Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
Verksmiðja Sanitas enn innsigluð í gær:
Megiim engan veginn við því að
missa fyrirtækið úr rekstri
- segir Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, en starfs-
fólk hefur lýst áhyggjum sínum vegna lokunarinnar
INNSIGLI var enn í gær á verksmiðju Sanitas á Akureyri, en bæjar-
fógeti lét innsigla fyrirtækið vegna vangoldins virðisaukaskatts á
þriðjudag. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur samið við fjármála-
ráðuneyti um greiðslu skuldarinnar og kvaðst hann í gær gera upp
einhvern næstu daga þannig að málið ætti að leysast. Bæjarfógeti
sagðist vilja sjá peninga, verksmiðjan yrði ekki opnuð nema hann
fengi peninga á borðið.
Kristín Hjálmarsdóttir formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, én
•flestir starfsmanna fyrirtækisins
eru aðilar í því stéttarfélagi, sagði
að starfsmenn hefðu lýst áhyggjum
sínum vegna lokunarinnar. „Við
Skíðasvæðið í Hlíðar-
fjalli opnað á morgun
SKIÐASVÆÐIÐ í HHðarfjalli
verður opnað á morgun, laugar-
dag, og verður opið báða dagana
um helgina frá kl. 10 til 17.
Skíðafæri er sæmilegt, en enn
er ekki mjög mikill snjór þar
efra þannig að fólk er hvatt til
að fara varlega, einkum þar sem
búast má við fremur slæmu
skyggni.
Ivar Sigmundsson forstöðumað-
ur Skíðastaða sagði að þijár lyftur
yrðu ræstar á morgun, í Hóla-
braut, Hjallabraut og stólalyftan,
en efsta lyftan á svæðinu, Stromp-
lyftan, er enn mjög ísuð eftir óveð-
rið í síðustu viku og hafa menn
ekki enn getað barið af henni. Þá
er engan veginn nægur snjór þar
uppi, enda svæðið mjög stórgrýtt
og þarf því óhemjumagn af snjó.
„Ég hef það eftir veðurglöggum
manni, sem vel hefur fylgst með
snjóalögum, veðri og dýralífi til
fjölda ára, að þetta verði mikill
snjóavetur, sá snjór sem við höfum
fengið að sjá síðustu tvo vetur er
bara föl miðað við það sem koma
skal. Til marks um væntanlegan
snjóavetur sagði sá veðurglöggi,
að mýsnar hefðu verpt mjög ofar-
lega \ trjánum síðasta sumar,“
sagði ívar.
megum engan veginn við því að
missa þetta fyrirtæki úr rekstri hér
í bænum. Þarna vinna að jafnaði
rúmlega 30 manns og það munar
um hvert starf þegar ástandið í
atvinnumálum er eins og það er nú
á Akureyri,“ sagði Kristín.
Heimir Ingimarsson formaður
Atvinnumálanefndar Akureyrar-
bæjar sagði að nefndinni hefði ver-
ið gerð grein fyrir gangi mála hjá'
verksmiðjunni og þeim erfiðleikum
sem þar væru, en ekki hefði verið
leitað formlega eftir aðstoð nefnd-
arinnar. „Átvinnumálanefnd og
bæjaryfirvöldum er fullljós þýðing
þessa fyrirtækis hér í bænum í at-
vinnulegu tilliti og við munum
styðja þá aðila sem hugsanlega
reisa þetta fyrirtæki við. Menn vilja
hins vegar að tryggt sé að forræði
heimamanna verði í rekstrinum ef
bærinn kemur að einhverju leyti inn
í þetta,“ sagði Heimir.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Lagt í rennibrautina
Flugfélajg Norðurlands:
Húsavíkurflugið hefst í febrúar
vegna tafa á afhendingu þotunnar
Aætlunarflug milli Akureyrar og Keflavíkur hefst í apríl
ÞOTAN sem Flugfélag Norður-
lands festi kaup á síðasta haust
verður væntanlega afhent félag-
inu í lok næstu viku og er reikn-
að með að hún verði komin til
Akureyrar um 20. janúar. Af-
henda átti vélina um miðjan des-
ember, en ekki varð af því af
ýmsum ástæðum. Vegna þessara
tafa var ekki unnt að hefja áætl-
unarflug félagins á milli Húsa-
víkur og Reykjavíkur nú um ára-
mótin eins og fyrirhugað var, en
ef allt gengur að óskum varðandi
afhendingu vélarinnar hefst
Húsavíkurflugið í byrjun febrúar
næstkomandi. Þá er stefnt að því
að hefja áætlunarflug á flugleið-
inni Akureyri-Keflavík í byrjun
apríl.
Sigurður Aðalsteinsson fram-
kvæmdastjóri Flugfélags Norður-
Skeljungur og Arni Sæmunds-
son vilja kaupa Hótel Olafsfjörð
TVÖ tilboð hafa borist í hlutabréf Ólafsfjarðarbæjar í Hótel Ólafs-
fjörð, frá Skeljungi hf. annars vegar og Arna Sæmundssyni sjómanni
í Ólafsfirði hins vegar. Ólafsfjarðarbær á um 67% hlutafjár í hótel-
inu, Ferðamálasjóður um 30% og fjöldi aðila það sem á vantar. Á
hluthafafundi sem haldinn verður í næstu viku verður samþykktum
félagins breytt á þann veg að hömlur varðandi kaup og sölu hlutafjár
verða felldar úr gildi.
Bjarni Kr. Grimsson bæjarstjóri
,í Ólafsfirði sagði að Skeljungur
' hefði gert bænum tilboð i hótelið í
vetrarbyijun og í framhaldi af því
hefði verið kannnað á meðal hlut-
hafa hvort þeir hyggðust nýta sér
forkaupsrétt sinn kæmi til þess að
bærinn seldi hlut sinn í hótelinu.
Einn hiuthafanna, Árni Sæmunds-
son, sjómaður í Ólafsfirði, sendi
bænum tilboð í kjölfar þessarar
fyrirspurnar.
*
Alfadans o g brenna
á íþróttasvæði Þórs
- ' HINN ÁRLEGI álfadans og brenna íþróttafélagsins Þórs verður á
morgun, laugardaginn 12. janúar, á íþróttasvæði félagsins og hefst
kl. 17. Vegna veðurs og ófærðar þurfti að fresta þessari skemmtun
um síðustu helgi.
Landsþekktir skemmtikraftar
koma fram, svo sem Ómar Ragn-
arsson. Bjartmar Guðlaugsson mun
að venju taka lagið sem og Jóhann
Már Jóhannsson. Jólasveinar verða
á vappi, álfar, púkar, tröll og aðrar
kynjaverur, en í lok dagskrárinnar
verður flugeldasýning. Aðgangur
er ókeypis fyrir börn yngri en 7
ára. Um kvöldið verður brennuball
í Hamri, opið öllum Þórsurum.
„Við eigum eftir að meta þessi
tilboð og í framhaldi af því verður
tekin ákvörðun við hvorn aðilann
verður rætt,“ sagði Bjarni. Hluthaf-
afundur hefur verið boðaður á mið-
vikudag í næstu viku og sagði
Bjarni að yfirlýst markmið þess
fundar væri að samþykkja nýjar
samþykktir fyrir félagið sem m.a.
felast í því að hömlur varðandi kaup
og sölu hlutafjár verða felldar úr
gildi.
Hótel Ólafsfjörður er tveggja
hæða hús, byggt upp úr 1970. Á
neðri hæð þess er veitingaaðstaða
og fundarsalir, en gistiaðstaða á
þeirri efri. Reksturinn hefur, að
sögn Bjarna gengið furðu vel miðað
við aðstæður, en hótelið er rekið
sem heilsárshótel. „Ég hef lýst
þeirri skoðun minni, að mér finnst
að sveitarfélög eigi ekki að vasast
í atvinnurekstri, geti einkaaðilar séð
um það. Hins vegar eiga sveitarfé-
lög að sjá um þjónustu og sjá svo
um að grundvöllur skapist fyrir
atvinnureksturinn þannig að hann
gangi. Við teljum, að í þessu máli
verði rekstri Hótéls Ólafsfjarðar
betur borgið í höndum einkaaðila
er. þess hlutafélags sem nú sér um
reksturinn og bærinn er stór aðili
að,“ sagði Bjarni.
lands sagði að þess væri vænst að
nýja þotan yrði afhent félaginu í lok
næstu viku. Vélin er 19 sæta, jafn-
þrýstibúin skrúfuþota af gerðinni
Metro Fairchild 111. Upphaflega
átti að afhenda vélina um miðjan
desember, en verið er að yfirfara
hana alla ytra, setja upp ný tæki,
m.a. sjálfstýringu og svokallaðan
svartan kassa.
„Afliendingin hefur einfaldlega
dregist og lítið við því að gera, en
fyrir bragðið höfum við orðið að
fresta áætlunarflugi okkar á milli
Húsavíkur og Akureyrar. Við ætl-
uðum að byija strax eftir áramótin
eins og heimilað er, en ef allt geng-
ur að óskum og vélin verður komin
hingað norður um eða upp úr 20.
janúar þá förum við fyrstu ferðina
í þessu áætlunarflugi 2. febrúar,“
sagði Sigurður.
Flugfélagi Norðurlands var út-
hlutað 20% af flutningi á milli Húsa-
víkur og Reykjavíkur og verður
beint flug á þessari leið þrisvar í
viku fram til vors, á miðvikudags-
morgnum og um miðjan dag laugar-
daga og sunnudaga. í sumar verða
farnar fjórar ferðir, en ekki hefur
verið gengið frá áætlun.
Nýja vélin verður einnig notuð í
áætlunarflugi félagins á milli Akur-
eyrar og Keflavíkur, sem hefja á í
byijun apríl, en ár er síðan félaginu
var úthlutað leyfi til flugs á þeirri
leið. Þar sem aðstaða var ekki til
staðar fyrir félagið í Leifsstöð hefur
dregist að flug þetta geti hafist.
Farnar verða fjórar ferðir í viku á
þessari flugleið og sagði Sigurður
að verið væri að skoða á hvern
hátt nýting yrði best á þessu flugi.
Flestar brottfarir væru að morgni,
en komur að kvöldi. „Ég reikna
með að við veljum þann kost að
fljúga síðdegis, þannig að Akur-
eyringar og aðrir í nágrenninu kom-
ist beint heim frá útlöndum, okkur
sýnist það muni henta betur,“ sagði
Sigúrður.
„Danskt“
innsigli
fógeta
„VIÐ notum gamla töng þegar
við innsiglum, ég veit ekki
hversu gömul hún er, en sjálf-
sagt tengist þetta eitthvað
danska tímanum,“ sagði Björn
Rögnvaldsson fulltrúi hjá bæj-
arfógetaembættinu á Akureyri.
Athygli hefur vakið að kóróna
þrýðir innsigli það sem nú lokar
dyrum fyrirtækisins Víking
Brugg á Akureyri. Á nýjum inn-
siglum er það skjaldarmerki ís-
lands sem er þar í öndvegi.
„Þessi töng sem við notum hef-
ur verið hér lengi, en nákvæmlega
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Kóróna prýðir innsiglið á dyr-
um Viking Brugg á Akureyri,
en notuð er gömul töng þegar
fyrirtæki eru innsigluð.
hversu lengi veit ég ekki. Það
stendur hins vegar til að end-
urnýja og taka upp samskonar
tæki og notuð eru í Reykjavík.
Það vill oft verða þannig að til
endurnýjunar kemur síðar úti á
landi en á höfuðborgarsvæðinu,"
sagði Björn.