Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 Hvenær bannar Al- þingí vínsamkvæmi? eftir dr. Gunnlaug Þórðarson Þann 4. desember sl. birtist hér í blaði gagnmerk grein eftir Þor- stein A. Jónsson, deildarstjóra í dómsmálaráðuneytinu. Greinin bar yfirskriftina: „Refsigleði“ og talaði fyrirsögnin sínu máli. Þorsteinn A. Jónsson annaðist um. langt skeið allt fram á síðustu tvö ár afplánun refsinga hérlendis og 'hefur þótt fastur fyrir í því að sakfelldir af- pláni tildæmdar refsingar og að jafnt gangi yfir alla. Er greinin því athyglisverðari en ella og ekki síst vegna þeirrar reynslu og þekking- ar, sem hann hefur á máli því, sem greinin fjallar um. Greinin er skrif- uð til þess að andmæla frumvarpi, sem nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi um að lögleyft áfengismagn í blóði undir stýri verði fært niður úr 0,50%o í 0,25%o. Sú breyting leiðir til þess að menn mega ekki lyfta einu glasi af léttu víni án þess að eiga á hættu að missa ökurétt- indin. í greininni segir Þorsteinn A. Jónsson: „Það er því miður of al- gengt hér á landi að lagafrumvörp þ.m.t. stjórnarfrumvörp séu illa undirbúin eða þörf fyrir lagasetn- ingu rökstudd.“ Þessi ummæli um frumvarpið til breytinga á umferð- arlögum eiga meiri rétt á sér en um flest frumvörp, sem lögð hafa verið fram á Alþingi. Augljóst er að höfundur greinargerðar fyrir frumvarpinu hefur í því skyni að blekkja eða villa um fyrir mönnum látið fylgja á 16 blaðsíðum skýrslu- gerðir og línurit, sem ekki eru í beinu sambandi við málefnið og þar að auki mjög vafasamur fróðleikur. Slíkt er vítavert að ekki sé meira sagt. í greinargerðinni er enginn munur gerður á þeim sem teknir eru með 0,50%o af áfengi í blóði að l,20%o og teljast ekki geta stjórnað ökutæki örugglega og þeim, sem eru fyrir ofan þau mörk og teljast óhæfir til að aka. Fyrir vikið er nánast öll greinargerðin marklaus. Frumvarpið er einungis stutt þessum hæpnu og misnotuðu rökum: „Ekki þarf að fara mörgum orðum um nauðsyn þessarar breyt- ingar.“ Hjá okkur eru engar tölur til um hve mikinn þátt þeir sem mælast með áfengi í blóðinu á bilinu 0,5%o-l,25%o eiga í umferðaróhöpp- um. I greinargerðinni er reynt að gera hlut ölvunaraksturs sem mest- an í umferðarslysum. Þá er reynt á vafasaman hátt að gera meira úr hættu þeirri sem stafar af akstri manna, sem neytt hafa áfengis en efni standa til. Þorsteinn A. Jónsson bendir aftur á móti á að hér á landi hafi ölvaðir ökumenn aðeins átt hlut að 10%» umferðarslysa, hins vegar liggi ekki fyrir að hvaða leyti þeir voru orsakavaldar. Samkvæmt upplýsingum, sem hann hefur frá útlöndum mun láta nærri að yfir 20%o þeirra sem aðild áttu að um- ferðaróhöppum töldust ekki vera orsakavaldar. í grein sinni bendir Þorsteinn A. Jónsson á fjögur megin atriði, sem mæla gegn þeirri breytingu, sem stefnt er að með hinu dæma- lausa frumvarpi, en ekkert sem mæli með frumvarpinu. Hafa ber í huga að flutningsmenn frumvarps- ins hafa hvorki komið nærri dóm- störfum né löggæslu, nema e.t.v. einn sem er að láta af þing- mennsku. Þá hafa flutningsmenn frumvarpsins ekki heldur leitað álits þar til bærra manna. I fyrri skrifum mínum hér í blaði, hefur verið bent á hve Danir hafa oft verið raunsæir og til fyrirmynd- ar í löggjafarstarfi. Þess er þannig að minnast að hjá þeim eru leyfð áfengismörk í blóði 0,8%o. Eitt varhugaverðasta atriðið í sambandi við þessi mál, er sú mikla afskiptasemi af almenningi, sem lögreglunni er veitt með fyrirhug- aðri breytingu. Að mínu áliti geta lögreglumenn ekki tekið mann fastan við akstur og farið með í áfengisprufu bótalaust, ef hinn handtekni reynist vera með undir 0,50%o í blóði. Með því að færa mörkin niður minnkar allt aðhald gagnvart lögreglu í þessu efni og það væri mjög alvarlegt. Sannfær- ing mín er sú að enginn alvarlega hugsandi lögreglumaður sé hlynnt- ur þeirri breytingu, sem stefnt er að. Yrði þetta frumvarp að lögum mun nánast allur mannfagnaður með víni leggjast niður og það er illt. Vín er og verður mannasættir og einhveijar ömurlegustu gleði- samkomur, sem ég veit um eru þær þar sem vín er ekki haft um hönd. Varla er hægt að huga sér dapur- legra brúðkaup en þar sem engu vínglasi er lyft. Þjóðskáldið, Jónas Hallgrímsson, orðaði þetta vitur- lega og fagurlega, er hann sagði: „Látum því vinir vínið andann hressa. “Það er Ijóst, að minni brögð eru að því að menn drekki óhóflega Gunnlaugur Þórðarson „í fyrri skrifum mínum hér í blaði, hefur verið bent á hve Danir hafa oft verið raunsæir og til fyrirmyndar í lög- gjafarstarfi. Þess er þannig að minnast að hjá þeim eru leyfð áfengismörk í blóði 0,8%o.“ í hvers konar gleðisamkomum þar sem vín er haft um hönd nú en áður fyrr. Mun einmitt það atriði ráða að margir þeirra, sdm lyfta glasi eru á bíl og vita að fara ber með gát svo ökuleyfið sé ekki í hættu, enda eru þau réttindi nánast hluti af mannréttindum nútímans. Hitt er jafn víst að þeir duldu töfr- ar fýlgja víni, að flestir þurfa ekki annað en að lyfta glasi af víni til þess að komast í hátíðarskap. Mér kæmi ekki á óvart að næsta skref hjá þessum forsjárhyggju þingmönnum verði að flytja frum- varp um að banna mannfagnaði þar sem vín er haft um hönd. Alvarlegast við þetta frumvarp er þó hvernig reynt er að blekkja þingmenn og almenning til sam- stöðu með frumvarpinu með því að reyna að kenna gildandi ákvæðum í umferðalögum sem mest um dauða, örorku og eignatjón í um- ferðinni að algjörlega órannsökuðu máli. Full ástæða er til þess að öll atriði þessa alvarlega máls verði rannsökuð áður en tilraunir þing- manna til þess að slá sér upp gagn- vart almenningi með vafasömum frumvarpsflutningi hafa valdið meiri vandræðum í samskiptum manna en séð verður fyrir. Væri ekki nær að banna reykingar undir stýri, hvað þá heldur farsímanotk- un, ef þingmenn vilja endilega banna eitthvað eða þrengja kost almennings? Höfundurer hæstaréttarlögmaður. GOD HUGMYND VERÐUR OFT AD ENGU VEGNA PENINGALEYSIS Það er hægt að verða ríkur á góðri hugmynd - en það kostar peninga að hrinda jafnvel arðvænlegustu hugmyndum í framkvæmd. Þú gætir stytt þér leið! Krefjumst sömu kjara fyrir alla stunda- kennara innan BHMR - segir Birgir Björn Sigurjónsson LÍTILL hópur stundakennara við Háskóla íslands eru fastráðnir stundakennarar, einkum sérfræðingar við stofnanir háskólans sem hafa stundakennslu að aðalstarfi og eru í Félagi háskólakennara. Þetta er eini hópur stundakennara sem hefur stéttarfélagsaðild að BHMR og samið er fyrir, að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar hag- fræðings BHMR. Hann segir að aðrir stundakennarar utan Félags háskólakennara eigi sér ekkert stéttarfélag sem hafi fengið viður- kenningu ríkisvaldsins. Birgir sagði að forsvarsmenn aðildarfélaga BHMR teldu að stétt- arfélög viðkomandi stundakennara ættu að fara með þennan samnings- rétt, þannig að til að mynda Félag íslenskra náttúrufræðinga semdi fyrir náttúrufræðinga og svo fram- vegis. Sá hængur væri hins vegar á þessu að fjármálaráðuneytið hefði ekki viðurkennt þau sem viðsemj- endur enda vildi það sjálft ráða kjör- um þessara stundakennara. „Ráðuneytið ákveður þeim laun með einhliða ákvörðunum. Þetta hefur leitt af sér svo mikla kjara- rýrnun hjá því fólki sem hefur ann- ast stundakennslu í gegnum árin að það tekur ekki lengur að sér þessa kennslu og hefur gert þá kröfu til sinna stéttarfélaga að það fái samning um þessi kjör,“ sagði Birgir Björn. Hann sagði að Samtök stunda- kennara uppfylltu ekki ákvæði samningsréttarlaganna um stéttar- félög en það gerðu þau aðildarfélög sem eru innan vébanda BHMR. „Ég teldi að sönnu ekkert óeðlilegt við það að þau fengju samningsumboð vegna sinna félagsmanna," sagði s Birgir Björn. | Hann sagði að munurinn á kjör- j um almenns sérfræðings í BHMR og sérfræðings i Félagi háskóla- kennara sem ynnu í sínum frítíma við stundakennslu fyrir ríkið væri gífurlegur. Sérfræðingurinn í Fé- lagi háskólakennara fengi sína aukavinnu greidda sem yfirvinnu en náttúrufræðingurinn fær greitt samkvæmt stundakennarataxta sem er 50% lakari. „BHMR hefur stofnað sérstakt kjararáð vegna stundakennara og hefur samið við fjármálaráðuneytið um að fara með þetta mál fyrir Félagsdóm til að skera úr um hveijir fari með samn- ingsumboðið. Það verður gért í þessum mánuði. Það er sett fram sú krafa að hliðstæð kjör bjóðist öllum háskólamenntuðum ríkis- starfsmönnum sem annast stunda- kennslu," sagði Birgir Björn. í Happdrætti Háskóla íslands eru vinningslíkur sem þekkjast hvergi annars staðar í heimi og þar eru vinningar - í beinhörðum og skattfrjálsum peningum - sem geta breytt hugmyndum í veruleika. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings : i ( 4 i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.