Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 36
36 MORGU'NBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÖAR 1991 Pennavinir Sænsk 31 árs kona með áhuga á blómum og forngripum: Yvonne Svensson, Jungmansgatan 447, 62152 Visby, Gotland, Sweden. Fimmtán ára þýskur strákur með tnörg áhugamál: Felix Bubenheimer, In den Etzmatten 7, 7813 Staufen, Germany. Japönsk stúlka, 21 árs, með áhuga á ferðalögum og íþróttum: Mika Iwadate, 6-20-4 chome, Iehinoe Edogawa-ku, Tokyo 132, Japan. Austurrískur póstkortasafnari sem langar að eignast íslensk kort: Rudolf Húber, A-4801 Traunkirchen-1, Austria. Þýsk 28 ára kona með áhuga á hestum, dansi, ljósmyndun og íþróttum: Ines Ambos, Talweg 44, 6604 Saarbriicken-Fechingen, Germany. Frá Þýskalandi skrifa hjón, 28 og 29 ára, sem eiga þtjú börn eins, þriggja og fjögurra ár. Langar að komast í samband við íslenska fjöl- skyldu: Siegfried Schneider, Adallert-Stiffer Strasse 10, 5450 Nelwied 12, Germany. Tvær austur-þýskar stúlkur, Angelika og Ulrike, sem eru 20 og 22 ára læknanemar, hafa mikinn áhuga fyrir öllu íslensku. Skrifa má báðum hjá: Angelika Mager, Schenkendorfstrasse 11B, Leipzig, 7030 Germany. Frá Sovétríkjunum skrifar 45 ára kona, sögukennari, sem vill eignast pennavini á svipuðu reki. Hún safn- ar póstkortum, frímerkjum og límmiðum: Natasha Fedjaeva, 164170 Mirnyi, Archangelsk Region, Sovetskaja 4-23, U.S.S.R. Ensk stúlka, 21 árs, sem hefur áhuga á því að læra íslensku: Nadine Melissa Hamil, 25 Daley Road, Litherland, Sefton, Liverpool L21 7Qg, England. Hirðulausa kynslóðin Kvikmyndir Amaldur Indriðason Skólabylgjan („Pump Up the Volume“). Sýnd í Regnbogan- um. Leikstjóri og handritshöf- undur: Alan Moyle. Aðalhlut- verk: Christian Slater, Scott Paulin, Ellen Green. í unglingamyndinni Skóla- bylgjanJeikur hinn ungi og efni- legi Christian Slater menntskæl- ing sem tekur að útvarpa tals- vert byltingarkenndu efni til jafnaldra sinna frá nk. sjóræn- ingjastöð heima í kjallaranum hjá sér. Hann er nýr í hverfinu, hlédrægur mjög og uppburðar- lítill í skólanum þar sem hann þekkir engan og talar ekki við neinn en þegar hann kveikir á hljóðnemanum á kvöldin um- turnast hann í mælskuhrólf og ræðir af kappi ýmis áhyggjuefni unglingsins, kvíða og örvænt- ingu, skólann, sjálfsmorð, sam- kynhneigð og hvaðeina annað sem unglingurinn getur haft áhyggjur af. Hann. æsir mjög lýðinn sem tekur að hlusta á þennan ungl- ingamessías í andakt og hann verður málpípa hins kúgaða og örvæntingarfulla fjölda í menntaskóla staðarins en heldur því alltaf leyndu hver hann er. Slater er mjög öflugur í hlut- verki hins uppreisnargjarna predikara og myndin er einlæg og metnaðarfull skoðun á áhyggjuefnum kynslóðar sem hefur allt til alls en fínnur fyrir ákveðnu tilgangsleysi. Skóla- bylgjan er mynd sem fjallar um böm ’68-kynslóðarinnar, böm fijálslyndu foreldranna og hipp- anna. Hún er um „hirðulausu kynslóðina“, eins og útvarpsp- redikarinn ungi kallar hana, sem engan málstað hefur að veija eða hjartans baráttumál. Foreldrarir átu öll skemmtilegu baráttumál- in; ’68-kynslóðin tæmdi gersam- lega umræðuna um kynlíf, pólitík og dóp svo nú er ekkert eftir lengur. Það er búið að gera allt áður, kvartar unglingurinn í út- varpið. Myndin er ágætlega skrifuð af leikstjóranum Alan Moyle, sem nær sér best upp í útvarps- sendingum stráksins, en það sem helst háir henni er að unglinga- bölið sem hún skapar er lítið undirbyggt, ástæðurnar fyrir vandamálunum, sem hún gefur sér að hijái unglingana, koma ekki mjög ljóslega fram svo heila málið lítur ekki mjög sannfær- andi út. Myndin talar eflaust máli margra unglinga af „hirðu- lausu kynslóðinni“ og hún tekur á mörgu af því sem unglingar eiga við að glíma en gefur sér fullfrekt sem sjálfsagðan hlut að þeim líði almennt mjög illa og þeir kveljist í tilvistarkreppu og tilgangsleysi. En hér er engu að síður á ferðinni mun vitrænni unglinga- mynd en gengur og gerist, mynd sem virðir tilfinningar og hugs- anir unglingsins og fer með hann eins og hann sé af holdi og blóði ólíkt svo mörgum ódýrum og slökum unglingamyndum sem höfða eiginlega ekki til eins eða neins. RUNAR ÞOR skemmtir oestum RAIIÐA UÓNSINS f kvöld og annað kvöld. Snyrtilegur klæðnuóur. ÞÓRSCAFÉ HLJÓMSVEITIN SMELLIR RAGRIAR BJARNASON HÚSID OPNAR KL. 22:00 BORGARUNNENDUR! Alþjóðlegt kveðjuhóf og ball í kvöld „ÍSLANDSVINIR“ stjórna lokahófinu og leika fyrir dansi dansamir íÁrtúni íkvöld frá kl. 21.30-03.00. . Hljómsveit Jóns Sigurðssonar skemmtir ásamt söngkonunni Hjördísi Geirs. Höfum ávallt sali fyrir minni og stærri árshátíðir og hverskonar mannfagnað. Dansstuðið er í Ártúni VEITINGAHÚS Vagnhöfða 11, Reykjavík, sími 685090. & DA\SHISID HLJÓMSVEIT FIIUIUS EYDAL OG HELEIUA EYJÓLFSDÓTTIR HÚSIÐ OPNAR KL. 22:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.