Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
11
F.v.: Geir Þorsteinsson form. Lionsklúbbs Mosfellsbæjar, Halldór Runólfsson, Ingólfur Árnason
báðir í Lionsklúbbi Mosfellsbæjar, Anna K. Gunnlaugsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Jóhanns-
son framkvæmdastjóri og Guðlaugur Gíslason í stjórn Skálatúns.
Lionsmenn í heimsókn í Skálatúni
SKÁLATÚNSHEIMILIÐ hefur
notið í gegnum tíðina velvilja
fjölda einstaklinga og félaga-
samtaka sem sýnt hafa það í
verki með stórgjöfum.
Á nýliðnu ári gaf Lionsklúbbur-
inn Freyr Macintosh-tölvu og Li-
onsklúbbur Mosfellsbæjar fjár-
upphæð til kaupa á sjúkrabekk.
Meðfylgjandi mynd er tekin er
fulltrúar Lionsklúbbs Mosfells-
bæjar færðu heimilinu að gjöf
25.000 kr. til kaupa á geisladisk-
um eða plötum.
Mikil umferð um Vest-
mannaeyj aflugvöll
Vestmannaeyjum.
FARÞEGAR sem fóru um Vest-
mannaeyjaflugvöll á síðasta ári
í farþega- og leiguflugi voru
71.934 og hafa aldrei verið fleiri.
5.313 lendingar voru á vellinum
þá 232 daga sem lent var.
Farþegum sem fóru um völlinn
fjölgaði um 10.833 milli ára því
árið 1989 fór 61.101 farþegi um
hann. Flugleiðir fluttu á síðasta ári
DJASSTÓNLEIKAR verða í
Djúpinu v/Hafnarstræti föstu-
dagskvöldið 11. og sunnudags-
kvöldið 13. janúar. Þar munu
leika af fingrum fram gítarleik-
arinn Hilmar Jensson, kontra-
bassaleikarinn Tómas R. Einars-
son og trymbillinn Matthías
Hemstock.
Þeir Hilmar og Matthías eru hér-
lendis í stuttu fríi, en þeir hafa
44.549 farþega á móti 44.968 árið
1989 en Amarflug, sem hóf áætlun-
arflug til Eyja í upphafi síðasta
árs, flutti 8.538 farþega. Farþegum
í leiguflugi fjölgaði úr 15.956 árið
1989 í 18.847 á síðasta ári.
Að sögn Jóhanns Guðmundsson-
ar flugvallarstjóra hafa aldrei farið
fleiri farþegar um Vestmannaeyja-
flugvöll en á síðasta ári.
undanfarið ár verið við nám í
Berklee College of Music í Boston.
Gestur tónleikanna verður gítar-
leikarinn Ari Einarsson, en hann
er einnig bandarískmenntaður í tón-
list, stundaði nám við Guitar Instit-
ute of Technology í>riáos Angeles.
Tónlistin sem þeir félagar leika er
djass frá ýmsum tímaskeiðum, bæði
frjáls og bundinn.
(Fréttatilkynning)
■ PÚLSINNe r með tónleika með
hljómsveitinni Pöpum föstudaginn
11. janúar. Hljómsveitina skipa:
Georg Ólafsson, Hermann I. Her-
mannsson, Páll Eyjólfsson og
Vignir Ólafsson. Laugardaginn
12. janúar leikur KK-band á Púls-
inum ásamt svarta blúslistamann-
inum Derrick Big Walker. Derrick
er bandarískur að uppruna og hefur
getið sér orð sem blúsmunnhörpú-
leikari og leikið með mörgum
heimsfrægum tónlistarmönnum.
Sunnudaginn 13. janúar leikur
KK-band og Derric Big Walker
á Púlsinum ásamt Sævari Sverris-
syni söngvara og Björgvin Gísla-
syni gítarleikara. Þetta kvöld er
sérstaklega tileinkað blústónlistinni
undir heitinu Óður til blúsins og
er von á fleiri tónlistarmönnum í
heimsókn, þannig að gestir Púlsins
mega búast við óvæntum uppákom-
um. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30
og á því að dúettinn Við, skipaður
þeim Kristjáni Frímanni ljóðskáldi
og myndlistarmanni og Björgvin
Gíslasyni tónskáldi og gítarleikara,
fremur ljóðaseið, ljóðflæði á nýald-
arbylgju sem byggir á ljóðum
Kristjáns sem Björgvin hefur samið
sérstaklega tónverk við. Mánudag-
inn 14. janúar og þriðjudaginn
15. janúar verður ríkjandi kráar-
stemmning á Púlsinum frá kl. 20-1
með góðri tónlist á barnum.
(Fréttatilkynning)
Gítardjass í Djúpinu
INNIH URÐIR
• Um árabil hefur Bústofn hf. selt hurðir frá Trehoje og Idé við
fádæma góðar undirtektir húsbyggjenda, sumarbústaðaeig-
enda og annara, sem eru að betrumbæta húsnæði sitt. Nú
hafa nýir eigendur tekið við og af því tilefni bjóðum við nú
nokkrar gerðir fulningahurðir með verulegum afslætti.
• Að sjálfsögðu munum við áfram bjóða hinar vinsælu hurðir frá
Idé og Trehoje, sem í flestum tilfellum fást afgreiddar samdægurs.
• Og verðið er vitaskuld hagstætt.
- hurðir
Smiðjuvegi 6, Kópavogi.
Sími 44544.
Metsölublað á hveijum degi!
SISLEY
BENETT0N - ÚTSALAN
HEFST í DAG KL. 10
BENETT0N SKÓLAVÖRÐUSTÍG 4 BENETT0N KRINGLUNNI