Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 27
• mi i/h//.;,. :jrjDAiu'nr- uu'utuuonc MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. JANUAR 1991 Amnesty um voða- verk íraka í Kúvæt ég rannsakaði, höfðu verið skotnir í hnakkann af stuttu færi, svo að kjálkarnir splundruðust. Venjan var sú, að írakar fóru með lifandi gæzlu- fanga heim til þeirra. Fjölskyldu- fólkið var beðið um að staðfesta, hver hann væri. Um leið og það var gert, var hann skotinn í hnakkann frammi fyrir allri fjölskyldunni.“ Læknir, sem vann hjá Rauða hálfmánanum, lýsti algengustu teg- und manndrápanna' á þessa leið í viðtali við fulltrúa Amnesty Inter- national. Frásagnir af þessari aðferð voru endurteknar æ ofan í æ í mörg- um skýrslum. Skýrslugjafar eru ekki einungis læknar, hjúkrunar- fræðingar og annað starfsfólk í ýmsum sjúkrahúsum í Kúvæt, held- ur einnig ættingjar hinna myrtu og aðrir sjónarvottar, sem höfðu orðið vitni að atburðum. Amnesty Inter- national áætlar, að aftökur af þessu tagi skipti hundruðum. Aðrir voru sagðir hafa verið drepnir frammi fyrir aftökusveit, stundum á al- mannafæri. Engin réttarhöld virðast hafa farið fram á undan. Aðrir, þeirra á meðal smábörn, hafa verið drepnir vísvitandi með því að synja þeim um nauðsynlega læknismeð- ferð. Friðsamleg mótmæli enda í dauða Sana’ Al-Nuri hét 25 ára gömul stúlka, laganemi við Háskóla Kúv- æts. Skýrslur sjónarvotta herma, að hún hafi verið skotin til bana í al-Jabiriyya 8. ágúst, þegar íraskir hermenn skutu inn í hóp 35 kvenna, sem mótmæltu hernáminu og inn- limun Kúvæts í írak á friðsamlegan hátt. Önnur stúlka á svipuðu reki var einnig drepin þarna; svo og 13 ára drengur, sem skotinn var í höf- uðið, og 16 ára piltur, sem skotinn var í hjartastað. Lík rithöfundarins fannst í öskutunnu Rithöfundurinn Mahmoud Khal- ifa Al-Jassem bjó í al-Salmiyya- hverfi í Kúvætborg. Hann var á fertugsaldri og skrifaði m.a. talsvert um múhameðstrú og málefni íslams. Skv. upplýsingum, sem Amnesty International fékk hjá læknum og öðru starfsliði Rauða hálfmánans, fannst lík hans í öskutunnu og var flutt til heimildarmanna í ágústlok. [Lík, sem fundust víðs vegar, voru framan af flutt af vegfarendum að sjúkrahúsum og læknamiðstöðvum, en þangað komu ættingjar til að leita horfinna ástvina. Síðar fóru menn að óttast, að þessi óumbeðni líkflutningur þætti bera vott um andspyrnutilhneigingar, og voru líkin þá látin liggja þar sem þau voru. Sum voru borin í gömlu graf- reitina, þar sem ættingjar leituðu líka, og síðan voru þau grafin þar með aðstoð sjálfboðaliða. íraskir hermenn þjóðnýttu síðar grafreitina og krefjast 100 íraskra dínara fyrir gröfina, sem afganskir verkamenn eru látnir taka.] Tveir læknar, sem skoðuðu líkið af Al-Jassem, segja að hann hafi verið kvalinn fyrir af- töku. Skeggið hafi verið reytt af honum, táneglur dregnar út, og á líkamanum fundust bruna- og sviða- blettir eftir eitthvert glóheitt málm- • verkfæri. Ástæðurnar fyrir hand- töku, pyntingu og dauða, eru með öllu ókunnar. Kaupfélagsstjórinn átti mynd af emírnum Mubarak Faleh Al-Noot var 44 ára gamall. Hann var kaupfélags- stjóri í al-’Ardiyya, myntsafnari og forseti Myntfræðingafélagsins í Kúvæt. Nokkrar frásagnir hafa borizt af dauða hans, þeirra á með- al vitnisburður sjónarvotta. Aftöku- sveit skaut hann til bana fyrir fram- an kaupfélagsverzlunina hinn 7. september, og virðist honum hafa verið gefið það að sök að hafa tregðazt við að taka mynd af emírn- um í Kúvæt niður af vegg og hengja upp mynd af Saddam Hússein í stað- inn. Læknar og hjúkrunar- fólk drepið Dr. med. Abd Al-Hamd Al-Bal- han stjómaði Hússein-Makki- Jum’a-krabbameinslækningastöð- inni. í þriðju viku september fundu menn lík hans úti á stræti og báru það í höfuðstöðvar Rauða hálfmán- ans. Líkið bar merki pyndinga, og skotsár var á höfði. Þegar Irakar fóru að stela lækningatækjum, faldi hann nokkur þeirra niðri í kjallara. írakar fundu felustaðinn, handtóku lækninn, pyntuðu og drápu. Nokkrir læknar og fjölskylda eins sjúklings- ins bera vitni um þetta. Dr. med. Hisham Al-’Ubaidan var tæplega fertugur fæðingarlæknir, sem vann í Fæðingarheimilinu. Lík hans var borið í stöðvar Rauða hálf- mánans í fyrstu viku októbermánað- ar. Heimildir (þ. á m. er vitnisburður egypzks læknis) herma, að írakar hafi handtekið hann 1. október vegna grunsemda um að hann hjúkraði fólki, sem styddi and- spyrnuhreyfinguna. Hann hafi verið beittur harðræði og pyntingum, en síðan skotinn til bana fyrir utan heimili sitt nokkrum dögum síðar. Adel Dashti vár starfsmaður í al-’Addan-sjúkrahúsinu. Skv. all- nokkrum frásögnum í fórum Amn- esty International voru nokkrir ir- askir hermenn, sem höfðu særzt, fluttir í sjúkrahúsið 9. sept. Einn þeirra, foringi, lézt sama dag. írak- ar röðuðu þá fimm starfsmönnum sjúkrahússins upp fyrir framan það og skutu þá alla til bana. Þeirra á meðal var Adel Dashti. Margar fleiri hroðasögur frá sjúkrahúsum er að finna í skýrsl- unni. Vitnisburður A 8 Hér er um að ræða 31 árs gaml- an karlmann, sem tekinn var hönd- um á heimili sínu aðfaranótt 14. september, meðan á diwaniyya stóð. fDiwaniyya er samkunda nokkurra karla, sem koma saman að fornum sið til að ræða stjórnmál, fjölskyldu- mál og önnur mikilsvarðandi þjóðfé- lagsmálefni. Grið eru sett með öllum á meðan, og eigi má trufla fundinn, sem leynd og helgi hvílir á.] Honum var haldið í þijár vikur í al-Far- wanyya-lögreglustöðinni, í al- Jahra’-lögreglustöðinni, á einka- heimili í Kúvætborg og síðar í Basra í írak. Hann var barinn, pyntaður með rafmagni, látinn þola gerviaf- töku, neyddur til að horfa á ætt- ingja sína pínda, og sjálfur var hann pyntaður í augsýn þeirra. „45 hermenn brutust inn á heim- ili mitt klukkan hálfþijú að morgni. Heima voru, auk eigin fjölskyldu, faðir minn, bræður mínir og mág- konur. Alls vorum við tólf saman; átta Kúvætar, þrír Indveijar og einn Jemeni. [Amnesty International þekkir nöfn þessa fólks, en gefur þau ekki upp.] Hermennirnir að- skildu konur frá körlum. Þeir létu mennina leggjast á grúfu á gólfið með hendur kræktar fyrir aftan hnakka. Leit var gerð í húsinu. Mynd af þjóðhöfðingjanum, emírn- um, fannst og einnig kúvæzki fáninn. Ökkur var sagt, að dauða- refsing lægi við hvoru tveggja. Mennirnir voru látnir fara út og stíga upp í stóran farþegabíl. Bif- reiðar okkar voru gerðar upptækar. Hermenninir hirtu einnig skartgripi, úr og reiðufé. Þeir fóru með okkur í al-Far- waniyya-lögreglustöðina og lokuðu okkur inni í tveimur klefum. Klukk- an níu um kvöldið hófust yfirheyrsl- ur. Áður var bundið fyrir augu okk- ar og við handjárnaðir fyrir aftan bak. Við vorum sakaðir um að vera í.andspyrnuhreyfingunni. Venjulega var það einn maður, sem yfirheyrði okkur, og hann hafði þá tvo verði hjá sér. Við neituðum, en hann kvaðst ekki sannfærður. Eftir 15 mínútur var farið að beija okkur. Rafstrengur var snúinn fastur við löngutöng á báðum höndum mér. Straumi var hleypt á í 4-5 sekúnd- ur. Spurningarnar voru endurtekn- ar. Komið var með föður minn inn í herbergið. Flokksforingi í hernum, Hani að • nafni, fór að misþyrma' honum, sparka í hann og beija hann. Eg var neyddur til þess að horfa á þetta. Nú var sonur minn sóttur. Eg var lúbarinn fyrir framan hann, til þess að reyna að þvinga hann til að játa. Á þessu gekk frá kl. níu um kvöldið til kl. hálftvö um nóttina. Farið var með mig aftur inn í klefa. Ég gat ekki lagzt á bakið í tvo sólarhringa. Tvisvar sinnum hvern sólarhring vorum við færðir til yfirheyrslu. Þær hófust kl. ellefu fyrir hádegi og kl. hálfþijú að nóttu. Við vorum barðir með nælonslöngu, af því að þá sjást síður varanleg merki um barsmíðar utan á skrokknum. Álstöng með rafmögn- uðum broddi var rekin í mig. Á þriðja degi var mér hótað því, að konan mín yrði sótt og barin fyrir augum mér. Mágur minn lentf í „falaqa" (iljabarsmíð). Um 50 manns voru í tveimur klef- um í al-Farwaniyya. Matur var mjög naumt skammtaður. Ekki var leyft að fara á salerni nema tvisvar á sólarhring hveijum. Að sjö dögum liðnum var ég látinn þola gervi- aftöku. Sá, sem yfirheyrði, setti byssu að höfði mér og tók í gikk- inn. Síðar rak hann byssukjaftinn í munn mér og tók aftur í gikkinn. Ég var neyddur til þess að skrifa undir skjöl, e.k. frásögn af yfir- heyrslunum. Kl. 4 eftir hádegi á mánudegi var ekið með okkur í þremur bílum til al-Jahra’-lögreglu- stöðvarinnar. Tólf var troðið í einn klefa. Nu vorum við átta eftir úr fjölskyldunni, því að Indveijunum þremur og Jemenanum var sleppt, en fjórum öðrum var bætt í hópinn. Okkur vár skipað að tala ekki sam- an. Yfirheyrslur hófust klukkan níu að kvöldi. Nú vorum við ekki barð- ir, heldur aðeins spurðir um fyrri yfirlýsingar. Næsta dag var ég sótt- ur kl. ellefu að morgni. Bundið vai fyrir augu mér. Þegar bindið var aftur tekið frá, sá ég spanskreyr- stafi og rafmagnsvíra. Mér var sagt að játa. Þegar ég neitaði, var ég kaghýddur með spanskreyrnum. Tveimur dögum síðar var öllum úr fjölskyldunni sleppt nema mér. Næsta dag ritaði ég nafn mitt und- ir ýmis skjöl. Þá var ég ásamt sjö öðrum sendur í farþegabíl að húsi í al-Jahr’a-hverfínu. Klukkan var sex að kvöldi. Farið var með okkur niður í kjallara. í húsinu virtist vera e.k. stjórnstöð öryggisgasZlumanna. Verðirnir voru borgaraiega klæddir; engjnn var í hermannabúningi. Þarna í lq'allaranum voru u.þ.b. 15 fangar. Fjórir þeirra voru Palestínu- menn. Verðirnir börðu okkur, þegar þeir áttu leið framhjá. Eftir fimm klukkutíma var farið með okkur í klefa. Þrír fangageymsluklefar voru á neðstu hæð hússins. Alls voru þar 85 fangar, 35 í einum klefa og 25 í hvorum hinna tveggja. Matur var mjög lítill og sjaldan fram borinn. Okkur var leyft að ganga til salernis einu sinni á dægri hverju. Barsmíðar voru látlausar. Læknir kom annan eða þriðja hvern dag. Hann leit á þá, sem veikir voru, og gaf þeim róandi efni. Við vorum yfirheyrðir á hveiju dægri í sérstöku herbergi. Varðmenn gengu um með rafstraumsstöng í hendi og vöktu fangana með þeim, hvenær sem var nætur, ailt eftir því, í hvernig skapi þeir voru þá og þá stundina. Oftast sáu sjö menn um að yfirheyra okkur í hvert skipti. Hver yfirheyrsla stóð Hussein hefur ekki aðeins beitt Kúvæta harðræði. Hann beitti eiturvopnum gegn Kúrdum i norðurhluta Iraks og varð þetta barn fyrir þeirri árás. Þessi Kúvæti ber barsmíðum ír- aka merki. yfir í u.þ.b. hálftíma, en á eftir fylgdi klukkust'undar löng pynting. Þeir börðu okkur með gúmmíslöng- um og settu rafstraum í okkur með stöngunum. í vikulok var farið með mig og átta aðra fanga [Amnesty Inter- national birtir ekki nöfnin] í lang- ferðabíl til Basra. Fyrst vorum við settir í Sijn al-Amn al-Siyassi (Ríkis- öryggisfangelsið). Mörgum írökum var haldið þar föngnum, aðallega félögum í al-Da’wa-al-Islamiyya*). Fyrsta daginn var ég í einangrunar- klefa. Þeir fóru nú að kvelja mig. Nögl var dregin út úr tá á hægra fæti. Drepið var í vindlingum á hendi mér. Rafstraumi var hleypt á líkama minn, ýmist með vírum eða stöng- um. Næsta dag var ég settur í’klefa með fjórtán öðrum. Einn fékk hjartaáfall. Engin læknisaðstoð var veitt. Hann gaf upp öndina. Ég var yfirheyrður einu sinni á dag. Að átta dögum liðnum var ég knúinn til þess að skrifa undir ýmis skjöl. Ég fékk ekki að sjá, hvað ég var að setja nafn mitt undir. Farið var með mig einan aftur til al-Jahra’. Eftir sex klukkustunda bið þar, var ég gefinn í hendur föður mínum. Ég hafði lézt um 20 kílógrömm." [Eiginkona hans skýrði Amnesty International frá því, að hermenn hefðu komið á heimili þeirra daginn eftir handtöku hans. Þeir börðu hana og tvær dætur þeirra hjóna, til þess að reyna að neyða þær til þess að jdta, að hann hefði flækzt í mótspyrnu andstöðuafla. Byssa var keyrð í hpfuð annarrar dótturinnar. Því var hótað, að hún yrði skotin til bana. Síðan snoppunguðu þeir hana og fleygðu til jarðar.] * [Frá 1980 liggur dauðarefsing við aðild að þessum irösku samtökum. Nafnið þýð- ir Hróp eða Neyðaróp íslams.] Um skipulagt rán og falskar forsendur Auk þeirra mannréttindabrota, sem hér er sagt frá, var opinberum eignum og eink'aeignum rænt og stolið í miklum mæli. Annað var eyðilagt. Alvarlegastir eru þjófnaðir og rán á lyflum, lækningatækjum, hjúkrunai'vörum og matvælum. Þessi altæka eyðilegging og rán- skapur, sem heimildir eru fyrir, bendir til þess, að hvorugt hafi ver- ið tilviljunarkennt eða einangrað á vissum sviðum og svæðum, heldur komi þar fram fastmótuð stefna stiórnarinnar í írak. Upplýsingai eru fyrir hendi um það, að sumum íröskum hermönnum þótti óþægi- legt að þurfa að framfylgja þessari stefnu. Allnokkrir þeirra, sem flúið hafa frá Kúvæt, hafa tjáð Amnesty International, að íraskir hermenn hafi beðið þá að fyrirgefa sér fyrir að leggja landið þeirra í rúst, en )eim hefði verið talin trú um það, að þeir væru sendir til þess að koma í veg fyrir innrás einhverra að utan inn í írak. Sumir kúvæzku fanganna, sem sluppu síðar, segja frá íröskum sam- föngum sínum, stundum hermönn- um. Þeir voru. sagðir „hafa kallað smán og vanvirðu yfir ætt sína“, )ví að þeir væru landráðamenn. Nýjar reglugerðir og bann við skeggvexti Almennir borgarar voru einnig handteknir fyrir að framfylgja ekki nýjum og óvæntum reglum, sem enginn vissi, að hefðu verið settar]. Nefna má bann við skeggvexti Kú- væta, sem sagt var, að hefði tekið gildi í fyrstu vikunni í septemb- er ... Þrítugur Kúvæti, sem flýði ■16. september, segir svo: „ ... skeggjaðir menn voru gripn- ir og þeim skipað að raka sig. Refs- ing við óhlýðni er sú, að skeggið er reytt og plokkað burtu með töng- um. Aðrar, svipaðar reglugerðir, sem hernámsliðið framfylgir og eru álíka gjörræðisfullar, hafa ekki ver- ið auglýstar opinberlega með form- legum hætti. Vandi okkar fólst í því, að við vissum ekki um þessar reglur, fyrr en við þurftum að fara framhjá hermönnum við vegartálma og eftirlitsstöðvar. Þeir upplýstu okkur um nýjustu reglugerðina, en þá var það orðið um seinan fyrir okkur, því að við höfðum þá þegar drýgt umræddan „glæp“. Ég veit um menn, sem írakar reyttu og slitu skegghárin af. Þeirra á meðal eru trúheitir öldungar, sem verða að vera skeggjaðir samkvæmt fomri siðvenju." Brennimerktur skólapiltur Meðal þeirra bama og unglinga, sem Amnesty International hefur talað við, er 16 ára gamall kúvæzk- ur piltur, sem var nemandi í fram- haldsskólanum í al-Farwaniyya. Hann var handtekinn 1. október, þegar hann sást úti við eftir myrkv- un. Hann segir: „Þeir fóm með mig á al-Rabia- lögreglustöðina. Ég var settur í klefa með ljórum öðmm. Mér var haldið þama í fimm daga. Ég var yfirheyrður alla daga, venjulega upp úr klukkan þijú eftir hádegi. Eg var spurður um föður minn, bræður og vini. Einhvern tíma í hverri yfir- heyrslu kom maður inn, barði mig krepptum hnefa og sló mig með belti. . . Eftir seinustu yfirheyrsl- una brennimerktu þeir mig með H-merki á vinstra handlegg. Til þess var notaður glóandi teinn. Mér var sagt, að kæmi ég mér aftur í vandræði, biði mín ömgglega ekkert nema dauðinn einn. Svo var mér sleppt og sagt að fara heim til mín.“ Skýrslur eru um langvarandi og hroðalegar pyntingar á 17-19 ára skólapiltum. Játningar vom til dæmis knúnar frám að lokum með því að láta piltana setjast ofan á flöskustúta, eða þeim var troðið upp í rassa þeirra. Börnin fóru að stama Andrúmsloft óttans kemur þungt niður á yngstu börnunum. Kúvæzk húsmóðir, hátt á fertugsaldri, [sem er flúin] lýsti þessu svo fyrir Amn- esty International: „ ... Börnin lifðu í stöðugum ótta. Mörg börn fóm að stama og gátu ekki lengur talað eðlilega. Onnur fóru sífellt að gera á sig, og gátu ekki ráðið við það. [Þegar börn- in okkar fóru að stama] fórum við með þau upp á þak. Við hrópuðum „Allahu Akbar“ (Guð er meiri) og sögðum þeim að hrópa með okkur. í fyrstu áttu börnin erfitt með að koma orðunum út úr sér, en við hvöttum þau til þess að reyna að hrópa eins hátt og þau gætu. Eftir nokkrar tilraunir [gátu sum þeirra farið að tala eðililega aftur, en önn- ur ekki].“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.