá íslenskum skólum á
skemmri tima heldur en t.d. frá
dönskum skólum. Það hangir alltaf
eitthvað á spýtunni, helsti gallinn
við að læra og búa á íslandi er sá,
að það sé „ógvulega dýrt“ og þar
sem námslánakerfið í Færeyjum sé
þungt í vöfum neyðist strákarnir til
að vinna með, en það sé tvíeggjað
þar sem allar tekjur dragi úr láns-
gildi hvers og eins.
LEIKLIST
Enn einn
Hollywood-
„sonur“ slær
í gegn
Mikið hefur borið á nýrri kynslóð
Hollywoodleikara með sömu
gömlu nöfnin. Sumsé sonum og
dætrum gömlu brýnanna sem gert
hafa garðinn frægan síðustu 20 til
30 árin. Nýr leikari af ungu kynslóð-
inni með gömlu nöfnin hefur nú rutt
sér til rúms með stórt hlutverk í
nýjustu kvikmynd Bernardos Bert-
olucci, „The Sheltering Sky“. Það er
Campbell Scott, sonur George C.
Scott, sem er kvikmyndaáhuga-
mönnum að sjálfsögðu að góðu kunn-
ur, ekki síst fyrir túlkun á ýmsum
herforingjum og öðrum harðjöxlum.
Campbell Ieikur eitt af þremur
stærstu hlutverkunum í mynd ítalans
fræga, á móti honum leika Debra
Winger og John Malkovich. Winger
og Malkovich leika bandarísk hjón
sem ferðast til Marokkó í von um
að endurlífga kulnað hjónaband.
Hinn ungi Scott leikur landa þeirra
sem slæst í för með þeim. Scott, sem
er 28 ára gamall, hefur árum saman
leikið ýmiss konar smáhlutverk í leik-
húsum. Nokkur kvikmyndahlutverk
hafa boðist, en öll lítilfjörleg í ómerki-
legum kvikmyndum. Tilviljun réð því
að Scott var valinn í mynd Bertoluc-
cis og hann viðurkennir að hann
hafi stirðnað af hræðslu við tilhugs-
unina eina saman að vinna með jafn
frægu fólki og Bertolucci og félögum.
Það hafi hins vegar bráð af sér fljótt
og vel. Um dvölina og tökurnar í
Marokkó segir Scott: „Við höfðum
fæst komið þangað áður og vorum
eiginlega hálf utangátta. En það kom
sér reyndar vel, því við áttum ein-
mitt að vera utangátta í hlutverkum
okkar."
F.v.: Winger, Malkovich og Scott.
Segja má með
fullum þunga,
að fyrirbærin
Glasnost og Per
estrojka hafí ger-
breytt andliti Sov-
étríkjanna þó svo
að með all miklum
þunga megi einnig
segja að þau eigi
verulega undir
högg að sækja
vegna bágs
ástands í Sov-
étríkjunum ogtog-
streitu valdhafa
um hvert stefna
skuli. En eitt af
andlitum hins
aukna frelsis og
opnunar sýndi sig
fyrir skömmu, er
hið alræmda fyrir-
bæri KGB, sjálf
leynilögreglan og
njósnabatteríið,
gekkst fyrir feg-
urðarsamkeppni.
Kjörin var „ungfrú
Öryggi 1990“ og
voru keppendur úr
röðum kvenna sem
starfa innan vé-
banda KGB.
Ungfrú Öryggi
1990 var kjörin 23
Ungfrú Öryggi þeirra hjá KGB, Katya, á gangi
í Moskvu.
ára gömul snót að nafni Ekaterina
Matorova, eða Katya eins og hún
kýs að kalla sig. Hún er öryggis-
vörður við Lubyanka. Þetta var
„annars konar“ fegurðarsam-
keppni. Engir kvöldkjólar. Engin
baðföt. Þvert á móti hin stífustu
hæfnispróf. Keppendur voru til að
mynda prófaðir í hæfni í hraðakstri
uin götur Moskvu, áflogum við
vopnaða karlmenn, skotfimi og
hversu skjótar þær væru að draga
á sig skotheld vesti. Auk þess í
minni háttar málum eins og mat-
seld og dansi. Katya segir þetta
eðlilegt, öryggisverðir þurfí að hafa
meiri áhyggjur af því að glæpa-
menn skjóti sig á færi heldur en
að þeir dáist að fögrum kvenmanns-
línum. Ungfrú Öryggi segir einnig
að titillinn hafi verið sér mikill heið-
ur og hún hafí í sigurvímunni boðið
öllum vinum sínum heim til koníaks-
drykkju.
Þessari frásögn fylgir að trúlega
séu öryggisverðir á borð við Katyu
vel launaðir, því hún eigi 3 her-
bergja íbúð í Moskvu og slíkt þyki
almúganum jaðra við höll.
COSPER
'C PIB
IIU4 COSPCR
Manninum þínum batnar strax og ég hef aurað saman í
pels handa konunni minni.
HUGSUM HIUATTRÆIUT
NOTUM EIUDURUMHIAR PAPPÍRSVÖRUR í SÉRFLOKKI
# UÓSRITUNARPAPPÍR
m TÖLVUPAPPÍR
m PRENTPAPPÍR
UMSLÖG
m BRÉFSEFNI
ISKAUPHF.
FLÓKAGÖTU 65
SÍMI 62 79 50
FAX 62 79 70