Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 Innihaldsrík sumarsaga eftír Benedikt Sigurðsson Villikettir í Búdapest er afar inni- haldsríkt raunsæisverk úr sam- tímanum þar sem augnablikið er fangað. Viðfangsefni þess er nán- asti samtími okkar, tími sem erfitt er að henda reiður á en markast af umbreytingunum, falli allra end- anlegra sanninda. Þessa sér víða stað í verkinu. Höfundur hæðist að fyrirfram ákveðnum formúlum og sleggjudómum, sem ekki ganga UPP- Og það er kaldhæðnislegt að •einmitt þegar hverfulleiki allra hluta verður ljós skuli bókmennta- fræðin tíðum halda í úreltar aðferð- ir, þar sem bókmenntir eru settar upp í formúlur í stíl endanlegra sanninda og flokkaðar sem „mis- heppnaðar" og „vel heppnaðar" og minna á alhæfingar Skólaljóðanna (bls. 35-36). Það er sömuleiðis dæmigert fyrir kaldhæðnina í þessu verki að kennarinn sem kennir bók- menntafræðina skuli vera af /68- kynslóðinni og tíunda það sí og æ en samt vera svo íhaldssamur að nemendur eigi að tyggja upp eftir honum skoðanir og sleggjudóma hans (bls. 53-54). Vísanir í Heinrich Böll (bls. 50-51) eru athyglisverðar og fullar af merkingu. Hans verk eru fræg fyrir að vera bókmennta- verk sem höfðu áhrif í þjóðfélags- umræðunni en voru óvinsæl af bók- menntafræðinni. Höfundur vísar í Böll og deilir jafnframt á tilhneig- ingu samtímans til að líta einvörð- ungu á það sem fínar bókmenntir sem séu fjarlægar alþýðu manna. Aðalpersóna verksins, Hervör Ólafsdóttir, er tónlistarkona og tón- list skipar veigamikinn sess í því enda snar þáttur í persónu hennar. Vísanir í tónverk eru afar veiga- miklar og þýðingarmiklar. Hún er í raun persóna sem er tímanna tákn, sumpart barn síns tíma, sumpart ekki. Að sumu leyti reynir hún að brjótast á móti samtíma sínum, að sumu leyti ekki. Hún fer og lærir söng, sem ekki getur talist hefð- bundið og hafnar tryggari lausnum á ævistarfi sínu. En hún ætlar sér að ná árangri enda er það boðorð tímans. Samband hennar við Ungverjann Míhály er mótað af lögmálum tíðar- andans. Hann kemur frá Búdapest, hann er einfari og á móti kerfinu en fær styrk til náms í sömu borg og hún. En hann fer alltaf sínar eigin leiðir. Og það er vitaskuld kaldhæðni í því fólgin að einmitt andófsmaðurinn, prófessorinn, sem er ungverskur, pólitískur flóttamað- ur, skuli vilja ráða algjörlega yfir stúdentum sínum, hefta athafna- frelsi þeirra, skikka þá til að standa í útréttingum fyrir sig. Míhály sætt- ir sig ekki við þetta og fær ekki meiri styrk. Raunar er það engin tilviljun að aðalpersónan í þessari bók skuli einmitt vera málvísinda- maður og eiga í sambandi við ís- lending. Það er tímanna tákn að fólk sem talar sjaldgæf tungumál og kemur af jaðarsvæðum í Evrópu nútímans skuli hittast þarna. Og Búdapest er þarna tákn gamla tímans, hinnar klassísku Evrópu, veraldar sem var: það er engin til- viljun að í þessari bók er brugðið upp myndrænni lýsingu, á þessari borg um leið og umbreytingar verða þar, þarna er augnablik sem nú er liðið, fangað. Samband þeirra er athyglisverð- ur spegill á samtímann. Sagan Benedikt Sigurðsson kynnir sig sem „sumarsögu" og kannski er það tímanna tákn. Þeir eru ugglaust margir af þessari kyn- slóð sem núna er rúmlega tvítug, sem þekkja það sem þarna er verið að lýsa. Slíkum samböndum hefur ' verið lýst með því að í þeim sé „elsk- ast án þess að elska", það sé með öðrum orðum eins og hver önnur lífsnautn á hraðfleygum tímum. Lýsingin á þessu sambandi eiríkenn- ist ekki af ástarjátningum heldur hreinum og klárum, sameiginlegum lífsnautnum. Og sambandið ein- kennist sömuleiðis af því að báðir aðilarnir eru „töff" samkvæmt boði tímans, þau geta fullkomlega kom- ist af án hins. Og kaldhæðnin nær hámarki þegar í ljós kemur að sam- bandið tekur senn enda. Þá er farið út í aðra sálma, talað um heilhveit- ispagettí og rauðvínstegundir, hald- ið áfram í hinum óbærilegu lífsnautnum, þarna er höfundur að draga upp skýra andstæðu við hefð- bundnar skilnaðarstundir bókmenn- tanna. Höfundur undirstrikar ástleysið, hið hraðfleyga samband persón- anna á mjög margvíslegan hátt. Margar vísanir í heim sagnfræði og tónlistar eru til vitnis um það. Hún er að skrifa ritgerð um Brahms og platónskan aflvaka tónlistar hans. Og þau hlusta sí og æ á Píanó- kvartett númer eitt, tónverk nítjándu aldar, verk sem spratt upp úr platónsku sambandi, þar sem elskað var án þess að elskast. I tónlistarsögunni eru verk Brahms líkast til eitthvert frægasta dæmið um slíkt. Þau mynda þannig and- hverfu við líferni aðalpersónanna í sögunni. Sömuleiðis skiptir gamla konan Helga miklu máli í þessu sambandi. Gömul ástarbréf hennar afhjúpa ást sem aldrei var endur- goldin; huglæg en varanleg, and- stæða hinna holdlegu ástríðna samtímans. Ingi Bogi Bogason skrifar rit- fregn um þessa innihaldsríku bók í Morgunblaðinu 20. desember síðastliðinn. Hann talar um „ótölu- legan" fjölda tónskálda. En sann- leikurinn er sá að vísanir í tónlistina eru afar innihaldsríkar og marg- víslegar í sögunni — þær mynda grind sem er nauðsynleg fyrir heild- artúlkun verksins. Þar er til dæmis vísað í Beethoven og það dæmi um allan umbreytanleika samtímans, sem túlkun verka hans er. Karajan sem var nokkurs konar einvaldur í tónlistarheiminum og frægur fyrir túlkun sína á Beethoven féll ein- mitt frá í fyrra. Ef til vill er frá- fall hans tímans tákn: Múrar falla og gömul gildi breytast. Kannski er jafnvel Beethoven breytingum háður. Það er lykilatriði í persónu þessa fólks að þau lifa alltaf sínu eigin lífi, — líka þegar þau eiga í sam- bandi við einhvern annan. Þau verða aldrei eitt, og það er einmitt enn einn frasinn úr bókmenntunum sem hæðst er að í bókinni: „Að verða eitt." Slíkt fólk breytist vita- skuld ekki þótt verulegar umbreyt- ingar verði í kringum það, það er einfarar, það er töff, það sýnir eng- ar breytingar á lundarfari sínu. Því má heldur ekki gleyma að sögu- tíminn er stuttur, það er einungis eitt lítið augnablik í rauninni, sem þarna er fangað og svipmyndirnar úr lífi þeirra þjóna einungis þeim tilgangi að varpa ljósi á samband þeirra. Hún á vondar minningar úr menntaskóla, hefur kynnst verri hliðum kynlífsins, hann hefur kynnst því að elska en verið hrygg- brbtinn illilega og sömuleiðis hrygg- brotið sjálfur — hann er dæmi um karlmann, sem geymir tiltekna kvenímynd í huga sér og getur aldr- ei losnað við hana — hann er alltaf að leita að einhverri einni, tiltekinrú konu. Þetta eru hlutir sem þau taka með sér inn í þetta stutta, hrað- fleyga, lífsnautnasamband. Bæði alast þau upp í hörðum heimi og kunna að bíta frá sér en það er sameiginleg þrá eftir ást og fegurð, sem sameinar þau í stuttu sam- bandi og birtist okkur eins og segir í upphafi verksins: í sumarsögu frekar en ástarsögu. Slíku sambandi hafa ekki verið gerð skil í íslenskri skáldsögu fyrr en í þessari raunsæju og innihalds- ríku bók. Höfundur stundar nám í bókmenntum ogfrönsku við Háskóla Islands. Loðskinnasalinn og barnaskapurinn eftir Magnús H. Skarphéðinsson í sl. viku hélt danskur loðskinna- sali sýningu á góssi sínu í húsa- kynnum Hótels Sögu. Við vorum mætt þar fyrir utan nokkrir fáir og smáir andstæðingaar loðskinna- iðnaðarins til að vekja athygli sýn- ingargesta á hlutskipti loðdýranna sem verða að teljast réttir eigendur feldanna sem til sýnis voru. Þetta var lærdómsríkt síðdegi í desembermánuði fyrir utan Súlna- salinn þar sem pelsklæddu gestirn- ir streymdu inn. Ekki svo að skilja að mig og hina loðdýravinina fimm hafi ekki langað að eyða þessu kalda síðdegi annars staðar en fyr- ir utan anddyrið á Sögu við litlar vinsældir aðstandenda hótelsins og syningarinnar. Oðru nær. En það var ekki síður lær- dómsríkt samtalið sem ég átti við íslenska loðskinnasalann á Skóla- vörðustígnum í hljóðstofu Rásar tvö þetta sama síðdegi í tilefni þess- arar erlendu uppákomu í hótelinu. Seint munu úr minni mér renna fullyrðingarnar um loðdýrarækt í búrum sem Eggert feldskeri bar þar á borð fyrir alþjóð. Hans rök og sannfæring voru einfaldlega að loðdýrunum í búrunum liði miklu betur en frjálsu og villtu loðdýrun- um í náttúrunni sem „berðust fyrir lífi sínu hvern dag"! Ekki annað en það. Það væri nú semsagt öldin önnur og miklu eftirsóknarverðari í búrunum örsmáu þar sem dýrin væru fædd reglulega og stæðu á vírneti alla sína ævi. Þetta er svona svipað og að segja að föngum allra landa hljóti að líða miklu betur en frjálsborna fólkinu utan rimlanna sem atast þarf í lífinu alla daga við að hafa í sig og á í bévítans frelsinu öllu. Ekki gengur þessi röksemd uppí mínum huga. Rannsóknir sýna að yfir 90% allra dýra sem eru í búrum af þessu tagi verða mjög fljótlega alvarlega geðveikir einstaklingar sem best sést á hegðun þeirra og atferli. Ekki síst hvernig sum þeirra um- gangast ungviði sitt í þessu óþverr- ans búrarusli öllu saman. Þ.e. þann örstutta tíma og sem aðeins sum þeirra fá að umgangast afkvæmi sín á annað borð. Búraheimspekin gerir nefnilega ekki ráð fyrir neinu huggulegu heimilislifi refanna, að ekki sé nú minnst á nokkurn sam- gang við náttúruna af neinu tagi. Og hitt. Danski loðskinnafarand- salinn, Finn Birger Christensen, sagði í viðtali við DV á mánudag- inn að andófið gegn loðskinnasöl- unni væri á undanhaldi í veröldinni „þar sem þetta fólk (þ.e. hinir aumkunarverðu dýravinir — ég og aðrir furðufuglar) sé farið að sjá að sér og gera sér grein fyrir hvers lags barnaskapur þetta sé." Aðeins það. Það er sumsé barnaskapur að halda fram þeirri skoðun að loðdýr- unum ííði nú hugsanlega ekki sem best í þessum 0,8 fermetra vírnets- búrum alla sína ævi. Og það er líklega einnig barnaskapur að vera þeirrar skoðunar að loðdýrin, sem veidd eru í dýraboga erlendis (og reyndar hérlendis stundum líka), eigi sérstaklega náðuga daga með fætur sína í gildrunni dögum og stundum vikum saman áður en þeirra er vitjað. Magnús H. Skarphéðinsson „Þetta er svona svipað og að segja að föngum allra landa hljóti að liða miklu betur en frjáls- borna fólkinu utan rimlanna." Það er h'klega aðeins barnaskap- ur að það s'é eitthvað athugavert við þessa framkomu okkar við hin dyrin hér á hnettinum að mati loð- skinnakaupmannanna. Höfundur er fyrrverandi vagnstjóri S VR og nemi í HÍ. Kjarvalsstaðir: Arngunn- ur Yr sýnir í Austursal ARNGUNNUR Ýr mun sýna ný verk í austursal Kjarvalsstaða dagana 12. til 27. janúar nk. Sýn- ingin nefnist Varanlegar menjar og eru verkin unnin á árunum 1989 til 1990 í Amsterdam, Reykjavík og San Francisco. Arngunnur Ýr stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982-1984 og lauk BFA-prófi frá San Francisco Art Institute 1986. Hefur hún tekið þátt í fjölda samsýn- inga í Bandaríkjunum, Evrópu og íslandi, auk þess sem hún hefur hald- ið einkasýningar hérlendis og vestan- hafs. Siðastliðinn vetur dvaldi hún í Amsterdam þar sem hún starfaði að nýju verkefni og er nú nýkomin frá San Francisco, þar sem hún hefur dvalið í haust. Myndirnar eru unnar með bland- aðri tækni. Þar er um að ræða hefð- bundnar aðferðir í olíumálun jafnt sem veggmyndir unnar úr viði, gleri, hári, málmum og ýmsum efnum öðr- um. Sýningin er opin daglega frá kl. 11.00 til 18.00. Sýningin verður opn- uð 12. janúar kl. 16.00 en þar munu Bryndís Halla Gylfadóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Bergljót Anna Har- aldsdóttir og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir flytja tónlist. ¦ UTSALAN HEFST í DAG Meiri háttar verðlækkun Inl // SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505-14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.