Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 18
18 ' ■ * • ■ • ■ g 11 y. u' ■> t (r j ts(h ma/ijmuomm MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 ■'T i [ ÍÍ'TT' l TTr- r ':r"il T. jí ^ jl ' 1 i i i r i r ! f -i CO '1 -11 II ' ;i ~ r •. •» » Utlitsmynd af hinni nýju byggingu á íþróttasvæðinu á Jarðarsbökkum á Akranesi. . Akranes: Framkvæmdasamningur um íþróttamamiviiki undirrítaður Akranesi. UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag milli Akraneskaupstað- ar og Iþróttabandalag Akraness um, í fyrsta lagi að halda áfram uppbyggingu íþróttamiðstöðvar- innar á Jaðarsbökkum og í öðru lagi alhliða rammasamning um samskipti um íþróttamál á Akra- nesi næstu árin. Nú þegar hefur verið hafíst handa Bering Seal áður en það hlaut nafnið E.T. við landféstar í Flórída. ___ Bauð af rælni í skipið á uppboði Sigurður Þorsteinsson og 4 synir hans eiga rannsóknarskip á Karíbahafi Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Mbl. SIGURÐUR Þorsteinsson sjómaður og skipstjóri um nær 50 ára skeið, sem síðustu árin hefur búið í Suður-Flórída, er enn einu sinni orðinn eigandi skips. Fyrir tæpu ári keypti hann flutninga- og rannsóknarskipið Bering Seal á uppboði af bandaríska ríkinu, en gerði nokkru síðar samning við bandaríska flotann um leigu á skipinu og gengur útgerðin vel að sögn Sigurðar. Sigurður varð á sínum tíma hans hafa stofnað fyrirtæki um smum landskunnur er hann keypti varð- skipið Maríu Júlíu og sigldi á því frá íslandi ásamt konu og stórum barnahópi á vit ævintýra í fram- andi löndum. „Mér finnst ég á gamals aldri hafa gert kraftaverk," sagði Sig- urður í samtali við fréttamann Mbl. „Ég á nú ekki nema tvö ár í að hafa verið á sjónum í 50 ár og á ýmsu hefur gengið. En þessi síðustu skipakaup eru ævintýri líkust og ég lít á þau sem einskon- ar lottóvinning." Hann kvaðst hafa séð auglýs- ingu um sölu Bering Seal á upp- boði er hann var við skipstjórn á stóru flutningaskipi. Bering Seal var þá komið í eigu bandaríska ríkisins vegna vanskila fyrri eig- anda á ríkistryggðum lánum. Af rælni sendi hann inn lágt tilboð og bjóst alls ekki við að fá skipið. En viti menn, tilboði hans var tekið. Bering Seal hafði þá um fjög- urra ára skeið verið við olíurann- sóknir og flutninga til borpalla í Norðursjó og á þeim tíma komið tvívegis til Reykjavíkur sam- kvæmt dagbók skipsins. Þremur mánuðum eftir að Sigurður eign- aðist skipið komu fulltrúar flotans á hans fund og föluðust eftir skip- inu til leigu. Flotinn hefur nú haft skipið á leigu í 7 mánuði og allt bendir til að svo verði út þetta áp. Sigurður segir afkomu útgerð- arinnar gulltryggða með leigu- samningnum. Sigurður og synir útgerðina. Heitir það AT; Atlantic Trading Navigation & Commerce Inc. Skipið er að sögn Sigurður tæplega 70 metra langt og nokk- uð á annað þúsund tonn að stærð. í því eru nokkrar rannsóknarstof- ur auk vistavera fyrir áhöfn og rannsóknarmenn sem líkja má við hótelaðstöðu. Töluvert af tölvu- búnaði fylgdi í kaupunum. Á skip- inu er nú 10 manna áhöfn og 20 manna rannsóknarlið. Skipið tek- ur þátt í tilraunum og rannsókn- um bandaríska flotans varðandi samvinnu flugvéla, skipa og kaf- báta. Fjórir synir Sigurðar eru nú á skipinu, Olafur 1. stýrimaður, Jens 1. vélstjóri, Bjarni Björn og Þorsteinn. Bjarni Björn tók sér frí frá kennslustörfum á háskóla- stigi vegna betri launa um borð og Þorsteinn sem er málverka- fræðingur og deildarstjóri hjá Boeing-flugvélaverksmiðjunnar nýtir einnig frí frá vinnu sinni til að vera með. Sigurður faðir þeirra hyggst fara sjálfur á sjóinn aftur nú á næstunni, en hann varð að taka sér frí vegna kransæðasjúk- dóms. ú Nafni Bering Seal ver breytt í E.T. við eigendaskiptin. Mörgum fínnst það nýstárlegt nafn og telja það í tengslum við kvikmyndina E.T. Svo er þó ekki, heldur heitir eiginkona Sigurðar Edda og þau bera bæði nafnið Thorsteinsson. Upphafsstafirnir eru E.T. við byggingarframkvæmdir og er þessa dagana verið að taka grunn fyrir stækkun íþróttahúss ÍA sem tekið var í notkun fyrir röskum tveim árum. Það hús verður nú lengt um tíu metra til austurs og verða þar búningsklefar á fyrstu hæð, þrek- þjálfunaraðstaða og skrifstofur á annarri hæð og síðan gistiaðstaða á þriðju hæð sem mun hýsa um 20 manns. . Þá mun í beinu framhaldi verða byggð anddyrisbygging fyrir íþróttamiðstöðina og í þriðja lagi kemur nýtt búningsklefahús fyrir íþróttavöllinn í stað þess gamla sem verður rifíð enda fyrir löngu búið að skila hlutverki sínu. Það hús verð- ur gert fokhelt á samningstímanum, en að öðru leyti verða mannvirkin fullgerð. Alls er grunnflötur þessara bygginga röskir 500 m2 og mun þessi framkvæmd breyta miklu fyrir íþróttaunnendur á Akranesi. Gert er ráð fyrir að þessar fram- kvæmdir muni kosta 63 milljónir króna og mun Akranesbær leggja fram 35,7 milljónir króna á næstu sex árum, eða tæpar sex milljónir króna á ári. Að sögn Magnúsar Oddssonar formanns Iþróttabanda- lags Akraness er íþróttafbrystan á Akranesi mjög ánægð með að þessi samningur sé í höfn. „Við höfum nýlokið við gerð íþróttahúss og jafn- framt því unnið við stór verkefni við byggingu grasvalla og félagsað- stöðu. Við teljum þetta mjög góða lausn að standa sjálfír fyrir fram- kvæmdum með stuðningi bæjaiyfír- valda. Þetta er samningur sem er dæmi um það hvað hægt er að gera þegar íþróttafélög og bæjaryfirvöld snúa bökum saman til að skapa æsku bæjarins skilyrði til að sinna hollum og áhugaverðum verkefn- um,“ sagði Magnús. Én hvemig fer íþróttabandalagið að því að fjármagna sinn hlut þess- ara framkvæmda? „Það verður gert á sama hátt og þegar við byggðum íþróttahúsið," segir Magnús. „Við munum m.a. vinna í sjálfboðavinnu í einhverjum mæli og safna fjármagni með ýmsu móti til að standa við okkar hlut. Okkur tókst með ágætum að standa að okkar hlut við byggingu íþrótta- hússins og við erum bjartsýnir á það sama nú. Við eram einnig að skoða þann möguleika að stytta bygg- ingartímann eitthvað," segir Magn- ús að lokum. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann væri mjög ánægður með þann samning sem gerður hafði ver- ið við íþróttabandalagið og sagðist vænta góðs af samstarfí við það. - J.G. Friðar- stundí skólum VEGNA yfirvofandi stríðsá- taka við Persaflóa hafa kirkj- an og ýmis samtök staðið að friðarsamkomum og bæna- stundum. I gær boðuðu fræðslustjórar friðarstund i grunnskólum landsins næst- komandi mánudag. í samþykkt sinni beina fræðslustjórar þeim eindregnu tilmælum til skólastjóra allra grannskóla í landinu að mánu- daginn 14. janúar næstkom- andi verði haldin friðarstund í hveijum skóla klukkan 11 ár- degis. Selfoss: Félag eldri borgara 10 ára Selfossi. FÉLAG eldri borgara á Selfossi hélt nýlega upp á 10 ára afmæli starfsemi sinnar. Boðið var til kaffidryklq'u og starfsferillinn rakinn ásamt því sem slegið var á létta strengi. Einar Siguijónsson formaður fé- lagsins rakti sögu félagsins og í máli hans kom glöggt fram að mik- il þörf er fyrir starfsemi félags sem þessa og greinilegt að það uppfyllir félagsþörf eldra fólks. Það gengst fyrir tómstundastarfi, ferðalögum, Iíkamsrækt og öðru því sem hugur eldra fólks leitar sér til afþreyingar. Á afmælissamkomunni var mikið sungið og brugðið á leik með því að færa upp stutta leikþætti og atburði frá liðnu sumri. Fjöldi manns sótti samkomuna og átti góða samverastund á aðventunni. Sig. Jóns. Gestir á kynningarfundi um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Morgunblaðið/Sverrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra: Mikilvægur áfangi í rétt- indamálum heyrnarlausra - seg-ir Svavar Gestsson menntamálaráðherra MIKILVÆGUR áfangi var stiginn í réttindamálum heyrnarlausra og heyrnarskertra þegar lög um Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra öðluðust gildi,“ sagði Svavar Gestsson menntmála- ráðherra þegar Félag heynarlausra og aðrir er málið varðar fögn- uðu þessum áfanga í gær. Markmið laganna er að stuðla að jafnrétti heyrnarlausra til þjón- ustu sem víðast í þjóðfélaginu á grundvelli táknmáls heymarlausra. Hlutverk Samskiptamiðstöðvarinn- ar er að annast rannsóknir á íslensku táknmáli og sagði mennta- málaráðherra að mikilvægt væri að íslenskt táknmál verði þróað á grundvelli rannsókna hér á landi. Samskiptamiðstöðin á að annast undirbúning kennslu táknmáls og sinna henni sérstaklega og skipu- leggja táknmálstúlkun. 1 lögunum segir að Samskipta- miðstöðin skuli hafa samstarf við svæðisstjórnir um málefni fatlaðra, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkis- ins, Heyrnleysingjaskólann, Heyrn- ar- og talmeinastöð íslands, Náms- gagnastofnun og aðra opinbera aðila varðandi málefni er snerta starfsemi þeirra. Sama gildir um samstarf við félög áhugamanna. Menntamálaráðherra skipar stofnuninni fimm manna stjórn til fjögurra ára og forstöðumann til fimm ára í senn að fengnum tillög- um stjórnar stofnunarinnar. Full- trúi menntamálaráðherra í stjórn stofnunarinnar sem jafnframt er formaður stjórnar hennar hefur verið skipaður Berglind Stefáns- dóttir kennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.