Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 I I Eins og að framan greinir hóf Ragnar ungur að árum að stunda sjó og mun strax hafa verið eftir- sóttur í skiprúm, enda harðduglegur sjómaður, vel gerður með mikla lík- amsburði, var talinn með; sterkari mönnum. Náði Ragnar sér í skips- stjórnarréttindi í Vestmannaeyjum og var um tíma með nokkra báta, meðal annars mb. Freyju og mb. Atlantis, en lengst af sinni sjó- mennsku var hann stýrimaður með miklum aflamönnum, m.a. Sighvati Bjarnasyni í Ási, alkunnum afla- manni, og Guðmundi Vigfússyni frá Holti á mb. Voninni, sem þeir Holts- bræður áttu saman. Var alveg sama með hvaða veiðarfæri var verið: línu, net, dragnót, botnvörpu eða á síldveiðum. Var Ragnar annálaður í meðferð allra þessara veiðarfæra, einkum þó til viðhalds á netum. Þegar nýsköpunartogararnir komu til upp úr stríðslokum og bæjarút- gerðir voru stofnsettar víðsvegar um landið hóf Ragnar störf um borð í togurum Bæjarútgerðar Vestmannaeyja, mun margur ungur maðurinn, sem hóf sjómennsku á togurunum, hafa fengið sína fyrstu tilsögn í að taka í Kríulöpp hjá Ragnari. Einnig var Ragnar oft leiðbeinandi í verklegri sjóvinnu á námskeiðum í landi, svona mætti lengi skrifa um sjómennsku Ragn- ars, af mörgu væri að taka. Eftir að Ragnar hætti sjómennsku og flutti til Reykjavíkur vann hann við netaviðgerðir meðan hann hafði heilsu til, en hafði nú um tveggja ára skeið þjáðst af slæmsku í mjaðmarliðum, átti erfitt með gang, varð að notast við tvær hækjur, illa hefur þetta átt við karlmennið Ragnar Þorvaldsson, en alltaf var hann jafnléttur í lund er maður hitti hann. Margar á ég ljúfar minningar um Ragnar minn, mikið væri líf manns snauðara, ef manni hefði ekki auðnast að kynnast Ragnari, því undir hijúfu yfirborði á stund- um, að sumra mati, sló eitt hið besta hjarta, sem ég hef kynnst. Ragnar var glæsimenni, karlmann- legur á velli, vel greindur og hand- laginn. Ég minnist þess frá bernskuárum mínum hvað hann var fús til að hjálpa okkur strákunum við báta- og bíiasmíðar, ef hann hafði tíma til. Ég minnist bátslíkans ekki fullsmíðaðs, sem lengi stóð undir stafnglugganum austurá uppá lofti á Jaðri, notaði Ragnar tímann milli úthalda á haustin oft til smíða og var bátslíkan þetta meðal annars ávöxtur þeirrar iðju. Ég vissi nú aldrei hvort hann full- gerði bátinn, eða hvað af honum varð, en ég gleymi aldrei hvað ég var hrifinn af honum, í minningu minni var þetta líkan um 1 metri á lengd. Ég geymi í minningu minni miklar þakkir fyrir hvemig Ragnar reyndist bróður mínum, Kristni, sem var sjúklingur og öryrki helm- ing ævi sinnar, lést hann aðeins 49 ára gamall. Éftir að Ragnar og Ingibjörg fluttu til Reykjavíkur keypti Ragnar sér bíl og fór að keyra, þótt nokkuð fullorðinn væri orðinn, þá var það ósjaldan, sem Ragnar kom á heimili móður minnar og bróður á laugardegi eða sunnu- degi til að bjóða Kristni bróður í bíltúr sér til upplyftingar. Var eins með ökumannshæfileika Ragnars og annað að hann var frábær bíl- stjóri. Einnig mun aldrei gleymast hvemig Ragnar reyndist móður minni sálugu alla tíð, einkum eftir að hún varð ein, eftir að bróðir minn, Kristinn, lést, því þau höfðu aldrei skilið. Ofáar vom ferðirnar úr Safamýri í Kópavog til að athuga hvernig hún hefði það, eða hvort eitthvað væri hægt að gera fyrir hana og ekki dró Imba frænka úr, bám þau Imba og Ragnar mikla umhyggju fyrir mömmu og fylgdust vel með henni. Fyrir þetta allt eru miklar þakkir greyptar í huga mér. Elsku Imba mín og aðrir ástvinir, megi minningin um ástríkan eigin- mann, kærleiksríkan föður, tengda- föður og elskulegan afa, ásamt vissu um Ijúfa lendingu á eilífðar- ströndu, þar sem áður farnir ástvin- ir hafa tekið á móti honum og leitt hann í himnareit, verða ykkur styrkur í sorg ykkar. Guð blessi minningu Ragnars. Runólfur Dagbjai*tsson Minning: Skarphéðinn Jónas- son bifreiðastjóri Fæddur 11. janúar 1917 Dáinn 28. desember 1990 Ég ætla núna að minnast með nokkrum orðum þeirra góðu daga og stunda sem ég átti með afa mín- um, Skarphéðni Jonassyni. Hann lést 28. desember sl. á heimili sínu í íbúðum aldraðra, Litla-Hvammi. Þegar ég dvaldist hjá honum siðast var hann mjög hress. Hann bjó þá .niðri í Löngu, eins og húsið var allt- af kallað. Hann vann á vörubílastöð- inni eins og hann gerði alveg þang- að til hann féll frá. Alltaf þegar ég kom til Húsavíkur að heimsækja afa þá mætti mér ætíð hlýja eins og öllum sem heim- sóttu hann. Hann var alltaf tilbúinn að fara með mig í ökuferð og sýna mér bæinn. Hann var líka alltaf tilbúinn að setjast inn í stofu og tala saman um dáginn og veginn. Það er ótrúlegt að hugsa sér að núna sé þetta allt búið. Það þarf meira en orð til að segja hvað mér þykir vænt um hann. Hann er og verður alltaf minn elskulegi afi. Kveðjustundin er komin, ég vil þakka Guði fyrir að hafa fengið að hafa hann fyrir afa minn. Eg bið honum Guðs blessunar um alla ei- lífð. Jesús bróðir vor og frelsari. Þú þekkir dánar- heiminn. Fylgdu vini vorum, þegar við get- um ekki fylgst með honum lenpr. Mis- kunnsami faðir, tak á móti honum. Heilagi andi, huggarinn, vertu með oss. (Úr bæna- bók.) Júlía Rós Atladóttir Skáldið sagði að tilvera okkar væri endalaust ferðalag. Að við værum gestir og hótel okkar sé jörðin. Svo kæmu sumir, en aðrir færu. Skarphéðinn Jonasson var 73 ára gamall þegar hann fór, stund- aði fulla vinnu og hafði, eins og alla tíð, ýmis áform uppi um fram- tíðina. Dag einn kom hann heim að loknum einum af mörgum löng- um vinnudögum ævi sinnar, settist í stólinn sinn og sofnaði í síðasta sinn hérna megin. Þó við ættingjar og vinir hefðum kosið að njóta samvista við hann um ókomin ár vitum við að hann vildi trúlega einmitt sjálfur fá að fara svona snöggt. Honum líkaði ekki tilhugsunin um sjúkrahúsdvöl. Skarphéðinn Jónasson var fædd- ur 11. janúar 1917 í Vetrarbraut á Húsavík. Foreldrar hans voru þau Kristjana Þorsteinsdóttir frá Engi- mýri í Öxnadal og Jonas Bjarnason frá Hraunhöfða í sömu sveit. Þau hófu búskap í Bakkaseli í Öxnadal árið 1905 en fluttu til Húsavíkur 3 árum síðar og settust að í Snæ- landi. Þau bjuggu síðan í Odda, Móbergi, Vetrarbraut og loks í Skálabrekku. Kristjana og Jónas eignuðust níu börn, fimm dætur og fjóra syni. Af börnunum komust sex til full- orðinsára en nú eru þijár systur á lífi, allar búsettar á Húsavík. Systk- inin ólust upp í foreldrahúsum til ársins 1933 en þá slitu Kristjana og Jonas samvistum. Þá flutti Skarphéðinn í Vallholt ásamt móð- ur sinni og þremur yngri systrum, Sigríði, Ragnheiði og Jónasínu. Þá var Skarphéðinn 16 ára gamall og varð stoð móður sir.nar við að fram- fleyta heimilinu. Það voru erfiðir tímar á 4. áratugnum, en systkinin og móðir þeirra stóðu vel saman og studdu hvert annað. Miklir kær- leikar voru á mílli Skarphéðins og móður hans. Árið 1941 flutti fjölskyldan í Guðmundarhús, sem nú er Garð- arsbraut 33. Það sama haust flutt- ist unnusta Skarphéðins, Hólmfríð- ur Aðalsteinsdóttir frá Hvammi í Þistilfírði, til hans. Skarphéðinn og Holmfríður gift- ust 26. júlí 1942. Bjuggu þau fyrsta árið í Guðmundarhúsi en fluttu árið eftir í suðurendann á Skála- brekku, sem þau keyptu og lengdu um haustið. Húsið þótti lítið, ekki síst vegna þess að hjá þeim fengu athvarf Sigríður systir Skarphéðins með dætur sínar tvær, en hún hafði þá misst mann sinn. Ekki varð dvöl þeirra hjóna löng í Skálabrekku. Hún var seld og Ásthildur Gísladóttir Bredlund - Minning Mín elskulega mágkona, Ásthild- ur Gísladóttir Bredlund, lést á jóla- nótt í Danmörku, á níræðisaldri eftir langvarandi veikindi. Hún var dóttir hjónanna Ástu Guðmundsdóttur og Gísla Jónsson- ar, sem lengi var framkvæmda- stjóri hjá Brydes-verslun. Systkini hennar voru Ástvaldur, dó tveggja ára, Konráð kaupmaður, fæddur 26. desember 1904, d. 26. júlí 1983 og Halldóra, dó 24 ára 1935. Ásthildur fór ung til Danmerkur og vann þar í nokkur ár. Þar kynnt- ist hún ungum dýralækni, sem hún giftist 1933. Hann varð síðar yfir- dýralæknir í Ringsted á Sjálandi og hafa þau búið þar síðan. Þau eignuðust þijú börn, Lis, sem dó á öðru ári, Élse hjúkrunarkona, gift Ib Nielsen, þau eiga eina dóttur og Gísla kaupmann, kvæntan Ruth, og eiga þau son og dóttur. Ásthildur var falleg kona og elsk- uleg í allri framkomu. Henni leið vel hjá manni sínum, enda ákaflega heimakær. Hun kom aðeins þrisvar til íslands eftir að hún fluttist til Danmerkur. Börge reyndist henni vel, enda framúrskarandi vandaður og ábyggilegur maður, sem hægt er að treysta. Til þeirra hjóna var gaman að koma og njóta þeirra miklu gest- risni. Dætur mínar fengu allar að dvelja hjá þ eim smátíma, sem ungl- ingar og kunnu vel að meta góðvild frænku sinnar og smá glettni, svo og hina dönsku kímni hjá Börge. Bredlund-fjöiskyldan hélt vel saman og verður nú tómlegt, þegar Ásthildur er horfm. Útför hennar hefur farið fram. Ég sendi þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ásthildar. Anna M. Helgadóttir keyptu þau Vallholt árið 1949. Árið 1960 fluttist fjölskyldan að Garðarsbraut 61. Þar bjuggu þau til ársins 1989, en í ágúst það ár fluttu þau í Litla Hvamm 8a. Þar lést Hólmfríður 13. janúar 1990, eftir skammvinn veikindi. Skarp- héðinn bjó eftir það einn í Litla Hvammi þar til kallið hinsta barst. Skarphéðinn og Hólmfríður áttu tíu börn. sex dætur og fjóra syni. Gunnar, sjöunda barnið í röðinni, dó tæpra 6 ára gamall. Nú eru sjö systkinanna búsett á Húsavík og tvö í Reykjavík. Fyrir hjónabánd átti Skarphéðinn son, sem búsettur er á Eskifírði. Þá ólu þau Skarphéð- inn og Hólmfríður upp systurdóttur Holmfríðar. Skarphéðinn var bifreiðastjóri að atvinnu allt sitt líf, að undan- skildum síðustu árunum þegar hann rak Bifreiðastöð Húsavíkur. 16 ára gamall fékk hann sérstaka undanþágu hjá sýslumanni til að aka vörubíl og var í vegavinnu hjá Jónasi föður sínum. Hann var einn af stofnendum Bifreiðastöðvar Húsavíkur. Jafnhliða vörubílaakstri hafði hann til fjölda ára sérleyfi til fólksflutninga á leiðinni Þórshöfn — Húsavík — Akureyri. Einnig annaðist hann akstur á olíubíl, mjólkurflutninga, póstflutninga, akstur skólabarna og sorphreinsun um tíma. Oft var vinnudagurinn langur við erfið skilyrði og þá sérstaklega að vetrarlagi í þungri færð. En hann var þrautseigur og harður við sjálfan sig, kunni þá líka að láta tímann vinna með sér eins og sagt er. Ævinlega lauk Skarphéðinn ætl- unarverki sínu og ók á endanum heilum vagni i hlað. Áhugamál hans tengdust vinn- unni. Þegar hann var strákur og unglingur var enn verið að nota hesta til ýmissa verka. Hann var alla tíð mjög áhugasamur um hesta og átti alltaf eitthvað af hr.ossum. Seinni árin snerist hestamennskan þó mest um að kaupa og selja hesta. Þannig kynntist hann bæði nýjum hestum og nýjum mönnum eða hélt sambandi við gamla kunningja út um allar' sveitir, jafnvel í öðrum landsfjórðungum. Hann hafði líka mikið yndi af bílaviðskiptum og enginn maður hefur tölu yfir þann fjölda bíla sem hann eignaðist um ævina. Voru þeir af öllum stærðum og gerðum. Hann var mikill samningamaður og átti auðvelt með að gera við- skipti. Þá skipti ekki alitaf máli hvaða gjaldmiðill var notaður og oft urðu úr hin furðulegustu kaup. En ævinlega var Skarphéðinn án- ægður með sinn hlut og nagaði sig aldrei í handarbökin eftir gerð kaup þó eflaust hafi komið fyrir að ástæða væri til þess. Sagt er að hann hafí átt vel á annað þúsund bíla um ævina, en enginn getur tekið ábyrgð á þeirri tölu. Oft þurfti hann bíla til sér- stakra verkefna en mest var þó um að ræða áhuga hans fyrir slíkum viðskiptum. Hann hafði líka gaman af því að grípa í spil og spilaði í Bridgefé- lagi Húsavíkur í mörg ár. En heimilið var barnmargt og aðalá- hugamál Skarphéðins var fjölskyld- an. í gegnum tíðina skaffaði hann fjölskyldu sinni vel og var dijúgur að draga í búið. Hann naut hamingju í sinni fjöl- skyldu vegna þess hve þau hjónin voru samtaka og samstillt. Heimili þeirra stóð öllum opið og þangað sóttu börnin meira og minna eftir að þau uxu úr grasi. Síðan fóru afabörnin að koma og loks langafa- börnin. Heimilið var miðpunktur stórfjölskyldunnar og Skarphéðinn . naut þess mest að hafa fullt hús af fólki. Hann var drengur góður, hjálp- samur, með mikla höfðingslund, en jafnframt harðduglegur og ósér- hlífinn. Blessuð sé minning hans. Þórir Aðalsteinsson t Ástkær fósturmóðir og tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA FRIÐRIKSDÓTTIR, Bólstaðarhlið 37, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 12. janúar kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.30. Jóhanna Júlíusdóttir, Kristinn Sigurðsson, Guðmundur Júlíusson, Ester Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTRÚNAR FRANSDÓTTUR, Norðurbrún 1. Örn Sigfússon, Fríða Valdimars, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR MAGNÚSSONAR, Böðvarsgötu 4, Borgarnesi. Helga Jónsdóttir, Jón Björnsson, María Alexandersdóttir, Magnús Þórðarson, Gunnar Þórðarson, Munda K. Aagestad, Hörður Þórðarson, Anna María Kristjánsdóttir, Þórður Þórðarson, Inga Sigurðardóttir, Guðrún Þórðardóttir, Guðjón Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.