Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 41
MÓ'RGUNBÍ.AÐIÐ FÖBTIJDAGLTR lli'JÁÍíÖAR lððl1 •
Þessir hringdu ...
Athyglisverður þáttur
Sigurjón hringdi:
„Athyglisverður þáttur var
sýndur á Stöð 2 í vikunni um
ástand fískistofna í Barentshafi.
Þar hafa fiskimiðin verið þur-
rausin og hefur það auðvitað
komið niður á þeim fuglategund-
um sem lifa á seiðum, enda hef-
ur þessum fuglum fækkað veru-
lega. En þetta leiðir líka hugann
að því hversu mikil reiðinar
ósköp af seiðum sjófuglar éta.
Við Islendingar verðum að hafa
kvóta á öllum okkar fískistofn-
um, væri ekki ráð að fækka sjó-
fuglum þannig að rýmka mætti
kvótana? Þá munu sumar hval-
tegundir taka sinn toll og selur-
inn étur mikið magn. Væri gam-
an að vita hversu mikill hluti af
nytjafíski okkar fer í fugl, sel
og hval.“
Myndavél
Canon myndavél tapaðist á
gamlárskvöld sennilega fyrir ut-
an Álfheima 46-48 eða Hraunbæ
6-8. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 33807
eða 671663. Fundarlaun.
Kettlingar
Fallegan átta vikna gamlan
högna vantar gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 76206.
Smásögur
Plastmappa með prentuðum
smásögum og mynd af litlum
dregn tapðaðist í vor er hún varð
eftir í strætisvagnaskýlinu við
Hrafnistu í Reykjavík. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 24265.
Heiðarleiki og trúmennska
Viðskiptavinur hringdi:
„Ég vil þakka versluninni Dux
í Faxafeni fýrir heiðarleika og
trúmennsku í viðskiptum. Það
er nokkuð um liðið síðan ég
keypti þar dýnu en í ljós kom
að hún var gölluð. Ég hafði þá
samband við verslunina og eftir
að þeir höfðu kannað málið var
mér bættur skaðinn að fullu. Því
miður hefur það farið í vöxt að
fólk stendur ekki við orð sín en
hjá þessari verslun er heiðarleik-
inn en í hávegum hafður."
Skór
Hinn 29. desember voru svart-
ir skór með þykkum sólum tekn-
ir við Skautasvellið í Laugadal.
Vinsamlegast skilið til gæslu-
manna þar.
Taska
Lítil rauð hliðartaska tapaðist,
sennilega við Stekkjaflöt í
Garðabæ. Vinsamlegast skilist
til lögreglunnar í Hafnarfirði.
Lyklar
Sjö lyklar á hring fundurst
fyrir áramót. Upplýsingar í síma
22496.
Gullhringur
Grannur gullhringur frá Jens
tapaðist 21. eða 22. desember,
sennilega í Skeifunni eða Kringl-
unni. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 38321.
Skór
Poki með háhæluðum skóm
tapaðist í Casa blanka aðfara-
nótt þorláksmessu. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma 688297.
Formenn
Skólafélag Iðnskólans í
Reykjavík óskar eftir að þeir sem
hafa gengt starfi formanns
skólafélagsins hafi samband í
síma 28044 og lesi nafn og síma-
númer inn á símsvara skólafé-
lagsins.
RÖNG STEFNA
Til Velvakanda.
Úr áramótaboðskap Ögmundar
Jónassonar, formanns BSRB, i
Morgunblaðinu 30. des. sl.: „í ann-
an stað þarf að færa til fjármagn
í þjóðfélaginu gegnum skattakerf-
ið. Sækja þarf peninga til fjár-
magnseigenda og stórfyrirtækja
sem nú mörg hver hagnast sem
aldrei fyrr . . .“
Lungann úr þessari öld hafa
austantjaldsmenn fylgt þessari
stefnu. Árangur hennar blasir nú
við sjónum hvers mannsbarns um
veröld víða.
Jón Á. Gissurarson
Vatnsheldir
amerískir götu- og kuldaskór frá
/s/v V\Æ,»X \/
Z_yROCKY*®sBOOTS.
5 5- r A
Glæsibæ, sími 82922.
úthJf'
41 ~
REYKVÍKINGAR!
Ásgeir Hannes Eiriksson,
þingmadur Borgaraflolcksins og
fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinga-
nefnd Alþingis, veróur á Kaffi-
Hress í Austurstræti í dag, föstu-
daginn 11. jan., kl. 1 2.00-14.00
Komið og spjallið við þingmann
Reykvíkinga.
f tilefni 5 ára afmœlisins
bjóðum við
SANDRA
Snyrtivöruverslun
Reykjavfkurvegi 50 ■ Hafnarfirði
S(mi 53422
afslátt
í dag og á morgun
0
Mozj%%r
T0NLEIKAR
Sinfóníuhljómsveitar íslands
í Háskólabíói
laugardaginn 12. janúar kl. 14.30.
Efnisskrá:
Sinfónía nr. 36 (Linz)
Messa í c-moll
Einsöngvarar og kór:
Sigrún Hjálmtýsdóttir
Sólrún Bragadóttir
Gunnar Guöbjörnsson
Viöar Gunnarsson og
Söngsveitin Fílharmónía
Hljómsveitarstjóri: Owain Arwel Hughes
Kórstjóri: Úlrik Ólason
Sinfóníuhljómsveit íslands
Háskólabíói v/Hagatorg. Sími 622255
T"= 9 Isiandi er aðalstyrldaraðili Slnfóníuhliómsveitar
ísiands starfsártð 1990 - 1991