Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÐAGUR 13. JANUAR 1991'
eftir Ómar Friðriksson
Ljósmyndir Árni Sæberg
„SIÐLEYSI í Sigló“, „Siglóleigan er skandall", „Háskaleg stefna“,
„Hefur fjármálasiðferðið engin landamæri?" Þannig hljóðuðu fyrirsagn-
ir fjölmiðla á vordögum 1989 þegar Sigló hf. á Siglufirði varð gjald-
þrota með heildarskuldir upp á 300 milljónir kr. en þrotabúið var Ieigt
nýstofnuðu fyrirtæki eigendanna, sem höfðu keypt Sigló á sínum tíma
fyrir 18 milljónir af ríkinu en greiddu aldrei eyri upp í kaupsamning-
inn. Pólitíkin tók kipp og vinstri menn sögðu þetta skólabókardæmi
um hvernig einkavæðing Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks færi fram
á kostnað ríkissjóðs. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sakaði
fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um að hafagefið
flokksgæðingum sínum fyrirtækið. Og aftur hafa pólitískir eldar kvikn-
að á Siglufirði, sem teygja sig yfir gjörvalla landspólitíkina. Astæðan
er sala Ólafs Ragnars á Þormóði ramma hf. til tveggja smáfyrirtækja
á Siglufirði. Einkavæðing vinstri manna, „á kostnað ríkissjóðs er leik-
ur að fjöreggi Siglfirðinga, sem var fært pólitískum samherjum ráð-
herra á silfurfati," segja þeir sem gagnrýna hvað mest og koma að
þessu sinni einkum af hægri væng stjórnmálanna. Siglfirðingar sjálfir
virðast tvískiptir í afstöðu sinni, en þó fyrst og fremst óvissir, þar sem
ekki eru öll kurl komin til grafar í þessu umdeilda máli. Það fundu
blaðamenn Morgunblaðsins á ferð sinni til Siglufjarðar í vikunni.
Deilurnar gefa dæmigerða mynd
af Siglufirði. Jóhannes Egilsson
eigandi Egilssíldar.
Sað fer ævinlega allt í háa-
loft hjá ykkur Siglfirð-
ingum, er haft eftir
starfsmanni Ríkisendur-
skoðunar þegar heima
menn skýrðu sín sjónarmið fyrir hon-
um vegna sölunnar. Skýrslu Ríkis-
endurskoðunar er að vænta eftir
helgina. Vinna lá niðri hjá Þormóði
ramma og togaramir nýfamir til
veiða eftir óveðrið í síðustu viku. Það
var þungt hljóð í viðmælendum okk-
ar sem fæstir vildu þó tjá sig opinber-
lega um söluna á Þormóði ramma,
síðasta ríkisrekna sjávarútvegsfyrir-
tækinu. Starfsmaður þess sagði að
Siglfirðingar væm mjög uggandi um
framtíðina og það væri hiti í mörg-
um. Annar viðmælandi sagði að
bæjarbúar vissu lítið hvað fælist í
sameiningunni og margir óttuðust
þá einkavæðingu sem átt hefur sér
stað á skömmum tíma.
Pólitísk upphlaup
Flestar uppistöður atvinnulífsins í
bænum á siðari tímum hafa verið í
ríkiseign og allar meiriháttar breyt-
ingar, rekstrarerfiðleikar og hug-
myndir um eignasölu, hafa undan-
tekningalítið orðið pólitískt bitbein
jafnt fyrir norðan sem í stjórnkerf-
inu. Nægir að benda á Siglósíld,
Þormóð ramma og Sfldarverksmiðjur
ríkisins sem dæmi um ríkisrekið at-
vinnulíf bæjarins. Tvö þau fyrr-
nefndu hafa farið í eigu einkaaðila
og sjávarútvegsráðherra hefur lýst
áhuga á að selja SR. Siglfirðingar
hafa einnig bitra reynslu af einka-
væðingu á síðustu árum og benda
þá á gjaldþrot Sigló, Húseiningar
hf., Bút hf., frystihúsið ísafold og
Veiðarfæri hf. svo dæmi séu tekin.
Hrakfarir Sigló í fersku minni
Árið 1983 keyptu tíu aðilar Sigló-
síld af ríkissjóði og hugðust stunda
rækjuvinnslu auk þess sem gert var
að skilyrði að gaffalbitaframleiðsl-
unni yrði haldið áfram hjá hinu nýja
fyrirtæki. Vegna taprekstrar var
framleiðslulínan seld til Homafjarðar
árið 1988 og misstu þá 25 Siglfirð-
ingar atvinnuna. Rækjuvinnslunni
lauk skömmu síðar og í apríl 1989
var svo komið að óskað var gjald-
þrotaskipta. Eigendurnir stofnuðu
þá annað fyrirtæki, Siglunes, sem
tók verksmiðjuhúsið og tæki á leigu
af skiptaráðanda til sjö mánaða. En
hiti var í Siglfirðingum vegna máls-
ins og sóttist hópur heimamanna
eftir að taka reksturinn á leigu en
því var hafnað.
Ríkissjóður fékk aldrei krónu upp
í kaupverð fyrirtæklsins og tapaði
hátt í hundrað milljónum króna.
Heildarskuldir Sigló voru á fjórða
hundrað milljóna kr. og töpuðu ein-
staklingar og fyrirtæki á Siglufirði
tugum milljóna vegna gjaldþrotsins.
Ríkisendurskoðun var 'fengin að
kröfu þingmanna Sjálfstæðisflokks
til að gera úttekt á sölunni á Sigló.
Þrotabúið selt
Þegar sjö mánaða leigutími Siglu-
ness rann út var nauðungaruppboði
ekki forðað. Heimamenn sýndu enn
áhuga á kaupum en niðurstaðan varð
sú að fjármálaráðuneytið keypti
þrotabúið á uppboðinu í nóvember
1989. Það leigði síðan Þormóði
ramma verksmiðjuhúsnæði þrota-
búsins sem tók að sér rækjuvinnsl-
una. í september á síðasta ári var
svo gengið frá sölu allra eigna Sigló
til Ingimundar hf. í Reykjavík. Sölu-
samningurinn byggðist á makaskipt-
Vona að fyrirtækið fái að dafna.
Kristján Möller forseti bæjar-
stjórnar.
um við Ingimund þar sem eignirnar
á Siglufírði voru metnar á móti hús-
eign fyrirtækisins við Súðavog í
Reykjavík og var milligréiðsla ríkis-
sjóðs 67 milljónir kr. Þá létti Byggða-
stofnun umtalsverðum skuldum af
Ingimundi í þeim tilgangi að auð-
velda fyrirtækinu að flytja alla starf-
semi sína til Siglufjarðar, sem gert
var að skilyrði við söluna.
Rækjuvinnsla Ingimundar á Siglu-
firði hefur gengið vel í vetur en enn
bólar þó ekki á flutningi fyrirtækis-
ins norður og aflaskipin Helga RE
og Ögmundur RE eru enn skráð fyr-
ir sunnan. Benda viðmælendur á
Siglufirði á að skv. nýju kvótalögun-
um þurfí heimild sveitarstjórnar til
að flytja bæði skip og kvóta á milli
byggðarlaga. Á síðasta ári var kvóti
skipanna 600 tonn af rækju og 1.600
tonna botnfískkvóti.
Ilöðin kemur að Þormóði
ramma
Saga Þormóðs ramma er um
margt sérkennileg. Fyrirtækið hefur
frá upphafí verið í meirihlutaríkis-
eign en Siglufjarðarbær var einnig
stór hluthafi framanaf auk fjölda
einstaklinga í bænum, allir þó með
lítinn hlut. Þróunin varð sú, að eign-
arhlutur ríkisins fór vaxandi og var
orðinn 98% þegar fyrirtækið var selt
19. desember sl.
Fyrir réttu ári voru skuldir Þor-
móðs ramma komnar nokkuð yfir
einn milljarð króna. Hlutafé nam 25.
milljónum en ríkissjóður var þá eig-
andi að 71% hlutafjár á móti 23%
hlut Siglufjarðarbæjar. Ákveðið var
að auka hlutafé um 300 milljónir kr.
og með því var verulegum hluta
skulda fyrirtækisins við ríkið breytt
í hlutafé.
Salan gagnrýnd
Þegar Þormóður rammi var seldur
til Drafnars hf. og Egilssfldar hf. 19.
desember sl. var miðað við fjárhags-
stöðuna eftir uppgjör fyrir fyrstu
fimm mánuði ársins en þá var 50
milljóna kr. hagnaður á fyrirtækinu.
Hefur það sætt verulegri gagnrýni
að ekki skuli hafa verið lagt fram
rekstraruppgjör fyrir síðari mánuði.
Þess var einnig krafíst á hluthafa-
fundi Þormóðs ramma 27. desember
þar sem gengið var frá sameiningu
að eignastaða fyrirtækjanna yrði
metin miðað við söludag.
Engar upplýsingar er enn að fá
um afkomu og endanlegt eignamat
Þormóðs ramma á árinu. Á árinu
1989 nam rekstrartap Þormóðs
ramma 23,3 milljónum kr. en það
var 136,7 milljónir 1988. Bókfært
eigið fé fyrirtækisins var þá nei-
kvætt um 280 milljónir og
skammtímaskuldir 626 milljónir kr.
en miðað við tryggingaverðmæti
skipa, véla og tækja og brunabóta-
mat fasteigna voru fastafjármunir
metnir á rúmar 500 milljónir. Aftur
tókust samningar um skuldbreyting-
ar skammtímaskulda í íslandsbanka
sl. sumar og er viðurkennt að staðan
hafi færst til betri vegar á síðari
hluta ársins. 611 milljóna kr.
langtímaskuldir fyrirtækisins eru
freistandi kostur fyrir fyrirtæki sem
með kaupum geta nýtt sér þær sem
ónýttan tapafslátt. Heimildir herma
að kaupverð á slíku frádráttarbæru
tapi sé á bilinu 11-15%.