Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 30
30 MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUPAGUR 11. JANÚAR 1991 Ólöf Runólfs- dóttir - Minning Fædd 18. nóvember 1896 Dáin 2. janúar 1991 Amma mín, Ólöf Runólfsdóttir, lést á Dvalarheimili aldraðra sjó- manna í Reykjavík hinn 2. janúar sl. Amma Ólöf, eins og við barna- börnin vöndumst á að kalla hana, hafði um tæplega 20 ára skeið dval- ist á Hrafnistu. Þótt heilsa hennar á þessum árum væri ekki sem skyldi, var banalegan stutt. Hún veiktist skömmu fyrir jól og var öll daginn eftir að nýtt ár gekk í garð. Eins og fólk sem hefur náð henn- ar aldri mundi hún tímana tvenna. Hún var fædd í Hólmi í Vestur- Skaftafellssýslu en ólst að hluta upp í Svínafelli í Öræfum, í einhverri afskekktustu sveit á íslandi í þá daga. Bemskuheimkynnin voru henni afar kær. Stórbrotin náttúra þeirra, sambland jökla, eyðisanda og gróðurvinja setti ævarandi mark sitt á hana og alla tíð var hún frem- ur Skaftfellingur en Reykvíkingur, þótt hún byggi í Reykiavík öll sín fullorðinsár. Hún og afi, Þorfinnur Guð- brandsson múrari, sem lést árið 1967, bjuggu lengst af á Asvalla- götu 51. Þangað var gott fyrir börn að koma og fengum við frændsystk- inin að reyna það. Þótt íbúðin þeirra væri ekki stór í fermetrum var heimili þeirra fullt af hjartahlýju, og ekkert virtist þrengja að þótt mörg fjörmikil börn ærsluðust í leikjum svo gömju Skaftfellingamir mgguðu í myndarömmunum sínum á veggjunum og glerrúðumar glömruðu í stássskápnum í stof- unni. Ég held að þau hafi á margan hátt verið bæði framúrstefnuleg og raunsæ í viðhorfum til barna. Þau vissu að böm þurftu að fá útrás í bland við hvíld og leituðust við að veita þeim hvort tveggja. Afí las ekki einungis fyrir okkur systur mína þegar við fengum að gista hjá þeim og sagði okkur sögur; hann tók líka þátt í því með ömmu að hræra út hveitilímið og bræða með okkur vax í ný kerti og inn- rétta „landnemahúsið“ undir eld- húsborðinu. Ef svo hittist á að syst- umar úr Stórholtinu, sem næstar voru okkur í aldri, væru þar samtímis okkur var aldeilis glatt á hjalla og afi og amma tóku virkan þátt í leikjum okkar og dundi. Þetta eru þær myndir sem koma í hugann nú þegar amma Ólöf er kvödd. Þær tengjast e.t.v. fremur ámnum þegar hún og afí voru í fullu fjöri á Ásvallagötunni, en á seinnj árum þegar hún í hárri elli dvaldist á Hrafnistu. En þangað var samt ávallt gott að sækja hana heim. Hún hélt andlegri heilsu fram í andlátið; fylgdist grannt með stór- um hópi afkomenda, reyndi ávallt að víkja einhveiju að ungviðinu og spyija þá eldri spjörunum úr. Oft vék frásögn hennar að æskudögum og frændgarði hennar og afa. Þá var skammt í skemmti- og furðu- sögur og óræð glettni í augum. Þannig er gott að muna hana nú þegar langur ævidagnr er að kveldi runninn. Blessuð sé minning ömmu Ólafar. Gísli Stundum hafa menn áhyggjur af því hve breitt bil sé milli kyn- slóða í þessu þjóðfélagi. Það afsann- ast þó endrum og sinnum og þá einna helst hjá fólki sem er svo miklu eldra en viðmælendurnir að það opnar þeim ævintýraheim skiln- ings, þroska og þekkingar sem er svo órafjarri að sá yngri situr berg- numinn og hlýðir á. Amma Ólöf, sem nú er farin frá okkur, var einmitt þannig að bil milli kynslóða virtist ekki til. Reynd- ar var hún ekki raunveruleg amma mín, heldur tengdaamma. Samt bundumst við strax svo sterkum böndum að hún var eins og amma mín. Og þær urðu nokkrar stundirn- ar sem við áttum saman og þó fannst manni þær aldrei margar. Þessari konu kynntist ég fyrir hálfum öðrum áratug eða svo. Ég kynntist henni strax af frásögnum annarra um hana, henni var að sögn vel áskapað að leika við börn, gæta þeirra og þroska. Barnabörnin hennar flest .kynntust litlu heimili á Ásvallagötu sem var aðeins tvö herbergi og eldhús, en þó svo stórt að allir gátu gist — jafnvel þó svo að hlaða þyrfti rúm úr borðstofu- stólum til að hver hefði svefnstað. Þessi hæfileiki að glæða áhuga barna var henni gefinn allt til hins síðasta. Ég minnist þess einnig að þegar ég fór að slá mér upp með núver- andi konu minni þá bárust manni í hendur hlutir sem amma hafði búið til. Það þóttu köstagripir og það var alltaf mikil lotning borin á mínu heimili fyrir vettlingum og sokkum sem komu frá ömmu. Enda entust þau plögg von úr viti. Þetta hamaðist hún við að vinna þótt sjón- inni færi að hraka. Þegar við hjónin fórum að heim- sækja hana með bömin okkar sá maður marga lexíu í mannlegum samskiptum. Það var til dæmis rætt um fjölskyldumál, enda var hjá okkur enn eitt barnabarnabarn ömmu á leiðinni og vildi hún henda reiður á þeim málum. Voru þeir þó orðnir á sjötta tuginn! Við ræddum um lífið og tilveruna og sonurinn 11 ára gantaðist við hana. Hann mátti hafa sig allan við að svara fyrir sig þegar amma sendi honum glettin skot, en gleðin er svo ein- kennandi fyrir hennar fjölskyldu. Ekki gleymdist litla dóttirin, fjög- urra ára, sem fann sitthvað að sýsla við í rúminu hjá ömmu. Það er gaman að hugsa til þess að hún tók á móti manni í litla herberginu á DAS og stundum var þar margt um manninn, en samt var alltaf pláss, rétt eins og á Ásvallagötunni forðum. Amma hafði reyndar fótaferð fram undir það síðasta og brá sér þá jafnvel á bæi, þá komin væri yfir nírætt, enda hrókur alls fagnað- ar á mannamótum. Skipti þá litlu hvort um var að ræða stórafmæli, ættarmót eða bamaafmæli með við- eigandi bægslagangi yngri gesta. Hugur hennar var ávallt fyrst og fremst hjá fjölskyldunni. Meira að segja þegar hún lá rúmföst núna um hátíðimar var henni efst í huga skírn á nýfæddum afkomanda, sem án efa nýtur blessunar hennar eins og hin. Það er afskaplega einkennilegt að hugsa til þess að einhver sé far- inn frá manni sem var svo fastur punktur í tilverunni að maður hélt alltaf að það kæmi ekki til mála að hann hyrfi. En það er þó huggun harmi gegn að hún háfði fengið að lifa lengi og naut þess vel. Manni dettur vart annað í hug en að þá sofni fólk í friði og sátt við lífið og tilveruna. Þá finnst okkur sem eftir lifum gott að eiga allar hlýju minnipgarn- ar um ömmu. Magnús Þorkelsson í Vesturbænum í Reykjavík strýkur amma mjúkri hendi um enni barnabarnsins, fer með bæna- vers með blíðum málrómi og signir það fyrir svefninn. Austur í Ölfusi strýkur hijúf og vinnuþrútin hendi bóndans, mágs hennar, um vanga litla frændans, sem dvelur um stundarsakir í sveit, kennir honum vers úr sálmi og tal- ar til hans hlýlegum ástúðarorðum áður en Óli iokbrá svífur inn um gluggann. Nú eru liðin meira en fjörutíu ár, síðan þau og þeirra kynslóð miðlaði ungviðinu af þeim brunni, sem við höfum svo mörg gléymt að drekka af. Brunni kærleika, trúar og hlýju. En eftir sitja kristaltærar og ljúf- ar minningar um augnablik, sem aldrei gleymast og munu fylgja þeim, sem þessi fátæklegu orð skrifar, til æviloka. Fólkið af kynslóð Ólafar Runólfs- dóttur var alið upp í sárri fátækt, og til þess að forða henni frá hung- urvofunni, urðu foreldrar hennar að senda hana í fóstur aðeins sjö ára gamla. Það var árið 1903 í dagrenningu nýbyijaðrar frelsis- og framfaraald- ar. í sveitum var flest enn með svipuðu lagi og verið hafði í þúsund ár og. Ólöf og hennar jafnaldrar urðu frá blautu barnsbeini að taka þátt í harðri og miskunnarlausri lífsbaráttu. Til þess að standast þá raun andlega og líkamlega varð þetta fólk að temja sér nægjusemi, jafnaðargeð og vinnusemi, en þó umfram allt trú, von og kærleika. Á 94 ára langri ævi varð Ólöf vitni að hinum miklu sveiflum í þjóðlífi 20. aldarinnar, þegar kreppa og síðan efnishyggja, firring og lífsgæðakapphlaup komu til sög- unnar. En hún lét slíkt aldrei hagga Minning: Torfhildur Þorsteins dóttir Blönduósi Fædd 13. júlí 1897 Dáin 3. janúar .1991 Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, - hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er alit, sem Guði’ er frá. (V. Briem) Með nokkrum orðum viljum við systkinin minnast ömmu okkar, Torfhildar Þorsteinsdóttur, Pálma- lundi, sem lést á héraðshælinu Blönduósi fimmtudaginn 3. janúar sl. Við minnumst hennar fyrir ástúðina og hlýjuna sem hún veitti okkur alla tíð. Ætíð tók hún okkur opnum örmum er við komum á heimili hennar og sagði við okkur mörg falleg orð sem við munum ætíð minnast. Margar og miklar sorgir mátti hún þola og gerði það með sóma, einnig upplifði hún oft mikla gleði. Hún gat samt alltaf huggað og styrkt okkur hvernig sem á stóð hjá henni. Við erum svo innilega þakklát fyrir að hafa feng- ið að þekkja hana og fyrir að börn- in okkar fengu að kynnast henni og muna alla hlýjuna sem hún gaf. Nú þegar leiðir skilja kveðjum við ömmu okkar með þakklæti fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Við vitum að henni líður vel þar sem hún er nú og það er okkur mikii huggun. Og vonum við að það sé líka huggun fyrir syni hennar sem sjá nú á eftir dásamlegri móður sinni. Megi góður Guð styrkja þá í sorg sinni. Við kveðjum elsku ömmu okkar með þökk í hjarta. Fari amma okkar í friði og megi góður Guð -blessa hana. Frímann, Tolla, Ólöf, Sigurgeir og Jóhanna Þorsteinsbörn. Hún elsku amma okkar, Torfhild- ur Þorsteinsdóttir, er dáin. Alltaf komum við til hennar ömmu þegar við vorum á leið okkar suður eða norður eða að fara með strákana í sveitina. Alltaf tók amma á móti okkur fagnandi með veislu- borð fullt af tertum, kökum og rist- uðu brauði sem var sérpöntun okk- ar einu sinni og aldrei gleymdist eftir það. Sultutertan með glassúrn- um og súkkulaðinu verður alltaf sérstök ömmuterta í mínum huga og aldrei var hægt að ná bragðinu sem var af tertunni hennar ömmu. Amma var ákveðin í að hafa til mat handa okkur þegar við færum suður núna fyrir jólin og hafði orð á því að verst væri að hún hefði ekki getað haft matinn. Svona hugsaði hún alltaf um aðra. Fyrir stuttu sátum við amma saman og rifjuðum upp æskuár okkar systkinanna en við fæddumst bæði í herbetginu inn af eldhúsinu á Pálmalundi hjá ömmu og Nóna. Þá var alltaf nóg pláss fyrir alla þótt húsakynnin væru ekki stór. Amma kallaði mig alltaf „hnút- una“ sína og pijónaði heil ósköp af fötum á mig enda var ég fyrsta stelpan af börnum hennar og barna- bömum. Hún sagði mér að oft hefði Jónas bróðir komið inn þegar hann var úti að leika sér og beðið um rúgbrauð og heilhveitibrauð saman, amma mín og mikið smjör. Það var sérstakur gleðihreimur í rödd henn- ar þegar hún minntist æskuára okkar. Já, hún hafði gott minni allt tii loka og sendi okkur öllum, fólk- inu sínu, pakka fyrir jól og afmæli. Hún pijónaði mikið og flest höf- um við fengið frá henni lopapeysu eða peysur í gegnum árin. Það er erfitt að trúa að amma skuli vera farin þar sem við erum rétt búin að taka upp jólagjafirnar frá henni og talá við hana í síma um jólin og ennþá sendi hún okkur aukapakka með vettlingum handa imitiyti uy» sér né hafa áhrif á hegðun sína og viðhorf. Þegar hún missti lífsföru- nautinn sinn ljúfa fyrir 23 árum, höfðu þau búið í lítilli íbúð og alla tíð orðið að fara vel með þá tak- mörkuðu fjármuni, sem unnið var hörðum höndum fyrir. Við nútíma- fólkið stærum okkur af velferðar- kerfinu, sem byggist meðal annars á stofnunum, sem eiga að sjá um uppeldi og þroska bamanna. En mér býður í hug að eðlislægir og innprentaðir hænleikar kvenna af kynslóð Ólafar til þess að rækta og hlúa að fögru og innihaldsríku fjölskyldulífi hafi oft á tíðum tekið langt fram því, sem margt nútíma- bamið fær í veganesti. Að minnsta kosti eru minningamar um fjölmörg augnáblik á borð við þau, sem ég minntist á í upphafi, gimsteinar, sem glóir á í minningunni um ömm- una barngóðu, sem alltaf mátti vera að því að leika við litlu skinnin, hlúa að þeim, halda yfir þeim vernd- arhendi og blessa þau. Hún og Þorfinnur höfðu sérstakt lag á því að gera litla heimilið sitt að stað, sem bókstaflega laðaði alla til sín og alla tíð var þannig farið með Qármunina, að hægt var að bjóða af örlæti. Fráfall hans var mikill missir fyrir hana, sem alla tíð hafði lifað og hrærst fyrir heimil- ið og afkomenduma. Þess vegna var ekki annað hægt en dást að því, hve það varð léttara og léttara yfír henni síðustu árin, sem hún dvaldist á Hrafnistu. Áð minnsta kosti fannst mér hún verða æ spaugsamari við mig, eftir því sem hún eltist, og margir aðrir höfðu orð á hinu sama. Það hafði oft ver- ið rætt um það, að við flygjum ein- hverrt tíma saman austur í Öræfa- sveit, þar sem hún ólst upp frá sjö ára aldri til rúmlega tvítugs, en ævinlega kom bágt heilsufar í veg fyrir það. Svo var það skyndilega fyrir nokkram árum, að hún sló allt í einu til. Þá var liðin meira en hálf öld, síðan hún hafði komið þangað. „Það er ekki vegna þess að heilsan sé neitt betri, sem ég slæ bara til núna, heldur vegna þess, að nú hef ég lifað svo miklu lengur en ég mátti eiga von á, að gerir bara ekkert til, þótt ég taki þessa áhættu." Þá næturstund, sem ég var hjá henni, þegar hún lá þungt haldin banaleguna, rifjaði hún upp forna gamansögu frá bernskudögum sínum, sem hún hafði sagt mér í Öræfaferðinni og hagaði máli sínu,, eins og ekkert amaði að henni, þótt hún ætti orðið erfitt um mál. Þegar ég sagðist vera kominn til þess að veita henni eitthvert brot af þeim styrk, sem hún hafði veitt mér hættulega veikum sem barni, jánk- fjölskyldunni, vandlega merkta hveijum heimilismanni. Já, enn var . hún að pijóna. Amma bjó áður í sveit og eftir að hún flutti til Blönduóss hafði hún kýr, kindur og hænsni og oftast átti hún líka hunda og ketti. Hún var dýrum góð og mátti ekkert aumt sjá. Man ég eftir henni hlaup- andi á eftir kettinum til að bjarga frá honum más. Amma hafði gaman af garðrækt og gróðursetti á hveiju vori í garð- inum sínum og oft vorum við sem yngri erum hálf skömmustuleg yfir leti okkar þegar við hringdum í ömmu síðustu ár og hún hafði ver- ið úti í garði að saga greinar og planta blómum og taka upp kartöfl- ur þrátt fyrir háan aldur. Amma las líka mikið bæði bækur og dönsk blöð og var fróð um ýmsa hluti, kvennamál, stjórnmál og ann- að heima fyrir og ýmis málefni í öðrum löndum og hún hafði skoðun á hlutunum allt til síðasta dags og þegar við ræddum saman var það eins og að ræða við jafnaldra, mað- ur gleymdi alveg aldursmuninum og því að hún hafði lifað allt aðra tíma. Mömmu var hún alltaf sem besta móðir og hugsaði til hennar eins og eins af bömum sínum. En amma var orðin þreytt og þráði að sofna og treysti því að sonur hennar tæki á móti henni. En eins og bróðir minn sagði: Þeg- ar amma er farin förum við að i.unii'i uiv iAimiunv»t uuuuy imjyuii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.