Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 Ragnar Þorvalds- son - Minning Fæddur 24. janúar 1906 Dáinn 3. janúar 1991 Vakið standið stöðugir í trúnni, - verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kærleika gjðrt. (Páll postuli) Þega,r ég settist niður til að setja fátækleg minningarorð á blað við fráfall frænda míns, Ragnars Þor- valdssonar komu mér fyrst í hug þessi orð Páls postula. Ragnar verð- ur mér og systkinum mínum ekki síst minnisstæður fyrir það hversu karlmannlegur hann var og kær- _ leiksríkur og umhyggjusamur í garð ' frændfólks og vina. Ragnar var fæddur að Simbakoti á Eyrarbakka 24. janúar 1906 sjötti í aldursröð af tíu bömum Þorvaldar Björnssonar og Guðnýjar Jóhanns-' dóttur. Nú eru öll þessi systkini horfin yfir móðuna miklu. Eyrarbakki var á æsku- og upp- eldisárum Ragnars mikill verslunar- og þjónustustaður og jafnframt mikil útgerðarstöð. Þrátt fyrir það ríkti mikil fátækt á Eyrarbakka á æskuárum Ragnars einsog reyndar víða hér á landi fyrstu áratugi þess- arar aldar. Þau Þorvaldur og Guðný fóru ekki varhluta af fátæktinni. Þeim var meðal annars meinað að ganga í hjónaband vegna þess að þá losnaði fæðingarhreppur föður- ins við framfærsluábyrgðina, þó giftu þau sig með konungiegu leyfi síðar á ævinni eða 1918. í Simba- koti var marga munna að metta við lítil efni. Gæfa þeirra Þorvaldar og Guðnýjar var sú að þau komu nokkrum af börnum sínum til fóst- t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, NIKÓLÍNA KONRÁÐSDÓTTIR, áður Austurbrún 25, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu 9. janúar. Jarðarförin’auglýst síðar. Kristinn Sveinsson, Sveinn Kristinsson, Elfn Snorradóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EGGERT GUNNARSSON skipasmíðameistari, Sóleyjargötu 12, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Jóna Guðrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÓLÖF RUNÓLFSDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, áður Ásvallagötu 51, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, föstudaginn 11. janúar, kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam- lega bent á Styrktarsjóð Hrafnistu, Reykjavík. Jónína R. Þorfinnsdóttir, Sveinn A. Sæmundsson, Gunnlaugur Þorfinnsson, Sigrún Gísladóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GÍSLI S. REIMARSSON, Háaleiti 28, Keflavík, verður jarðsunginn frá Kéflavíkurkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sjúkrahús Keflavíkur eða Félag heyrnar- lausra. Ingibjörg Gxiðrún Sigurvaldadóttir, Þorbjörn Gíslason, Gunnar Gíslason, Jóhanna Gísladóttir, Reimar Marteinsson og systkini. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS GÍSLASONÁR múrarameistara, Dalseli 24, áður Nökkvavogi 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækningadeildar 12-A Land- spítalans. Hörður Gísli Pétursson, Gyða Gunnlaugsdóttir, Sigurður Þór Pétursson, Árnína Dúadóttir, Bella Hrönn Pétursdóttir, Brynjólfur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. urforeldra á góð heimili. Sárt hefur verið að senda börnin frá sér en léttir að vita þau hjá góðu fólki þar sem nóg var að borða. Þó Ragnar Þorvaldsson væri alinn upp við kröpp kjör var ekk hægt að greina að hann hafi liðið skort í æsku. Ragnar var mikið hraustmenni og einstakur fjörmaður. Grun hef ég um að hann hafi sótt mjög svipmót til Jóhanns afa síns sem sagt var um áð hefði ver- ið einn vaskasti maður sem skinn- klæddist á milli Ölfusár og Þjórsár. Þeir sögðu stundum frá því bræð- umir, faðir minn og Ragnar, að grútarlýsið sem þeir supu úr tunn- unum á Eyrarbakka til að lina sár- asta sultinn hafi runnið vel í köggl- ana. Ragnar ólst upp í foreldrahús- um og fór snemma að vinna, hugur- inn beindist fljótt að sjómennsku og má segja að lífsstarf hans hafi tengst sjómennsku alla ævi. Aðeins fjórtán ára gamall hélt hann vestur í Herdísarvík, þar reri hann sína fyrstu vertíð á áraskipi. Erfitt er að setja sig í spor þessa unga drengs og harðneskjulegt sýnist það í dag að vera sendur í slíkt erfiði. Þarna tókst fermingarbarnið á við vosbúð og stælti skap ’og vöðva í átökum við úfið hafið á opnu áraskipi. Þeir félagar urðu ennfremur að sækja allar vistir fótgangandi til Hafnar- fjarðar. En karlmennskulundin og áræðið fylgdi þessum manni til hinstu stundar. Hvort það var brim- ið undir svörtum hömrum Krísuvík- urbjargs eða ættarfylgja sem mót- uðu Ragnar með þessum hætti skal ósagt látið. Sem ungur maður vann Ragnar ýmis landstörf, man ég að gamlir menn í minni sveit töluðu um hversu langt hann henti hnaus- unum við handgröftinn í akkorðs- vinnunni í flóaáveitunni. En það var hafið sem heiilaði og sextán eða sautján ára er hann orðinn togara- sjómaður og stundar það starf næstu árin. En 1927 heldur Ragnar til Vestmannaeyja og er til húsa hjá Runólfi Jónssyni og Sólrúnu Guðmundsdóttur í Bræðfatungu en þau höfðu áður búið í Hausthúsum á Stokkseyri. Þarna á heimilinu kynnist hann þeirri konu sem átti eftir að standa við hlið hans í blíðu og stríðu í yfir sextíu ár. Hinn 1. júní 1929 gengur hann að eiga unnustu sína, dóttur þeirra hjóna í Bræðratungu. Ingibjörg Runólfs- dóttir hefur stutt mann sinn í gegn- um lífið og samhent voru þau um heimili sitt og fjölskyldu. Þau Ragn- ar og Ingibjörg eiga orðið stóran hóp afkomenda en börn þeirra eru fjögur og öll búsett í Reykjavík tal- in upp í aldursröð: Haraldur skrifstofustjóri kvænt- ur Svöfu Guðmundsdóttur og eiga þau þijú börn. Sólveig Þóra gift Hafsteini Guðmundssyni og eiga þau tvo syni. Guðný gift Jóni Steindórssyni og eiga þau tvö börn. Sólrún gift Erni Gústafssyni og eiga þau tvær dætur. Lengst bjuggu þau hjón að Litla Hvammi í Vestmannaeyjum. Ragn- ar stundaði sjóinn af kappi, var lengst stýrimaður hjá kunnum afla- mönnum í Vestmannaeyjum, hjá Sighvati Bjarnasyni,_ Guðmundi Vigfússyni í Holti og Óskari Gísla- syni. Ragnar gat valið um skiprúm. Ennfremur var hann formaður nokkrar vertíðir á t.d.-mótorbátun- um Freyju og Atlantis. Öll vinna til sjós lék í höndum Ragnars og hafa margir sem með honum unnu minnst þess hversu góður hann var að leiðbeina og hjálplegur ungum mönnum til sjós. Ragnar gat verið hvass á yfirborðinu og gustaði af honum við vinnu og kröfuharður um að allir gerðu skyldu sína, hygg ég að þeir sem reyndu að hlífa sér hafí fengið sendan tóninn. Þau hjón flytja frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur 1963 og bjuggu eftir það í Safamýrinni. Tvö síðustu árin í Vestmannaeyjum vann Ragnar í landi við netagerð og varð það einn- ig starf hans í Reykjavík. Að vísu fór hann nokkra túra á millilanda- skipum, komst m.a. til Grikklands og minntist þessara ferða oft síðar. Ragnar Þorvaldsson verður mörg- um sem honum kynntust eftirminni- legur bæði í sjón og raun. Hann var glæsimenni, vel meðalmaður á hæð og fríður sýnum. Karlmenni að burðum svo fáir vissu afl hans. Röddin var hljómmikil og sterk. Ragnar var skemmtilegur og góður félagi með að vera. Það merkilega var með þennan sterklega mann sem talaði kynngimagnaða íslensku að allt veikt og smátt dró hann að sér. Þegar Ragnars var von að Brúnastöðum í gamla daga ríkti tilhlökkun á heimilinu, nú áttu allir von á gesti. Enda var hann óspar að hvetja frændfólkið að segja eða , gera eitthvað sem vakti fögnuð ekki síst hjá krakkaskaranum. Mér hefur orðið tíðrætt um hreysti þessa frænda míns, það hafa sagt mér Vestmanneyingar að einhveiju sinni þreyttu hraustmenni Eyjanna með sér kefladrátt og stóð Ragnar uppi sem sigurvegari. Þegar einn hraust- asti kraftamaður á þessari öld kom til Vestmannaeyja að sýna listir sína var það Ragnar sem jafnóðum rétti upp járnin sem hinn beygði. En mergjuðust er sagan þegar Eyja- menn tóku breskan bát í landhelgi og ætluðu Bretarnir að streitast á móti, stökk þá Ragnar um borð og gaf frá sér slíkt heróp að öll and- spyrna fjaraði út. Þrátt fyrir slíkar sögur af afli Ragnars og óvenjulegu lífsljöri er það hin persónulega hlýja og umhyggja sem hann bar til vina sinna sem uppúr stendur nú við leiðarlok. Hann var á ferðinni, staldraði stutt við, gladdist yfír vel- gengni, tók þátt í sorg með karl- mannlegri stillingu. Tryggðin mikil við vini og byggðirnar sem hann unni svo sem Eyrarbakka og Vest- mannaeyjar, þar var hugurinn löng- um. Margir munu sakna Ragnars, sárastur er missir Ijölskyldunnar. Ég held þó að Ragnar hafí „ekki litið á dauðann sem óvin heldur óhjákvæmilegt ævintýri“. í þeirri hugsun er fólgin mikil huggun. Ragnari var ekki að skapi að hopa í lífínu, hann tók líka á móti og barðist ótrauður við elli kerlingu og vildi leggja sig undir hveija þá aðgerð sem gerði honum kleift að ganga óhaltur og standa óstuddur. Síðustu orðin hljóma enn í eyrum mínum ekki síst af þeirri stillingu sem þau voru sögð er ég kom til þeirra hjóna í desemberbytjun. Ragnar kallaði á eftir mér: Segðu honum Jóa bróður þínum að koma sem fyrst svo ég megi sjá hann nafna minn, því enginn veit. En þau Olga og Jóhann höfðu skírt nýfædd- an son í höfuðið á Ragnari. Þeir náðu að hittast, nafnarnir. Nei, enginn veit hverjum klukkan glym- ur en Ragnar lifði sín hinstu jól í faðmi fjölskyldu sinnar. Stunda- glasið var að tæmast, á þriðja degi á nýju ári varð hann bráðkvaddur. Fremur en að bogna þá brast lífs- boginn. Hann var einnig snöggur að kveðja, hann Ragnar, og tók daginn snemma. Kæra Ingibjörg, við hjónin vott- um þér dýpstu samúð og fyrir mína hönd og systkina minna þakka ég Ragnari kærleikann í okkar garð' og allar minningarnar sem við eig- um um hann. Fari frændi i friði og friður Guðs fylgi honum um ný ævintýralönd. Guðni Ágústsson „Genginn er góður drengur"! Ragnar Þorvaldsson, Safamýri 17, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að morgni 3. jan. 1991. Ragn- ar var fæddur að Simbakoti á Eyr- arbakka 24. jan. 1906 sonur hjón- anna Þorvaldar Björnssonar og konu hans, Guðnýjar Jóhannesdótt- ur, einn úr hópi margra systkina. Ólst Ragnar heitinn upp og dvaldist að mestu leyti sín bernsku- og ungl- ingsár á Eyrarbakka, þar sem sjór var sóttur við brimóttar strendur og gnýr úthafsöldunnar var svefn- hljóð íbúanna, á þessum stað var starfí hinna fomu víkinga haldið við, þar sem menn sóttu sjávarfang í faðm ægisdætra. í þessu andrúms- lofti ólst Ragnar upp og meðtók sitt víkingsblóð, til starfa við sjó- sókn lengstan hluta ævi sinnar. Hann byijaði ungur að árum að stunda sjó, fyrst aðeins 14 ára gam- all á áraskipi frá Herdísarvík, síðan 17-18 ára gamall fer hann á togara og er á þeim um nokkurt skeið, lendir meðal annars í Halaveðrinu mikla 1925, er þá á bv. Hilmi frá Reykjavík. Um tvítugsaldur heldur Ragnar til Vestmannaeyja til sjó- róðra þaðan. En þar hafði verið og var mikill uppgangur í allri útgerð, þannig að Vestmannaeyjar voru þá orðnar ein stærsta verstöð landsins og hafa verið það síðan. Ragnar undi hag sínum vel í Eyjum og kynnist þar fljótlega ungri stúlku, móðursystur minni, Ingibjörgu Runólfsdóttur, dóttur Runólfs Jóns- sonar og Sólrúnar Guðmundsdótt- ur, sem fiutt höfðu til Vestmanna- eyja upp úr 1920 og byggðu ásamt sonum sínum húsið Bræðratungu við Heimagötu 27, fór það undir hraun í gosinu 1973, áður' höfðu Runólfur og Sólrún búið með börn- um sínum að Hausthúsum á Stokks- eyri, sem Runólfur byggði 1896. Var Runólfur ættaður úr Árnes- sýslu, en Sólrún úr Rangárvalla- sýslu. Er Ingibjörg fædd 13. jan. 1907 í Hausthúsum. Með Ragnari og Ingibjörgu tókust góðar ástir, þau giftust 1929 og lifðu í farsælu hjónabandi til hinstu stundar Ragn- ars. Ragnar og Ingibjörg eignuðust fjögur börn: 1. Haraldur fæddur 15. okt. 1929 í Vestmannaeyjum, skrifstofustjóri hjá Flugmálastjórn, kona hans er Svava Guðmundsdóttir húsmóðir og eiga þau þijú börn: Huldu, Ragnar og Ingibjörgu. 2. Sólveig Þóra fædd 29. okt. 1935 í Vestmannaeyjum, maður hennar er Hafsteinn Guðmundsson rafvirki og eiga þau tvo syni: Helga og Guðmund. 3. Guðný fædd 12. ágúst 1940 í Vestmannaeyjum, maður hennar er Jón Steindórsson loftskeytamað- ur, eiga þau tvö börn: Guðmundu og Harald. 4. Sólrún fædd 20. júlí 1951 í Vestmannaeyjum, maður hennar er Orn Gústafsson bílasmiður, eiga þau tvær dætur: Lilju Björk og Rögnu Björgu. Ragnar og Ingibjörg hafa eignast tíu barnabarnabörn, én misstu eitt í frumbernsku, eru afkomendur þeirra því orðnir 23 talsins. Báru Ragnar og Ingibjörg mikla um- hyggju fyrir börnum sínum, sem þau sýndu í ástúð og kærleika. Ragnar og Ingibjörg byijuðu bú- skap sinn á Jaðri við Vestmanna- braut, húsið Jaðar áttu systir Ingi- bjargar, Jónasína Þóra, og maður hennar, Þórarinn Guðmundsson skipstjóri, síðan bjuggu þau í ný- byggðu húsi bróður Ingibjargar, Sigurmundar, á Vestmannabraut 25, eftir það fluttu þau að Akri við Landagötu, þar sem þau bjuggu þar til þau festu kaup á húsinu Litla- Hvammi (Kirkjuvegi 39B), þætti það ekki stórt hús á nútímamæli- kvarða. Eftir nokkurra ára búsetu í Litla-Hvammi og stækkun fjöl- skyldu réðust þau í að stækka hús sitt svo úr varð hið myndarlegasta einbýlishús, bjuggu þau þar sæl og ^ánægð, þar til eldri börnin þrjú voru öll sest að í Reykjavík, þá seldu þau hús sitt Litla-Hvamm og keyptu sér íbúð í Reykjavík, jarðhæð húss- ins Safamýri 17 í Reykjavík. En það hús var Haraldur sonur þeirra að byggja ásamt svila sínum, Har- aldi Jenssyni skipstjóra. Fluttu þau Ragnar og Ingibjörg því til Reykja- víkur þegar íbúð þeirra var tilbúin, ti! að vera í nálægð barna sinna og barnabarna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.