Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANUAR1991 Reiðskólinn hefur tekið Reiðhöllina á leigu: Reiðhöllin er orðin vísir að félagsmiðstöð fyrir unglinga - segir Jón Albert Sigurbjörnsson, sem sér um rekstur Reiðskólans REIÐSKÓLINN hefur tekið Reiðhöllina í Víðidal á leigu til eins árs af Stofnlánadeild land- búnaðarins, og að sögn Jóns Alberts Sigurbjörnssonar, sem sjá mun um daglegan rekstur skólans, hefjast reiðnámskeið fyrir almenning þar á morgun. Að Reiðskólanum standa Félag hrossabænda, Landssamband hestamanna, Hestaíþróttasam- band íslands og félög hesta- manna á höfuðborgarsvæðinu. Reiðskólinn hafði Reiðhöllina á leigu í fjóra mánuði í fyrravetur, og þá voru þar meðal annars hald- in námskeið fyrir grunnskólanema. „Hestamennska er orðin valgrein í grunnskólum og þó nokkuð marg- ir grunnskólar og framhaldsskólar eru komnir hérna inn í tíma hjá okkur. Sú kennsla fer fram á dag- inn, en meginþunginn í námskeiða- haldinu er frá kl. 6-10 á kvöldin,“ sagði Jón Albert. Hann sagði að fyrir almenning væri boðið upp á reiðnámskeið með leiðsögn kennara bæði fyrir byrj- endur og þá sem vanir væru hesta- mennsku, og gætu byrjendumir fengið afnot af hestum í Reiðhöll- irini, sem eru nálægt 20 talsins. „Við munum leggja áherslu á að starfsmannafélög, vinnuhópar og jafnvel saumaklúbbar ef því er að skipta nýti sér aðstöðuna héma. í þeim tilfellum bjóðum við upp á alls kyns námskeið, eins og til dæmis helgamámskeið, en hópam- ir geta fengið aðgang að reiðskóla- hestunum sem eru hérna og við getum útvegað þá kennara sem við hæfi eru. Þá höfum við hug á því að koma á reíðþjálfun fyrir fatlaða, en slík þjálfun hefur verið á Rey- kjalundi og er viðurkennd erlendis sem góð jafnvægisþjálfun. Við telj- um að fatlaðir geti haft mjög gott af þessu, en við erum með kenn- ara, sem er menntaður á þessu sviði, og við gerum okkur miklar vonir um að fatlaðir geti komið inn í tíma hjá okkur og nýtt sér aðstöð- una hérna,“ sagði hann. Jón Albert sagði að hugmyndir væru uppi um að hafa hestamarkað í Reiðhöllinni, og í því sambandi væri Félag hrossabænda að kanna möguleika á því að vera með sölu- sýningar þar á laugardagsmorgn- um. Hann sagði að sérstakir hesta- dagar yrðu haldnir seinna í vetur, auk ýmiss konar sýninga og hesta- íþróttamóta, og hugmyndir væru um að starfrækja hestaleigu í sum- ar. „Það eru margvíslegir mögu- leikar fyrir hendi varðandi nýtingu á húsnæðinu, og reyndar þiggjum við allar hugmyndir sem gætu orð- ið til að halda rekstrinum gang- andi. Þá er húsið til leigu ef því er að skipta fyrir alla sem vilja nota það, og ef menn vilja til dæm- is koma héma og ríða út þá er ekkert því til fyrirstöðu að leigja höllina út á þeim tíma sem ekki eru mest eftirsóttir, og menn sem eru að temja hérna á svæðinu hafa til dæmis notfært sér það.“ „Við gerum sérstaklega að því skóna að Reykjavíkurborg komi inn í rekstur Reiðhallarinnar í sumar, því við teljum að borgin geti nýtt sér verulega þá starfsemi sem við getum boðið upp á í sambandi við íþrótta- og tómstundaráð. Hesta- mennskan er mjög vinsæl meðal unglinga, og þess má geta að hér Jón Albert Sigurbjörnsson. linnir ekki símhringingum frá krökkum, sem eru að spyrjast fyr- ir um hvort þau geti fengið að fara á bak, en það er sjálfsagður hlutur ef hestarnir eru ekki í þeim mun meiri brúkun. Miðað við hvernig þetta var í fyrravetur þá er þetta orðið eins konar vísir að félagsmið- stöð, því héma koma 2-300 krakk- ar úr Fák og miklu fleiri koma á opnu reiðnámskeiðin,“ sagði Jón Albert Sigurbjömsson. Fyrstu námskeið Reiðskólans á þessu ári hefjast á morgun, mánu- dag, og kostar hvert 10 tíma nám- skeið á bilinu 6-8 þúsund krónur eftir því hvort um námskeið fyrir byijendur eða lengra komna er að ræða. Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Magnús Hreggviðsson stjórnarform- aður Frjáls framtaks undirrita samninga um gatna- og holræsagerð. Frjálst framtak og Kópa- vogur semja um gatnagerð FYRIR skömmu voru undirritaðir samningar milli Frjáls framtaks hf. og Kópavogskaupstaðar um gatna- og holræsagerð í Smára- hvammi í Kópavogi. Samkvæmt þeim á allri gatnagerð á íbúðasvæði í Smárahvammi að vera lokið 1. ágúst nk. Að sögn Hallgríms I. Ragnars- sonar, framkvæmdastjóra Frjáls framtaks, mun uppbygging á íbúða- svæði hefjast í vor. Hefur Frjálst framtak selt allar lóðir undir fjölbýl- ishús, alls fyrir um 520 íbúðir. Gatnagerð á atvinnusvæði er að mestu lokið og áætlað er að fyrsta hús rísi í sumar. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum hafa deilur átt sér stað í bæjarstjóm Kópavogs um gerða samninga við Frjálst framtak. Ráð- gjafarnefnd var skipuð vegna upp- byggingár Smárahvammslands. Hana skipuðu verkfræðingarnir Halldór Jónsson og Björn Ólafsson auk Sigurðar Björnssonar bæjar- verkfræðings. Hallgrímur I. Ragn- arsson sagði að eftir ítarlega skoð- un hafi ráðgjafamefndin komist að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar hefðu staðið við gerða samninga. Nefndin lagði einnig til að gerðir yrðu frekari samningar við Fijálst framtak hf. um gatna- og holræ- sagaerð. Þá hefði bæjarráð sam- þykkti einróma tillögur ráðgjafar- nefndarinnar og jafnframt sam- þykkt ályktun þess efnis að hún bæri fullt traust til Fijáls framtaks hf. ------M-*----- Hagkaup: Nýtt korta- tímabil er ekki hafið NÝTT kortatímabil er ekki hafið í verslunum Hagkaups, eins og skilja mátti af auglýsingu hér í blaðinu á föstudag. Jón Ásbergsson framkvæmda- stjóri Hagkaups segir að vegna mis- taka hafi ekki verið tekinn út úr auglýsingunni texti, sem segir að nýtt tímabil hefjist 11. dag mánaðar- ins. Nýtt kortatímabil í Hagkaups- verslunum hefst því 17. janúar. Koniir sækja í þéttbýli í bráðabirgðatölum um mannfjölda, sem Hagstofan sendi frá sér um áramótin, kemur fram, að körium í sveitum landsins heist illa á kvenfólki og á það einna helst við um sveitir í næsta nágrenni við þéttbýli. I Reykjavík og á Akureyri, svo að dæmi séu tekin, eru mun fleiri konur í öllum aldurshópum eftir tvitugt Konur eru einnig mun langlifari en karlar og eru þær áberandi fleiri en karlar um sjö- tugt. Margir hafa velt fyrir sér hvað það er sem hefur áhrif á bú- setu fólks og nefnt að svo virðist sem konur sæki í þéttbýlið eftir öryggi þegar aldurinn færist yfir og þær yngri i betri atvinnutæki- færi. Karlar víli síður fyrir sér að búa einir á afskekktum stöðum og grípa þá vinnu sem býðst á hveijum stað. Landsbyggóarmönnum helst ekki á konunum sínum! ísafjörftur Vesttirftir (án tsafjar&ar) Austurland Vesturland JOg) Reykjavfk-^ (jöd Júi) Kópavogur "ÍÖn HatnartjflrSur Suóurnes M/GÓI <S5 Vestmannaeyjar ^gg KONUR á móti 100 körlum KARLAR á mótl 100 konum Q Það voru 255.855 íslendingar búsettir á laridinu um áramótin, 128.381 karl og 127.474 konur. 105.493 karlmenn búa í kaupstöð- um og bæjum og 107.142 konur eða 1.649 fleiri en karlar. Mestur er munurinn í Reykjavík, þar eru konumar 2.858 fleiri en karlar. Framan af aldri er hlutfall milli kynja nokkuð jafiit í höfuðborginni þar til um tvítugt, þegar kpnur em fleiri og fram að þrítugu. í aldurs- hópunum fram að sextugu er hlut- fallið aftur orðið nokkuð jafnt en þá fjölgar kon- um verulega umfram karla og eru þær tæplega 500 fleiri í öllum aldurshópum eftir það. Þá er eftirtektarvert, þeg- ar litið er á hjúskaparstöðu fólks, að um sextugt eru áður giftar kon- ur og ekkjur 400 fleiri en karlmenn á sama aldri í sömu stöðu. Mestur er munurinn hjá þeim sem eru 75 ára og fram að áttræðu en þá eru konur 561 fleiri en karlar og í hópn- um áður giftar og ekkjur eru 643 fleiri en áður giftir karlmenn og ekklar. Reykjaneskjördæmi Ef litið er á kjördæmin kemur í ljós, að í Reykjaneskjördæmi eru karlmenn tæplega 500 fleiri en kon- ur. Um sjötugt eru konur fjölmenn- ari eins og annars staðar á landinu, eða rúmlega eitthundrað fleiri en karlar. Konur í hópnum áður giftar og ekkjur er 274 en áður giftir og ekklar eru 70. Vesturland Á Vesturlandi eru karlmenn tæp- lega 600 fleiri en konur og fram að þrítugu er nokkuð jafnt hlutfall milli kynjanna, en þá taka karl- ar forustuna og halda henni fram undir sjö- tugt. Þegar litið er á hlutfall milli kynja í einstökum hreppum kemur fram, að karlmenn eru nær undantekningarlaust í meirihluta og er mestur munur milli kynja í ná- grenni við þéttbýli. í einstaka hrepp eru konur þó aðeins fleiri, til dæmis í Hvammshrepp og Felisstrandar- hrepp, þar sem konur eru fjórum fleiri en karlar á hvorum stað. Áður giftar konur og ekkjur eru fleiri í öllum aldurshópum og á aldr- inum 75 tii 80 eru konumar 68 en karlmenn 16. . Vestfírðir Á Vestijörðum eru karlmenn fleiri þegar á heildina er litið fram að 75 ára aldri ef undan er skilinn hópur- inn milli 50 til 55 ára. í þeim hópi eru fleiri konur, en konur taka aftur forastuna við 75 ára aldur. Í Kaldr- ananeshreppi era 80 karíar og 81 kona og er það eini hreppurinn á Vestfjöiðum þar sem konur era fleiri. í Tálknaflarðarhreppi era munurinn milli kynja 43 karlmönn- um í vil og í Kirkjubólshreppi eru 41 karlmaður og 16 konur. Mestur munur á milli áður giftra og ekkna og ekkla er í aldurshópnum frá 75 til 80 ára og era 9 karlar í þeim hópi en 43 konur. Norðurland véstra Á Norðurlandi vestra era karl- menn hlutfallslega fleiri á aldrinum 25 til 30 ára eða 85 umfram konur á sama aldri. Um 75 ára aldurinn skjótast konur fram úr körlum, sem fyrr og dregur sundur með þeim eftir því sem aldurinn hækkar. Mesti munur milli kynja í hópnum áður giftir eða ekkjur og ekklar er á aldr- inum 70 til 74 ára og eru konumar 41 fleiri en karlar. Karlar era fleiri í öllum sveitahreppum að þremur undanskildum og er mestur munur í Svínavatnshrepp. í Kirkjuhvamms- hrepp, Áshrepp og Hólahrepp era konur aðeins fleiri en karlar, mest fimm í Áshrepp. Norðurland eystra Karlar era fleiri á Norðuriandi eystra fram undir sextugt, en þá era konumar fleiri og era konur eldri en 85 ára rúmlega eitt hundr- að fleiri en karlar á sama aldri. Áður giftir eða ekklar era fleiri en áður giftar konur eða ekkjur fram að 45 ára aldri þegar konur taka forastuna og era eftir það mun fleiri í öllum áldurshópum. Mestur er munurinn eftir 75 ára aldur en þá era ekkjur og áður giftar 119 fleiri en ekklar og áður giftir kariar. í einum hreppi á Norðurlandi eystra era fleiri konur en karlar og það er í Grýtubakkahreppi, þar sem konur eru 15 fleiri en karlar. í öðram hreppum eru karlar fjölmennari. I Aðaldælahrepp og Raufarhafn- arhrepp eru þeir 35 umfram konur. Austurland Á Austurlandi era karimenn fleiri en konur í öllum aldurshópum fram undir áttrætt. Mestur er munurinn milli kynjanna í aldurshópnum 40 til 45 ára, í þeim hópi eru karlamir 72 fleiri en konur. Ogiftum ko'num fækkar verulega á Austurlandi eftir 35 ára aldur en ógiftum karlmönn- um fækkar um fimmtugt. Þá era ekkjur og fráskildar konur allt að því helmingi fleiri en þarlmenn í sama hópi eftir sextugt. í sex hrepp- um, Skriðdalshrepp, Eiðahrepp, Mjóafjarðarhrepp, Norðfjarðar- hrepp, Stöðvarhrepp og Bæjarhrepg era konur aðeins fleiri en karlar. í Vopnafj arðarhreppi er mesti munur milli kynja á Aust§örðum, en þar era karlar 65 fleiri en konur. Suðurland Á Suðurlandi era karlmenn í öll- um aldursflokkum fjölmennari en konur og frá tvítugsaldri era þeir mun fleiri. Sem og annarsstaðar era konur ijölmennari í aldurshópunum eftir sjötugt og á Suðurlandi taka þær forastuna um áttrætt. í hópi áður giftra og ekkna/ekkla era fleiri konur allt frá 25 ára aldri og um áttrætt era þær 93 en karlar í sama aldurshópi era 30. Konur era fleiri í tveimur hreppum á Suðurlandi, Ásahrepp og Gaulveijabæjarhrepp. í öðram hreppum era karlmenn mun fleiri og munar þar oft á þriðja tug. Mestur er munurinn í Biskupst- unguhreppi. Þar eru rúmlega fimm- tíu fleiri karlar en konur. BflKSVPO efiir Kristínu Gunnarsdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.