Morgunblaðið - 11.01.1991, Blaðsíða 7
Laxveiðin 1991:
Eftirspum eftir lax-
veiðileyfum stóreykst
MIKIL eftirspurn er eftir laxveiðileyfum fyrir komandi veiðivertíð,
miklu meiri heldur en verið hefur síðustu árin. Guðlaugur Bergmann,
stjórnarmaður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, SVFR, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að aukningin væri mikil og það væri bókstaflega
„allt vitlaust að gera“, en sljórn og árnefndir SVFR hafa unnið sleitu-
laust frá síðasta laugardagskvöldi við að vinna úr umsóknum um hin
ýihsu vatnasvæði félagsins.
Samkvæmt upplýsingum Guð-
laugs er eftirspurnin eftir einstökum
svæðum mismikil eins og venjulega,
en alls staðar væri hún góð og sums
staðar gífurleg. „Við erum til dæmis
í vandræðum með að úthluta öllum
til hæfis í Norðurá sem er heldur
betur breyting til hins betra frá
síðustu sumrum er illa hefur gengið
að selja veiðileyfí í ána. Sama er að
segja um Fjaliið í Langá, það hefur
selst heldur hægt síðustu sumur, en
nú er allt uppselt. Annað dæmi er
Tungufljót, sjóbirtingsáin sem við
höfum nú á leigu ásamt Stakki í
Vík. Það er meira og minna að verða
uppselt á svæðið. Fyrir þessu eru
eflaust ýmsar ástæður. í Tungufljóti
og á Fjallinu er til dæmis boðin úr-
valsgóð aðstaða auk góðrar veiðivon-
ar á hóflegu verði. í Norðurá hefur
netaupptakan úr Hvítá eflaust sín
áhrif. Menn fá mikla tiltrú á svæðið,
enda allt önnur og betri vara sem í
boði er. Svo má ekki gleyma því að
víðast hvar er óbreytt eða lægra
verð en áður. í versta falli litlar
hækkanir," sagði Guðlaugur Berg-
mann.
Svipaða sögu er að segja úr flest-
um herbúðum. Sala gengur vel. Helst
að stöku útlendingahópar heltist úr
lestinni eftir tvö mögur veiðisumur.
í Laxá í Kjós er til að mynda nánast
allt uppselt og heyrst hefur að biðlist-
ar séu langir að komast að í Laxá í
Dölum.
Veðrið árið 1990:
Lægsti loftþrýstingur frá
því mælingar hófust
VEÐURFAR ársins 1990 var um margt óvenjulegt samkvæmt mæling-
um Veðurstofunnar. Loftþrýstingur var óvenju lágur og sérstaklega
fyrstu fjóra mánuði ársins. Meðalloftþrýstingur í febrúar, var hinn
lægsti í nokkrum mánuði hérlendis allt frá því samfelldar loftþrýstings-
mælingar hófust árið 1822 eða í nærri 170 ár. Janúar var þriðji lægst
máðurinn frá upphafi. Hiti og úrkoma voru þó nærri meðallagi á árinu
í heild.
Síðastliðinn vetur einkenndist af
óvenju miklum snjóalögum um meg-
inhluta landsins. Þarf að leita langt
aftur í tímann til að finna viðlíka
aprílmánuð hvað snjóalög snertir um
allt norðanvert landið. 9. janúargerði
svo stórviðri af útsuðri á landinu og
fylgdi því eitt mesta sjávarflóð aldar-
innar við suðvesturströndina.
Sumarið þótti nokkuð hagstætt
víðast hvar, einkum þó framan af
um sunnanvert landið. Júlí varð einn
hinn þurrasti um áratuga skeið norð-
anlands en ágúst var fremur sólarlít-
ill og vætusamur en hlýr. Óvenju
mikil úrkoma var í september um
sunnanvert landið og slæm norðaná-
hlaup gerði um austanvert landið um
mi
miðjan mánuðinn.
Meðlahiti ársins 1990 reyndist
vera 4,4°C og er það 0,2°C undir
meðallagi áranna 1951 til 1980. Á
Akureyri var meðalhitinn 3,7°C eða
0,3°C yfir meðallagi sömu ára. í
Stykkishólmi var meðalhitinn 3°C.
Úrkoma var um 6% umfram með-
allag í Reykjavík og hafði þann 28.
desember mælst 826 mm, á Akur-
eyri höfðu þá mælst 544 mm og er
það 14% umfram meðallag. Sólskins-
stundir í Reykjavík urðu 1.140 og
er það um 148 stundum fæn-a en í
meðalári en 993 á Akureyri sem er
36 stundum minna en í meðalári.
Flugtak:
Ný o g fullkom-
in skrúfuþota
NÝ tveggja hreyfla skrúfuþota bættist í flota Flugtaks skömmu
fyrir jól. Vélin er af gerðinni Beechcraft Super Kingair 200 og
hentar ákaflega vel íslenskum aðstæðum. Hún er búin fullkomn-
um siglingatækjum og getur m.a. notast við gervitungl.
Vélin var keypt frá Banda- Þetta mun vera eina vélin hér
ríkjunum þar sem hún var í eigu á landi sem nýtir gervitungl til
símafyrirtækis. Innréttingar í vél-
inni eru íburðarmiklar, leðursæti
og fleira sem gerir flugferðina
þægilega. Hægt er að koma tíu
farþegum fyrir en með smávægi-
legum breytingum má flytja þrett-
án farþega.
Að sögn Baldvins Birgissonar,
flugmanns vélarinnar, er vélin
bæði lágvær og hraðfleyg. „Hún
nær 540 kílómetra hraða og við
erum því 35 mínútur til Akur-
eyrar. Vélin hefur 3700 kílómetra
flugþol og það er því hægt að
fljúga til Miðjarðarhafsins án
millilendingar.
staðsetningar, en hún er að auki
búin hefðbundnum tækjum. Jafn-
þrýstiklefinn gerir okkur kleift að
fljúga í 20.000 feta hæð með
þrýsting í farþegarými eins og við
sjávarmál. Annars getur vélin
flogið í 35 þúsund feta hæð, en
það eru um ellefu og hálfur kíló-
metri. Hún er með stór dekk og
hentar því mjög vel á malarvöllun-
um hér á landi“, segir Baldvin
Flugtak á nú fimm kennsluvél-
ar auk ijögurra stærri véla, en
þeir seldu sex farþega vél þegar
þeir keyptu þessa.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991