Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 2
1 Iffli aAlTHAl .11 ínjOAQUTBO'í QIQAJaHTJDíK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 Samningar um sólarlandaflugið standa yfir: Útlit fyrir að Sam- vinnuferðir skipti ekki við Flugleiðir ÚTLIT er fyrir að Flugleiðir annist ekki sólarlandaflug fyrir Sam- vinnuferðir-Landsýn í sumar. Ferðaskrifstofan er að ræða við innlend og erlend leiguflugfélög um flugið, meðal annars Atlantsflug hf. sem ætlar að hefja leiguflug og er með umboð fyrir spænska flugfélagið Oasis. Helgi Jóhannsson framkvæmdasljóri Samvinnuferða-Landsýnar segir að Flugleiðir bjóði ekki samkeppnisfært verð. Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða segir að félagið sé að mestu búið að ráðstafa tii annarra ferðaskrifstofa því sólarflugi sem það anni í suraar. Flugleiðir önnuðust ieiguflug fyrir Samvinnuferðir-Landsýn til sólar- Ökuleyfissviptingar: 16 konur í hópi 208 ökumanna 208 ÖKUMENN voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða vegna of hraðs aksturs í Reykjavík á liðnu ári. Réttur helmingur, 104, var tvítugur eða yngri, 39 voru yfir þrítugu en aðeins 14 eldri en fertugir. Af þess- um 208 ökumönnum voru að- eins 16 konur. 17% þessa flölda, 36 öku- menn, voru sautján ára og höfðu því haft ökuréttindi skemur en í eitt ár. 28 átján ára ökumenn, 24 nítján ára og 16 tuttugu ára lentu í því sama. 12 hinna sviptu voru 21 árs og 15 22 ára. Að jafnaði eru þeir ökumenn sviptir - ökuréttindum vegna hraðaksturs sem staðnir eru að því að aka meira en fimmtíu kílómetrum á klukkustund hrað- ar en lög leyfa á hverjum stað. landa á síðasta ári. Einar sagði að samningar hefðu ekki náðst nú og Samvinnuferðir snúið sér annað. Hann sagði að Flugleiðir ættu enn í viðræðum við Samvinnuferðir um sæti í áætlunarflugi félagsins á þessu ári og ferðir sem Samvinnu- ferðir sæju um fyrir launþegasam- tökin. Helgi sagði að Samvinnuferðir væru ekki búnar að semja um sólar- landaflugið. Hann sagði að ferða- skrifstofan hefði helst viljað semja við Flugleiðir en nú sem stæði væri ekki útlit fyrir að samningar tækj- ust. Tilboð Flugleiða, sem virtist vera þeirra lokaboð, væri hærra en byðist á markaðnum, og munaði það félagið 15-17 milljónum kr. Einar Sigurðsson sagði að það hefði gengið þrautalaust að selja leiguflugið og það sýndi að Flugleið- ir byðu samkeppnisfært verð. Leigu- flugið hefði hækkað í takt við far- gjöld í áætlunárflugi og heldur minna ef eitthvað væri. Svavar Egilsson, forstjóri Ferðá- miðstöðvarinnar Yeraldar-Polaris hf., sagði að fyrirtækið væri í við- ræðum við Flugleiðir og önnur félög um viðskiptin í sumar. Því tilboði, sem væri farþegum ferðaskrifstof- unnar hagstæðast, yrði tekið. Oasis annaðist mikinn hluta af sólarlanda- flugi Veraldar á síðasta ári og ann- ast Kanaríeyjaflugið í vetur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nokkur hundruð manns voru á Lækjartorgi í gær á útifundi Átaks gegn stríði. Utifundur Ataks gegn stríði: Ríkisstjórnin lýsi yfir and- stöðu við styrj aldaraðger ðir Lítið sem við getum gert, segir forsætisráðherra SAMTÖKIN Átak gegn stríði héldu útifund á Lækjartorgi síðdegis í gær til að undirstrika kröfur um að ríkisstjórnin lýsi ótvírætt yfir andstöðu við styrjaldaraðgerðir í Mið-Austurlöndum, að sögn Heimis Pálssonar, fundarstjóra. Við það tækifæri voru Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra afhentar undirskriftir hart nær 4.000 einstaklinga með sömu kröfum. Steingrímur sagðist ætla að •eggja áskorunina fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Að fundi loknum gengu fundarmenn að bandaríska sendiráðinu og afhentu áskorun til forseta Bandaríkjanna. Á útifundinum fluttu Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfs- mannafélags stjórnarráðsins og Amþór Helgason formaður Ör-. yrkjabandalags íslands ávörp. Steingrímur Hermannsson sagði þegar hann tók við undirskriftalist- unum á tröppum stjómarráðshúss- ins að hann myndi leggja áskorun- ina fram á ríkisstjórnarfundi sem haldinn verður í dag. Hann sagði við Morgunblaðið að hann hefði sagt að ef ríkisstjómin gæti gert eitthvað til að leysa Persaflóadeil- una væri hún vissulega fús til þess, en það væri þó líklega heldur lítið Benedikt Gröndal sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum um samþykktir Öryggisráðsins í Kúveit-deilunni: Heímilt að beita vopnavaldi í nafni SÞ til að frelsa Kúveit Hverri aðildarþjóð í sjálfsvald sett hvort og hvernig hún tekur þátt í aðgerðunum FRESTUR sá sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf írökum til að draga herlið sitt til baka frá Kúveit rennur út þriðjudaginn 15. janúar nk. Þá verður aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna heimilt að beita vopnavaldi til að frelsa Kúveit og endurreisa löglega stjórn ríkisins. Hafa Qölmörg ríki sent herlið til Persaflóasvæðisins í kjöl- far ályktana Oryggisráðsins. Kúveit gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1963. Benedikt Gröndal, sendiherra Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í samtali við Morgunblaðið að Öryggis- ráðið hefði heimilað að vopnum yrði beitt í nafni Sameinuðu þjóð- anna til að framfylgja samþykktum ráðsins en það væri á valdi hverrar þjóðar hvort og hvemig hún tæki þátt í aðgerðum. Benedikt Gröndal sagði aþ sömu nótt og írak réðist inn í Kúveit hefðu fulltrúar Bandaríkjanna hjá - Sameinuðu þjóðunum farið á stúf- ana og gert ráðstafanir til þess að Öryggisráðið yrði kallað saman. „Þegar það byijaði að ræða um innrásina kom fljótiega fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðanna, og þá sérstaklega þær sem hafa neitunarvald, voru reiðubúnar að standa að ályktun sem fordæmdi innrás íraka og krafðist þess að her þeirra yrði kallaður aftur,“ sagði Benedikt. Hann sagði þessa samstöðu hafa reynst sterka og mikill meirihluti Öryggisráðsins hefði síðan sam- þykkt fleiri áiyktanir, fyrst ályktun þess efnis að ef írakar sinntu ekki á neinn hátt fordæmingu Samein- uðu þjóðanna á innrásinni yrði sett á þá viðskiptabann og síðan koii af kolli þangað til Öryggisráðið heimilaði að gripið yrði til allra nauðsynlegra ráðstafana til að framkvæma fyrri ályktanir ráðs- ins. „I þeirri ályktun fólst, og var því lýst yfir á fundinum, heimild til að grípa til vopna.t sagði Bene- dikt. „Þar með hafði Öryggisráðið samþykkt eða heimilað að í þess nafni mætti beita vópnavaldi til að fá írak til að yfírgefa Kúveit, endurreisa löglega stjóm landsins og frelsi þess.“ í framhaldi þessarar ályktunar Sameinuðu þjóðanna hefðu svo fjölmargar þjóðir sent hermenn til Saudi-Arabíu til að verja það land og framkvæma samþykktir Örygg- isráðsins. Sumar þjóðir, til dæmis Þjóðvetjar og Japanir, hafa ekki sent herlið á vettvang en stutt aðgerðirnar með öðrum hætti, til dæmis með fjárframlögum. Benedikt sagði að þó hugsanleg- ar hernaðaraðgerðir byggðust á samþykktum Öryggisráðsins væri ekki um það að ræða að hernaður- inn færi fram undir stjórn þess eða undir fána Sameinuðu þjóðanna. Sá munur væri á þessu máli og Kóreustríðinu að það var háð und- ir bláum fána Sameinuðu þjóðanna og var yfirhershöfðinginn, Mac- Arthur, tilnefndur af Bandaríkja- mönnum að beiðni Öryggisráðsins. I tilviki Kóreustríðsins voru ekki gerðar kröfur til allra þjóða um að þær legðu fram her heldur skor- aði Öryggisráðið á Sameinuðu þjóðirnar að veita Suður-Kóreu aðstoð. ísland tók á þeim tíma þátt með því að senda allstóra sendingu af þorskalýsi til Suður- Kóreu. í Kúveit-deilunni sagði Benedikt að Öryggisráðið hefði ekki farið fram á aðstoð allra ríkja heldur einungis lagt blessun sína yfir aðgerðir. Þetta hefði einungis verið al- menn samþykkt og síðan falið í vald einstakra ríkja að framkvæma hana. Varðandi þær skyldur sem áiyktun Öryggisráðsins legði á hendur einstakra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna sagði Bene- dikt að í raun væri það á valdi hverrar þjóðar fyrir sig hvort og hvemig hún tæki þátt í aðgerðun- um. Ályktun Öryggisráðsins setti írökum eins og áður ságði ákveð- inn tímafrest. „Þetta þýðir í raun ekkert annað en að samþykkt Ör- yggisráðsins, sem heimilar að grip- ið verði til ráðstafana, tekur gildi þennan dag,“ sagði Benedikt. „Samþykktin tekur gildi en það þýðir ekki að nein þjóð sé skuld- bundin til að hefja aðgerðir. Það er þó sýnilegt að þær þjóðir sém sent hafa herlið til Saudi-Arabíu eru reiðubúnar að taka þátt í ein- hveijum aðgerðum. Það er hins vegar þeirra eigið mál hvenær og hvort þær gera það. 'Sú ákvörðun verður væntanlega tekin af Banda- ríkjamönnum í samráði við aðrar þjóðir sem lagt, hafa til herlið.“ sem hún gæti gert. „Ég sagði að ef ég væri utan ríkisstjórnar hefði ég verið tilbúinn að skrifa undir slíka áskorun því sannarlega hefði ég sömu von og þau, að þarna verði ekki ófriður. Hins vegar væri þess líka að gæta að yfírgangur Sadd- ams Husseins væri illþolanlegur og benti á að við hefðum haft svipað dæmi þegar Hitler tók land eftir land og undan honum var látið. Menn yrðu því að gæta þess hvað eftir gæti fylgt ef undan honum væri látið," sagði forsætisráðherra. Eftir fundinn var gengið að bandaríska sendiráðinu og afhent bréf til bandapíkjaforseta þar sem hann var beðinn „að beita sér fyrir friðsamlegri lausn, heildarlausn á málefnum Mið-Austurlanda, í stað þess að kalla yfir okkur þá skelf- ingu sem við blasir“, að sögn Heim- is Pálssonar. Kröfur fundarins voru lesnar fyrir fulltrúa sendiráðsins. í dag og næstu daga stendur Átak gegn stríði fyrir mótmæla- stöðu við stjórnarráðið, klukkan 9-12, til að leggja áherslu á kröfur útifundarins. Útlendingaeftirlitið: Enginn Ir- aki til lands- ins í fyrra MAÐUR fæddur í írak varð til- efni eftirgrennslana hjá Útlend- ingaeftirlitinu í síðasta mánuði þar sem hann gaf upp rangt heimilisfang við komuna til Is- lands. Hann reyndist hins vegar vera venjulegur ferðamaður. Árni Siguijónsson hjá Útlend- ingaeftirlitinu sagði manninn, sem er búsettur í Noregi, hafa komið til landsins í desember og dvalið í þrjá daga. Þar sem heimilisfangið er hann gaf upp við komuna var ekki til hefði málið verið athugað nánar en í ljós komið 'að um ósköp venjulegan _ferðamann var að ræða. Enginn Iraki kom til landsins á ■ síðasta ári samkvæmt tölum Út- lendingaeftirlitsins og telst þessi maður ekki sem slíkur þó hann sé fæddur í Irak þar sem hann ferðað- ist á svo kölluðu „útlendingavega- bréfí“. Hann er því skráður sem ríkisfangslaus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.