Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM sunnudagur 1S. JANÚAR 1991
Sigríður Flygenring í miðið, en t.v. er Kjartan L. Pálsson formaður Einherjaklúbbsins og t.h. er Ólafur
H. Ólafsson framkvæmdastjóri Vangs sem gefur nýjum Einhetjum verðlaun.
gS
Tilviljanir elta konuna á röndum
Nýlega hélt félagsskapur sem
heitir Einheijar árlega sam
kundu. Einheijar eru þeir íslending-
ar sem hafa leikið það sem heitir
„holu í höggi" í golfi. Landsmenn
eru miklir kylfingar margir hverjir
og alls fóru 35 Islendingar holu í
höggi á síðasta ári sem er afburðag-
ott miðað við hina frægu og marg-
umtöluðu hausatölu. Meðal hinna
nýju Einheija var Sigriður Flygenr-
ing sem fór sína „holu“ á 7. braut
á Korpúlfsstaðavelli 6. júlí. Sú hola
er par 3 sem þýðir að vallarmet er
að menn eigi að slá umrædda hölu
í 3 höggum. „Ég slæ nú svo stutt
að ég hefði aldrei farið holu í höggi
nema á par 3 holu,“ sagði Sigríður
í samtali við Morgunblaðið. Annars
eru það athyglisverðar tilviljanir
sem urðu til þess að rætt var við
Sigríði sérstaklega en ekki einhvern
hinna Einheijanna.
Dagurinn 6. júlí er í huga Sigríð-
ar hinn merkilegasti. Ekki aðeins
vegna þess að þá fór hún> holu í
höggi í fyrra, heldur fæddi hún
tvíbura, syni sína tvo, á þeim sama
degi fyrir 41 ári. „Annars var það
fleira skringilegt sem gerðist
síðasta sumar og hlýtur að flokkast
einnig undir tilviljanir. Þannig var,
að í þessum sama mánuði, 20. júlí,
var ég að leika golf á Nesvellinum.
Ég tók þarna nokkur góð skot, en
eitt sinn lenti kúlan í miðjum kríu-
hóp sem sat á brautinni og ein
þeirra lá eftir dauð. Kúlan bara
skall í hausinn á henni og hún
hreyfði sig ekki meir. Ég varð svona
heldur vönkuð við þetta og vissi
eiginlega ekki í fyrstu hvað ég átti
að gera og kallaði til manns sem
var á næstu braut, spurði hann
ráða. Hann sagði að líklega væri
best að ég færi með kríuna upp í
skála. Ég tók því fuglinn, vafði
hann í handklæði og labbaði af stað.
Á leiðinni hugsaði ég með mér, til
hvers að fara með kríun'a upp í
skála. Auðvitað tæki ég hana með
mér heim og léti stoppa hana upp.
Þetta gerði ég. Það var kennari einn
í Kópavogi sem ég hafði upp á og
hann stoppaði hana mjög fallega
upp. Nú prýðir hún heimili mitt
með útþanda vængi, svona til minja
um óvenjulegan atburð,“ segir
Sigríður Einherji.
Þakkarávarp
Hjartansþakkir til barna minna ogallra þeirra,
sem heiöruðu mig og glöddu á 90 ára afmœli
mínu, 5. janúar sl., með samkomustund í Fé-
lagsheimili Seltjarnarness, gjöfum ogskeytum.
Guö blessi ykkur öll.
Karett Guðjónsdóttir,
Vatnsnesvegi 19, Keflavík.
SÓLARKAFFI
ÍSFIRÐINGA-
FÉLAGSINS
* ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu
árlega SÓLARKAFFI föstudagskvöldið
25. JANÚAR nk., að veitingahúsinu
BREIÐVANGI, Álfabakka 8, Reykjavík.
Húsið opnar kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst
hefðbundin og vönduð dagskrá með kaffi og
rjómapönnukökum. Hljómsveit Gunnars
Þórðarsonar leikur fyrir dansi þar til kl. 3
eftir miðnætti. AÐGANGSEYRIR kr. 1.600.-
Forsala aðgöngumiða fer fram í anddyri
Breiðvangs, laugardaginn 19. janúar kl. 13-16.
Borð verða tekin frá á sama stað og tíma.
Miðapantanir auk þess í síma 91-77500
dagana 21.—25. janúar milli kl. 16-18.
Greiðslukortaþj ónusta.
STJÓRNIN
Roy Marsden sem Macbeths.
SVIÐIÐ
Marsden
fór í gervi
Macbeths
Einhver bið hefur orðið á því að
helja að nýju tökur á sjón
varpskvikmyndum byggðum á
sakamálasögum rithöfundarins
P.D.James með leikarann Roy
Marsden í hlutverki skáldsins og
lögregluforingjans Adams Dalgli-
esh. Roy hefur gert kempunni góð
skil og á hlutverkið víst, en hann
vill ekki sitja auðum höndum á
milli þátta. Því var það að hann tók
að sér hlutverk Macbeths sem gekk
fram eftir desember í Riverside-
leikhúsinu i Lundúnum.
Marsden þótti ekki skila hlut-
verki Macbeths síður en hlutverki
Adams Dalgliesh, en það hefur
kannski fyllt hann eldmóði að hina
blóðþyrstu lafði Macbeth lék engin
önnur en Polly Hemingway, eigin-
kona Marsdens, sem hann er raun-
ar skilinn við á borði og sæng.
l&lKAFMABÆR
KARNABÆR
Bamafataverslun
LAUGAVEGI 5
sími620042
Laugavegi 66
sími22950