Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 43
'■(!<!' MA'JHAi Í'I
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SIÓNVARP suNNu
' / V : .. : I) -
SUNNUÐAGUR 13. JANUAR 1991
43
0.10 Miðnæturtónar. (Endurtekin tónlist úrÁrdeg-
isútvarpi föstudags.)
1.00 Veðurfregnir.
I. 10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
ék
8.15 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. (Endurtek-
inn frá þriðjudagskvöldi á Rás 1.)
9.03 Sunnudagsmorgunn með Svavari Gests.
Sígild dægurlög, fróðleiksmolar, spurningaleikur
og leitað fanga I segulbandasafni Útvarpsins.
II. 00 Helgarútgáfan. Urval vikunnar og uppgjör við
atburði líðandi stundar. Umsjón: Lisa Pálsdóttir.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Helgarútgáfan heldur áfram.
15.00 [stoppurinn. Umsjón: Óskar Páll Sveinsson.
16.05 Pættir úr rokksögu islands. Umsjón: Gestur
Guðmundsson. (Einnig ’útvarpað fimmtudags-
kvöld kl. 21.00.)
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman
lög úr ýmsum áttum. (rrá Akureyri.) (Úrvali út-
varpað í næturútvarpi aðfaranótt sunnudags kl.
5.01.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.31 Islenska gullskífan.
20.00 Lausa rásin. Útvarp framhaldsskólanna. Inn-
skot frá fjölmiðlafræðinemum og sagt frá þvi sem
verður um að vera i vikunní. Umsjón: Hlynur
Hallsson og Oddný Eir Ævarsdóttir.
21.00 Nýjasta nýtt. Umsjón: Andrea Jónsdóttir.
(Endurtekinn þáttur frá föstudagskvöldi.)
22.07 Landiö og miðin. Sigurður Pétur Harðarspn
spjallar við hlustendur til sjávar og sveita. (Úr-
vali útvarpað kl. 5.01 næstu nótt.)
0.10 i háttinn.
1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 8.00, 9.00. 10.00,12.20,16.00,19.00,
22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARP
1.00 Nætursól. — Herdís Hallvarðsdóttir. (Endur-
tekinn þáttur frá föstudagskvöldi.)
2.00 Fréttir. Nætursól Herdtsar Hallvarðsdóttur
heldur áfram.
4.03 i dagsins önn. Umsjón: Guðjón Brjánsson.
(Endurtekinn þáttur frá föstudegi á Rás 1.)
4.30 Veðurfregnir.
4.40 Næturtónar.
5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
5.05 Landið og miðin. - Sigurður Pétur Harðar-
son spjallaf við fólk til sjávar og sveita. (Endurtek-
ið úrval frá kvöldinu áður.)
6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum.
6.01 Mörguntónar.
fmÍhoí)
AÐALSTÖÐIN
8.00 Sálartetrið (Endurtekinn þáttur).
10.00 Mitt hjartans mál. Endurteknir þættir ýmissa
stjónenda.
12.00 Hádegi á helgidegi. Randver Jensson.
13.00 Akademía Aðalstöðvarinnar.
16.00 Það finnst mér. Umsjón Inger Anna Aikman.
Þáttur um málefni líðandi stundar.
Slöð 2:
Fjölmiðia-
konungurínn
Fyrsti hluti framhaldamyndar í fimm hlutum, Fjölmiðlakon-
91 45 ungurinn (The Paper Man), er á dagskrá Stöðvar 2 í dag.
~ Sögusviðið er Höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC.,
árið 1995. Svört, glæsilég limúsína rennir sér hljóðlátlega inn um
hliðið að Hvíta húsinu. Fast á hæla henni koma bifreiðar á vegum
bandarísku leyniþjónustunnar. Blaða- og fréttamenn berjast um að
komast sem næst bílalestinni og lúðrasVeit hefur leik í sama mund
og fjölmiðlakonungurinn Phillip Cromwell stígur út úr svarta glæsi-
vagninum.
Fyrir réttum þremur áratugum var hann ungur og óreyndur Ástr-
alíumaður með höfuðið fullt af hugmyndum og fullan poka af lánsfé
sem hann notaði til að bjóða í dagblað í Sydney. Einhvern veginn
svona hófst ferill fjölmiðlakonungsins Phillip Cromwell, ekki all-
sendis ólíkt Rupert Murdoehs. Hæfileikar hans og miskunarlaus bar-
átta í þágu sannfæringar sinnar með ýmsum lítt vönduðum meðul-
um, eiga sinn þátt í litríkum ferli Cromwells enda lætur ónefndur
blaðamaður þau orð falla um hann að „á þessum tíma hefði Crom-
well tekist að gera ómerkilegan dagblaðssnepil að svo voldugu fjöl-
miðlabákni að ríkisstjórnum hinna stærri landa léti betur að viðra
sig upp við hann, því óneitanlega stæði þeim stuggur af honum.“
Cromwell er maður sem svífst einskis og sviksemi er hans sterk-
asta vopn. Ekkert virðist stöðva þennan mann, hiklaust svíkur hann
lærimeistara síns, samstarfsfólk sitt og konurnar sem elska hann.
Allt er falt í hans augum, líka föðurlandið. Þetta er saga valdag-
ræðgi, ásta og launráða eins manns og leiksoppa ha'ns.
Myndin verður sýnd í fimm hlutum og er sá fyrsti á dagskrá í
kvöld. Annar hluti er á dagskrá mánudagskvöldið 14. janúar, þriðji
hluti 15. janúar og fjórði og fimmti hluti er svo á dagskrá 20. og
21. janúar.
Stöð 2=
ttaSski boítirin
■■■ í dag sýnir Stöð 2 leik Lazio og Inter Mílanó í beinni út-
"I Q 25 sendingu. Ekki þarf að fara mörgum órðum um styrk Int-
-19 er en í liðinu eru þrír leikmenn sem urðu heimsmeistarar
með landsliði Vestur-Þjóðverja í sumar. Skærasta stjarnan í því tríói
er án efa Lothar Matthaus sem kjörinn var knattspyrnumaður Evrópu
á dögunum. í liði Lazio ber einna mest á framheijanum þýska, Karl
Heinz Riedle, en hann nýtur stuðnings landsliðsmannsins Ruben
Sosa frá Úrúgvæ. Jón Örn -Guðbjartsson mun lýsa leiknum. __
Þak yfir höfuðið
■■■■ Sjónvarpið hefur látið gera 10 þætti þar sem gripið er niður
0-1 50 í sögu íslenskrar byggingarlistar. Veðurfar hefur gert það
^ 1 að verkum að íslendingar leggja mikið upp úr því að eiga
vandað húsnæði og verðlag í landinu veldur því að þeir sem kaupa
sér þak yfir höfuðið þurfa að leggja mikið á sig fjárhagslega til þess
að láta drauminn um eigið húsnæði rætast. Stundum hefur janfvel
verið sagt í gríni að við höfum steinsteypu á heilanum.
í þessari þáttaröð er lögð áhersla á umfjöllun um ytri einkenni
húsa á íslandi og hvernig þau hafa breyst með tilkomu nýrra efna
og tækni. I þessari þáttaröð er valin sú leið að byrja á umfjöllun
um fyrstu byggð og síðan er gangabærinn gerður að viðfangsefni.
Höggnu steinhúsin eru merkilegur þáttur í byggingasögunni og verð-
skulda sérstaka umfjöllun og sömu sögu er að segja um timburhús-
in. Steynsteypan hefur verið efni þessarar aldar og er því tímabili
skipt niður og endað á þeim húsum sem fólk er nú að flytja inn í.
Rætt er við ijölmarga arkitekta og sérfræðinga í þáttunum um
einstök tímabil í byggingarsögunni. Hver þáttur er um það bil hálf
tími að lengd. Byggingar víða um land koma við sögu. Umsjónarmað-
ur er Sigrún Stefánsdóttir en kvikmyndun annaðist Páll Reynisson.
18.00 Sigildir tónar. Umsjón Jón Óttar Ragnarsson.
Klassiskur þáttur með listamönnum á heims-
mælikvarða.
19.00 Aðal-tónar. Ljúfir tónar é sunnudagskvöldi.
21.00 Lifsspegill. i þessum þætti fjallar Ingólfur
Guðbrandsson um atvik og endurminningar, til-
finningar og trú.
22.00 Úr bókahillunni. Umsjón Guðríður Haralds-
dóttir. Þáttur um bækur og bókmenntir, rithöf-
unda og útgefendur, strauma og stefnur. Lesið
verður úr nýjum bókum og fjallað um þær á ein-
faldan og auðskiljanlegan hátt.
' 24.00 Næturdagskrá Aðalstöðvarinnar. Umsjón
Randver Jensson.
9.00 i bitið. Upplýsingar um veður, færð og leikin
óskalög.
12.00Hádegisfréttir frá fréttastofu Bylgjunnar og
Stöðvar 2. Umsjón Elin Hirst.
12.10 Vikuskammtur. Ingi Hrafn Jónsson, Sigur-
steinn Másson og Karl Garðarsson reifa mál lið-
innar viku og fá til sín gesti i spjall.
13.00 Kristófer Helgason. Fylgst með því sem er
að gerast í íþróttaheiminum og hlustendur tekn-
ir tali.
17.00 Eyjólfur Kristjánsson með allt á hreinu.
17.17 Siðdegisfréttir.
19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Tónlist.
22.00 Heimir Karlsson og hin hliðin.
2.00 Þráinn Brjánsson á næturvaktinni.
FM#957
10.00 Páll Sævar Guðjónsson. Litið i blöðin og
spjallað við hlustendur.
13.00 Valgeir Vilhjálmsson. Saman á sunnudegi.
Tónlist og uppákomur.
18.00 Jóhann Jóhannsson.
22.00 Rólegheit í helgarlok. Anna Björk Birgisdóttir
og Ágúst Héðinsson. Róleg tónlist.
FM 102 A 104 '
10.00 Jóhannes B. Skúlason. Sunnudagsmorgun.
14.00 Á hvita tjaldinu. Þáttur um allt það sem er
að gerast í heimi kvikmyndanna. Umsjón Ómar
Friðleifsson.
18.00 Óskalög og kveðjur. Arnar Albertsson.
22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. Stjörnutónlist.
2.00 Næturpopp.
o*
Fm 104-8
12.00 MS
14.00 Kvennó.
16.00 FB
18.00 MR
20.00 MH
22.00 FG
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Nóg er nú
samt
Svo bar til að Friðrik konungur
Danmerkur og Ingiríð
drottning hans komu í heimsókn
til íslands. Þá var víst ártalið
1956. í Tjarnargötunni stóð hópur
barna með fána. Þegar bílalestin
birtist veifuðu þau ákaft fyrsta
bíl. I honum sat lögi'eglustjórinn
í Reykjavík. Hann var borðalagð-
ari og í mun skrautlegri einkenn-
isbúningi en kóngur. Þessi skrif-
ari var þá ungur blaðamaður með
hlutverk. Lagði m.a. leið sína í
Naustið þegar verið var að und-
irbúa veislu fyrir konungshjónin.
Þar var hirðmaður konungs að sjá
til þess að öskubakkar væru á
borðum frá uppliafi máltíðar.
Samkvæmt fínum siðum þykir
það ekki góð latína. En þessi kon-
unglegi fylgdarmaður hafði skýr-
-ingu á reiðum
höndum. Hann
var nefnilega líka
að tjá gestgjöfum
að konungur
væri hættur að
drekka allt þetta
áfengi og vín 1
veislum og annan
vökva ætti að
.skenkja í hans
glas.
Kóngur hafði
víst verið farinn
að taka full mikið
af þeim görótta
drykk og verið
brugðist við þeim
vanda. Og fylgdarmaðurinn sagði:
Nóg er nú á hann lagt, þótt ekki
sé líka tekið af honum tóbakið!
Hann sagði mér hvenær menn
hefðu ákveðið að hætta að kvelja
sinn kóng og sjá til þess að hann
mætti reykja í löngum skyldu-
veislum. Það hafði verið í veislu
hjá EJísabetu Bretadrottningu,
frænku hans, skömmu áður. Þetta
var ein af þessum formlegustu
og fínustu kóngaveislum. Þjónn
stóð á bak við stól hvers gests.
Áður en langt var liðið á máltíðina
tók Friðrik konungur að ókyrrast.
Iðaði í sætinu. Loks smeygði hann
hendinni í innri vasann á kjólföt-
unum sínum og dró upp pakka
af Lökkí stræk. Þjónarnir litu
skelfdir hver á annan. Elísabet
drottning leit 'við^ og gaf sínum
þjóni fyrirmæli. Á einni mínútu
voru komnir öskubakkar við hvern
disk. Hún ætlaði ekki að kvelja
sinn gest. Og Danir ekki sinn
kóng. Nóg var samt á hann lagt
að sitja löngum stundum með gos
í glasi innan um veisluglatt fólk,
þótt hann fengi nú sinn huggara.
Nokkrum áratugum síðar lög-
leiddu íslendingar, sem manna
mesta samúð hafa með drykkju-
fólki, reykingabann. Það bar svo
til að kollega Árni Johnsen hafði
ítrekað reynt að fá reykingabann
á fundum okkar á blaðinu. Veitti
svosem ekki af að aðskilja sauði
og hafra og vanlíðan hafranna
hefði getað stytt langa fundi. En
hann fékk enga áheyrn. Þá lét
hann kjósa sig á þing og bannaði
þjóðinni að reykja. Hið löghlýðna
blað réð sér fyrirtækislæknir sem
skipulagði aðskilnað reykinga-
fólks og bindindismanna. Þess-
vegna röltir hún Súsanna ná-
granni mínn — og þau hin — nú
öðru hveiju fyrir hornið og inn í
hina lögleyfðu skúringafötu-
kompu. Opnanleg rifa á glugga-
boranni gæti forðað því að reykur-
inn berist fram til okkar hinna.
En glugginn sá opnast bara út í
Tryggvagötuna, þaðan sem út-
blástursmengunin frá kyrrstæð-
um strætisvögnum í gangi stígur
og berst jafnoft í meira magni inn
en reykurinn frá - syndaselunum
út. Opnanleg rifa er það þó og í
norðanaftakaveðri hefur rokið frá
sjónum betur. Hér getum við þó
lokað á eftir okkur klósetthurð-
inni, án þess að syndaselir verði
við slíkar aðgerðir loftlausir eða
reykurinn liðist ljúflega til baka
inn í skrifstofuna. Alit þetta til
heilsubótar og að læknisráði. Ekki
er þó hér komið til vamar vondu
fólki, sem blæs reyk fyrir vit ann-
arra. Það er fólki sem hefur heilsu
til undankomu, blaðamönnum eða-
starfsfólki og gestum sjúkrahú-
sanna, þótt ónotalegt geti verið
að híma úti undir vegg.
Ólíkt höfumst við að, ég klappa
króa þínum og þú kvelur bónda
minn! sagði skessan í þjóðsögunni
og barg karli sínum. Kannski
þyrftu breyskir sjúklingar á
Landspítala svo mannúðlega
skessu utan dyra er þeir kveljast
af sígarettuleysi. Þar er bara í
engan stað að venda, þar sem hið
opinbera hefur einokun á spitala-
sjúklingum. „Nú læri ég að meta
einkasjúkrahús. Yrði ég spítala-
matur mundi ég vilja borga fyrir
að losna við óþægindin af tób-
aksleysi í ofanálag!" varð kollega
Páli Lúðvík að orði er hann heyrði
um sjúklingana reyklausu. Hvers
vegna læturðu svona, þú sem
ekki reykir? spurði sjúkrahúsfólk
þennan skrifara. Svarið er: Ég er
á móti öllu dýrplageríi, jafnvel
þótt um verstu óargadýr væri að
ræða. Og það er ljótt að kvelja
sjúklinga! Nóg er nú samt, eins
og hirðmaðurinn sagði um kóng-
inn sinn.
Ekki eru plagarar syndaseia
þó alvondir. Nægilega illa haldið
fólk getur fengið undanþágu, er
haft eftir forráðamönnum.
Kannski ráð til þess að fá um-
búðalaust að vita hve alvarleg
veikindin eru að sækja um að fá
að reykja. í DV er haft eftir hjúk-
runarfræðingi á Landspítalanum
í hvaða stellingar sjúklingar þurfa
að setja sig i bæninni: „Þeir sem
vilja fá undanþágu frá banninu
verða að sækja um hana til svæð-
isstjóra viðkomandi deildar og
hann metur svo hvort hún skuli
gefin.“ Bónbjargarfólk verður
semsagt að vera mikið veikt —
en þó enn skrifandi.
E.t.v. er einmitt rétti tíminn tii
að neyða fólk til að kasta öllum
syndum sinum bak við sig, þegar
það er nógu veikburða og lokað
inni. Kemst ekki úr prísundinni.
Hver veit? Hvað hefur ekki vel
meinandi fólk látið hafa sig í ljótt
að gera til að frelsa mannkynið
frá syndinni?