Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 34
34
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn er vel með á nótun-
um í viðskiptum núna. Samt
lætur hann félagslífíð gajiga
fyrir. Hann ætti að þiggja
heimboð sem honum berst.
Naut
(20. april - 20. maí)
Það er ekki heppilegt fyrir
nautið að leita eftir fjármála-
ráðgjöf núna, það gæti haft
slæmar afleiðingar. Persónu-
leiki þess er þungamiðjan í
velgengni dagsins.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn er í vafa um hvort
hann á að ráðast í ákveðna
fjárfestingu eða ekki. í hönd
fer skemmtilegur tími hjá
honum og ftjór í félagslegu
tilliti.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“18
Krabbinn blandar farsællega
saman leik og starfi í dag.
Honum gefst nú óvænt tæki-
færi til að auka tekjur sínar
og komast áfram í lífinu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljóninu hættir til að vera ann-
ars hugar í vinnunni í dag.
Það er í skapi til að fara út
að skemmta sér.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Meyjan býður vinnufélögun-
um heim til sín núna. Hún á
í erfiðleikum með barnið sitt,
en samt er kátt á hjalla hjá
fjölskyldunni.
Vog ^
(23. sept. - 22. október) íj’®
Vogin ættfað fá fagmenn til
að vega og meta framkvæmd-
ir sem hún hyggst ráðast í
heima hjá sér. Henni býðst
einstætt tækifæri.
Sþoródreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sporðdrekinn rekst á eitthvað
spennandi þegar hann fer út
að versla. Hann verður að
gæta þess að vera ekki utan
við sig og gleyminn.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) &
Bogmaðurinn á auðvelt með
að umgangast fóik núna og
útgeisiunin frá honum er góð.
Annaðhvort fer hann í ferða-
lag í dag eða fær ferðatilboð
alveg á næstunni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin er ef til vill ekki
í skapi til að fara út að
skemmta sér í dag. Hún kýs
líklega að vera í fámenni. Það
birtir verulega til í fjármálum
hennar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Vatnsberinn fær hrós í dag
og nýtur þess að taka þátt í
félagslífinu. Hann ætti að
þiggja heimboð sem honum
berst.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Það er ekki víst að fiskurinn
fái réttu ráðleggingarnar hjá
vini sínum í dag, en honum
gengur allt að óskum í vinn-
unni. Hann þarf ekki lengi að
bíða viðurkenningar.
Stjörnusþána á að lesa sem
dægradvól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
SMÁFÓLK
Góður golfari þarf í rauninni tvo Einn til að bera kyifurnar sínar ... Og annan til að bera samlokuna
golfíjveina ... sína!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Kit Woolsey og Ed Manfield
unnu yfirburðasigur í keppninni
um „Bláa borðann" í desember-
mánuði síðastliðnum, sem er
eins konar landstvímenningur í
Bandaríkjunum. Woolsey hafði
tvívegis áður unnið Bláa borð-
ann og er fyrsti spilarinn til að
næla sér í „þrennu“ í þessu 28
ára gamla móti. Brian Glubok
og Israelinn Sam Lev (sem býr
í New York) urðu í öðru sæti.
Pörin spiluðu saman undir móts-
lok og mættust þá stálin stinn.
Norður gefur; AV á hættu.
Norður
♦ 72
VG9863
♦ 83
♦ ÁK54
Vestur Austur
♦ ÁKD6543... * G9
¥ 754 VÁKD2
♦ K10 ♦ ÁG652
♦ 8 +D10
Suður
♦ 108
¥10
♦ D974
+ G97632
Vestur Norður Austur Suður
Manfield Glubok Woolsey Lev
Pass 1 grand Pass
4 lauf Dobl Pass 5 lauf
6 spaðar Pass Pass 7 lauf
Dobl Pass Pass Pass
Útspil: spaðadrottning.
Ef opnað er á tígli á spil aust-
urs er engin góð endursögn til
við svari á einum spaða. Woolsey
velur því grandið, þótt skiptingin
sé ekki alveg eftir bókinni.
Manfield spyr síðan um ása með
4 laufum og Glubok notar tæki-
færið til að komast inn í sagnir.
Vörnin var nákvæm hjá
meisturunum. Manfield tók tvo
slagi á spaða, lagði síðan niður
tígulkóng og spilaði meiri tígii.
Woolsey fékk á ásinn, tók einn
slag á hjarta, fékk talningu, og
spilaði þá tígli. Laufátta vesturs
kostaði kónginn í blindum og
vörnin fékk því slag á tromp-
drottningu. Sex niður og 1.400
í AV. Par skor, því sex spaðar
eru borðleggjandi oggefa 1.430.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á minningarmóti um Erik
Lundin í Stokkhólmi í haust, kom
þessi staða upp í skák norska al-
þjóðameistarans Einars Gausel
(2.460) sem hafði hvítt og átti
leik, og sænska stórmeistarans
Lars Karlsson (2.495).
19. Bxa6! (Vinnur peð fyrir ekki
neitt, því eftir 19. — Hxa6?, 20.
Rf5+ fellur svarta drottningin)
19. - exd4, 20. Bb7 - Ha7, 21.
Be4 og Norðmaðurinn slakaði
síðan ekkert á klónni _og innbyrti
vinninginn í 49. leik. Úrslit móts-
ins urðu þessi: 1. Shirov, Lett-
landi, 7 v. af 9 mögulegum, 2.
Federowicz, Bandaríkjunum, 5 ’/z
v. 3.-5. Hellers, Pia Cramling og
Weberg (öll Svíþjóð), 4 ‘A v. 6.-8.
Wessmann, Jan Johansson, (báðir
Svíþjóð), og Benjamin, Banda-
ríkjunum, 4 v. 9.-10. Gausel og
Karlsson 3'A v.