Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
21
Hugsanleg átök >;rðu Banda-
mönnum mjög í vil. í bandaríska
vikuritinu Time var því lýst svo,
að stríðið yrði eins konar blanda
af þriðju heimsstyijöldinni og
þeirri fyrstu. Bandamenn myndu
beita leysitækni, hitasæknum
flaugum, rafeindahernaði og inn-
rauðum tækjum til hins ýtrasta,
en írakar treystu þess í stað á
skotgrafir, jarðsprengjusvæði og
gaddavír til þess að hefta sókn
Bandamanna.
Upphaflega óttuðust Banda-
menn, að eyðimerkurloftslagið
myndi gera þeim sérlega erfitt
fyrir. Þar hefur tíminn unnið með
þeim, því nú er vetur þar syðra
og hitinn því þolanlegri en þegar
fyrstu sveitirnar komu til Arabíu
síðastliðið haust. Þá hefur tækja-
búnaður Bandamanna reynst bet-
ur í eyðimerkursandinum en óttast
var.
Árás á ísrael
Irakar hafa ítrekað reynt að
blanda innlimun Kúveit saman við
baráttu Palestínuaraba. Að
undanförnu hefur æ meira borið
á hótunum í garð ísraels, en þar-
lend stjórnvöld hafa haft hljótt
um sig og látið sem þeim komi
málið ekki við. Bandaríkjamenn
hafa þegar greint flutning á eld-
flaugum til skotpalla í vesturhluta
íraks, en þaðan gætu þær hæft
skotmörk á borð við Tel Aviv á
fimm mínútum. Slík árás gæti
þurrkað út þriðjung ísraelsþjóðar
og tugþúsundir araba. Talið er
að írakar gætu skotið allt að 60
eldflaugum að ísrael og fylgt því
eftir með loftárás. Talið er að
Hussein myndi reyna að láta líta
svo út sem ísraelar og/eða Banda-
ríkjamenn ættu upptökin að árás-
inni, til dæmis með því að láta
Víghreiður og skotmörk
Innan Kúveits eru fá beinlínis
hernaðarleg skotmörk, en innan
íraks eru þau hins vegar fjölmörg.
Hernaður Bandamanna mun að
líkindum beinast fyrst og fremst
gegn hérnaðarskotmörkum í írak
og aðflutningum þeirra til heij-
anna í Kúveit. Vegna ótta manna
við ófyrirsjáanlegar afleiðingar
eitur- og sýklahernaðar verður að
teljast líklegt að eldflaugaskotpall-
ar verði efstir á skotmarkalista
Bandamanna.
Herstjórnarlist Bandamanna
verður væntanlega í samræmi við
land-loftorrustukenningar Banda-
ríkjahers (AirLand Battle — ABL),
en sú herstjórnarstefna var mótuð
á áttunda áratugnum. Meginþætt-
ir hennar eru að koma í veg fyrir
árásargetu andstæðingsins þegar
í upphafi átaka og neyða hann
íraska flugvél varpa sprengju á
Bagdad.
Irak myndi gjalda dýru verði
fyrir, þar sem gengið er út frá
því sem vísu að ísraelar myndu
svara með alvöruárás á Bagdad,-
að líkindum með kjarnorkuárás.
Þó kynni að fara svo að Banda-
ríkjamenn tækju af þeim ómakið
og legðu Bagdad í rúst með stór-
felldri sprengjuárás, þó svo að
líkast til beittu þeir ekki kjarn-
orkuvopnum. Reyndar hafa ísra-
elar gefið til kynna að þeir myndu
sætta sig við slíka lausn. Hver svo
sem niðurstaðan yrði; myndi hún
breyta öllum forsendum átakanna
í einu vetfangi.
Árás á efnahagslíf
Vesturlanda
Sumir hernaðarsérfræðingar
telja að írakar myndu hefja stríðs-
átök með eldflaugaárás á olíulind-
þannig til varnar og hins vegar
samræming allra heija til þess að
nýta til fullnustu hernaðarmátt
nýtískuvopnakerfa. Kenningin
dregur nafn sitt af síðarnefnda
þættinum, þar sem litið er svo á
að loft- og landbardagar séu ekki
sitt hvor orrustan, heldur tvær
hliðar sama bardaga, sem þurfi
að samhæfa til fullnustu.
ABL byggist á því að herstjórn-
in hafi yfirsýn langt inn. fyrir
víglínu andstæðingsins og getu til
þess að gera árásir að baki henn-
ar. Markmiðið er að gera óvinaher-
inn ósjálfbjarga og stjórnlausan
áður en í odda skerst.
Eldflaugaskotpallar
fyrsta skotmark
Hefji Bandamenn átök en ekki
írakar, er líklegt að þau hefjist
með árás stýrifluga, skamm-
drægra eldflauga (ATCM) o’g'tor-
séðra sprengjuflugvéla (B-2) á um
60 eldflaugaskotpalla, en vegna
~hins skamma flugtíma eldflauga
(5 mínútur til Tel Aviv) er nauð-
synlegt að sú árás verði fyrirvara-
laus. Þar á eftir myndu fylgja stór-
felldar sprengjuárásir á önnur
hernaðleg skotmörk í írak og
ir og olíuhreinsunarstöðvar Sádí-
Arabíu. Þær eldfiaugar yrðu
væntanlega búnar bæði eitur-
vopnum og sýklavopnum. í sjálfu
sér myndu olíulindirnar og hreins-
unarstöðvarnar ekki verða fyrir
svo miklum skakkaföllum, en á
hinn bóginn yðri ómögulegt að
vinna þar og framleiðsla myndi
stöðvast um ófyrirsjáanlegan
tíma.
Nú kostar olíufatið 27 Banda-
ríkjadali en kostaði 18 dali fyrir
innrásina í Kúveit (hæst komst
verðið í 35 dali eftir innrásina).
Þessa verðhækkun má rekja til
þess olíuframleiðsla heimsins
dróst saman um 1 milljón olíufata
á dag. Verði mikill hluti olíufram-
leiðslu Sáda úr leik (er nú 7 millj-
ónir olíufata á dag) kynni olíuverð
að hækka upp i 100 dali fatið,
en við bætist að hernaðurinn við
Persaflóa bindur talsverðan hluta
framleiðslunnar. Finnist mönnum
styijöld við Persaflóa fjarlæg ættu
þeir að hafa í huga áhrif slíkrar
olíuverðhækkunar hér á landi.
kunna allt að 700 árásarflugvélar
frá Sádí-Arabíu, Tyrklandi og
eynni Diego Garcia á Indlandshafi
að taka þátt í þeim. Að auki eru
um 200 flugvélar á 6 flugmóður-
skipum á Persaflóa.
Fyrst og fremst yrði lögð
áhersla á að ráða niðurlögum
íraska flughersins og ræðir þar
um 20 flughersstöðvar eða svo.
Talið er að Irakar ráði yfir um 500
orrustu-, árásar- og sprengjuflug-
vélum. Þrátt fyrir þann fjölda er
talið að í írak séu ekki nema um
100 flugmenn, sem velgt geti
Bandamönnum undir uggum. í
samræmi við það er talið að
Bandamenn kunni að tapa um 50
flugvélum í þeim bardögum.
Tímaritið Flight International
telur hins vegar að íraski flugher-
inn sé gífurlega ofmetinn og segir
i síðasta tölublaði þess, að hann
verði svo að segja þurrkaður út
eftir fyrstu þrjár árásarflugferðir
Bandamanna. „Ef íraskar flug-
sveitir leggja til atlögu við árásar-
flugvélar Bandamanna verður
þeim eytt af mun fullkomnari
fylgdarvélum Bandamanna. Ef
þær forðast hins vegar bardaga
munu þær snúa heim til eyðilagðra
flugstöðva," segir í tímaritinu.
í’yrir utan allsheijar heimskreppu
og verðbólgu má ljóst telja að
„hér færi allt beina leið á haus-
inn“, eins og íslenskur sérfræð-
ingur um sjávarútvegsmál komst-
að orði.
Hry ðj uverkaárásir
Vestrænar leyniþjónustur hafa
að undanförnu orðið varar við
hræringar í heimi hryðjuverka-
manna. Hryðjuverkaforinginn
Abu Nidal lýsti yfir fullum stuðn-
ingi við Hussein þegar eftir árás-
ina á Kúveit og fyrir skömmu
gerði Jasser Arafat, leiðtogi Frels-
issamtaka Palestínu, slíkt hið
sama og bauð Bandaríkjamenn
„velkomna í stríð“. Slíkar kveðjur
er vart hægt að misskilja. Til þess
að bæta gráu ofan á svart benda
sumir sérfræðingar á, að hryðju-
verkaárásir þurfi ekki að vera
bundnar við sprengjutilræði eða
flugrán, írakar geti vafalaust séð
af sýklavopnum til þess arna með
hryllilegum afleiðingum.
Glundroði í liði íraka
markmiðið
Frá upphafi verður reynt _að
koma í veg fyrir öll fjarskipti ír-
akshers með rafeindahernaði. Ár-
ásir á hernaðarstjórnstöðvar yrðu
væntanlega gerðar á fyrsta degi,
annað hvort með loftárásum eða
aðgerðum sérsveita á borð við
Delta Force og SAS.
Þannig er miðað að því að ír-
askir hermenn verði í orðsins
fyllstu merkingu höfuðlaus her.
Takist þetta verða írösku sveit-
irnar í Kúveit einangraðar innan
viku. Birgðaflutningaleiðir þeirra
verða rofnar, svo að ekki verður
unnt að koma til þeirra matvælum,
skotfærum eða eldsneyti. Hafa ber
í huga að skotfærabirgðir í
nútímahemaði eru ávallt af skorn-
um skammti, enda skotharkan
gífurleg. Auk þessa verður liðs-
auka ekki komið til hinna einangr-
uðu hersveita.
Á þessum tímapunkti er líkleg-
ast að skriðdrekasveitir Banda-
manna láti til skarar skríða, hafi
írakar ekki þá þegar lagt upp laup-
ana. Nokkur hluti þeirra mun
líkast til fara vestur fyrir víggirð-
ingar íraka við landamæri Sádí-
Arabíu, króa íraskar herdeildir þar
af og fara síðan í gegn um írak
inn til Kúveits. Aðrir herir færa
beint norður yfir landamæri Sádí-
Arabíu inn í Kúveit og enn aðrir
myndu lenda á landgönguprömm-
um. Þessar orrustur yrðu vafa-
laust mjög mannskæðar. Sumir
séifræðingar telja að Bandamenn
muni týna um 1-200 skriðdrekum,
en í hveijum þeirra er fjögurra •
manna áhöfn. Tvö bandarísk
spítalaskip eru komin á Persaflóa,
en í þeim eru 1.000 sjúkrarúm.
Til þess að minnka mannfallið
við sjálft áhlaupið á Kúveit yrði
væntanlega gripið til víðtækra
sprengjuárása á landamærin til
þess að rjúfa víglínuna, eyða fyrir-
stöðu íraka og eyðileggja jarð-
sprengjusvæði. Talið er að B-52
sprengjuflugvélum frá Sádí-
Arabíu og Diego Garcia yrði beitt
í þessu skyni. Á sama tíma yrði
stórskotalið og eldflaugum beitt
gegn landher Iraka og stýriflaug-
um orrustuskipanna Wisconsin og
Missouri yrði skotið á birgða- og
stjórnstöðvar í Kúveit. Cobra- og
Apache-árásarþyrlur yrðu sendar
gegn skriðdrekadeildum.
Brotni vörn íraka ekki við þetta
yrði að grípa til fótgönguliða og
yrði líkast til flogið með talsvert
íið í þyrlum yfir til Kúveit, fall-
hlífasveitir yrðu sendar þangað og
landgönguliðar yrðu sendir sjóleið-
ina. Meðal þess herliðs yrðu vænt-
anlega sersveitir og liðsmenn
frönsku Útlendingaherdeildarinn-
ar, sem ávallt standa í fylkingar-
bijósti.
Þá tæki við blóðug orrusta um
Kúveit og má ljóst vera að mann-
fall yrði mjög mikið beggja vegna
víglínunnar. Það verður hins vegar
að teljast ólíklegt að svo fari, því
þegar þar yrði komið sögu — 2-3
vikum eftir upphaf átaka — væri
allt írak að falli komið. Orkuver,
hergagnaverksmiðjur, olíuiðnað-
urinn, samgöngukerfið og allt
stoðkerfi ríkisins væru óstarfhæf.
Og reyndar má spyija sig þeirrar
spurningar hvort foringjar úr
hernum myndu ekki leiða hugann
að tilræði við Hussein áður en svo
væri málum komið.
Að þessu sögðu má Ijóst vera
að frelsun Kúveits á ekki að taka
meira en um mánuð [ mesta lagi
(og versta falli). Áframhaldið
ræðst af viðbrögðum íraka. Mun
Saddam Hussein — verði hann þá
enn við völd — draga heri sína til
baka eða stendur hann við loforð
sitt um styijöld til sigurs eða
dauða?
Hvernig
berjnst írakar?
FYRIR tíu árum réðst Saddam Hussein á íran í von um skjóta
landvinninga. Það gerði hann í trausti þess að byltingarstjórn
Khomeinis væri veik fyrir og mætti ekki við neinum áföllum.
Eins og alkunna er dróst Persaflóastríðið á langinn og lauk með
jafntefli (eða bræðrabyltu?). Hvaða lærdóma má draga af baráttu-
aðferðum Iraka?
■ íraskar hersveitir og þá sér-
staklega skriðdrekasveitirnar fara
hægt yfir og herforingjar þeirra
sýna lítið frumkvæði. Skriðdrekar
nýttust illa til sóknar, en voru
þess í stað grafnir niður og notað-
ir sem stórskotalið.
■ írakar voru ófúsari en íranir
til þess að tefla mönnum í tvísýnu.
■ Úrvalshersveitir, sem hafa
fyrst og fremst það hlutverk að
veija höfuðborgina Bagdad og
Hussein sjálfan, voru ekki sendar
á vígvöllinn fyrr en síðast í
stríðinu.
■ Frammistaða flughersins var
undir meðallagi, þrátt fyrir að
styrkur hans ykist jafnt og þétt.
Fjöldi flugvéla var sendur til flug-.
valla Jórdaníu þar sem íranir gátu
ekki gert árásir á þær.
■ íraskar hersveitir stóðu sig
mun betur á írösku landi en í íran.
■ Efnavopnum var beitt til þess
að eyðileggja vígstöðu írana, sem
annars hefði verið óbreytt.
Þá ber að nefna tvær meirihátt-
ar hömlur á skriðdrekasveitunum.
Annars vegar bárust skotfæri í
skriðdrekafallbyssur seint og illa
til vígstöðvanna og hins vegar eru
skriðdrekasveitirnar ekki búnar
talstöðvum. Hið síðarnefnda er
að skipan Husseins, sem þannig
vill gera hugsanlegum ijand-
mönnum sínum innan hersins erf-
iðara að beita skriðdrekum í upp-
reisnartilraun.
Högg undir beltisstað?
SADDAM HUSSEIN er ekki bundinn af „hefðbundnum" styrjald-
arrekstri. Hann hefur fleiri vopn í fórum sínum en óvígan her í
Kúveit. Efnavopnaárás á ísrael, hótun um heimskreppu og hryðju-
verk.